Alþýðublaðið - 27.05.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.05.1967, Blaðsíða 5
Hinn brennandi boðskapur Venjulegur fasismi eftir rúss- neska kvikmyndaleikstjórann Mi- kail Romm er heimildarkvikmynd; samantekt margra mynda er tekn ar voru í Þýzkalandi á valdatím- um Hitlers — hún lýsir hvernig fólkið í Þýzkalandi var alið upp við nazismann, upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar og hvernig fólkið fór að efast — efast um mátt Þriðja ríkisins, veldi naz- ismans. Það er einnig brugðið upp myndum frá ítalíu, fasistísku of- sóknunum. Tímabil myndarinnar nær fram til dagsins í dag. Það er friður — og þó. Við sjáum Banda- ríska hermenn, þjálfaða fyrir styrjöldina í Vietnam. Það er þessi kvikmynd, sem Hafnarfjarearbíó sýnir í tilefni af alþjóolegu vörusýningunni í íþróttahöllinni. Rússnesk 'kvik- mynd. Sovézk kvikmyndalist hefur ekki verið kynnt hér að marki síðan sovézk kvikmyndataka var hér í Reykjavík og nágrenni fyrir u. þ. b. fjórum árum. Mikil bless- un að einhver hafði vit á að hressa upp á þá deyfð, sem ríkt hefur í kvikmyndahúsunum undan farna mánuði; það er að þakka for ráðamönnum Sovexportfilm, sem bjóða okkur þetta tækifæri. Venjulegur fasismi sýnir okkur ekki eingöngu glæpaverk nazist- anna, heldur er einnig lögð á- herzla á að sýna hið þjóð- félagslega uppeldi á börnum og fullorðnum, sem síðar varð svo til aö móta þessa morðingja og ihrikalegar aðferðir þaiirra. „Ég hef,“ segir Mikhail Romm, „tekið nazisma Hitlers sem svartasta dæmið um skurðgoðadýrkun sem tortímir mannlegum verðmætum. Ég vildi isýna fasima ekki aðeins sem eitthvað sem kom yfir þýzku þjóðina, heldur sýna sjálfan kjarn ann og tengsl hans við veruleik- ann og við það sem er að gerast í dag.‘“ Það er vissulega hægt að taka hér fyrir mörg atriði úr myndinni sem sýna miskunnarleysi þessarar vitfyrringar, nakið, raunverulegt. Ekki verða hér einstök atriði tek- in fyrir, heldur fólki eindregið ráð lagt að skoða þessa mynd vandlega. Þess má geta, að mynd þessi var sýnd í Stjörnubíói í byrjun þessa árs á vegum Æskulýðsfylkingar- innar og mun hún eflaust ekki líða þeim, er sáu hana, úr minni. Margar heimildarkvikmyndir hafa verið gerðar um hrikaleik síð ari heimsstyrjaldarinnar, tortím- inguna sem hún olli, djöfulleik og mikilmennskubrjálæðið. Þessi mynd tekur þó flestum fram, ef ekki öllum. Harmieikur stríðsins birtist okkur í mögnuðum og hrika legum myndum. Fjöldi saklausra Framhald á 14. síðu. Tveir unglingar mæta dauðanum. Stólnum hefur verið sparkað undan henni og hún fellur — meðan hann lítur liana augum í síðasta sinn. Augnabliki síðar er hann einnig orðinn fórnarlamb nazistanna. KOSNINGASKRIFSTOFUR NORÐURLAND VESTRA; Borgarkaffi, Siglufirði. SÍMI: 71402. Knarrarstíg 1, Sauðárkróki. SÍMI: 61. NORDURLAND EYSTRA: Strandgata 9, Akureyri, opið kl. 9-10 og 20-22. SÍMI: 21322. AUSTURLANDSKJÖRDÆMI: Nesgata 3, Neskaupstað, opið kl. 20-22. SÍMI: 274. SUDURLANDSKJÖRDÆMI: Heimagata 4, Vestmannaeyjum, opið daglega kl. 17-19. SÍMI: 1060. Austurvegi (gömlu símstöðinni), Selfossi. Opið daglega kl. 17- 22. SÍMI 1630. Kosningaskrifstofurnar veita upplýsingar um kjörskrá og að stoða við utankjörfundarkosningu. — Alþýðuflokksfólk er hvatt til að hafa samband við skrifstofurnar og gefa allar þær upplýsingar, sem að gagni mega verða. REYKJAVÍK: Suðurlandsbraut 12, opið daglega kl. 5-10, sunnudaga kl. 2-6. SÍMAR; 81220 — 81222 — 81223 — t 81224 — 81228 — 81230 — 81283. H ^erfisgötu 4 opið daglega kl. 10-10, sunnudaga kl. 2-6. SÍMAR: 11260 — 10671. Upplýsingar um kjörskrá og aðstoð vegna utankjörfundarat- kvæðagreiðelu er veitt á skrifstofunni að Hverfisgötu 4. REYKJANESKJÖRDÆMI: Alþýðuhúsinu, Strandgötu 32, Hafnarfirði, opið daglega kl. 14-22. SÍMI; 50499. Auðbrekku 50, Kópavogi. opið daglega kl. 16-19. SÍMI; 42419. Smár-aflöt 9, Garðahreppi, opið eftir kl. 7 siðdegis. SÍMAR: 42556 og 42557. Hafnargötu 79, Keflavík. SÍMI: 1212. VESTURLANDSKJÖRDÆMI: Félagsheimilinu Röst, Akranesi, opið kl. 13-19 og 20-23. SÍMI: 1716. VESTFJARÐAKJÖRDÆMI: ísafjörður: Kosningaskrifstofan er í Alþýðuhúsinu. Opin kl. 10-10. SÍMI 702. LISTANS ÁRIÐ 1965 var sett ný Iöggjöf um rannsókn ir í þágu atvinnuveganna og um Náttúrufræði stofnun íslands. Var þar um að ræða ger- breytingu á rannsóknarlöggjöfinni, en litla breytingu á löggjöfinni um náttúrugripasafn- ið, sem fékk heitið Náttúrufræðistofnun. Var nú komið á fót fjölmennu rannsóknarráði með sérstakri framkvæmdanefnd tii þess að verða ríkisvaldinu til ráðuneytið um rannsókn armál og stefnuna á því sviði. Rannsókn arstofnunum var fjölgað eða réttara sagt tveim þcirra, sem fyrir voru, skipt, þær gerð ar sjálfstæðari en áður var, og nokkrum þeirra fengnir sérstakir tekjustofnar til þess að starfsemi þeirra gæti aukizt. Rannsóknar ráðið starfar á vegum menntamálaráðuneyt- isins, en hinar einstöku rannsóknastofnanir samkvæmt nýju löggjöfinni á vegum hlutað- eigandi fagráðuneytis. í kjölfar þessarar end urskipulagningar og aukinna fjárframlaga til rannsóknastarfseminnar hefur færzt í hana nýtt f jör á ýmsum svið- um, enda er þess að vænta, að rannsóknaað- stæður muni mjög batna, þegar lýkur byggingar- framkvæmdum þeim, sem hafnar eru á fyrirhuguðu rannsóknasvæði í Keldna holtinu, en ákveðið hefur verið, að þar skuii verða eins konar miðstöð ís- lenzkrar rannsóknarstarfsemi. Nauðsynlegt er að móta heildarstefnu í íslenzkum -vísinda- málum, en einmitt það á nú að vera eitt að- alverkefni Rannspknarráðs ríkisins. fslensk mennta- mál I áratug Gylfi Þ.Gíslason: Endurskipulagning rannsóknarmála 27. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ' 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.