Alþýðublaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 9
;um ótta. Næsta „hreinsun" virð ist alltaf nálæg. Og vegna stöð- unnar hafa þeir inngrip í spill- ingu ríkisins. Þeir vita lika um einkalíf og ríkidæmi stjórnmála- manna og eiga því alltaf ó hættu að verða fyrir hefnd. Þess vegna verður stofnunin sjálf þess vald- andi að njósnararnir svíkja. Þeir hafa kannski samvizkubit af því að fara til Vesturlanda, en sjá þó kapitaliska þjóðfélagið á rétt- ari hátt en meðborgarar þeirra vegna leynilegu upplýsinganna, sem þeir hafa aðgang að og þess' vegna taka þeir áhættunni. ★ „Sex“-skóli fyrjr njósnara. Sovétríkin ganga lengra í því en nokkurt annað ríki að nota „sex“ í njósnum. Venjulega er því haldið fram, að tíð Mata Hari sé liðin. Eins og Dulles sagði einu sinni: — Það er auðveldara að kóma fyrir hljóðnema í her- bergi karlmanns heldur en kven- njósnari í rúmi hans. Levronti Beria, sem áður var formaður KGB hafði svo mikla fyrirlitn- ingu á konum, að hann hélt því fram að gengi karlmanns í lífinu færi eftir því, hvernig honum tækist að útiloka konur frá lífi slnu. En jafnvel Beria viðurkenndi þó einu sioni að hann hikaði ekki við að nota kvennjósnara, þegar þurfti að afvegaleiða eitt- hvert fórnardýrið. Sovézki njósnarinn Anatoli Granovski hefur sagt frá því í bók sinni „Minningar Sovétnjósn- ara“, að njósnurum er fengin kennsla í ástarlistinni og fer sú kennsla fram í njósnaraskóla ná- lægt Bykovo, 65 km. frá Moskvu Auk venjulegra kennslugreina njósnara, svo sem að lesa úr kort- um, leyniskrift o. s. frv., var einn ig á kennsluskránni kennsla í að tæla kvenfólk. Kennarinn í þess- ari námsgrein heimtaði það, að nemendurnir kölluðu sig Raspu- tin og hann sagði: Hér er mikil- vægt atriði. Þú getur látið konu skilja á þér, að þú elskir hana og viljir njóta hennar. En ef þér tekst ekki vel að fullnægja ást hennar, eykur þú aðeins fyrir- litningu hennar og leiðindi því meira, sem þú elskar hana. En ef þér tekst vel að fullnægja henni kynferðislega, mun hún elska þig, þó að þú elskir hana ekki, og ást konu er ástríðufyllri og óeigin- gjarnari en karlmannsins. —- Ég skal nú kenna ykkur að ná þessu takmarki hjá hvaða konu. sem er, iivort sem þið elskið hana eða ekki. Auk þess skal ég svo sýna ykkur, hvernig þið með dálítilli æfingu getið gert þetta í nokkur skipti án nokkurrar fyrirháfnar. „Rasputin" hélt áfram fyrirlestr inum og lýsti þar á enn nánari hátt, hvernig fara ætti að og síð- an var svo farið í sýnikennslu í húsi við Eenipgradveg, þar sem komið var með hraustlega sveita- stúlku — Hún er ekkert falleg eins og þið sjáið, og ég er ekki hið minnsta hrifinn af henni, sagði hann. — En ég skal sýna ykkur að ég get elskað hana og veitt henni fullnægingu. Ég er þó alls ekkert æstur, þó að hún liggi þegar nakin við hliðina á mér. En ég verð að æsast. Þá er bezta ráðið að horfa fast í augu kon- unnar. Það er undarlegt, hve sjald an maður tekur eftir augum konu, en þau geta þó einmitt vakið mann með boðskap sínum, ákafa og hvatningu, ásamt snertingu lík amanna. Strax og þið hafið kom- izt í svona nána snertingu við konuna verðið þið að hugsa um það, sem þið hafið upplifað æsi- legast og sem þið gjarnan viljið lifa aftur. ■ Og Granovsky segir í bók sinni: „Rasputin" byrjaði svo á sýni- kennslunni Fyrst virtist stúlkan hafa. lftinn áhuga, en það breytt- ist skyndilega og hún gaf frá sér.hljóð, sem allir kárlmenn vilja heyra. — Nœstu áttá tíma, sem við vorum í húsinu elskaði Ras- putin 5 konur og það var greini- legt að hann fullnægði þeim öll- um. Og á eftlr virtist hann jafn hress og hann hefði legið í sól- baði á ströndinni ... ★ Hörð samkeppni > njósnum. GRU fékk forystu í hernjósn- um árið 1948 eftir velgengni sína á stríðsárunum, meðal annars þeg ar þeir gátu komið upp um þýzka njósnahringinn Rote Kapelle 1938, Frh. á 10. síðu. Berlín er miðpunkturinn í kalda stríðinu á miHi njósnahringa stórveldanna tveggja. Þessar myndir sýna njósnamiðstöð í A-Berlín, sem sovézka leynilögreglan koin upp um 'Og hélt fram að væri á vegum Bandaríkjanna. Þannig er njósnakerfi Sovétrússlands byggt upp. Lokað vegna sumarleyfa frá 21. júlí til 14. ágúst. KR. ÞORVALDSSON & Co. heildverzlun. Hagfræðingur með B.A. próf frá Bretlandi óskar eftir at- vinnu. Tilboð ásamt upplýsingum um starfs- skilyrði og laun sendist blaðinu fyrir 30. júlí merkt „Atvimi'a£C. Skógrækt ríkisins og Hjálparsveit skáta í Reykjavík tilkynna Hjálparsveit skáta í Reykjavík mun gangast fyrir hátíðahöldum í Þórsmörk um verzlun- armannahelgina. Allir, sem dveljast í Þórs- mörk frá aðfaranótt föstud'ags 4; ágúst til mánudags 7. ágúst, verða að greiða kr. 150,— í aðgangseyri. Tekið skal skýrt fram, að allur bifreiðaakstur á grasi grónu landi er óheímill, hvort sem er innan eða utan girðingar. Dagskrá hátíðahaldanna verður auglýst síðar. Fisksalar! Kaupmenn! Kaupfélög! Fyrsta flokks sólþurrkaður saltfiskur. FISKVERKUNARSTÖÐ Bæjarútgerðar Reykjavíkur við Grandagarð. Tilboð óskast í smíði 2. byggingaráfanga Lækna- og stjórnarbyggingar við Hæli í Kópavogi. Útboðsgögn eru 'afbent á skrifstofu vorri gegn kr. 2.000.— skilatryggingu. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 1. ágúst kl. 11 f.h. 19. júlí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.