Alþýðublaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 4
E5, Bltstjórl: Benedlkt Gróndal. Slmar 14900—14903. — Auglýslngaslml: 14906. — ACsetur: Alþýðuhúslð vlO Hveríisgötu, Rvlk. — PrentsmiCJa AlþýOublaOslns. Slml 14905. — Askrlftargjald kr. 105.00. — t lautt* sSlu kr. 7.00 elntakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Löggjöf og lífsgleði RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fyrir Alþingi yfir- igripsmikið frumvarp um æskulýðsmál, sem vakið hef ur athygli. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra átti 'frumkvæðið að undirbúningi og samningu þessa frum- varps, og hann fylgdi því úr hlaði, er það kom til um ræðu í Neðri deild. Ráðherrann sagði þá meðal ann- lars: ,,Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hvar- ;vetna er nú litið svo á, að tvö einkenni nútíma þjóð- •íélagshátta, einkum og sér í lagi í svonef'ndum vel- ferðarríkjum, hafi haft í för með sér sérstök og sér- 'stæð vandamál, ekki hvað sízt fyrir æskufólk. Eg á hér annarsvegar við auknar tómstundir og hins vegar jaukin fjárráð. Að sjálfsögðu hefur það verið keppi- jkefli umbótamanna, að vinnudagur styttist og tóm- stundir aukist þar með, og að raunveruleg laun hækki. Hvorttveggja hefur átt sér stað í nútíma iðnaðarríkj- um, ekki sízt velferðarríkjunum svonefndu, á undan- förnum áratugum. Smámsaman hefur mönnum orðið ljóst, að þessum framförum hafa fylgt ný vandamál, ekki sízt fyrir ,æskufólk. Auknum tómstundum hefur ekki alltaf verið varið til þess að efla þroska og lífsgleði. Þær hafa oft orðið undirrót lífsleiða, tómleikatilfinningar öfuguggaháttar og jafnvel glæpa. Og aukin fjárráð æskufólks hafa ekki alltaf orðið til þess, að það noti féð sér til menningarauka eða hollrar skemmtunar, heldur oft til afkáraskapar, óhollra skemmtana og jafnvel skaðlegra nautna. Þetta hefur víða um lönd opnað augu manna fyrir því, að hið opinbera eigi skyldum að gegna í þess um efnum. Það sé nauðsynlegt, að hið opinbera stuðli með ýmsum hætti að því, að unglingar noti auknar tómstundir og aukin fjárráð skynsamlega. Skoðanir eru með eðlilegum hætti nokkuð skiptar um það, hversu mikil bein afskipti ríkið eða aðrir opinberir aðú'ar eigi að hafa af þessum málum, eða í hversu ríkum mæli afskiptin eigi að vera óbein, þ. e. a. s. í formi stuðnings við ýmis konar frjálsa einkastarf- semi á þessu sviði. En ágreiningur virðist ekkium það, að eolilegt sé, að hið opinbera hafi nokkur afskipti af þessum málum og þá á grundvelli einhvers konar 'rammalöggjafar um æskulýðsmál.” Þessi orð Gylfa Þ. Gíslasönar lýsa þeirri grund- vállarhugsjón, sem frumvarpið um æskulýðsmál byggist á. í því eru margvísleg ákvæði, sem snerta ýmsar hliðar æskulýðsmálanna og stefna allar að aukinni starfsemi til að bæta aðstöðu æskufólksins og »gefa því sem flest tækifæri til að efla þroska sinn og lífsgleði. (4 31. október 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Kópavogsbúar athugið Höfum allar stærðir snjóhjólbaröa bæöi neglda og óneglda^ Skerum snjómunstur í hjólbarða. Önnumst allar algengar hjól- barðaviðgerðir með nýtízku tækjum fljótt og vel. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 7.30 - 24. Hjólharðaviðgerð Kópavogs KÁRSNESBRAUT 1.— SÍMI 40093. ✓ •• Askorun sambandsþings BFO FIMMTA sambandsþing Bind- indisíélags ökumanna, lialdið í Reykjavík 23. júní 1967, skorar á samgöngumálaráðherra að 'hlutast til um, að 56 gr. laga nr. 26/1958 um hámarksþunga öku tækja svo og tilheyrandi reglu- gerðarákvæði verði haldin og að beitt verði ströngum viðurlög um gegn brotum á þeim. (Hér á landi eru vegir stór- skemmdir árlega af bifreiðum, sem eru langt of þungar fyrir þá. Vér viljum ekki fullyrða, hve háum upphajðum þessar skemmdir nema, en vafalaust veltur það á milljónum, sem al- menningur verður beint og ó- beint að greiða vegna gróðasjón armiða fáeinna manna. Augljóst er, 'hvílík slysahætta stafar af hinum oft lítt færu vegum svo og beinlínis af hinum of stóru bílum). Téð sambandsþing BFÖ skor ar ennfremur á samgöngumála- ráðherra að blutast til um að: a) Þegar verði hafizt handa um nauðsynlega lengingu vega- ræsa og því verði lokið fyrir H- daginn. b) Lagfærðar verði fyrir nefnd an dag, svo sem unnt er, blind- hæðir og blindbeygjur og þær allar merktar greinilega með viðeigandi merkjum til að draga svo sem unnt er úr slysahættu eftir umferðarbreytinguna. c) aðeins þeir menn, sem hafa sérþckkingu þar á, verði látnir setja upp aðvörunar- og leiðbein ingarmerki. d) Aðeins verði notaður harp aður ofaníburður á vegi alls staðar á landinu. (ÁstancL vega hérlendis er yf- irleitt mjög slæmt. Eftirlit með þeim virðist oft seinvirkt svo •sem með bilunum (brotnum ræs- um, úrrennsli, stórgrýti á vegi o. s. frv.). Sums staðar er ofaní- burður svo grófur, að ekkert vit er í, enda mjög hættulegur. Þá eru leiðbeiningar- og aðvörunar merki sums staðar jafnvel vill- andi og skapar þetta hættu. Af liinu slæma ástandi vega okkar bafa mörg slys orðið. Ber brýna nauðsyn til að gert verði það, sem unnt er, til að draga úr aug ljósum hættum á vegum). Á sambandsþingi Bindindisfé- lags ökumanna, sem haldið var í Reykjavík !þ. 23. júní s. 1. var samþykkt eftirfarandi tillaga: Sambandsþing BFÖ skorar á lögreglustjóra, bæjarfógeta og sýslumenn að upp verði tekin sú venja, að gerðar séu skýrslur um farnað fyrsta iárs bifreiða- stjóra hvers ökukennara á hlut- aðeigandi svæði í því skynl að draga af henni ályktanir um hæfni og vandvirkni kennar- anna. BFÖ telur mjög brýna nauð- syn að til ökukennslu sé sem bezt vandað, og fulla nauðsyn á því, að rannsakað sé, hvort á- kveðnir ökukennarar útskrifi ef til vill óeðlilega marga slæma ökumenn. Reynist svo, telur B FÖ mikla nauðsyn á því að kennsluréltindi þeirra séu end- urskoðuð. Fimmta sambandsþing Bind- indisfélags ökumanna, haldið í Reykjavík 23. júní 1967, sam- þyklcir að skora á Alþingi að breyta ákvæðum gildandi um- ferðarlaga á þann Veg, hð: 1. Ákvæði 25. gr. umferðar- laganna varðandi vínandamagn í blóði ökumanna verði breytt þannig, að í stað 0.50 promille komi 0.35 promille og í stað 1.20 promille komi 0.80 promille. (Samkvæmt rannsóknum ým. issa þekktra vísindamanna er það nú viðurkennt, að áfengis. magn í blóði undir 0.50 promille getur verkað þannig, að fólk glati verulega hæfni sinni til að stýra bíl í erfiðri umferð, verði varasamt og jafnvel hættu legt undir sumum aðstæðum. FÖ lítur þannig á, að löggjafinn eigi ekki að sætta sig við, að menn vitandi vits dragi úr hæfni sinni við akstur. Markið er sett hér svo lágt, að erfitt mun að neyta áfengis án þess að kom. ast yfir það. Benda má á, að ýmis nágrannalönd okkar eru nú að herða á ákvæðum og viður- lögum við drykkjuakstri). 2. Aldur til almennra ökurétt inda verði hækkaður úr 17 ár. um í 18 ár. (BFÖ telur brýna þörf á þvf í hinni ört vaxandi umferð okk. ar, að andlegur þroski ökumannai sé nægur, en það telur félagið að vart sé orðið við 17 ára ald. urinn). TELTUSUNDI 1 Sími 18722. Ávallt fyrlrlUrgandl LOFTNET og XOFTNETSKERFI FYRIR TJÖLBÝLISHÚS. MUNIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.