Alþýðublaðið - 17.05.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 17.05.1967, Blaðsíða 16
Á MD Með ófærasta móti Vegir kváðu vera með ófærasta moti um allt land þessa dagana, og þótt undarlegt megi virðast Jjykja það talsverð tíðindi. Sést af því hve mikill munur getur stund- ■um verið á stigum lýsingarorða, en mönnum þykir ævinlega sjálfsagt að vegir séu hér ófærir og eiga ekki öðru að venjast. Vegir geta orðið með ófærasta móti með mar'gvíslegum hætti. Stundum fennir þá í kaf og stund um rignir þá í sundur og stundum er eins og þeir gufi hreinlega upp án þess að nokkur sjáanleg ástæða eé til þess. Um slíkt er að visu ekki að ræða í þessu tilviki, held- ur er það bleyta ofan frá og neð- an sem veldur vegaskemmdunum; Ijleytan að neðan stafar af hverf- iandi 'klaka í jörðu,' en bleytan að ofan af vaxandi raka í lofti. Það er eins með þennan ofan •og neðanraka og annan raka, að 'hóf er bezt í öllu. Fari rakinn fram úr góðu hófi kemur hann fram í því að vegir verða ennþá ófærari en eðlilegt er. Hins vegar er eins og raki af einu tagi 'geti fhrint frá sér raka af öðru tagi og «r það í samræmi við viðurkennd eðlisfræðilögmál, sem koma- m.a. , tfram í því að olía samlagast ekki ejó, Iheldur flýtur ofan á honum. Kúna varð vegarakinn til þess, að innvortisraki margra, sérstaklega ungmenna, varð með minnsta jnóti, einfaldlega af því að ung- viðið komst ekkert til þess að vökva sig hið innra, vegna allrar bleytunnar á vegunum. Undantekningar eru þó á öllu, og ofmælt mun að vegaskemmdirn ar hafi alveg tekið fyrir ferðalög um hvítasunnuna. Einn landskunn ur sérleyfishafi gerði sér það nefnilega til afþreyingar að aka bílförmum af unglingum á land, þar sem þeim var harðlega bann- að að dveljast, og neyddist hann þá til þess að selflytja þá þaðan í malarnám eitt mikið. Þaðan ók hann síðan með skyndingu á brott sjálfsagt til þess að þurfa ekki að ástunda frekari selflutninga, og hætti ekki einu sinni á að koma aftur, þegar dvalartími ferðalang anna ungu var á enda. En þama urðu unglingarnir að dúsa þar til góðhjartaðir menn líknuðust yf- ir þá og komu þeim heim og höfðu lítið annað sér til afþreyingar í gryfjunni en ganga þar í hringi. Lögreglan hafði séð fyrir því að brjóstbirta var ekki einu sinni til, minnsta kosti ekki svo orð væri á gerandi. • Engum getum skal að því leitt hér, hvort með þessu séu sérleyfis Ihafar almennt að fara inn á nýj- ar brautir og eftirleiðis verði ung- lingar blekktir til að fara á ein- hverja fjarlæga staði og skildir þar eftir í ráðaleysi. Það er eng- vegar þykir okkur sjálfsagt að þakka forsjóninni fyrir það að umræddur sérleyfishafi skuli að- eins fara með fólk austur í sveitir, en ekki hafa sérleyfi til Ödáða- hrauns eða tunglsins, svo að dæmi séu nefnd um vinsæla ferðamanna staði í nútíð og framtíð. - 'c/ — Heyrirðu vinur, — þetta lag var spilað meðan þú baðst mín... an veginn gefið að svo sé, en hins !: i / strætisvagninum Á Flóanum er koppalogn og Engey orðin græn og úti á Sundum damla tveir á skel. Á leiðinni í vagninum les ég morgunbæn um lít'ilræði sem mér kæmi vel. Á Suðurgötu himinsins er sól á gönguferð með sjarmerandi bros og yndishót. En svona falleg morgunstund er milljón króna verð og meira að segja danskra í þokkabót. í voðalegri hrifningu vagninn skekur mig, til vellíðunarstings ég innra finn. í stafalogni og sólskini ströndin speglar sig á stuttpilsi með útitekna kinn. Ef við drögum línu við hundr aðasta breiddarbaug’ . . , Sjónvarpið Erkibiskup Grikkja hefur ver- íð afsettnr. Iíann var líka bæði siðskeggrjaður og; síð- hærður ... , Mar var heppinn að fara ekkj á Laugarvatn um hvítasunn- una, mar. Þá hefði mar orðið að híma í malargryf ju eins og húðarbykkja í rigningunni . , Það er undarlegt hvað allir verða hjálpsamúr í kringum kosningar. Ég fer alltaf aust- ur fyrir fjall í hejmsókn til frænku minnar, þegar kemur að kosningum, og það bregzt ekki að þeir keppist við að bjóða mér ferð í bæinn, senda jafnvel bíl eftir mér, bless- aðir öðlingarnir . . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.