Alþýðublaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 8
EFTIR WOLFGANG & FISCHER ALLAN Dulles og Nikita Krust- jov hittust í september 1959 í Washington. — Hl Krustjov, (hafið þér nokkurn tíma séð einhverjar af njósnaskýrslum mínum? spurði Dulles. — Ég býst við, að við fáum sams konar skýrslur og sennilega koma þær frá sömu mönnunum, svaraði Krustjov. — Við ættum kannski að vinna saman? sagði Dulles og glotti og Krustjov tók strax vei í spaugið. — Já, við ættum að vinna sam- an að því að kaupa upplýsingar, þá þyrftum við ekki að borga þær nema einu sinni, svaraðj hann. Ðulles og Krustjor skiptust á spaugsyrðum, — aðallega vegna. blaðamannanna, sem umkringdu |>ó, en þó að þeir brostu breitt, vissu þeir að mörg þúsund af mönnum þeirra háðu leynistríð hver gegn öðrum og öll heims- byggðin að veði. — Bandarísku njósnaliringirnir með CIA í far- arbroddi gegn njósnahringjum Rússanna GRU, KGB og MVD og allir reyna að koma andstæðing- unum á kné. ★ Njósnatæki Rauða herslns. Andstætt njósnakerfi Bandaríkj anna, þar sem skýrslur eru lagð ar beint fyrir forseta allra njósna hringanna, þá eru í Sovétríkjun um þrjár samhliða stofnanir og þær hafa hver sitt verkefni, sem alls ekki virði-st eiga neitt skylt við njósnir, og það starfar undir stjórn miðstjórnar ráðherranefnd- ar kommúnistaflokksins. GRU er njósnahringur Rauða hersins og hefur verið til jafn . lengi og varnamálaráðherraforseti hans. Opinbert starfslið njósna- hringsins eru hermálaráðunautar, en þeir hafa það verkefni að safna upplýsingum um herstyrk andstæðinganna. En fyrir GRU starfa líka margir aðrir og marg- ir þeirra njósnara, sem teknir voru eftir siðari heimsstyrjöld- ina voru í njósnahringnum. Meðal þeirra voru Klaus Fuchs, Rudolf Abel og Gordon Lonsdale. Njósn- arinn Richard Sorge vann einnig fyrir GRU. Aðalstöðvar GRU, sem njósn- ararnir kalla ..miðstöðina" eru í gamalli höll frá barokktímanum og stendur hún í miðri Moskvu, við Znamenskyg. 19 og þar vinna 5000 manns í fjórum aðaldeildum, og hin helzta þeirra stjórnar njósnum utanlands. Árið 1953 upplýsti njósnarinn Ismail Akhmedoff, að innan þess- arar deildar væru 8 deildir sem hver sæi um njósnir í vissum heimshluta: 1. Vestur-Evrópu. 2. Mið-Austurlöndum, 3. Bandaríkj- unum og fjarlægu Austurlöndum, 4. tæknivæddum löndum (USA, I'ýzkalandi, Englandi, Frakklandi o. s. frv.) eða sæi um glæpastarf- semi jbamarán, árásir og póli- tísk morð) og sú 6. sér um breyt- ingu á pössum og öðrum skjölum, sú; 7: um gagftnjósnif og sú 8. um dulmálssendingar Álitið á GRU hefur alltaf auk- izt, þar sem þeim varð svo vel ágengt í síðari heimsstyrjöldinni. Það var ekkert hreinsað til I GRU eftir fall Beria og það hefur eflzt vegna samkeppninnar við systur- fyrirtæki sitt, KGB. ★ Leyniskjalasafnið, KGB — nefndin, sem sér um ríkisöryggi er til staðar í nokkr- um byggingum í Dsjersjinski., Ketneski-, Mos- og Ogarevagöt- um og er beinn afkomandi tsjek- unnar. Eins og GRU hefur KGB J. W. Semitjsastni, foringi. leyni. lögreglu Sovétríkjanna, sitt eigið alþjóða njósnanet, en sér einnig um gagnnjósnir, félags- njósnir, falsanir. persónurannsókn ir, ritskoðun, njósnir á landamær- unum og varðsveitina í Kreml. Formaður KGB síðan 1961 hef- ur verið J. W. Semitsjastni. í aðalstöðvunum, þar sem aðal- slagæð félagsskaparins er, er öfl- ugt varðlið. Fólk er varað við að koma þar í nánd, og þeir sem aðeins fara fram hjá, lenda í erfiðleikum. Helzta deild KGB er fyrir njósnir i öðrum löndum — INU og hún hefur umsjón með öllum opinberum og óopinberum njósn- urum, sem ekki vinna fyrir GRU. Sérfræðingurinn David Dallin, hefur lýst mismuninum á þessum tveimur stofnunum effirfarandi: Samkeppnin milli hersins og • KBG er næstum jafngomul So- vétríkjunum. Flestir . óttast og hata KGB, en þar er beitt ógn- unum, en GRU á að verja land- ið. Starfsemi KGB beinist að ó- vinum einræðisins í Sovétrikjun- um, en starfsemi hersins að óvin- um utan landamæranna. t hern- um eru allir, sem á herskyldu- aldri eru, en starfsfólk KGB er valið og það hefur sérréttindin, sem hcldur svipunni yfir höfðum fólksins. Samkvæmt því, sem Peter Deri- abin — sem áður var háttsettur embættismaður hjá KGB — hef- ur sagt frá, unnu hjá stofnuninni árið 1952 3000 manns, aðeins í ut- anríkisnjósnum og að auki 15 þús. útlendir njósnarar. KGB hefur yfir að ráða stærsta leyniskjalasafni yfir afbrot og for tíð manna. sem nokkurn tímann Iiefur verið komið upp og óttast Sovézku njósnararnir lifa svipuðu lífi og við sjáum einungis í kvikmyndun- um, t.d. James Bond. Samt hætta margir á það að svíkja. Jafnvel nám- skeið í ástum geta ekki unnið upp á móti hinum stöðugu hreinsunum og skorti á persónulegu frelsi. í þessari grein getið þér lesið um leyniþjónustu Rússa. margir þær upplýsingar, sem þar er að finna. Fyrstu upplýsingarnar komu í skjalasafnið á tímum bolsjevikans Moisej Abramovitsj Trilliser, en Lenin fékk honum það verkefni að safna persónulegra upplýsinga um alla rússneska kommúnista. Trilliser flutti inn í risastórt hús á horninu á Machovaja Uliza og Vosdvisjenka, og brátt hafði hver sína möppu í skjalasafninu. Seinna var þessu svo breytt í allsherjarskjalasafn fyrir njósna- kerfið. Og skrá var færð yfir mik inn hóp manna, sem gátu komið njósnastarfseminni að notum. Sumarið 1945 fékk skjalasafn- ið sinn dýrmætasta feng, þegar jámbrautarvagn kom og í honum voru upplýsingar, sem höfðu ver- ið teknar sem stríðsfang í aðal- stöðvum þýzku öryggislögreglunn- ar. í skjalasafninu eru nú meira en 40 milljón kort með upp- lýsingum um ýmsa menn, afbrot þeirra, kynferðislíf og fjárhags- ástæður t. d. Þriðji njósnahringur í Sovét er MVD og hann var fremstur áður en KGB var stofnað, en eftir fall Beria varð starfsemi MVD lítil og er það enn. Höfðingjarnir í njósna- hoiminum Eitt helzta vandamál allrar njósnastarfsemi er inntaka nýrra manna, því að þar er öryggið í veði. KGB setur þau skilyrði, að Andrei Gretsjko marskálkur, sem áður var yfirmaður Warsjárbanda lagsins, eftirmaður Maiinovskjs sem varnarmálaráðherra Sovét- ríkjanna. umsækjandi sé þriðji ættliður ætt ar með óflekkað mannorð. Var- kárnin er svo mikil, að einnig er leitað í skjalasafninu að upplýs ingum um vinkonur eða unnustur umsækjenda. En þegar umsækjandinn hefur komizt í gegn og er kominn í stöðu eftir erfiðan reynslutíma, er honum tryggt viðburðarikt lí£ svipað og James Bond lifir. Andstætt bandarískum njósnur- um, sem eru venjulegir ríkis- starfsmenn, er litið á sovézka njósnarann eins og höfðingja. — Hann lifh’ velsældarlífi, hefur glæsilega íbúð, bíla, síma og alls konar lystisemdir umfram aðra samborgara sína. KGB-mennirnir hafa glæsilegan klúbb í Dsjersjin- skigötu, þeir geta fengið miða að Bolsjoi-ballettinn, án þess að fara í biðröð og ýmis fíeiri hlunn indi hafa þeir, sem aðrir hafa ekki í Sovét. Andstæða þeirra eru svo hinir 15 þús. útlendu smánjósnarar, Yf irmennimir, sem nota sér þá, kalla þá fyrirlitlega „sjavki", sem er rússneskt orð, sem merkir svangir, heimilislausir flækings- hundar, sém leita sér að æti i bakgörðum og ruslatunnum. En það er álRið eitt sterkasta vopn njósnahringsins að hafa svo þétt njósnanet á Vesturlöndum. Ef að reyndur njósnari hefur stjórn á smánjósnurunum verður kostnað- urinn vegna starfs þeirra tiltölu- lega lítill. Þeir útvega nothæfar upplýsingar og eru að minnsta kosti plága fyrir gagnnjósnir í öðr um löndum. Þó að rússneski njósnarinn lifi cfnahagslega góðu lífi, er líf hans þó erfiðara en njósnara á Vestur- )öndum. Hann á í stöðugri sam. keppni við aðra í njósnahringn- um og samvinnan er slæm. Aginn er óskaplegur og hver maður vinn ur einn og berst um að komast hærra í metorðastiganum. Og hér er ástæðan til þess, að svo margir svíkja og leggja sig í þá hættu að KGB komi fram hefndum og þeir eru í eilífri lifs- hættu. Foringjar Sovézku leyniþjónust- unnar halda sínum mönnum í klemmu af alls konar reglum, sem hindra persónulegt frelsi þein-a. Þús. skrifstofumanna í Moskv- u fylgjast með öllu, allt að litn- um á bílnum, sem njósnari kaup- ir sér. Og þó að njósnararnir lifi i munaði, lifa þeir einnig í stöð- g 19. júlí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.