Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 Fréttir Vladímír Zhírínovskí, leiðtogi þjóðemissinna í Rússlandi, í sjónvarpsviðtali fyrir tveimur árum: Island verður fangelsi fyrir Evrópu „Þið smáríkjamenn viljið að allir séu eins og þið. Þetta er vanmetakennd. ísland er lítið land og vill að aðrir séu smáir. En þið óttist stórt Rússland. Þið viljið að Rússland sé eins og furstadæmið Vologda," sagði Vladímir Zhírínovskí, leiðtogi rússneskra þjóðernissinna, í viðtali við Jón Ólafsson, fréttamann Sjónvarpsins, fyrir tveimur árum. „Bráðum fara þeir til íslands, glæpamennimir okkar. Hér er ekk- ert pláss. Þeir verða að forða sér. Það kemur ný stjóm og hún lendir í erfið- leikum með þá. Aðrir verða ánægöir yfir því að losna við mafíósana okk- ar. Þeir enda á íslandi. Þið fógnuðuð sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Þið tókuð þátt í að eyðileggja stórveldi. Þetta mikla ríki getur fært ísland í kaf. Ef það splundrast veröur ekkert eftir af íslandi. Þið hafið kveikt í púðurtunnu. Skiljið þið ekki hvað þið eruð að gera? Púðurtunnan er langt frá ykkur en ef hún springur þá hverfið þið. Þið voruð fegnir sjálf- stæði Litháa og Eista en svo springur allt og allur skíturinn lendir á ykk- ur. ísland verður fangelsi fyrir Evr- ópu, hvað annað? Paradís íslendinga veröur úr sögunni. Þið sitjið nú í ró og spekt, Golfstraumurinn í nánd og allt fullt af síld. Ykkar vúla er að vilja eitthvert formlaust lýöræði. En þið skiljið ekki að á eftir getur fylgt hrun mikils ríkis, heillar siðmenn- ingar. Með flóttamannastraumi og sprengingu um alla Evrópu. Þið skilj- ið það seinna en þá er það orðið of seint,“ sagði Vladímír Zhírínovskí, leiðtogi þjóðernissinna í Rússlandi, í viðtah við Jón Ólafsson, fréttamann Sjónvarpsins í Moskvu, fyrir tæpum tveimur árum. Þá tóku fáir hann al- varlega. Eftir þingkosningamar í Rússlandi um helgina fagnar flokkur hans 24 prósenta fylgi. Hér fer út- dráttur úr viðtalinu. Ótíndir glæpamenn Zhírínovskí segir í viðtalinu að þeir sem nú fara með stjórn Rússlands og annarra landa sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum séu ótíndir glæpa- menn. „Jeltsín og Nazarbajef hafa flækst út um allt. Þykjast hafa ákveðið eitt og annað, en hvað? Allt versnar og þúsundir manna eru að deyja. Gorb- atsjov og kommúnistar fengu ekki við neitt ráðið. Jeltsín og lýðræðis- sinnar ekki heldur. Raunveruleikinn staðfestir gjaldþrot þeirra." Zhírínovskí segir einnig að núver- andi ráðamenn í Rússlandi, Jeltsín og hans hð geri sér ljóst hvemig komið sé fyrir þeim og því leiti þeir nú leiða til að flýja af hólmi. „Gamzahúrdía vissi að hann gat ekki stjórnað Georgíu. Hann hefur ekki gáfur til þess. Hann er leikskáld sem var andófsmaður. Eitt er að skrifa um 13. öld annað aö stjórna nútímaríki. Það gengur ekki, eða þá Landsbergis í Litháen. Hann er tón- hstarmaður. Við þurfum atvinnu- menn. Aldrei hefur leikskáld eða músíkant stjómaö Japan. Það geng- ur ekki, en hjá okkur er fullt af mönnum sem eiga ekkert erindi í póhtík. Því eru blóðsúthelhngar og borgarastríð úti um allt.“ Þið óttist stórt Rússland Zhírínovskí telur af og frá að Vest- urlandabúar geti verið Rússlandi velvhjaðir. „Og íslendingar skipta sér líka af okkar málum. Viðurkenna allra fyrstir Eystrasaltsríkin. Jæja, þið komið þangað fyrstir og farið fyrstir. Ykkur sem htilh þjóð hggur svo á að alhr verði eins og þið. Og gleymið að öryggi smáþjóða, nágranna Rúss- lands er undir Rússlandi komið. Ekki íslandi. Ekki munuð þið senda Lett- um og Eistum korn, vélar eða ohu. Það er aht á síðasta snúningi hjá þeim. í Eistlandi eru 600 þúsund Rússar. Ef þeir hætta að vinna er eistneskur iðnaður úr sögunni. Það rennur blóð eftir slóð. Gamzahúrdía er flúinn. Barist er í Moldóvu og þið skiptið ykkur af þessu. Þið smáríkja- menn vhjið að ahir séu eins og þið. Þetta er vanmetakennd. ísland er ht- iö land og vhl að aðrir séu smáir. En þið óttist stórt Rússland. Þið vhjið að Rússland sé eins og furstadæmiö Vologda." Zhírínovskí segir það rakið kjaft- æði að lýðveldi Sovétríkjanna gömlu geti orðið sjálfstæð ríki og bindur heldur ekki framtiðarlandamæri Stór-Rússlands við landamæri Sovét- ríkjanna. „Landamærin eru skýrt dregin í stjórnarskránni 1978 en gott væri að taka upp landamærin frá 1913. Þá var guhöld Rússlands. Og enn betra að setja sér það sem verkefni (sem ekki verður leyst á næstunni) að hverfa aftur th landamæra Rússlands frá 1865. Þá náði ríkið yfir Alaska, Finn- land og Póhand. Og svo bætum við eynni Hokkaido fyrir austan við. Sú eyja er ekki meö réttu undir Japan.“ Vladímír Zhírínovskí segist vera Austurlandafræðingur, sérfróður um þjóðernismál frá Moskvuhá- skóla. Einnig segist hann lögfræðing- ur, sérfróður í alþjóðarétti, og kunna fjögur tungumál. „Óll mín þekking nýtist vel til að reka rétta stefnu í þessu landi, því aðalvandi okkar er geópóhtískur. Maður þarf að þekkja nágrannana og ahan heiminn. Ég þekki þetta aht. Hinir eru heimahngar. Jeltsín þekkir tvær borgir, Sverdlovsk og Moskvu. Kom fyrst núna th Alma-Ata. Hann heldur að Kazakhstan sé ríki. Veit ekki að Kazakhstan er Rússland og Alma-Ata er borgin Bernyj. Sem Rússar stofnuðu 1854.“ Hótar kjarnorkustríði Zhírínovskí er ómyrkur í máli um hvernig fari fyrir þeim sem ögra Rússlandi og hótai- kjarnorkustríði haldi Vesturlönd áfram að skipta sér af málefnum Rússlands. „Við höfum þraukað þrjár styijald- ir - tvær heimsstyrjaldir og nú er þeirri þriðju þröngvað upp á okkur hægt og bítandi. Og haldið þið áfram að skipta ykkur af okkur þá kemur fjórða stríðið, það verður ekki kalt stríð heldur heitt, við munum nota herinn th að verja Rússland.“ í útlegðtil íslands Sigri Zhírínovskí í kosningum er han ekki í vafa hvað hann ætlar að gera við aha demókratana eins og Kravtsjúk og Jeltsín. „Við sendum þá í ferðalag th ykk- ar, th íslands. Langt í burt frá Rúss- landi. Th íslands jafnvel th Kanada. Þeir geta ferðast um heiminn, það er langbesta leiðin. Við skulum ekki setja þá í fangelsi, ekki halda réttar- höld. Þá verður þjóðin hrædd um að lýðræðinu sé stefnt í voða. Það er óþarfi. Best er að senda menn í út- legð eins og Stahn rak Trotskíj. Farmiði, ferðataska, Sheremetevo, flugvöhur og beina leið th íslands. ísland er róleg eyja með nóg af shd. Þar geta þeir búið og æft sig og spáð í litla ísland," sagði Vladímír Zhír- ínovskí. -hlh í dag mælir Dagfari Hið íslenska gúlag Kosningaúrsht í Rússlandi virðast hafa komið mönnum á óvart. Sér- staklega sigur Valdimars Zhír- ínovskís sem er sagður þjóðemis- öfgamaður og hinn hættulegasti maður, htt betri en Adolf Hitler. Enda líkir hann sér við Adolf heit- inn og segist aðspurður vera á móti öðrum kynstofnum en sínum eigin og vih reka þá úr landi. Valdimar hinn voðalegi hefur sem sagt tekið upp sömu taktana og allir helstu stjómmálaskörung- ar tuttugustu aldarinnar hafa th- einkað sér. Hann vih sinni eigin þjóð aht hið besta, foragtar útlend- inga og vhl gera Rússland að heimsveldi sem hinn eina sanna þjóðflokk. Þaö sem vakti mesta athygli í kosningabaráttu Valdimars var að hann vhdi gera ísland að fanganý- lendu, svona nokkurs konar nýja gúlag, enda er sovéska gúlagið inn- an hans eigin landamæra og þar fyrir innan vhl hann ekki hafa óæskhegan lýð eða rússneska glæpamenn. Burt með þá, segir Valdimar Zhírínovskí og hefur val- iö ísland sem fangelsi. Þó Ijótt sé að segja það munu þessi ummæh ekki hafa átt minnsta þáttinn í sigri mannsins í kosningunum. Það er að minnsta kosti vel hægt að hugsa sér það. ísland er nógu andskoti fjariægt Moskvu, á hjara veraldar, og það er mat bæði Valdimars og annara samlanda hans að verri staður á jörðinni sé ekki fmnanlegur. Það sé mátuleg refsing á aðskotadýr og misindismenn að vera sendir th þessa lands sem sé jafnvel enn verra heldur en gúlagið heima. Þegar Valdimar talar um afbrota- menn á hann auðvitaö ekki sér- staklega við þá sem ræna og rupla og eru venjulegir krimmar. Hann er að tala um stjómmálaleiðtoga með óæskhegar skoðanir, gömlu kommana og aha þá stjómmála- menn sem slá úr og í og era jafnan að flækjast fyrir þegar þjóðernis- legar ákvaröanir eru teknar. Valdimar Zhírínovskí hefur ör- ugglega frétt af kreppunni hans Davíös og hann hefur frétt að Stein- grímur neitar að hætta hjá Fram- sókn og hann hefur frétt að ís- lensku kommamir tregöast við að gefast upp óg verkalýðshreyfingin neitar að fahast á að bæta kjör sín með ahs konar þjóðarsáttum í tíma og ótíma. Valdimar hefur haft spumir af öhum þessum íslensku stjórnmálamönnum sem geta í hvoragan fótinn stigið og geta aldr- ei nein vandmál leyst, af því að þeir hafa það ekki á hreinu hvaöa skoðanir þeir hafa. Valdimar Zhír- íníovskí telur augsýnhega að fjand- menn sínir, hin svoköhuðu um- bótaöfl í Rússlandi, eigi vel heima í hinu íslenska póhtíska umhverfi. Valdimar sér það fyrir sér aö hér hafi fólk það skítt og telur það rétt mátulegt á sína eigin afbrotamenn að setjast að á íslandi. Út á þetta ástand á íslandi vinna menn kosningasigra í Rússlandi. Herra Zhírínovskí er okkar maður. Og maður hinnar rússnesku al- þýðu sem greiðir honum atkvæði sitt í von um að alvara verði gerð úr kosningaloforðunum. íslendingar geta verið stoltir af þessum manni sem slær í gegn í heimalandi sínu með því að nefna ísland á nafn. Þessi maður er gjör- kunnugur ástandinu hér heima og veit þar að auki að þaö fellur í kramið hjá kjósendum í Rússlandi þegar hann segist ætla senda um- bótasinnana og frjálsræðispakkið, sem hefur óæskilegar skoöanir, aha leið th íslands. Kjósendur hans og almenningur í Rússlandi tekur undir þá skoðun aö það sé áhrifa- meiri og gagnlegri refsing að senda óvini Rússlands th íslands heldur en í sitt eigið gúlag. íslenska gúlag- ið er kjörin fanganýlenda þegar Zhírínovskí kemst th valda. Ekki veröm- Zhírínovskí skilinn svo að byggja þurfi fangelsi eða dýflissur fyrir þessa menn sem hann ætlar að senda hingað. Það sé næg refsing að láta þá ganga lausa, innan um aha Davíðana og Steingrímana og Svavarana og þá munu þeir vitkast af eigin ramm- leik og átta sig á vhlu síns vegar, við það eitt að kynnast íslenskri póhtík. Er þetta ekki laukrétt hjá mann- inum og er furða þótt Rússamir hafikosiðhann? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.