Alþýðublaðið - 17.05.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.05.1967, Blaðsíða 4
Rltstjóri: Benedikt Gröndal. Simar I49Q0—14903. — Auglýsingasíml: 14906; — Aðsctur: AJþýöuhúsið við HverfisgÖtu, Rvik. — Frentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 105-.00. — t lausa- sölu kri 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurina. Sirkusinn í Alþýðubandalaginu Alþýðubandalagið er orðið eitt spaugilegasta fyrir- bæri, sem um getur í íslenzkum stjórnmálum. Þegar menn hittast á fömum vegi og fara að tala um stjórn ortál, berst talið fljótt &ð Alþýðubandalaginu. Og þá líð ur ekki á löngu, þar til allir eru farnir að hlæja, bæði Alþýðubandalagsmenn og aðrir. Það er út af fyrir sig <ekki spaugsefni, að Alþýðubandalagið skuli vera margklofið og svo mikið um persónulega óvild milli forystumannanna, að þeir leyna ekki fyrirlitningu sinni hver á öðrum, ekki einu sinni við svörnustu and- stæðinga. Það, sem er spaugilegt við ástandið, er deil <an, sem komið hefur upp um tvö framboðin hér í Reýkjavík og klofningurinn, sem sú deila ber vott um. Hannibal Valdimarsson og stuðningsmenn hans 'heimta, að á sig sé litið sem Alþýðubandalagsmenn og að atkvæði þau, sem þeir fá, séu talin Alþýðubanda laginu og stuðli þannig að því, að það fái sem flesta uppbótarmenn. Hannibal hefur ekki átt nógu sterk orð til þess að lýsa vondum kommúnistum, sem öllu ráði í Alþýðubandalaginu. En hann krefst þess, að sem flestir af þeim komist inn í þingið. Hann býður fram sérstakan lista í Reykjavík, af því að hann segir, að Magnús Kjartansson og allt hans hyski sé kommúnist ískt og stórhættulegt. En sem flest af þessu hættulega hyski þarf samt endilega að komast inn í þingið, að dómi Hannibals og hans manna. Afstaða meirihluta Alþýðubandalagsins er líka spaugileg á sína vísu. Það telur Hannibal svikara og framboð hans klofningsframboð. Það afneitar honum og vill ekkert hafa með hann að gera. Þeim mun fast ar sem Hannibal sækir það að fá að koma fram í nafni Alþýðubandalagsins og teljast til þess, þeim -mun fastar afneitar Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn Hannibal. Yfirkjörstjórnin í Reykjavík hefur merkt lista Hannibals utan flokka, en landskjörstjórn seg- ist samt ætla láta Alþýðubandalagið hafa atkvæðin. Alþýðublaðið skal engan dóm á það leggja, hvor að ilinn hafi rétt fyrir sér. Alþingi sjálft fellir lokaúr- skurð um það á sínum tíma. En þangað til Alþingi kveður upp úrskurð sinn, mun sjónarmið lands- 'kjörstjórnar ráða varðandi uppbótarsætin. Ekki er því ólíklegt, að einhver kommúnisti fái kjörbréf frá landskiörstjórn út á atkvæði, sem klofningsmaður- inn og svikarinn Hannibal hefur fengið. í framhaldi af því, að Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn kepp- ast við að afneita Hannibal, munu þeir þiggja þingsæti af honum, þangað til Alþingi fjallar um málið. Menn hafa brosað að minna en þessu. Auglýsið í Alþýðublaðinu 4 17. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞÝZKIR KVENSKÓR FRÁ I stórfenglegu úrvali Vor- og sumartízkan ‘67 Ný sending. SKÓVAL Austurstræti 18 (Eymundssonarkjallara) ÍRUS HELLU OFNINN er framleiddur úr vestur.þýzku gæðastáli er fyrirferðaminnsti stálofninn •fc er með slétta framhlið eins og veggir herbergisins. ^ er í fjölda húsa um Iand allt. Hagstætt verð og afgreiðslutími. %OFNASMIÐJAN EINHOLTI lO - REYKJAVÍK - ÍSLANDI ★ ÓVIÐKUNNANLEGUR FRÉTTAFLUTNINGUR. Blaðalesandi hefur sent okkur svohljóðandi bréf: „Ég er einn þeirra, sem les blöðin spjaldanna á milli á hverjum einasta morgni og nú get ég hreint ekki orða bundizt vegna þess hvernig sum blöðin sögðu frá hinu hörmulega flugslysi er varð við Vestmannaeyjar fyrir nokkru og þrír ungir menn biðu bana. Mig rak satt að segja í rogastanz, þegar ég sá, að fréttin í stærsta blaði landsins hófst á þessum orðum: „Var eitthvað að gerast, piltar?“ Þá vissi öll þjóðin um hinn hörmulega atburð, þvi bæði útvarp og sjónvarp höfðu frá honum sagt kvöld- ið áður. Hefði ég verið í stjórnarsæti þar sem þessi frétt birtist, hefði ég umsvifalaust séð til þess, að sá, sem hana skrifaði, kæmi ekki ná- lægt neinni af ritvélum ritstjórnarinnar framar. Þá þóttu mér heldur ekki fallegar lýs:;ngar naastsitæijsta blaðsins, sem sVo íþluí sig, en þar var því vandlega lýst, hvernig vélin hefði klesstst saman og þar fram eftir götunum. tínd voru til alls kyns smáatriði, sem ekki nokkru máli skiptu. Það er háttur sorpblaða erlendis að velta sér upp úr slysum og yfirleitt öllum óför- um annarra, en ég hélt satt að segja, að ís- lenzku blöðin teldu sig talsvert ofan við gulu pressuna í útlöndum.” 1 ★ BÆTT MENNTUN BLAÐA- MANNA. Lengra er bréfið frá blaðalesanda ekki. Það má margt misjafnt um íslenzku blöð- in segja og víst erum við honum sammóla um þau dæmi, sem hann nefnir. Frásagnir af flug- slysinu við Eyjar voru vægast sagt miður við- kunnanlegar í þeim blöðum, sem telja sig stærst hér á landi. En þótt’ þau séu stærst er ekki þar með sagt að þau séu bezt, eins og gefur að skilja. Þeir, sem starfa við íslenzku dag- blöðin hafa ekki aliir góða undirstöðumenntun, þótt flestir hafi það sem betur fer. Blaðamönn- um verða margar skyssur á, en þeir gera lika margt vel, og er það oftar látið liggja x láginni, en frekar bent á það sem miður fer. Oft hefur hér verið bent á nauð- syn þess að stofna hér til blaðamennskuskóla eða einhverrar kennslu í blaðamennsku. Slíkt er nú orðið knýjandi nauðsyn og vonandi verður þess ekki langt að bíða, að því nauðsynjamáli verði hrint í framkvæmd. — K a r 1.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.