Alþýðublaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 3
Tæki til að taka við gervitu ng lamyndum Verið var að ljúka við að setja upp tæki á Keflavíkurflusvelli á vegum veðurstofu flotans, til að taka á . móti myndum frá gervi- hnöttum, sem fást við veðurat- liuganir. Einnig er að ljúka bygg ingu tveggja húsa, á vegum Veð urstofu íslands og Veðurstofu . flotans þar sem sett verða upp Iðnskóla Patreks- fjarðar slitið Patreksfirði, — ÁMP-Hdan. Iðnskóla Patreksfjarðar var slit ið fyrir skömmu, Skólinn er dag skóli og' störfuðu 1. og 2. bekk ur saman og svo 4. bekkur. Skólastjóri er séra Tómas Guð mundsson. Hæstu einkunn hlaut Ifaraldur Aðalsteinsson vélvirkjanemi 8,15. í 4. bekk hlaut Magnús Frið- riksson, húsasmíðanemi hæstu einkunn 9,75 og Jón Björn Gísla son húsasmíðanemi 9,48. Jón hlaut aftur á móti hæstu meðaleinkun á lokaprófi, 9,24 en Magnús var næstur með 9,01. Slæmt veður var hér sl. helgi og leituðu um 20 aðkomubátar vars hér í höfninni af þeim sök- um. Héldu þeir út á mánudags- kvöld. Gífurlegt netatjón hefur verið hjá bátunum af völdum veðurs- ins. nýjustu tæki, til notkunar við háloftarannsóknir. í byrjun apríl verður tekið í notkun tæki, sem tekur við og framkallar myndir frá gervihnött- um. Veðurathugunarhnettir senda sjálfkrafa myndir og er hægt að taka þær upp á meðan hnöttur- inn er innan sjónlínu. Hnöttur- inn hefur myndavél og sendi, sem sendir myndir af skýjafari fyrir neðan. Verið er að koma mót- tökutækjum fyrir í turni veður- stofu flotans og munu þau taka við myndum þann tíma sem dags ljós 'er, þegar hnettir fara yfir. Verður með þessum tækjum hægt að fylla upp í stórar eyður, sem verið haf.7 í veðurathugunum á norðanverðu Atlantshafi, ísbafi og Grænlandi, frá svæðum, þar sem áður var litlar gagnlegar upplýs- ingar að fá. Veðurhnettirnir eru í um það Framhald á 14. síðu Samtök sveitarfélaga í Reykja nesumdæmi halda aðalfund sinn Iaugardaginn 1. apríl nk. Fund- urinn verður haldinn í samkomu húsinu á Garðaholti í Garða- hreppi og hefst kl. 14. Auk þess sem þar fara fram venjuleg að- alfundarstörf mun Birgir Thorla- cius ráðuneytisstjóri flytja erindi á fundinum um frumvarp að nýj um skólakostnaðarlögum, sem nú liggur fyrir Alþingi. Síðan- fara fram frjálsar umræður. Allir sveitarstjórnarmenn í umdæm- inu eru velkomnir á fundinn. MottoKutækt fyrtr mynutr ira gervinnottum, etns og pao sem nu verour seu upp a iveiiaviKuriiugyetu og Veðurstofa íslands fær afnot af. (Ljósm.: U. S. Navy). 1 Skemmtun til ágóða fyrir sundlaugarsjóð Skálatúns Rvík — AKB. Á sunnudaginn, 2. apríl, efnir Sundlaugarsjóður Skálatúnsheim- ilisins til tveggja skemmtana á Hótel Sögu til ágóða fyrir sund- laugarbygginguna í Skálatúni. Skemmtanirnar verða fjölbreytt- ar og verða skyndihappdrætti í sambandi við þær og verða 100 vinningar í verðlaun á ihvorri skemmtun, en allir vinningarnir hafa verið gefnir til styrktar mál- efninu. Hermann Ragnar Stefáns- son danskennari og Unnur Arn- grímsdóttir kona hans sjá um skemmtiatriði og stjórn á þeim, en meðal skemmtiatriða verður tízku sýning, sýnd verða tízkuföt allt frá skíðafatnaði í samkvæmis- kjóla. Fötin verða frá 5 fyrirtækj- um hér í borg, frá L.H. Miiller, Sportvöruverzlun Kristins Bene- diktesonai-, Markaðnum, Dömu- búðinni Laufinu og Herrahúsinu. Einnig verður dansgýning, nem- endur úr dansskóla Hermanns Ragnars sýna barnadansa og einn- ig svokallaða táningadansa. Enn fremur koma fram unglingar úr Réttarholtsskóla og skemmta og Elín Clausen, 10 ára, flytur kvæðið En hvað það var skrýtið. Að síð- ustu sýnir Guðrún Magnúsdótt- ir hárgreiðsludama notkun lausra hártoppa við samkvæmisgreiðslur og breytir hárgreiðslu sýningar- stúlknanna og koma þær allar að síðustu fram í síðum kjólum með Framhald á 13. síðu. Sig.v. Hjaltested Guðm. Guðjónsson Skúli Halldórsson Sigfús Halldórsson Ómar Ragnarsson Árshátíðin verður í kvöld Árshátíð Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður haldin í Súlnasal HÓTEL SÖGU — í kvöld — 31. marz 1967 og hefst með borðhaldi kl. 7.30. — Björgvin Guðmundsson form. Alþýðu- ^ flokksfélagsins setur árshátíðina og veizlustjóri verður Benedikt Gröndal alþingismaður. SKEMMTIATRIÐI: Frú Sigurveig Hjaltested óperusöngkona og Guðmundur Guðjónsson óperusöngvari syngja við undirlelk tónskáldanna Skúla Halldórssonar og Sigfúsar Halldórssonar. Helgi Sæmundsson formaður Menntamálaráðs flytur minni kvenna. — Ómar Ragnarsson kem- ur með splunkunýjan þátt. — Dansað til kl. 2. — Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansinum. Einsöngvari með hljómsveitinni er Ragnar Bjarnason. Aðgöngumiðar aflientir á flokksskrifstofunni til kl. 5 í dag símar 16724 — 15020. ef einhverjir verða eftir. Borðpantanir í Hótel Sögu eða í síma 20221 eftir kl. 4. Brldde bakarameistari bakaði þessa tertu, sem sýnir sundlaugina, í tilefni skemmtananna. 31. marz 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.