Alþýðublaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 10
Bréf sambands sveifarfélaga Áiyktanir járniönaðarmanna Bréf• þetta átti að birtast með ereinargerðinni frá Sambandi ís- lenzkra sveitarfélaga, sem kom í blaðinu í gær, en varð vegna mis- taka viðskila við hana og birtist l því liér núna. i; Dagana 16. og 18. þ.m. áttu for maður og varaformaður sambands- * ins viðr'æður við háttv. félagsmála ráðherra og háttv. fjármálaráð- . iherra. Viðræður þessar fóru fram •. vegna skilaboða, sem sambandinu - höfðu borizt á þá leið', að ákveðn- f ar hugmyndir væru uppi um það, I að nauðsynlegt mundi á þessu ári | að skerða um 10% tekjur Jöfn- » unarsjóðs sveitarfélaga, skv. a-lið t 16. gr. laga nr. 51/1964. Væri hér * um að ræða fé, sem ríkissjóður | þyrfti-á að haida vegna tiltekinna : aðsteðjandi þarfa, og væri þessi j skerðing nauðsynleg til fjáröflun- ■ ar í því skyni. Var talið, að hér væri um að ræða kringum 20 * miilj. króna. Stjórn sambaridsins hefur rætt ; þetta mal, og telur, að hún geti ekki fallizt á þessa skerðingu, ; enda sé hér um að ræða mjög snögglega stefnubreytingu, hvað1 ' snertir viðhorf ríkisins til sveitar- félaganna, stefnutoreýtingu, sem muni vaida erfiöleikum í sveitar- félögum, bæði íjárhagslega og þá ekki síður stjórnmálalega. Stjóm sambandsins telur, að síð ustu árin hafi samskipti ríkisins og sveitarfélaganna farið mjög batnandi, óg hafi skilningur ríkis- valdsins á aðstöðu sveitarfélag- anna mjög aukizt. Sérstaklega meta þau mikils þá skipun, sem UPP var tekin fyrir nokkrum árum er sveitarfélögum var veitt hlut- deild i söluskatti og þeirri skipan ; fcomið á, að sveitarfélögin fengju ■ árlega framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarféiaga. Hefur sú skipun m. a. orðið mjög til að bæta úr hvim- . leiðum vanskilum margra sveitar- - féiaga,- t.d. við Tryggingastofnun ríkisins. Rétt er þó að benda á, að sú ihlutdeild, sem sveitarfélöigunum hefur verið veitt í tekjum Jöfn- unarsjóðs, hei’ur tvívegis raskazt, þar sem sveitarfélögin hafa ekki haldið því hlutfalii af tekjum, er upphaflega var ákveðið. Þar sem Sambandi ísl. sveitarfélaga var Ijóst, hvaða nauðsyn var á þeim hækkunum, var þessu ekki mót- mælt, og má vera, að sambandið , gjaldi nú þessa aðgerðaleysis, þeg- ar beinlínis er að því stefnt að ! skerða þær tekjur, sem gildandi * lög gera ráð fyrir. Sveitarfélögunum er ljós nauð- f sýn á þeirri verðstöðvun, sem lög- leidd hefur verið, ■ þótt af fram- f' kvæmd hennar stafi ýmis konar i óþægindi og misræmi, þar sem V bundnir eru álagningarstigar út- f svara og ýmsar gjaldskrár; benda y *á á það, að á tímabilinu frá ^ samningu fjárhagsáætlana, fyrir > árið 1966, þ.e. frá árslokum 1965 ? fram til 15. nóv. sl. urðu ýmsar hækkanrr, sem sveitarfélögin urðu / að taka á sig, án þess að nægileg- I - ar tekjur kæmu á móti. Er því þá engan veginn gleymt, að framlög Jöfnunarsjóðs munu á árinu 1966 verða nokkru hærri en áætlun fjár laga gaf tilefni til. Þótt sveitarfélögunum sé- það vissulega hagsmunamál, að verð- stöðvunin nái tilgangi sínum, þá á það ekki síður við um ýmsa að- ila aðra í þjóðfélaginu. Virðist því miklu eðlilegra, að tekna, sem til slíks þarf og nátengdra ráðstafana verði afiað með álagninjgu á gjald- þegna almennt, heldur en með því að taka út einn aðila, sveitarfélög- in, og leggja á hann tvöfaldar byrðar, bæði 10% skerðingu fram- Iags Jöfnunarsjóðs, auk þess sem gert hefur verið ráð fyrir 10% niðurskurði verklegra fram- kvæmda, sem kemur mjög illa við sveitarfélögin, sem standa í fram kvæmdum sem lögboðnar eru og ríkisframlög eiga að koma til. Ef ekki þætti fært að leggja áðurgreindan kostnað á gjaldend- ur almennt, má nefna það, að sam bandið hefur margsinnis bent á, að óeðlilegt sé, að bankarnir i land inu séu skattfrjálsir. Er sú tillaga enn ítrekuð, að bankarnir verði látnir taka á sig að sínu leyti greiðslur til opinberra þarfa, bæði til ríkissjóðs og sveitarfélaga. Á það hefur oft verið bent af hálfu sambandsins, að mjög ó- heppilegt sé, að af ríkisvaldsins hálfu sé hróflað við tekju- eða gjaldaliðum sveitarfélaga, þannig að áhrif hafi á gildandi fjárhags- áætlun hverju sinni. Ef fram nær að ganga skerðing á framlögum Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna verða sveitarstjórnir, sem nú hafa lokið gerð fjárhagsáætlana svo sem lög gera ráð fyrir, að taka þær til meðferðar að nýju við tvær umræður. Mun það ekki verða til að styrkja gagnkvæman skilning að leggja slíkt á sveitar stjórnir, sem eiga í miklum fjár hagserfiðleikum og glíma við að leysa lögbundin verkefni. En ríkis framlög vegna þeirra verkefna eru eins og kunnugt er í ýmsum til vikum töluvert á eftir. Mun það og verða til að auka enn á erfiðleik ana, ef verklegar framkvæmdir rík issjóðs verða færðar niður um 10 %, þar með ríkisframlög til lög- boðinna verkefna sveitarfélaga. Þessi skerðing er það þungbær sveitarfélögunum, að telja verður hana fullkomlega nægilegt fram iag af þeirra hálfu og raunar um fram fjárhagsþol sveitarfélaganna. Að athu’guðu máli telur stjórn sambandsins sér, eins og áður seg ir, ókleift að fallast á þá stefnu breytingu í samskiptum ríkisvalds og sveitarfélaga, sem vakið hefur verið máls á. Hún kemst heldur ekki hjá því að gera umbjóðend um sínum, svéitarstjórnum í land inu, grein fyrir afstöðu sinni og kanna, hvort nauðsýnlegt verður talið að kveðja til fundár fulltrúa ráðs sambandsins, sem fer með æðstu stjórn þess milli landsþinga. Stjórnin, mæltist að lokum ein dregið til þess við háttv. ríkisstíórn Framhald á 14. síðu. i Félagsfundur i Félagi járniðn- aðarmanna haldinn 13. marz 1967 m.a. til að ræða atvinnumál, á- lyktar eftirfarandi: ,,Frá því í októbermánuði sl, hefur atvinna í járniðnaði á Reykjavíkur Hafnarfjarðarevæ^- inu verið alls ófullnægjandi og atvinnuástand í þessari iðngrein ekki verið jafn slæmt í áratugi. Að sama skapi hafa heildartekj- ur járniðnaðarmanna minnkað að miklum mun. Er lækkun heildar- tekna á þessu timabili varlega á- ætluð 25% og því hefur afkoma þeirra er í þessari iðngrein starfa versnað að sama skapi. Það hefur verið meginverkefni ísl. járniðnaðar að vél- og tækni- væða höfuðatvinnuvegi lands- manna, einkum sjávarútveginn og að vinna að nauðsynlegu viðhaldi skipa og verksmiðja. Til þess að leysa þessi verkefni af liendi, hafa verið fluttar inn vélar og tæki fyrir hundruð millj- óna króna. Þessar vélar og tæki eru ekki nýtt nema að mjög litlu leyti, en á sama tíma eru við- gerðir íslenzkra skipa framkvæmd ar erlendis að miklum meirihluta en áður hefur verið, og sú þjón- usta að sjálfsögðu greidd með gjaldeyri til erlendra aðila. Verkefnaskortur járniðnaðarins nú er m.a. vegna eftirfarandi: 1. Viðgerðir ísl. skipa, jafnvel minni fiskiskipa, hafa verið framkvæmdar erlendis í ríkari mæli en nokkru sinni áður. 2. Stóraukins innflutnings á vél- um og tækjum, jafnvel heilum verksmiðjum, sem hægt hefði verið að smiða hérlendis og hliðstæðar við það sem áður hefur verið smíðað innanlands. 3. Dráttarbrautir á Reykjavíkur- Hafnarfjarðarsvæðinu hafa dregizt afturúr varðandi aðstöðu til skipaviðgerða, með tilliti til breytinga á stærðum fiskiskipa og fjölgunar kaupskipa. Ný- byggingar stálskipa hafa geng- ið erfiðlega til þessa sbr. gjald- þrot Stálskipasmiðjunnar sf. í Kópavogi. Fleiri atriði koma hér að sjálf sögðu til, með tilliti til samkeppn- innar við útlönd s.s. lánsfjárskort- ur, háir vextir og hráefnistollar. Félag jámiðnaðarmanna krefst þess, að þegar í stað verði gerðar ráðstafanir til úrbóta í atvinnu- málum járniðanaðarins með því m.a. að: 1. Viðgerðir ísl. skipa verði látn- ar fara fram innanlands, hamli ekki sérstakar ástæður. 2. Stöðvaður verði hinn gegndar- lausi innflutningur á vélum og tækjum, sem ísl. járniðnaðar- fyrirtæki geta annazt smíði á. 3. Komið verði upp, á Reykjavík- ur-Hafnarfjarðarsvæðinu, stórri vel búinni dráttarbraut er full- nægi þörfum fiskiskipaflotans anriarsvegar og hinsvegar þurr- kví til viðgerða og viðhald á is- lenzkum kaupskipum. Jafnframt verði komið upp aðstöðu til nýsmíði skipa og að- staða þeirra skipasmíðastöðva, sem fyrir eru, stórbætt og stefnt verði að því að öll þau skip sem landsmenn þarfnast, verði smíðuð innanlands. 4. Samkeppnisaðstaða járniðnað- arins gagnvart erlendum aðilum verði bætt með hagstæðum lán- um og lækkuðum tollum á hrá- efni, vélum og verkfærum. Ef íslenzk stjórnarvöld vilja efla atvinnulíf í landinu, verða þau, nú þegar, að gefa gaum að ástandi og þróun járniðnaðarins, jafn mik- ilvægur þáttur og sú starfsgrein er fyrir atvinnulífið, einkum þó sjávarútveginn.“ Fréttatilkynning frá Félagi járniðnaðarmanna. FUNDARBOÐ Aðalfundur Hjarta- og æðaverndarfélags Reykjavíkur verður haldinn í gylltasalnum Hótel Borg, sunnudaginn 19. marz, kl. 15.00. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla stjórnarinnar. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. 3. Kosning stjórnar, varastjórnar og endur skoðenda. 4. Kosnir fulltrúar á aðalfund Hjarta- vemdar. 5. Erindi, Snorri P. Snorrason. 6. Önnur mál. Hljómsveitin ÁSAR frá Akranesi, en þeir léku í hinni árlegu skemmtun barnaskóla Akraness. Á myndinrii eru frá vinstri; Tryggvi Magriússon, Vilhjálmur Þór Guðmundsson-, Stéinn M. Helgasön, og Pálmi Guðmuridsson. ,r 10 Í8. marz 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.