Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 23. APRlL 1994 Fréttir Skilvirkni héraðsdómstólaembættanna miklu meiri en 1 Hæstarétti: Afgreiðsluhraði dóms- mála f héraði styttist - sakamálum oftast lokið á innan við 3 mánuðum en einkamálum á 6 mánuðum Afgreiöslutími dómsmála hjá hér- aðsdómstólum landsins er talinn oröinn viöunandi en þai' lýkur stór- um hluta sakamála á innan við 3 mánuöum. Einkamálum lýkur hins vegar gjaman á um eöa innan við 6 mánuðum. Hjá Hæstarétti er ástand- ið mun verra. Þar fer afgreiðslutími einkamála upþ í rúm tvö ár en saka- mál taka oft ekki meira en 3 mánuði eftir að þau era tilbúin tii flutnings í Hæstarétti enda hafa þau forgang í dóminum. Varðandi skilvirkni í sakamálum á rannsóknarstigi, það er hjá lögreglu, og mál á ákærustigi, hjá ríkissak- sóknara, segir Hallvarður Einvarðs- Heimahjúkiim: Sprenging með tilkomu sólarhrings- þjónustu Heimahjúkrun hefur vaxið hröð- um skrefum síðustu árin og ekki víst að þar verði lát á í bráðina. Sjúkling- um í heimahjúkran hefur flölgað um 40-50 prósent síðustu fimm árin og vitjanafjöldinn hefur aukist um 70-80 prósent. Á síöasta ári varð sprenging með tilkomu sólarhringsþjónustu hjá heilsugæslunni í ReyKjavík og jókst heimahjúkranin um 30-45 pró- sent á sumum heilsugæslustöðvum í Reykjavík. Þetta kom fram í máli Margrétar Þorvarðardóttur hjúkr- unarframkvæmdastjóra á ráðstefnu um heimahjúkrun sem haldin var á vegum Landssamtaka heilsugæslu- stöðva nýlega. „Sólarhringsþjónustan gerir það að verkum að fólk getur fengið þjónustu aUt upp í þrisvar til fjórum sinnum á dag, gjaraan af tveimur starfs- mönnum í einu. Það varð svo mikil aukning á síðasta ári og mifli áranna 1992 og 1993 að aflt upp í 30-45 pró- senta aukning varð á sumum heflsu- gæslustöðvum í Reykjavík en heild- araukning varð um 12 prósent á sjúklingatjölda og tæplega 16 prósent á vitjanafjölda. Þessi þjónusta virðist fara sívaxandi," segir Margrét Þor- varðardóttir. -GHS son ríkissaksóknari aö ástandið mætti vera betra - sérstaklega hvað varðaði stór mál. Þetta á gjarnan við efnahagsbrot. Dómsmálaráðuneytinu hafa ný- lega borist gögn frá fimm af átta hér- aðsdómstólum landsins þar sem fram kemur að afgreiösluhraði dómsmála hefur styst frá 1. júlí 1992 þegar ný lög tóku gildi um aöskilnað dóms- og framkvæmdavalds. Þor- steinn A. Jónsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu, sagði í samtali við DV að almennt væri ástandið gott í þess- um efnum. Gögn hefðu ekki borist ennþá frá héraðsdómstólunum í Reykjavík, á Reykjanesi og Suður- landi en væru væntanleg í næstu viku. Þorsteinn sagði að viðunandi væri að sakamálum lyki hjá héraðsdóm- stól á innan við 3 mánuðum eftir aö ákæra væri gefin út hjá ríkissak- sóknara. Stórum hluta sakamála lyki þó á skemmri tíma. Varðandi einka- mál horfir talsvert öðravísi við því gagnaöflun tekur gjaman nokkrar vikur eða mánuði eftir að málin ber- ast héraösdómstólum. Þorsteinn sagði það í lengra lagi ef afgreiðsla máls í héraði tæki lengri tíma en 6 mánuði. Erla Jónsdóttir hæstaréttarritari sagði í samtali við DV að í sumar yrði einum hæstaréttardómara bætt við hjá dóminum. Því stæðu vonir til og reyndar væri útlit fyrir að með einum dómara í viðbót tækist að auka aíköst Hæstaréttar verulega. Þannig yrði hægt að hafa verkaskipt- ingu meiri og skilvirkari. I Hæstarétti dæma ýmist 3 eða 5 dómarar hvert mál. Þar sem mál hafa fengið hliðstæða dómsmeðferð áður þarf færri dómara en ef hags- munir era miklir og meiri líkur á að um álitamál sé að ræða dæma 5 dóm- arar. Séu hagsmunir orðnir verulega miklir er hægt að sækja um flýtimeð- ferð. Erla sagði að ekki yrði horft fram- hjá því að einkamál gætu tekið mjög langan tíma frá því að héraðsdómur væri kveðinn upp þar til dómur gengi í Hæstarétti. Hins vegar benti hún á að mál tefðust gjarnan þegar lög- menn hefðu forsjá þeirra eftir hér- aðsdóm. Þá liðu oft nokkrir mánuðir áður en þeir skiluðu málunum til- búnum til meðferðar í Hæstarétti og að því búnu færa máfln í svokallaða biðröð þar, tilbúin til flutnings. Bið- tíminn frá dómsuppsögu í héraði þar til mál væra tilbúin til flutnings í Hæstarétti væri því oft að hluta til undir lögmönnum kominn. -Ótt Glæsilaugin í Árbæ opnuð um mánaðamótin: Fór 41 prósent fram úr áætlun - vönduö bygging, segir forstöðumaður byggingardeildar Kostnaður viö byggingu nýju sundlaugarinnar í Arbæjarhverfi hefur farið um 41,5 prósent fram úr áætlun miðaö við uppranalega kostnaðaráætlun frá því í apríl 1990. Guðmundur Pálmi Kristinsson, for- stöðumaður byggingardeildar borg- arverkfræðings, segir aö kostnaður- inn nemi nú 630 mifljónum króna í stað 445 mifljóna samkvæmt upphaf- legri kostnaðaráætlun, uppreiknaðri til verðlags í dag. „Það mæðir mikið á sundlauginni því að gestirnir era margir og því verður byggingin að vera vönduð. Við teljum okkur fá gott mannvirki fyrir þetta fé. Til samanburðar má nefna að bygging íbúða fyrir aldraða við Lindargötu, félags- og þjón- ustumiðstöð og 94 íbúðir með bíla- geymsluhúsi í kjallaranum, kostar 1,5 milljarð í byggingu. Áætlað er að bygging Rimaskóla í Grafarvogi kosti um 850 milljónir," segir Guðmundur. Stefnt er að því að opna Árbæjar- laug um næstu mánaðamót. Sund- laugin samanstendur af 25 metra úti- laug, 10 metra innilaug, grunnlaug fyrir böm, iðulaug, vatnsrennibraut og ýmsum leiktækjum. Laugin rúm- ar allt að 1.500 gesti. -GHS Ríkisskattstjóri: Eftirlitsaðgerðir vegna breytinga á vaski Kostnaður við byggingu nýju sundlaugarinnar í Árbæjarhverfi nemur 630 milljónum króna en f upphafi var gert ráð fyrir að hún myndi kosta 445 milljónir. Sundlaugin verður opnuð um mánaðamótin. DV-mynd GVA Eftirlitsskrifstofa ríkisskattstjóra hefur undanfarið verið með í gangi skipulagningu á sérstökum eftirflts- aðgerðum vegna breytinga á virðis- aukaskatti. í fyrstu umferð ná þær aðeins til matvöraverslana, sölu- tuma og heildsala og annarra sem selja vörur í tveimur skattþrepum. Fyrsti þáttur eftirlitsaðgerðanna er nú þegar hafinn. Hann felst í athug- un á skattflokkun einstakra vara, áreiðanleika tekjuskráningar og lög- mæti tekjuskráningartækja, það er sjóðvéla og verslunarkerfa. Annar þáttur eftirlitsaðgerðanna er að hefjast. Hann felst í skoðun á bókun tekna og uppgjöri til virðis- aukaskatts. Fram til loka maí er gert ráð fyrir að skattskil um 300 aðila verði skoðuð með ofangreindum hætti. -S.dór Flokksráðsfundur Alþýðuflokksins: Búist er við nöldri en engum átökum - ekki talið líklegt að Jóhanna lýsi yfir formannsframboði Flokksráðsfundur Alþýðuflokks- ins veröur haldinn í dag. Aðalmáliö þar verður ósk Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns flokks- ins, um að flýta flokksþingi frá hausi til vors. Þeir kratar sem DV ræddi við í gær sögðust ekki eiga von á miklum átökum. „Það verður eflaust eins og vaht er. Þegar á hólminn er komið sam- þykkja allir þaö sem formaðurinn segir,“ sagði krati, sem er í flokks- ráði, í samtali við DV í gær. Hann sagði að eitthvert nöldur yrði í sveitarstjómarmönnum víða um land. Þeir vilja ekki flýta flokksþingi enda hafa þeir engan tíma til undirbúnings fyrir flokks- þingið vegna sveitarstjórnarkosn- inganna í maí. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur andmælt því harðlega að flokksþingið verði fært fram í júní. Margir halda því fram að það sé gert til að gera henni erf- iöara fyrir að fara í formannsslag við Jón Baldvin. Ekki er búist við miklum hvelli frá Jóhönnu á fund- inum í dag. Hún mun eflaust mót- mæla dagsetningu flokksþingsins en ekki tilkynna að hún ætli í for- mannsslag við Jón Baldvin. Taki hún ákvörðun um aö gera það mun hún tilkynna það seinna. Þetta er mat flestra sem DV ræddi málið við í gær. Búist er við að ýmsir kratar, ekki síst fulltrúar utan af landi, setji sig upp á móti nafni hins nýja Jafnaö- armannafélags íslands. Margir eiga erfitt með að sætta sig við nafnið. Það er eiginlega það eina sem líklegt er að einhver átök verði umáfundinum. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.