Alþýðublaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 8
Að ofan: Þetta er hin mikilvæga klettaliæð sem mest hefur verið barizt um og mestu máli skiptir að ráða yfir. Að neðan. Um rigningatímann er allt löðr andi i bleytu og for, hvergi hægt að tyila niður fæti annars staðar en i for. Þetta er í Camp Carroll. Að neðan til hægri: Þetta er stór fallbyssa sem not uð er til að skjóta inn í hlutlausa svæðið. LEIÐIN lá frá Da Nang til lítils flugvallar, Khe Sanh, sera er rétt við landamæri Suður- og Norður-Víetnam. Það rigndi mjög mikið, og á götunum í Da Nang urðum við að vaða vatnið upp fyr ir ökla. Fallegu, grönnu stúlk- urnar höfðu lagt reiðhjólin sín til hliðar, og bundið upp þunnu, hvítu kyrtlana sina svo að fald- urinn órheinkaðist ekki í moldar litu vatninu. Krakkarnir léku sér á götunum, og hlupu skrækjandi í burtu, þegar flautað var á þá úr stóru hervögnunum, sem víða voru farnir að ryðga þótt þeir hefðu komið nýir frá verksmiðj unum fyrir fimm mánuðum. Strákarnir voru aðeins í stuttum buxum og létu sig einu skipta um allt vatn og leðju. Þeir voru fljótlega hraktir brott, er þeir reyndu að setjast á hlöðnu pall- ana fyrir framan verzlanirnar, sem eigendur reyndu að halda hreinum. Aurinn var alls staðar, — upp á miðja húsgafla höfðu bílarnir slett og krakkarnir höfðu rækilega merkt allar bifreiðir og önnur farartæki. Mátti víða sjá för eftir litla lófa á hvítu stjörn unni á bandarísku herbílunum, en innfæddu ökumennirnir reyndu að halda henni hreinni umfram allt. Á flugvellinum í Da Nang var mikið að gera. Flutningavélar komu og fóru, og vörum og skot færum var hlaðið á vörubifreiðir. Við fórum frá Da Nang með lít- illi flutningavél, sem flutti okkur til Khe Sanh-herstöðvarinnar, sem er rétt við landamæri Suður- og Norður Víetnam. Þar lentum við á flugbraut, sem þó er varla hægt að nefna því nafni. Vélin kom úr mikilli hæð inn yfir brautina, og flugmennirnir létu hana beinlinis falla niður. Við sá um hvernig hjólin sukku ofan í aurinn, sem þeyttist í allar áttir þannig að fljótlega sást ekki út um gluggana, Við enda brautarinn ar biðu okkar vörubílar, sem með hinum mestu harmkvælum komu okkur til höfðustöðva yfirmanna hersins á þesum slóðum. Þarna höfðu menn ekki fyrir því að þurrka af skónum áður en að þeir gengu inn í herskálana og á öllum gólfum var þykkt mo'ldar lag, sem minnti mig ósjálfrátt á fjárhús á vorin áður en stungið hefur verið út. Við höfðum skilið eftir allar kurteisisreglur, því að hér gátu menn ekki eytt tíma í slikan óþarfa. Hér var verið að berjast, og stöðugt mátti heyra þungar drunur frá fallbyssum og tíða skothvelli frá hríðskotabyss- um. Af og til stigu reykjarský til 3 18. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.