Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Blaðsíða 10
íó MIÐVIKUDAGUfe i. DESEMBER 1993 Utlönd Utvarpssljóri neitarásökun- umumi Einar Förde, útvarpsstjóri norska ríkisútvarpsins NRK, hef- ur ekki áhyggjur af dylgjum í nýrri bók Kari Storækre, fyrr- um eiginkonu týósnarans Ame Treholts, um að hann hafi verið út- sendari norsku leyni- þjónustunnar þegar flett var ofan af Treholt sem sovéskum njósn- ara árið 1984. „Þetta er einum of villt til að hægt sé að taka þaö alvarlega,“ segir Förde sem á sínum tíma var flokksfélagi Treholts. Leiðir þeirra skildu hins vegar eftir að upp komst um njósnimar. Léttklæddardís- irhættulegar umferðinni Stúlkur í failegum undirfötum eru hættulegar akandi vegfer- endum. Svo er að minnsta kosti álit Kents Österbergs, stjóm- málamanns í Gautaborg, sem hefur veítt athygh barmmiklum fyrirsætum á auglýsingaskiltum fataverslunar meðfram götum og þjóðvegum. Hann hefur tekið málið upp í umferðarnefnd borg- arinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Österberg er með uppsteyt. Fyrir tveimur árum snerist máliö um fyrirsætuna Cindy Crawford sem auglýsti undirbuxur og brjósta- höld. Österberg varð ekkert ágengt. Cindy var ekki talin hættuleg akandi vegfarendum. Skoskirlaxeld- ismennæfir útí Norðmenn Skoskir Iaxeldisbændtxr sögðu á mánudag að þeir væra á góöri leið með að sigla í gjaldþrot vegna undirboðs Norðmanna á mörk- uðum og hvöttu stjórn Johns Majors til að skerast í leikinn. Tvær laxeldisstöðvar hafa hætt rekstri imdaníarinn mánuð og eldismenn segja að fleiri fylgi í kjölfarið nema komið verði í veg fyrir að Norðmenn setji umfram- birgöir sínar á Evrópumarkað. Skoskar laxeldisstöðvar veita 6.000 manns atvinnu og útflutn- ingsverðmæti afurðanna er rúm- ir tuttugu milljarðar króna. Clintonætlaði ekkiaðvanvirða Bslamstrúna Bill Clinton Bandaríkjafor- seti sagði í gær að hann heföi ekki ætlað sér að vanvirða múslíma þegar hann hitti breska rithöf- undinn Salman Rushdie heldur hefði hann gert það til að sýna stuðning sinn við tjáningarfrelsi. Rushdie, sem írönsk stjómvöld hafa dæmt til dauða fýrir skáld- söguna Söngva satans, gekk á fund Clintons í Hvíta húsinu í síðustuviku. TT, Reuter íslenska háhymlngnum Keiko sleppt úr haldi í Mexíkó: Verður f luttur á óþekktan stað - hvalurinn er illa haldinn eftir langa vist í sædýrasafni Akveðið er að gefa íslenska há- hyrningnum Keiko frelsi eftir nokk- urra ára illa vist í sædýrasafni í Mexíkó. Stjómendur safnsins vilja ekki gefa upp hvert farið verður með Keiko. Aðeins er sagt að honum verði sleppt í nýjum heimkynnum. Örlög háhyrningsins, sem fangað- ur var á íslandsmiðum á síðasta ára- tug, hafa vakið veralega athygli víða um heim. Hvalavinir segja að hann sé fársjúkur eftir vistina í sædýra- safninu og séu komin á hann stór sár vegna slæms aðbúnaðar. Keiko varð fyrst frægur þegar hann lék hvahnn Villa í kvikmynd þar sem sjónarmið- um hvalavina var haldið mjög á lofti. i mynd- inni lék hann hval sem drengur frels- aði úr prísund. Saga Keiko þykir kaldhæðnisleg fyrir þá sök að hann hefur verið í haldi árum saman þrátt fyrir að hafa leikið í kvikmynd um hvalavernd. Keiko er í eigu kvikmyndarisans Warner Bros. Talsmáður fyrirtækis- ins segir að þann 7. desember verði gefið upp hvert hann verður fluttur. Þó er vitað að það verður ekki í land- helgi Mexíkó fái Keiko þá ekki bara flutning í stærri sundlaug. Til tals hefur komið að flytjahann aftur til fyrri heimkynna við ísland em mörgum þykir það í of mikið ráð- ist því mestar líkur séu á að hann deyi drottni sínum að frelsinu fengnu. Reuter Ibúar Brussel i Belgiu hafa síðustu daga orðið að brjótast í gegnum skafla á leið sinni til vinnu. Þetta er óvenju- legt ástand í borginni en nú er mikið vetrarríki í Evrópu og hefur snjóað meira þar í haust en mörg undanfarin ár. Austar i álfunni er sannkallaður fimbulvetur. Símamynd Reuter Hollendingar leyfa líknardráp samkvæmt ströngum reglum Hollendingar verða fyrstir þjóða til að setja reglur um líknardráp eftir að efri deild þingsins samþykkti umdeildt lagaframvarp þar að lút- andi með naumum meirihluta í gær. Líknardráp hefur þó ekki verið lög- leitt heldur leyfa lögin sem ganga í gildi í janúar læknum að fremja líkn- ardráp samkvæmt ströngum opin- beram reglum. Læknar og stuðningshópar liknar- dráps gagnrýndu aftur á móti lögin og sögðu þau of óljós. Þeir sögðu að læknar yrðu tregir til að skýra frá tilvikum um líknardráp af ótta við að verða sóttir til saka sem glæpa- menn. Samkvæmt frumvarpinu er líknardráp enn refsivert athæfi og eiga menn á hættu að fá tólf ára fang- elsisdóm fyrir. Lide Jannink, formaður samtaka sem styðja líknardráp, lýsti yfir von- brigðum sínum með að stjómvöld skyldu ekki hafa tekið glæpastimpil- inn af líknardrápinu. „Viö erum á sama stað og fyrr, að mörgu leyti. Þetta var mjög klók pólitísk mála- miðlun en lagalega er þetta mjög slæmt,“ sagði hún. Líknardráp hefur verið hitamál í Hollandi frá miðjum áttunda ára- tugnum og nýtur það mikils stuðn- ingsmeðalalmennings. Reuter Gorbatsjovætl- araðkjósaen erekki kátur Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum Sovét- leiðtogi, gagn- rýndi væntan- legar kosning- ar í Rússlandi. sagði aö til þeirra hefði veriö boðað í of mikiili skyndingu og þær væru ólýðræðislegar. Hann ætlaði nú samt að kjósa. Gorbatsjov sagöi ekki hveijum af þrettán flokkum hann ætlaði að greiða atkvæði sitt en hann bar lof á Lýöræðisflokk Rúss- lands sem lýtur forustu Níkolpjs Travkíns og tvo aðra flokka. Frakkarog Þjóð- verjarsamaní einaGATT-sæng Edouard Balladur, forsætisráð- herra Frakklands, og Helmut Kohl Þýskalandskanslari hafa ákveðíð að stilla saman strengi sína í lokaviðræðunum um nýjan GATT-samning. Leiðtogamir funda nú í Bonn. Talsmaður Balladurs sagði fransk-þýska tvíeykið vera að viima hörðum höndum en lítið hefur spurst út um innihald við- ræöna leiðtoganna tveggja. Kolil hefur reynt að bera klæði á vopnin í deilu Frakka og Banda- ríkjamanna sem stefna nýjum GATT-samningi í voða. Loka- frestur nýs samnings er 15. des- ember. Finnareignast loksinsfyrsta óperuhúsið Nýtt hús flnnsku þjóðaróper- unnar var formlega tekið i notk- un í gær og var athöfninni sjón- varpað beint. Meðal viðstaddra við athöfnina var Mauno Koi- visto, forseti Finnlands. Fyrsta verkiö sem sýnt var 1 hinu nýja húsi var óperan Kull- ervo sem var sérstaklega pöntuð hjá finnska tónskáldinu Aulis Sallinen og byggir á Kalevala kvæðabálkinum. Finnska óperan hafðí verið í Alexander-leikhúsinu frá árinu 1918 þar sem henni var komið fyrir til bráöabirgða. Nýja húsið þykir mjög nútímalegt og kostaði smiði þess um níu milljarða ís- lenskra króna. Majorætlarað haldaáfram friðarþreifingum John Major, p----- forsætisráö- í:: herra Bret- lands, hét þvi í gær að halda áfram umdeild- um tengslum við írska lýð- veldisherinn, IRA, ef þau gætu orðiö til þess að friður kæmist á á Norður- írlandi eftir átök þar í aldarfjórð- ung_. „Eg hef þá trú að samskipti geti komið að góðu gagni,“ sagði Maj- or í ræðu á breska þinginu. Reuter, FNB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.