Alþýðublaðið - 08.06.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 08.06.1967, Blaðsíða 9
3. Ari Sigurjónsson, skipstjóri, Neskaupstað. . 4. Vöggur Jónsson, kennari, Eskifirði. 5. Óskar Þórarinsson, verkam., Seyðisfirði. 8. Gunnar Egilsson, útvarpsvirki, Egilsstöðum. 9. Garðar Sveinn Arnason, verzlunarm., Neskaupstað'. 10. Steinn Jnsson, skipstjóri, Eskifirði. ijarfsýn og ánægð hljómsveitarstjóra að hafa hljóðfærin stillt eins og leika ætti fyrir tíu þúsund manns í stórum sal, þegar leikið er fyr- ir tvö til þrjú hundruð manns í litlum veitingasal. Fólk hefur nú líka gaman af því að spjalla saman á skemmtistöðunum, en það hefur verið gjörsamlega ó- mögulegt upp á síðkastið, nema á milli laga. ■— Hvar hafið þið komið fram undanfarið? — Við höfum ekkert komið fram síðustu vikurnar. Einn okk- ar hefur verið í prófum og annar var í Ameríku. En nú höfum við hafið æfingar á' nýjan leik af fullum krafti og byrjum að leika opinberlega eftir hálfan mánuð. — Á einhverjum vissum stað? — Nei, við munum leika hér og þar um helgar í sumar. — Hvert sækið þi,ð fyrirmyndir ykkar? — Við leikum lög Bítlanna og annarra vinsaella hljómsveita á hverjum tíma. Unga fólkið vill helzt heyra þessi lög. Það er ann- ars leiðinlegt og óæskilegt, að ekki skuli þrífast hér frumlegar hljómsveitir, sem túlka eigin tón- list eða leggja sig fram við sjálf- stæðan flutning á annarra verk- um. — Hvað viltu segja okkur um framkomu unglinganna á skemmt- unum? — Unga fólkið er yfirleitt mjög frjálslegt og óþvingað og skemmt- anir þess sömuleiðis. Hins vegar er víða pottur brotinn og oft kemur það fyrir, að dansleikir verða sumum samkomugestum til lítils sóma, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Vill það helzt brenna við í einstökum sjávar- plássum, þar sem ægir saman sundurleitu fólki af mismunandi þjóðerni, og einnig á svokölluðum sveitaböllum eins og oft hefur verið bent á í útvarpi og blöðum. — Að lokum, Magnús: Hvað finnst þér um framtíðarmögu- leika unga fólksins og aðbúnað þess á íslandi í dag? — Ég fæ ekki annað séð en æskan sé bjartsýn og ánægð, og ég held, að aðstaða ungs fólks til að- læra qg koma ár sinni fýrir borð hafí aldrei verið betri en einmitt nú. X A BÚRFELLSVIRKJUN Oskum að ráða 4 vana menn á byggingakrana strax. Upplýsingar hjá ráðningastjóra í síma 38830. FOSSKRAFT Suðurlandsbraut 32’ SUMARDVÖL Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykja- dal í Mosfellssveit, hefst sunnudaginn 18. júní og verður lagt af stað frá Sjafnargötu 14 kl. 2 e. h. Farangri barnanna sé skilað 15. og 16. júní að Sjafnargötu 14. Stórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. HAFNARFJÖRÐUR Herbergi óskast strax fyrir starfsmann. , \ Rafha Sími 50022. " Matráðskona óskast M'atráðskonu vantar til sumarafleysinga að Gæzluvistarhælinu í Gunnarsholti. Laun sam- kvæmt úrskurði Kjaradóms. Upplýsingar gef ur forstöðumaður hælisins, sími um Hvolsvöll. Reykjavík, 7. júní 1967. Skrifstofa ríkisspítalanna. Vélverk hf. AUGLÝSIR: 1 Erum fluttir með þjónustu okkar að BÍLDSHÖFÐA 8, á horni Vesturlandsvegar og Krossamýrarvegar. Hið nýja símanúmer okkar er 82452. | Vélverk hf. Dieselstillingar og bifreiðaviðgerðir’ FRAMTÍÐARST ARF Á AUSTURLANDI Óskum 'að ráða forstöðumann til starfa á skrif stofu félagsins fyrir Austurlandsumdæmi. Umsóknir sendist til skrifstofu félagsins, Laugavegi 103, Reykjavík, fyrir 15. júní n.k. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS. 8. júní 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.