Alþýðublaðið - 08.06.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.06.1967, Blaðsíða 7
Staðfest reglugerð um bygg iugu 1250 íbúða á 5 árum Kvæntir iðnnemar hafa þar sama rétt og verkalýðsfélagar ÞANN 28. apríl s. 1. staðfesti fé- lagsmálaráðherra, Eggert. G. Þorsteinsson reglugerð um í- búðabyggingar ríkisins og Rvík- urborgar. Haft toafði verið samstarf og samráð við fulltrúa verkalýðsfé- iaganna í Rvík, er stóðu að samn ingagerðinni sumurin 1964 og 1965 og A. S. í. ásamt fulltrúa Rvíkurborgar. Þar sem hér er um málefni að ræða, er snertir fjölmargar fjpl- skyldur í Rvík, þykir Alþýðublað inu rétt að birta reglugerðina orðrétta. í 15. gr. reglugerðarinnar kem ur m. a. fram, að heimilt er að gefa kvæntum iðnnemum kost á íbúðum í væntanlegum bygging- um ásamt meðlimum verkaiýðs- félaga. nefndarmanna skulu tilnefndir af húsnæðismálastjórn ríkisins, einn tilnefndur af A. S. í., einn tilnefndur af fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna í Rvík og einn til- nefndur af Rvíkurborg. Skipa skal varamenn með sama hætti. Félagsmáiaráðh. skipar for- mann nefndarinnar úr hópi nefndarmanna. 5. gr. Hlutverk framkvæmdanefndar, sbr. 4. gr., skal vera sem hér segir: a. að gera fyrir nóvembermán aðarlok lár hvert nákvæma áætlun um byggingafram- kvæmdir næsta almanaks- árs. Áætlun hvers árs skal fylgia tillaga nefndarinnar um stærð, gerð og fjölda þeirra íbúða, sem áætlunin tekur til. b. að gera greiðsluáætlun á sex mánaða fresti, sem sýni fjármagnsþörf vegna bygg- inganna á hverjum mánuðl greiðsluáætl.tímabilsins. e. að hlutast til um framkv. samkvæmt áætlunum þeim. sem um ræðir í stafliðum a og b, og hafa yfirumsjún með þeim, þegar þær hafa verið samþykktar af félags- málaráðun. og borgarstjóm Rvíkur. Skal framkvæmd- um öllum hagað eftir því, sem fyrir er mælt í 3. gr. d. að ákveða skiptingu heildar byggingarkostnaðar á ein- stakar fullgerðar íbúðir þeg ar nauðsynlegar upplýsing- ar eru fyrir hendi. 6. gr. Framkvæmdanefnd skal leita aðstoðar sérfróðra manna til þess að annast tæknilegan und- irbúning, vera til ráðuneytis um efnis- og húshlutakaup, samn- ingsgerðir við verktaka, gerð á- ætlana, undirbúning útboða o. fl., sem er þess eðlis, að nauð- syn beri til þess, að fengið sé álit sérfróðra manna, áður en máli er til lykta ráðið. Svo er og nefndinni heimilt að ráða sér framkvæmdastjóra, sem annast skal framkvæmdir á á- kvörðunum nefndarinnar og hafa eftirlit með öllum fram- kvæmdum, sem nefndin ber á- byrgð á. Sama gildir um nauð- synlega aðstoð við skrifstofu- hald. 7. gr. Tæki og aðrar eignir, sem nauðsynlegt er að festa kaup á vegna byggingaframkvæmdanna getur nefndin keypt. Slíkir hlut- ir verða eign aðila þeirra, sem að byggingum þessum standa í þeim hlutföllum ,sem um ræðir i 2. gr. Nefndin ráðstafar mun- um þessum fyrir hönd eigenda. 8. gr. Framkvæmdanefnd annast all- ar nauðsynlegar samningsgerðii* varðandi byggingaframkvæmd- ir, svo sem verksamninga og samninga um lóðaleigu, hita- veitu, kyndistöðvar, skipulag, efniskaup o. fi. sbi*. þó 12. gr. Nefndin getur falið formanni sínum eða framkvæmdastjóra að Framhald á 15. síðu. 1. gr. Á árunum 1966 til 1970 skulu byggðar 1250 íbúðir í Reykjavík á vegum ríkisins og Reykjavíkur borgar í samvinnu við verkalýðs- félögin, svo sem nánar er lýst í reglugerð þessari. 2. gr. Fjármagn til 'byggingafram- kvæmda þessara skal ríkið út- vega að 4/5 hlutum, en Reykja- víkurborg að 1/5 hluta, enda verði eignar- og ráðstöfunarrétt ur á íbúðum þessum í sömu hlut föllum af hálfu hvors aðila. 3. gr. Stærð íbúðanna skal vera tveggja, þriggja og fjögurra her- bergja. Þæir skulu vera hag- kvæmar, smekklegar, en án ó- þarfa iburðar. Megin áherzlu skal leggja á það, að íbúðir þessar verði ó- dýrar í byggingu. í því skyni skal m. a.: a. byggja staðiaðar íbúðir að- allega í fjölbýlishúsum. b. nota fjöldaframleiðsluað- ferðir og byggja að jafnaði 250 íbúðir á ári. c. nota fullkomnustu tækni og skipulagningu, sem kostur er á. d. fela framkv. viðurkennd- um byggingaverktökum á samkeppnisgrundvelli — og með sem víðtækustum út- boðum, eftir því sem hagkv. þykir. e. athuga um mnfiutning tilbú inna húsa, einkum með það . fyrir augum að flýta fram- ikvæmd fyrstu bygginganna. f. staðsetja íbúðirnar í hverf- um ,svo að unnt verði að viðhafa sem mesta hag- kvæmni við allar framkv. 4. gr. Byggingaframkvæmdir þessar skulu faldar nefnd sbr. 5. gr., sem er þannig skipuð: — Tveir EFLA VERDUR IBNAD Á AUSTURLANDI Rætt við Hilmar Hálfdánadson efsta mann á lista Alþýðu- flokksins í Austurlandskjördæmi. FYRSTA sætið á lista Alþýðu- flokksins í Austurlandskjördæmi skipar Hilmar Hólfdánarson. Hilm ar er fæddur 24. febrúar 1934. Hann lauk námi i vélvirkjun ár- ið 1955 óg stundaði þá iðn á Akra nesi til ársins 1961, en þá fluttist hann austur á land og hefur búið þar síðan. Á Akranesi tók Hilmar virkan þátt í félagsmálum. Var m.a. formaður F.U.J. um nokkurra ára skeið svo og í stjórn Sam- bands ungra jafnaðarmanna. Þá tók hann einnig mikinn þátt í íþróttahreyfingunni. Hilmar Hálfdánarson hefur ver ið efsti maður á lista Alþýðu flokksins í Austurlandskjördæmi síðan 1963, en í þeim kosningum bætti flokkurinn við sig atkvæð- um einn allra flokka í kjördæm- inu. — Hvaða mál telur þú Austfirð ingum hugleiknust um þessar mundir? — Framar öðrum málum mundi ég nefna raforkumálin, sem eru raunveruleg undirstaða atvinnulífsins á Austurlandi. Telj- um við Austfirðingar virkjun Lag arfoss vera eitt brýnasta hags- munamál okkar í dag. Jafnframt því verður að gera stórt átak til Hilmar Hálfdánarson. eflingar atvinnuvegunum í fjórð- ungnum og ber þar fyrst og fremst að leggja áherzlu á aukna fjölbreytni, svo atvinnumál fjórð- ungsins séu ekki í verulegri hættu, þótt svo illa færi, að sildin brygðist. Þannig væri tryggt, að afkoma Austfirðinga væri ekki um of byggð á duttlungum síldarinn- ar. í þeim efnum vil ég benda á ýmss verkefni, sem hingað til hafa verið vanrækt, svo sem iðn- að til fullnýtingar á sjávaraf- urðum og landbúnaðarvörum, skipasmíðar og fjölbreyttari létta iðnað. — Hvað er að segja um sam- göngumál á Austurlandi? — Það er langur vegur frá því, að þau séu í því horfi, sem nauð- synlegt verður að teljast. Alls- herjar uppbyggfng vegakerfisins er eitt af knýjandi hagsmunamál- um þeirra, sem þennan harðbýla landshluta byggja. Aðalvegir hafa um langt skeið verið ónothæfir, og það getur ekki dregizt öllu lengur, að fram fari endurbygging vega- kerfisins á Austurlandi. Þá tel ég mikið nauðsynjamál að fjölga gerð nægilega stórra flugvalla, og ber þar hæst þörf nýrra flugvalla á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði. Sú breyting hefur nú orðið á innflutningi til landsins, að vör- um er skipað beint upp í hinum ýmsu landsfjórðungum. í því sam- bandi er vert að vekja athygli á þeim möguleika til lækkunar á dreifingarkostnaði, sem fengizt með því að haldið yrði uppi föst- um og reglulegum samgöngum á sjó milli Austfjarða allán ársins hring. Væri það ekki svo lítil hagsbót fyrir neytendur í fjórðung: num. Ýmislegt fleira mætti nefna, en að lokum vildi ég mega nefna þörfina á auknum sjúkrahúskosti og öryggistækjum, sem gerðu flutning á sjúkiingum tryggari á þeim tímum árs, þegar samgöng- ur eru hvað erfiðastar. Þá er það heldur ekki vanzalaust, að ekki skuli vera til starfandi elliheim- ili í fjórðungnum og gamla fólk- ið þvi nauðugt viljugt hrakið til að eyða ævikvöldinu fjarri æsku- stöðvum, ættingjum og vinurn. Þau mál, sem ég hef drepið hér lítillega á, gefa ótvírætt til kynna, að þingmenn Austurlandskjör dæmis hafa haldið slælega á hags munamálum umbjóðenda sinna einkum ef gerður er samanburð- ur á þróun mála í öðrum kjördæm um Iandsins. — Hvernig eru horfurnar á því, að Alþýðuflokkurinn vinni þingsæti í Austurlandskjördæmi í þessum kosningum? — Eins og ég gat um áðan, hef ur Alþýðuflokkurinn verið í stöð- ugri sókn é Austurlandi á síðustu. árum, og var eini flokkurinn í kjördæminu, sem jók atkvæða magn sitt í síðustu alþingiskosn- ingum. Þá tók fulltrúi flokksins: tvívegis sæti á Alþingi á síðasta kjöi*tímabili, að vísu um skamman tíma í senn. Ég hef því ekki á- stæðu til annars en að vera bjart- sýnn, og ef allir jafnaðarmenn á Austurlandi vinna vel og dyggi- lega fram á kjördag, eru góðar horfur á því, að Austfirðingar eigi sex fulltrúa á Alþingi næsta kjörtímabil. 8. júní 1967 AIÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.