Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1993, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 Úr sýningu Hala-leikhópsins. Rómeó og Ingibjörg Halaleikhópurinn hefur að undanfomu sýnt leikritið Rómeó og Ingibjörg eftir Þorstein Guð- mundsson. I kvöld verður sýning kl. 20.30 í Sjálfsbjargarhúsinu en þar hefur hópurinn fengið inni og innréttað leikhús. Halaleik- hópurinn var stofnaður í sept- ember 1992 og er þetta annað leik- ritið sem hann setur á svið. Leikhús Markmið leikhópsins er að fatl- aðir og ófatlaðir geti stundað leiklist. Höfundurinn segir þetta um verkið í leikskrá: „Leikritið „Rómeó og Ingibjörg“ er sérstak- lega skrifað fýrir leikhópinn. Hér er fjallað um áhugaleikhóp sem ræðst í það verkefni að setja upp frægasta ástarleikrit allra tíma. Sýningin mótast af getu og tak- mörkunum þátttakenda. Per- sónulegar tilfinningar leikend- anna lita uppsetninguna sem ráð- ist er í og sjálfsagt hefur leikritið um Rómeó og Júlíu (í þýðingu Helga Hálfdanarsonar) einnig áhrif á leikhópinn. Þannig má finna samsvörun hjá fólkinu í hópnum og persónunum í leikriti Shakespeares svo að litil ástar- saga í áhugaleikhópi kalhst á við þau Rómeó og Júlíu.“ Klór fundið Árið 1774 uppgötvaði sænski lyfjafræðingurinn Carl Wilhelm Scheele (1742-1786) klór er hann lét saltsýru hvarfast við mang- anoxíð. Nýtt frumefni Árið 1810 komst enski efha- fræðingurinn Sir Humphrey Davy (1778-1892) að raun um það að klór var nýtt frumefni. Blessuð veröldin Klór er að finna í öllum lifandi verum og finnst ekki óbundið í náttúrunni. HAPPDRÆTTI BÓKATÍÐINDA Vinningsnúmer dagsins er: 9954 Ef þú finnur þetta happdrættisnúmer á baksíðu Bókatíðinda skaltu fara með hana í næstu bókabúð og sækja vinninginn: Bókaúttekt að andvirði 10.000 kr. Bókaútgefendur ÓBREYTT VERÐ Á JÓLABÓKUM! Bókaútgefendur Færðá vegum Ágæt færð er um flestalla þjóðvegi landsins nema að hálka er víða á heiðum og fjallvegum. Fyrir vestan er þungfært um Hrafnseyrarheiði og ófært um Dynjandisheiði. Umferðin Verið er að vinna við Hellisheiði eystra og Fjarðarheiði og eru öku- menn beðnir að sýna aðgát. án fyrirstóöu Lokaö □Q Þungfært í tilefni af útkomu hljómplötu með gospeltónlist, sem nefnist Trú- arleg tönlist, verða haldnir gospei- tónleikar í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20 og á föstudagskvöld í Sel- tjarnarneskirkju á sama tíma. Flutt verða lög af hljómdiskinum en á honum eru mörg lög sem vin- sæl hafa verið hér á landi, svo sera í bljúgri bæn, Hjálpumst að og Ég trúi á Ijós. Einnig eru á hljómplöt- unni sígildir negrasálmar ásamt öðrum rífandi fjörugum og skemmtilegumlögum.Ölllögineru Flytjendur á tónleikunum eru ar, Ruth Reginalds, James Olsen, fiutt á íslensku. hljómsveit Magnúsar Kjartansson- Ingveldur Ólafsdóttir og kór. ísland frjálst og fullvalda ríki Fána heilsað þann 1. desember 1918. Mynd úr bókinni Saga daganna 1993. Þann 1. desember 1918 varð ísland fijálst og fullvalda ríki. Einber tilvilj- un mun hafa ráðið því að þessi dagur varð fyrir valinu en ekki annar. Hins vegar þótti smnum eftir á að það hefði ekki spillt að þetta var fæðing- ardagur Eggerts Ólafssonar sem drukknað hafði á Breiðafirði 150 árum áður. En það hefur naumast FuHveldisdaguriiui verið haft í huga því tillagan um dagsetningu kom frá Dönum. Lítil sem engin athöfn var haldin þetta ár og næstu ár. Árið 1918 var erfitt fyrir landsmenn sem þá hrjáði spænska veikin, frostaveturinn mikli og Kötlugos. Það var svo 1921 að stúdentar við Háskóla íslands tóku að efna til hátíðahalda í Reykja- vík til minningar um Eggert Ólafsson og safna fé í minningarsjóð hans. Árið eftir halda stúdentar svo daginn hátíðlegan sem þjóðminningardag og hefur verið svo æ síðan. Fálkaorðan var stofnuð 1921 og hefur þessi dagur verið notaður til þess að sæma menn því heiðursmerki og einnig veitir for- seti íslands afreksmerki lýðveldisins fyrir björgun úr lífsháska. Fullveldisdagurinn er opinber fánadagur með forsetatilskipun frá 1944. Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson, árið 1977 og 1993. Hún Jóna Lind, 3ja ára, eignaðist bróður þann 25. nóvember kl. 9.21. Drengurinn var 3.360 grömm og mældist 52 sentímetrar. Foreldrar hans eru Selma Dögg Birgisdóttir og Helgi Jóhannsson. Frönsk kvik- mynda- vika Frönsk kvikmyndavika er nú í Háskólabíói og í kvöld verða sýndar þrjár kvikmyndir. Klukk- an 19 verður sýnd myndin Vetr- arævintýri sem segir frá Féhcie sem hittir Charles. Hann hverfur úr lífi hennar en dóttirin Ehse fæðist eftir þessi skyndikynni. Síðan er Féhcie í sambandi við hinn ahtof menningarlega Loicen Bíóíkvöld en einnig við ástfangna hár- greiðslumanninn, Maxine, sem vih að hún yfirgefi París. Myndin Fiðrildaveiðar verður sýnd kl. 9.05 - yndislega gamal- dags þorp, htríkar persónur í ímyndunarheimi sem minnir á Tati - drykkfehdur prestur, tvær áttræðar frænkur sem búa í kast- ala sem Japanir vhja kaupa og svo framvegis. Klukkan 11.15 verður sýning á myndinni Eldhús og thheyrandi sem segir af Jacques og Martine sem bjóða nokkrum vinum. Þar á meðal er gamah vinur sem er vinsæh í fjölmiðlum en þau hafa ekki hitt hann í tiu ár. Myndin gerist innan fjögurra veggja og í ljós koma tilfinningar og langanir hvers og eins. Nýjar myndir Háskólabíó: Ungu Ameríkanarn- ir Stjömubíó: Hrói höttur Laugarásbíó: Launráð Regnboginn: Sphaborg Bíóhölhn: Dave Bíóborgjn: Fanturinn Saga-bíó: Líkamsþjófar Gengið Almenn gengisskráning Ll’ nr. 301. 01. desember 1993 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 72,170 72,370 72,300 Pund 106,940 107.240 107,010 Kan.dollar 54,010 54,230 54,250 Dönsk kr. 10,6110 10.6480 10,6450 Norsk kr. 9,6660 9,6990 9,7090 Sænskkr. 8.4950 8,5250 8,5890 Fi. mark 12,3290 12,3780 12,3620 Fra. franki 12,1480 12,1910 12,2120 Belg. franki 1,9847 1,9927 1,9918 Sviss. franki 48,0800 48,2200 48,1700 Holl. gyllini 37,4700 37,6000 37,5800 Þýskt mark 42,0500 42,1700 42,1500 It. líra 0,04218 0,04234 0,04263 Aust. sch. 5,9750 5,9990 5,9940 Port. escudo 0,4108 0,4124 0,4117 Spá. peseti 0,5120 0,5140 0,5159 Jap. yen 0.66430 0,66630 0,66240 Irskt pund 101,700 102,110 101,710 SDR 99,80000 100,20000 99,98000 ECU 80,7600 81,0500 81,0900 Simsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan Lárétt: 1 lón, 4 kvilli, 7 sterkt, 9 botnfall, 10 skaut, 12 mastur, 13 drykkur, 14 þjóta, 16 innyfli, 17 borgaði, 19 útlimir, 20 bor. Lóðrétt: 1 lagtæk, 2 stríð, 3 jarðvinnslu- tæki, 4 dysin, 5 borða, 6 peningar, 8 ánægðar, 11 slóð, 12 hamingja, 13 nöldra, 15 sár, 18 rykkom. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 skeikar, 8 vol, 9 lúra, 10 andlát, 12 leit, 14 lóm, 16 linni, 18 vá, 20 örg, 21 átök, 22 saumur. Lóðrétt: 1 svall, 2 kon, 3 elding, 4 illt, 5 kú, 6 art, 7 raum, 11 álitu, 13 eira, 15 óvör, 17 nám, 19 Áki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.