Alþýðublaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 9
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1. maí 1967 91 Nýtt fyrirtæki á Akranesi: SOKKAGEROIN TRICO VEIT- IR16 MANNS ATVINNU eins bráðabirgðahúsnæcíi, þar eð þaö er ekki sérlega hentugt og varla hægt að auka nokkuð að ráði við framleiðsluna. — Hvenær hlej'ptuð þið fyrir- tækinu af stokkunum? — Við fluttum vélarnar hingað upp eftir í september og gátum byrjað að prjóna í byrjun októ- ber og segja má, að framleiðsl- an liafi verið komin í fullan gang í þeim mánuði. — Hvernig er vélakosturinri? — Prjónavélarnar, sem við keyptum af Sokkagerðinni h.f. eru 16 talsins. Þær eru enskar af Bentley gerð og eru mjög góðar, enda er þetta viðurkennd tegund. Afköst þeirra eru það mikil, að þær gætu prjónað sokka handa öllum landsmönnum, ef afkastageta þeirra væri full- nýtt, en ennþá getum við ekki nýtt hana nema að nokkru leyti. — Hvers konar sokka framleið- ið þið helzt? Með þessari vélasamstæðu getum við framleitt allar venju- legar tegundir sokka nema næl- onkvensokka. Og við framleiðum allar venjulegar gerðir sokka. Mest þó af' lcarlmannasokkum, barnasokka, ullarhosur og flesta þá sokka, sem nöfnum tjáir að nefna, nema nælon kvensokka, eins og ég sagði áðan. Á SÍÐASTA ári réðust tveir dugandi Akurnesingar, þeir Frið- rik Adólfsson og Elías Guðjóns- son í það að kaupa vélar og tæki Sokkagerðarinnar h.f. í Reykja- vík, ásamt hinu velþeklcta vöru- merki „Trico” og fluttu þær upp á Akranes. Stofnuðu þeir nýtt fyrirtæki, er þeir nefna Sokka- gerðina Trico h.f., er nú hefur starfað um hálfs árs skeið. Eftir- spurnin eftir framleiðslunni er mikil, enda líkar hún sérlega vel. Við gengum á fund Friðriks Adólfssonar, sem er framleiðslu- stjóri fyrirtækisins. Leyfði hann okkur fúslega að fylgjast með framleiðslunni og svaraði spurn- ingum okkar um fyrirtækið. — Friðrik hefur lengi fengizt við slíka framleiðslu. Hann starfaði m. a. í 14 ár hjá verksmiðjum SÍS á Akureyri og hefur auk þess kynnt sér stjórn prjónavéla hjá f'ramleiðendum þeirra erlendis. Fyrirtækið er til húsa að Vest- urgötu 48, sem er í rauninni að- Anna Danielsdóttir saumar fyrir tána á sokkunum í þar til gerðri vél. Hér ra'ða þær Emelía Ólafsdóttir, Jóna Elíasdóttir og' Arndís Þórðar- dóttir sokkum í umbúðir. — Hvernig hefur framleiðslan selzt? — Ekki er bægt að segja ann- að en að sokkarnir hafi selzt á- gætlega. Framleiðslan hefur far- ið á markaðinn svo að segja jafn óðum. Og okkur er ekki kunnugt um annað en hún líki mjög vel hjá neytendum. Við seljum nær alla framleiðsluna undir merk- inu „Trico”, en þetta merki not- aði Sokkagerðin h.f. og var það orðið mjög þekkt á markaðnum, sem merki fyrir vandaða og trausta vöru og höfum við á- reiðanlega notið þess. — Hvað um verðið — veitir innflutningurinn ýkkur ekki harða samkeppni? — Verðið á þeim sokkum, er við framleiðum er mun lægra en verðið á innfluttum sokkum, sem eru sambærilegir að gæð- um. Töluvert hefur verið flutt inn af sokkum frá Austur-Evr- ópulöndunum á dumpingverði, en þeir eru yfirleitt mun síðri að gæðum og ég held að fólk finni það fljótt, að það borgar sig ekki að kaupa slíka vöru. Okkar framleiðsla hefur reynzt fyllilega samkeppnishæf og þeir aðilar, sem sjá um dreifinguína hafa sagt, að dregið hafi úr innflutn- ingi sokka frá því að við fórum á stað. — Hvað vinnur margt fólk hjá ykkur? — Auk mín vinna hjá okkur 16 konur. Sumar vinna alveg fullan vinnudag, en aðrar hálfan daginn. Og nokkrar taka vinn- una heim til sín og leysa hana af hendi þar. Þegar sokkarnir koma frá px-jónavélunum er mik- il vinna við að yfirfara þá og taka þá sokka frá, sem kunna að vera gallaðir. Loka tánni og ganga frá sokkunum og pressa þá. Síðan eru þeir mei'ktir og þeim komið í umbúðir. Þetta er allt létt vinna og þrifaleg og ég held mér sé óhætt að segja, að Frh. á bls. 15. HIN aukna og bætta aðstaða sjómanna til sjósóknar og alls aðbúnaðar um borð í hinum nýju fiskveiðiskipum kemur m. g. fram í því að fjöldi starfandi sjómanna virðist mun stöðugri nú en áður, en hann var fyrir komu þessara skipa eða um 6000 — 6300 þegar mest er í há- marki vetrarvertíðar og sumar síldveiða og fer ekki niður fyr- ir 4000 sjómenn þess á milli. Fyrir komu þessara skipa komst tala sjómanna á milli að- alvertíðar niður í 2300—2600. Eggert G. Þorsteinsson: Fjöldi starfandi sjómanna stöðugri nú en áður Sú mikla bylting sem átt hef- ur sér staö í stækkun og fjölgun skipa í fiskveiðiflotan- um, kallar á aukið hafnarrými og þá tim leið aukna aðstoð þess opinbera til þeirra fram- kvæmda. Með hliðsjón af þessum stað- reyndum, hefur ríkisstjórnin nú lagt fyrir Alþingi frumvarp til nýrra liafnarlaga, sem tryggja ætti, ásamt betra skipu lagi, þessa grundvallarstefnu, ef að lögum verður. í ársbyrjun 1961 var heild- arafkastageta frystihúsanna í landinu, miðað við 16 klst. vinnslu á sólarhring talin vera 1929 lestir, — í ársbyi’jun 1965 hafði hún aukizt upp í 2503 lestir miðað við sama vinnslu- tíma. Afkastageta síldarverksmiðj- anna á öllu landinu var árið 1958 talin 70840 mál á sólar- hring. Árið 1965 var þessi af- kastageta komin upp í 120.250 mál á sólarhring. Á sl. ári er talið að verksmiðjur á svæð- inu frá Raufarhöfn suður til Djúpavogs hafa aukið afkasta- getu síná um nálægt 33%. Þró- arrými verksmiðjanna var árið 1958 talið 414.500 mál, en l árslok 1965 var það orðið 700 þús. mál. Nýtt fullkomið síldarleitar- skip er væntanlegt til landsins í júlímánuði næstk. og er fyrsta skipið, sem sérstaklega er smíðað fyrir vísindamenn okkar og ætti að gjörbreyta að- stöðu þeirra við hin rnikil- vægu stöi’f. Rétt um þessar mundir er verið að ljúka við útboðslýs- ingu á smíði sérstaks og full- kornins hafx’annsóknarskips. Þegar hafa verið gerðir nokkx'- ir undirsamningar um smíði einstakra hluta í skipið. Á vegum sjávarútvegsmála- ráðuneyti^jns hefur að undan- förnu verið leitað eftir því er- lendis, að fá hingað til lands leigðan nýtízku skuttogara til reynslu við íslenzkar aðstteðui’, sem byggja mætti síðar á við endurnýjun togaraflotans. — Þessar tilraunir hafa ekki borið árangur. Meðan þessi athugun fór fram hafa nokkrir innlendir aðiljar gefið sig fram og látið í ljósi áhuga fyrir kaupum á slíkum skipum, en með mis- munandi stærðir í huga. !

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.