Alþýðublaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 13
K.ÓRAyjO.G.SBÍO Sími 4198* Djöflaveiran ÍSLENZKUR TEXTI. (The Satan Bug) Hörkuspennandi og mjög vel gerð amerísk mynd í litum og Panavision. Richard Basehart. Endursýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum. Þögnin Mynd Ingmar Bergman sýnd vegna fjölda áskorana kl. 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. HAFNAR- FJÖRÐUR, NÁGRENNI Iíöfum opnað aftur eftir gagngerðar breytingar. ★ Höfum meðal annars Grillsteikta kjúklinga Grísakótilettur Hamborgara Samlokur heitar og kaldar Smux-t brauð. ★ Komið og reynið viðskiptin. ★ Takið með heim. ★ MATSTOFAN Reykjavíkurvegi 16. Hafnarfirði Sími 51810. Tökum að okkur alls kon- ar matarveizlur. Pantið í síma 51810 og 52173. BÍLAMÁLUN - RÉTTINGAR BREMSUVIÐGERÐIR O. FL. BIFREIÐAVERKSTÆÐIB VESTURÁS HF. Súðavogi 30 — Sírnl 35740. AUGLÝSK) í AiþýSublaððnu Framhaldssaga eftir Nicholas Johns FANGI ÓTTANS ert tunglskin og lágskýjað. Þó glugginn á herbergi hennar væri opinn var kveljandi heitt. Hvert gat Chris hafa farið á slíku kvöldi? Dale búgarðurinn var afskekktur, margar milur frá mannabústöðum. Hefði Chris ætlaði til Torsmoore hefði hann tekið jeppann. En hann var farinn. Hann. gekk um einn á heiðinni, niðursokkinn í þunga þanka. Loks gat Hervey ekki afbor ið það að sitja þama og bylta sér. Hún fór í slopp sinn og gekk niður í eldhúsið. Þar setti hún brenni á arininn og horfði á logana sleikja viðina. Hún stóð enn og hlustaði. En ekkert heyrðist nema snark elds ins á aminum. Til að róa taugarnar talaði hún við hundinn, sem lá fyrir framan arininn. Sam Truscott hafði keypt Fury handa Chris og hundurinn var þegar orðinn einn meðlimur fjölskyldunnar. Löngu síðar meðan hún var að hita sér te heyrði hún braka í hliðinu. Hún hljóp að glugg anum. Vera kom yfir hlaðið. Hún stóð eins og stytta en slappaði aL Þegar hún heyrði lykli stung ið í skrá. Þetta hlaut að vera Chris. Henni létti og hún setti meira te á könnuna. Þegar eldhúsdymar opnuðust greip Hervey andann á lofti. — Chris, stundi hún. Augu hennar urðu stór af ótta þegar hún sá manninn, sem stóð í gættinni. Andlit hans var þak ið blóðugum rispum. — Hvað kom fyrir spurði hún titrandi. Augnatillit hennar hlýtur að hafa sýnt honum hve hræðileg ar hugsanir voru í huga henn ar. Hann hló biturt. — Hvað — Hvað heldur þú? spurði hann beiskt. — Segðu mér það. Hvað heldur þú? Hún kyngdi. — Þú ert særð ur, sagði hún. — Það er ekki að furða, svaraði hann. — Það er kol- dimmt fyrir utan. Ég datt alla vega beint á hausinn inn milli þyrnirunnar og slapp óbrotinn. Henni létti svo að hana lang aði til að gráta. Án þess að velta ástæðunni fyrir sér spurði hún áköf: — Seztu. Ég skal þvo þér. Ég er með heitt vatn hér. — Takk. Það tók hana ekki Janga stund að hreinsa sárin. Þau voru öll grunn. Hún fann að hann virti hana ákaft fyrir sér meðan hún laut yfir hann. — Svona, sagði hún. — Nú læknast þetta allt. Hann greip skyndilega um handlegg hennar og hélt henni fast. — Hervey, hvað áleizt þú, þegar þú sást mig koma inn um dymar rétt í þessu? Þegar hún svaraði engu hert ust greipar hans um úlnlið henn ar. — Segðu það! sagði hann heimtandi. Hún sá að vöðvi í kjálka hans krepptist saman og hún reyndi að segja eitthvað en kom engu orði upp. 10 — Þú þarft ekki að tala. Ég þekki svarið, sagði hann. Rödd hans var hrygg. — Jafn vel nú trúir þú ekki. — Bíddu til morguns og vittu hvort ein- hver var myrtur á heiðinni. Samt myndirðu efast. Hervey tók höndina til sín. Ringlingurinn gerði hana reiða. —• Hættu að tala svona! mót mælti hún. Hann reis á fætur, ýtti henni til hliðar og gekk að gluggan- um svo leit hann á hana. —• Því ætti ég að þegja? Svipurinn á andliti þínu, augna tillit þitt — það hef ég séð hjá mörgum. Ég þekki slíkan svip. Allir reyna að láta sem í ekk ert hafi í skorizt en ég veit að allir álíta að ég sé skrímsli sem ætti að vera í búri. Hervey gekk til hans. — Ég álít þig ekki skrímsli, mælti hún lágt. Hann leit á hana um stund, svo út um gluggann. Hann svar aði ekki orðum hennar fyrr en löngu seinna, þá sagði hann: — Ég fór út til að vera einn, Hervey. Því gekk ég um heið- ina. Ég óttaðist einmanaleikann til þessarar stundar. Ég vildi hugsa frjálst — og muna. Hann leit við og henni fannst hann brotinn maður. — En í kvöld horfðist ég í augu við sannleik ann og ég vissi að ekki er unnt að lifa án þess að hugsa. Aftur þagði hann. —• Hvað, Chris? Hana lang aði svo mjög til að hann héldi áfram að tala en hann lokaði sig inni í skel sinni. Hann svar aði ekki spurningum hennar lieldur settist þreytulega. Um stund starði hann inn í eldslogana á arninum, svo sagði hann þreytulega: — Ég hefði ekki trúað því fyrir tveimur árum, að þetta yrði mitt hlutskipti. Ég var lög- gfiltur endurskoðandi og mér gekk vel. Framtíðin leit far- sællega út. Ég hafði verið í Flughernum og var enn í vara- liðinu og því hélt ég mér í æf- ingu með því að stökkva út í fallhlíf, þannig að beðið væri eins lengi og unnt væri með að opna fallhlífina. Ég naut þess. Naut æsingsins. Hann þagnaði og Hervey gerði enga tilraun til að rjúfa þögn- ina, en hún kreppti hnefana og beið þess að hann héldi áfram játningunni. Nú tók hann aftur til máls, rólega og gætilega. — Svo hitt'i ég Anítu. Það þekkir þú allt. Rödd hennar var næstum hljómlaus. — Eg hefði átt að hlusta á Helen, systgr hennar. Hiin reyndi að aðvara mig við því að taka Anítu al- varlega. — Var Helen ástfangin af þér? spurði Hervey blíðlega. — Ég held það, en þá vissi ég það ekki. Nú veit ég, að svo var. Hann talaði hraðar. — Ef ég aðeins vissi, að svo var ekki. - Við hvað áttu? Andlit hans var fölt og tekið. Glampinn í augum hans var horfinn. — Skilui’ðu það ekki, Hervey? Ef hún elskar mig, er það lygi að ég hafi verið hjá henni með- an Aníta var myrt. Hervey gat ekki lengur þolað að horfa á tekið andlit hans. Hún greip um hendur hans og hélt' fast. — Kveldu þig ekki svona, Chris. Þú veizt að þú myrtir Anítu ekki. Hún leit á hann og sagði með miklum þunga: Ég trúi á sakleysi þitt. Hann bar hendur hennar að vörum sér og kyssti þær, svo sleppti lxann henni og gekk til dyra. Rödd hans skalf er hann sagði: — Þakka þér fyrir, hve vin- gjarnleg þú ert við mig, Hervey Góða nótt! Hún fór ekki að hátta strax. Hún beið unz eldurinn á arnin- um var brunninn til ösku og reyndi á meðan að átta sig. Hún þurfti að fá svar við svo mörg- um spurningum. Því hafði ótt'i hennar við Chris horfið svo skyndilega? Því trúði hún í blindni, að hann væri ekki morðingi? Og hví var hún svo ákveðin í að aðstoða harrn við að endurvinna trúna á sjálf- an sig? Voru tilfinningar hennar ein- göngu meðaumkun? Eða eitthvað mun dýpra og meira? En spurningunum var ennþá ósvarað, þegar hún loksins sofnaði. ÁTTUNDI KAFLI. Ned Stokes raknaði hægt' við. Hann fann fyrir köldum dropun um úr svampnum, sem snerti andlit hans. Hann kannaðist við sig. Hann var í búningsherberg inu á Torsmoore leikvellinum, hann leit til hliðar og beint framan í þjálfara sinn, Ron Leek. — Hvað kom fyrir? spurði hann. — Ég get sagt þér það, var hið grimmdarlega svar. — Þú varst sleginn út, ungi maður. Það var svei mér klessa. Við urð um að bera þig út úr hringn um og þú ætlaðir að verða heimsmeistari. Ned settist upp. Hann verkj aði í höfuðið, hann óskaði þess, að hann þyrfti ekki að hlusta á orð þjálfarans. — Þú gazt unnið auðveldlega Ned, en þú varst eins og sand poki í hringnum í kvöld. Ég sem hélt ég væri með tilvon andi heimsmeistara í höndunum. — Góði haltu þér saman. Ned var reiður. —Hvað var að vinurinn? spuiði þjálfarinn. — Ég hef aldrei séð þig jafn lélegan og í kvöld, greyið mitt. Þú hugsaðir ekki um það, sem þú áttir að gera? Af hverju hefurðu áhyggj ur? — Engu. En Ned vissi hversvegna hann hafði tapað. Allan tímann hafði hann aðeins hugsað um Hervey en ei sigurinn. Hann gat aldrei um annað hugsað en hún byggi undir sama þaki og Christopher Manning. — Þú tekur þig á annars kemstu ekki langt, sagði Ron Leek meðan ungi hnefaleikamað urinn var að klæða sig. Ned svaraði engu. Það var til einskis að opna hjarta sitt fyrir Ron Leek. Ned setti plástur á skrámu á hökunni. Augnabliki seinna fór hann út. Hann vildi ekki horfa á fleiri bardaga. . . - Ned. Hann nam staðar, þegar hann heyrði nafn sitt nefnt. Ljóshærð stúlka gekk brosandi til hans. — Nú ert það þú Maisie, sagði hann önuglyndur. — Hvað viltu? — Ég horfði á kappleikinn, sagði Maisie Berlow og gekk nær og tók um hönd hans. Hann dró andann djúpt. Einu sinni hafði hann notið tilbeiðslu stúlkunnar en nú var hann ekki í skapi til þess. Hann hafði á- byggjur af því sem gerzt hafði í hringnum. — Hrópaðirðu ekki húrra eins og allir hinir, þegar ég tapaði? urraði hann. — Nei alls ekki Ned. Þú veizt 12. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐK) 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.