Alþýðublaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 8
WVWHWWWVHWWWWHV ■ftHWHHWWHVWHHHWHHWWHHHHWHWHVt jHWWHHtWWH*HHHWWHW*HWWWWHWHWWWWWHWWHWHH<WiWWWHHWHWHW*WWHWHW A5 sýna manninn sjállan og Afmælisviðtal v/ð Val Gíslason leikara — Valur Gíslason cr einn af mikilhæfustu og traustustu leik- urum okkar, og alis sóma mak- legur sem slofnu'nin getur sýnt 'honum, sagði þjóðleikhússtjóri í viðtali við fréttamenn á dögun- um þegar sagt var frá fyrirhug- aðri sýningu 'á Loftste)i.ninum eftir Friedrieh Diirrenmatt. Val- ur Gíslason fer með aðalhlut- verkið í leiknum og á frumsýn- ingunni í kvöld verður minnzt 40 ára leikafmælis hans. Sjálfur ■ afmælisdagurinn er raunar lið- inn fyrir nokkru: það var i apríl árið 1926 sem Valur kom fyrst fram á leiksviði. Þá lék hann Sebastian í Þrettánda- kvöldi S'hakespeares sem Leik- félag Reykjavíkur lék í Iðnó und ir forystu Indriða Waage. — Það var fyrir einskæra til- viljun að ég tók þetta verk að mér, sagði Valur Gíslason þegar Alþýðubiaðið spjallaði við hann í tilefni afmælisins. En svo stóð á sem oftar að Leikfélagið vant- aði ungan mann í hlutverk — og úr því þetta bauðst þá sló ég til. Ætii flestum unglingum færi ekki svo í þessum sporum? Raun ar var ég enginn unglingur bein- línis, orðinn 24ra ára gamall. Og ég_hafði haft áhuga á leiksýn ingum og leikhúsi frá því ég var drengur, en aldrei kom mér til hugar að ég yrði leikari sj'álfur fyrr en þetta kom til. Hlutverk Sebastians er að vísu heldur ó- merkilegt, en einhver verður þó að vera í því. Og það er ekki sama hver maðurinn er því að það þarf að sjást svipur með þeim Víólu, tvíburasystur 'hans, :sem Soffía heitin Guðlaugsdótt- ir lék. Á þes'sum árum vann ég í íslandsbanka þar sem þeir unnu báðir Indriði Waage og Brynj- ólfur Jóhannesson. Og það sem kom þeim til að biðja mig þess arna var að einn góðan veður- dag þóttist Brynjólfur allt í einu sjá sterkan svip með okkur Soff- íu. Við vorum reyndar eitthvað skyld fram í ættir svo þetta hef- ur kannski ekki verið tómur hug arburður Brynjólfs — þótt komið væri nærri frumsýningu og orðin mikil þörf að finna réttan mann í hlutverkið. — Þetta gekk svo eins o'g efni stóðu tU. Þegar ég tók við hlut- verkinu voru ekki nema einar tvær vikur til stefnu og enginn tími að skikka mig til. Og ég mun hafa hlotið ómilda dóma fyrir frammistöðuna þó þeir séu orðnir næsta óglöggir fyrir mér. Sebastian varð samt til að ég leiddist út í að leika áfram og fékk nokkur hlutyerk strax næsta vetur; Leikfélagsmönnum hefur sýnzt að ég igæti orðið liðtækur þótt Sebastian þætti bragðdauf- ur. Eftir þetta tók hvað við af öðru þótt hlutverkin væru smá framan af, Ég lék með Leikfé- laginu ailar götur fram að stofn un Þjóðleikhússins, en þá var sjálfgefinn hlutur að ráðast þangað. — Ég fékk strax áhuga á því að leika af þessari fyrstu reynslu minni á sviðinu og vildi halda því áfram, sagði Valur Gíslason síðan. Um þetta leyti vantaði Leikfélagið raunverulega míann- skap, einkum karlmenn, elzta leikarakynslóðin var nú óðum að heltast úr lestinni og eftir 1930 voru ekki aðrir eftir af henni í Iðnó en þau Gunnþórunn Hall- dórsdóttir og Friðfinnur Guð- jónsson. En það fólk sem á þess- um árum tók við félaginu hefur verið á sviðinu fram á þennan dag. Þetta voru hálfgerðir basl- tímar og við ýmsa erfiðleika að eiga þótt enn syrti í álinn eftir 1930 þegar kreppan dundi yfir. Það var eins og hún drægi allan . áhuga úr fólki, fátæktin og örð- haldið áfram að leika í Iðnó, starfið gekk sinn gang þrátt fyr- ir alla erfiðleika. Það er auðvelt að mikla þá fyrir sér eftir á, — en þetta var þrátt fyrir ailt skemmtilegur tími og ég heid hann hafi verið dýrmætt þroska- skeið fyrir félagið sjálft. Þar voru nú saman komnir margir góðir leikarar sem á þessum ár- um hlutu mikla æfingu á svið- inu, þjálfun og þroska sem leiK- arar og sem manneskjur. Fram úr hinum ytri erfiðleikum s'á- um við elcki fyrr en á stríðsár- unum. En þá batnaði líka hagur félagsins mjög verulega. Valur Gíslason í hlutverki Sshwitters. ugleikarnir bitna vitaskuld fyrst á félagsskap eins og Leikfélag- inu sem allt á undir áhuga manna komið, félagsmanna sjálfra og svo leikhúsgesta. Og auðvitað er hætt við ósamlyndi í féla'gs- skap þar sem allir hafa afskipta rétt og þar með metnað fyrir eigin hönd. Á næstu árum gekk óneitanlega á ýmsu fyrir Leik- félaginu, en mest var samt um það vert að tókst að halda félag- inu á lífi og að starfi. Þegar erf- iðleikamir urðu hvað mestir bjargaði það raunverulega lífi félagsins að þjóðleikhússjóður- inn keypti allar eigur þess en léði Leikfélaginu afnotarétt þeirra framvegis. Og þótt á ýmsu gengi innan félagsins og utan þess á næstu árum var stöðugt — í stríðsbyrjun kom Lárus Pálsson heim frá námi og starfi í Kaupmannahöfn. Nú var hag - Leikfélagsins svo komið að það gat ráðið Lárus til sín sem leikara og leikstjóra og goldið honum laun fyrir og þann ig vann hann fram að stofnun Þjóðleikhússins. Þannig er Lár- us raunverulega fyrsti íslenzki atvinnuleikarinn, en hann og Haraldur Björnsson og Indriði Waage voru lengi aðal-leikstjór- ar félagsins og mótuðu mjög starf þess. Eftir þetta varð æ al- igengara að menn legðu fyrir sig leiknám. Lengi framan af var varla hægt að tala um neina með vitaða leikarastétt í landinu, en leikurum óx fiskur um hrygg með viðgangi leiklistarinnar og leikhúsanna. Nú þykir víst sum- um stéttin orðin einum of fyrir- ferðarmikil: það er varla enn grundvöllur fyrir tuttugu til þrjátíu frumsýningar á ári í 'bæ á stærð við Reykjavík. Fólk endist ekki til að sækja all- ar þessar sýningar, en þeim fylg- ir mikið álag á leikarahópinn. Hann er þrátt fyrir allt ekki stærri en svo ennþá. Sviðsmynd úr leikritinu Loftsteini — Auðvitað voru það geysi- mikil umskipti fyrir okkur leik- ara þegar Þjóðleikhúsið tók loks til starfa. Áður fyrr voru menn almennt bundnir við störf sín á daginn -- sjálfur vann ég í banka framan af, en síðan len'gi hjá Sjúkrasamlaginu — og eng- inn tími til æfinga nema á kvöld- in og um helgar. Á laugardags- kvöldum voru menn í útvarpinu því að þá voru útvarpsleikrit æv- inlega leikin beint. Þegar leik- sýningar voru 3-4 sinnum í viku varð þvi æfingastarfsemin allt- of stopul og slitrótt. Og þegar leikrit gengu verulega vel eins og Maður og kona eða Gullna hliðið varð enginn tími til að æfa ný verkefni. Allt þetta gerbreytt ist þegar Þjóðleikhúsið kom til. Þá jókst leikstarfsemin til mik- illa muna: í stað þess að frum- sýningar væru 4-5 urðu þær 10- 15 á vetri og enn fleiri síðustu árin. Og nú gátu menn gengið að æfingum á daginn með reglu- bundnum hætti við spánný vinnu skilyrði. Ég held líka að leiklist- in hafi tekið miklum framför- um þessi ár sem síðan eru liðin og sýningar almennt batnað til muna hjá báðum leikhúsunum, öll útfærsla og meðferð verkefn- anna. Leikur einstakra leikara hefur að vísu ævinlega verið til góður svo að í því tilliti er sam-' anburðurinn ekki eins glöggur, en starfið í hePd hefur áreiðan- lega þroskpzt til muna. Það er þessi heildarsvipur sem leikari leggur mest uno úr þegar hann fer í leikhús: við þekkjum ein- att leikritið fyrir og leikarana sem fara með það og erum ekk- ert að spekúlera í hvort okkur líki efni eða einhver afbrigði í formi leiksins. Það er sýningin sem slík sem við reynum að meta. Og ég held að leikarastétt okkar í dai? taki vinnu sína al- 'WWHWHHHWHHWWHHWHHHHWHWHWHHHHHWWHWHWWWWHHWWHWWHWWWHWWWWHHWWiV W "u>'WMWUH*W 3 31. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.