Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1993, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993 5 Fréttir 17 nauðgunarkærur til RLR, 10 til saksóknara, ákært í einu máli: Eitth vað að meðferð nauðgunarmála hér „Okkur finnst almennt eitthvað að meðferð nauðgunarmála hér á landi,“ segir Theódóra Þórarinsdótt- ir, starfskona hjá Stígamótum, og bendir á því til stuðnings að árið 1991 bárust 17 nauðgunarkærur til RLR og voru tíu þeirra sendar áfram til embættisj-íkissaksóknara sem gaf út ákæru í einu málanna. „Okkur finnst þetta náttúrlega mjög dular- fullt,“ segir Theódóra. Sönnunarbyrðin í opinberum mál- um hvílir á ákæruvaldinu. Þetta þýð- ir að neiti nauðgari að hafa nauðgaö konu verður ríkissaksóknari, sem er ákærandi í máhnu, að sanna sekt hans. Dómarinn metur síðan þau sönnunargögn sem ríkissaksóknari leggur fram. Standi orð nauðgarans gegn vitnisburði konu og engin sönn- unargögn önnur, svo sem áverkar eða sjónarvottar, styðja framburð hennar eru litlar líkur á að máhð komi til dóms. Slík mál eru yfirleitt ekki send ríkissaksóknara og séu þau send honum felhr hann þau yfirleitt niður. Theódóra segir að í Ijósi þess að í fæstum tilfeUum beri konur líkam- lega áverka eftir nauðgun, að sjaldn- ast séu vitni að nauðgunum og að algengast sé að nauðgarar neiti öh- um sakargiftum sé sönnunarbyrði í nauðgunarmálum fjarstæðukennd og andstæð hagsmunum kvenna. Unnursótta'um ferðaskrif- stofuleyfi Unnur Guðjónsdóttir, sem hef- ur skipulagt þrjár ferðir á vegum svokaUaðs Kínaklúbbs, gekk á fund fuUtrúa samgönguráðu- neytisins á fostudag og sótti um leyfi tU ferðaskrifstofureksturs. Ráöuneytið hefur þegar sent ferðamálaráði umsókn hennar tíl umsagnar. Unnur sagði í samtah við DV að hún heföi lagt fram í ráðuneyt- inu fuhnægjandi gögn vegna lagaákvæða um 6 milijóna króna bankatryggingar. Hún sagði hins vegar að hún hygðist ekki ráða starfsmann á skrifstofuna eins og kveður á um í lögum um slík- an rekstur. Aðspurð um með hvaða hætti hún hygðist haga rekstri sínum sagði Unnur: „Ég segi bara ekkert um það. Ég ér ekkert að spá í framtíðina þannig en það er aldrei að vita hvað mér dettur í hug. Ég var meira og minna neydd tU að sækja um leyfið og ætlaði mér ekki að sækja um það. En auðvit- að verð ég að fylgja lögum lands- ins. Þetta er ekkert mál fyrir mig og það er ekkert sem hindrar að ég fái þetta leyfi." Hún er þegar farin að skipuleggja ferð fyrir 19 manna hóp tíl Kína og verður lagt af stað 1. október. -Ótt Tveir eUefu ára pUtar fóru inn í nokkra ólæsta bUa við Hamra- borg í Kópavogi í fyrrakvöld og stálu úr þeim lauslegum hlutum. Lögreglan tók pUtana í sína vörslu og komu foreldrar þeirra ognáðuíþá. -pp segir Theódóra Þórarinsdóttir, starfskona hjá Stígamótum TU verði að koma breyting á sönn- það er að nauðgara sé gert að sanna að sanna nauðgunina. Þetta hafi ver- slíkt hafi farið fram á Norðurlönd- unarkröfum í þessum málaflokki, sakleysi sitt en ekki fómarlambanna ið gert víða erlendis og umræða um um, að íslandi undanskUdu. -pp . Jakkaföt, 100% ull, eir Jakkaföt, ullarblönduð, Stakir jakkar Stakar buxur Silkibindi Leðurjakkar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.