Alþýðublaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 16
iciíi^es1 IÞAÐ er ýkjulaust að segja, að íslenzkt þjóðlíf er fátækt hvað snertir þau útlenzku gæði, sera liefðar- og kóngafólk erlendis nefnir réttilega serimóníur. Fjar- fægð okkar íslendinga frá allri Acóngamenningu, sérvizku konung tíorinna landadrottna og slegta tieirra, hefur hreinlega valdið því <að við erum næsta sveitamenn, þegar við heimsækjum konungleg lúbýli. Revndar er það afar merkilegt, að enginn konungborinn snilling- ur af dönsku kyni eða öðru skuli ekki hafa haft vit til að ilendast á ofckar ágæta landi til !þess að oippræta þann vanþroska, sem serimoníufátækt óneitanlega er. Haft er fyrir satt, að ættfaðir lágætrar ættar norðlenzkrar hafi verið 'konungborinn. Sá höfðingi Ctefur að líkindum verið í ein- tíverri uppreisn gegn siðum feðra sinna og slegtar, enda er þess eigi getið, að hann hafi að neinu tóarki innleitt serimóníur og venj ur frænda sinna, meðan hann dvaldist hérlednis. Hins vegar er iskylt og rétt að geta þess, að iþessi mæti snillingur skildi eftir sig tigulegt nef og fránleg augu í skörpu andlitsmóti niðja sinna. Vissulega hefur ýmislegt verið gert til þess að innleiða hérlend- i.s boðlegar serimóníur á undan- förnum árum og áratugum. Merk ustu tilraunirnar í þessa átt eru að sjálfsögðu kóngaboðin og ár- vissar móttökur amrískra geim- tfara. Fjölmargt annað má upp telja, sem að líkindum stefnir að sama marki, svo sem pressuböll- in, Mallorkaferðir, fermingaveizl- ur, Ihefðbundin fyllerí, ráðherra- veizlur og aukin kynning á ágæti frjálsrar verzlunar. Allt er þetta jafnágætt, en betur má, ef duga skal. 'Nú verður ekki lengur við það unað, að íslenzkir túristar hegði sér eins og sveitamenn", þegar þeir skoða konungleg híbýli, — hvort sem það er í hinni konung- legu borg, Kaupmannahöfn, eða annars staðar. Til þess að forðast þann mis- skilning, að fólk telji mig, bak- síðúhöfund, fara með fleipur, ber mér skylda til að geta eftirfar- andi: Þar sem ég, sveitamaður ofan af íslandi, var staddur í danskri 'kóngshöll, sem ég vildi skoða á sama hátt og amrískir túristar, varð mér það á í messunni að leiðrétta konunglegan leiðsögu- mann, þegar hann sagði, að tákn íslands hafi fallið brott úr skjald armerkinu danska á því herrans ári 1945, en einmitt það ár hafi ísland orðið sjálfstætt ríki. Eins og gefur að skilja, þá fylltist ég þótta við þessar upplýsingar hins konunglega og sagði að bragði: „Vitið þér ekki, að ísland hlaut sjálfstæði árið 1944?“ Hinn kon- unglegi svaraði ekki fyrst í stað. Þegar við höfðum lokið hringferð okkar um hina konunglegu bygg- ingu, dró hinn konunglegi mig út undir vegg og sagði: „Herra minn, er yður ekki kunnugt um það, að vér, konunglegir, viðurkennum ekki — af ákveðinni hefð — (seri móníu) sjálfstæði íslendinga fyrr en 1945. íslendingar lýstu nefni- lega yfir sjálfstæði sínu á óþægi- Iegum tíma“. Eins og gefur að skilja, þá var sveitapiltinum ekki kunnugt um þessa serimóníu danskra, kópti upp á hinn konunglega þjóiv og brosti að fávizku sinni, Þessa mynd fundum við í norsfcu blaði fyrir skömmu, oer okkur fannst hún þess virði að hnupla henni, því að okkur er málið skylt; við erum ekki síður en Norðmenn afkomendur vík inga og víkingablóðið rennur ennþá um æð'ar okkar. Enda kann svo að vera ef grannt er að gráð, að til séu þeir hér á landi, sem hugsi ekki ósvipað og vikingarnir um borð á þessu ágæta skipi, þótt það sé kannski ekki tíðkað að segja það upphátt. ER ÞAB NÚ FERÐALAG! ENGINN MJÖÐUR! ENGAR MEYJAR! EKKERT GULL! BARA GAMLAR SKRÆÐUR! Én tildrög þess að norska blaðið birti þcssa mynd voru þau að fyxir skömmu var rætt í norska útvarpið við Jón Kristjáns son skjalavörð um íslenzku handritin og heimflutning þeirra, og þá var teikningin notuð til að vekja athygli á vðtalinu. — Og svo er það Jón, það á að skera hann upp í dag. —i Þú hefðir átt að tala meira um, hvað þú væxúr árrisul þegar Magga og Ella buðust til að þvo upp í gærkvöldi. Jónas hefur ákaflega skemmti- Iegt skopskyn og hann var kosinn á þing s. I. vor. Þjóðviljinn. Þetta síðasta þykir mér nú benda til þess að háttvirtir kjósendur hafi lika skemmti- legt skopskyn. Það harðnar stöðugt í ári, sagði kallinn um dagínn. Bráð om hefur maður ekki efni á að kaupa sér neitt nema óþarfa. Mannkynið er búið að reyna allt til að tryggja frið í Ueim- inum — nema auðvitað að halda friðiixn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.