Alþýðublaðið - 01.04.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.04.1967, Blaðsíða 1
Laugardagur 1. apríf 1967 — 48. árg. 73. tbl. •- VERÐ 7 KR, Arsskýrsia Seölabankans birt: ÞJÓÐARTEKJURNAR JUKUST UM 3,5% Rekstrarafkoma Seðlabankans árið 1966 var nokkru betri en næstu tvö 'ár á undan og var það fyrst og fremst að þakka hærri vöxtum á eignum bankans í er- lendum gjaldeyri. Á hinn bóginn íhafa viðskipti við innlenda banka Ihaldið áfram að vera Seðlabank- anum óhagkvæm, enda eru greidd ir 'háir vextir af bundnum inni- Stæðum í bankanum, en vöxtum af endurkaupanlegum víxlum hef ur verið haldið lágum, einkum í þeim tilgangi að skapa útflutn- ingsatvinnuvegunum betri sam- Ikeppnisaðstöðu. Vegna bættrar af komu ákvað bankaráðið eftir til- lögu bankastjórnarinnar að hækka er lögboðin arðgreiðsla, í 6 millj. kr. Rennur arðgreiðslan, svo sem kunnugt er, í sérstakan sjóð, en hálfum tekjum hans er varið til styrkveitinga Vísindasjóðs. Til þess að reyna að tryggja það, að þessi arðgreiðsla geti haldið á- fram, hefur hluta tekjuafgangs bæði í ár og á sl. ári verið varið til sérstaks arðjöfnunarsjóðs, er grípa megi til í framtíðinni, ef 'ekjur bankans eru ónógar til að standa undir arðgreiðslu. Kem ég þá að þróun efnahags- mála á úrinu 1966, en hún hefur á ýmsan hátt orðið á annan veg en hægt var að sjá fyrir ur arð af stofnfé úr 5 millj. ki\, sem þetta leyti á síðasta ári. Megin Ráðstefnu sveitar- félaganna er lokið f gær lauk í Reykjavík ráðstefnu Sambands íslenzkra sveitarfélaga inn framkvæmdaáætlanir, og var i fundarlok samþykkt tillaga, þar sem sveitarstjórnir eru hvattar til að athuga möguleika á gerð framkvæmdaáætlana til nokkurra ára í senn, en ráffstefnan telur að , slík áætlanagerð sé mikilsvert hjálpartæki við stjórn sveitarfé- laga. í gærmorgun hófst ráðstefnan meff erindi Torfa Ásgeirssonar, Skrifstofustjóra í Efnahagsstofnun inni, um fræðsluáætlanir. Um- ræður fóru síðan fram um fræðslu- og skólamál fram aff há degi og tóku margir þátt í þeim umræðum. Eftir hádegið hófst lokafundur ráðstefnunnar og flutti Jónas Har aiz þar erjndi. Þaff kom fram í ræðu Páls Líndals viff lok ráff stefnunnar. að samtals hefðu 302 menn teklð þátt í 4 ráðstefnum, sem samtökin hafa haldiff undan farin 2 ár. vandamálið í stjóm efnahagsmála var þá hin mikla eftirspurnar- i þensla, er einkenndi alla efna-! hagsstarfsemi í landinu. Það 'hlaut því að vera meginmárkmið bæði í fjármálum ríkisins og pen- ingamálastefnu Seðlabankans að hamla gegn 'áframhaldandi þenslu og þeirri almennu verðbólgu, sem henni var samfara. Kom þessi stefna fram bæði í • gætilegri af- greiðslu fjárlaga fyrir árið 1966 og í hækkun vaxta og öðrum pen- ingalegum aðgerðum af hálfu Seðlabankans í árslok 1965. Virt- ust þessar aðgerðir hafa nokkur áhrif í jafnvægisátt, þegar á fyrri hluta ársins, sem m.a. sýndi sig í minni aukningu peningamagns en á árinu 1965 og nokkru hægari innflutningsaukningu. Það var þó á engan hátt séð fyrir endann á áhrifum þessara aðgerða, þegar ný viðhorf sköp- uðust vegna stórlækkunar verð- lags 'á ýmsum helztu útflutnings- afurðum þjóðarinnar á síðustu mánuðum ársins. Kippti þessi verðlækkun skyndilega fótum undan þeirri öru aukningu á verð mæti útflutningsframleiðslunnar, °em haldizt hafði svo að segia ó- 'hitið um 5 ára skeið. -Þrátt fyrir bað að verðlækkunin næði aðeins *il lítils hluta af heildarútflutn- higsframleiðslu ársins. nægði það bó til þess, að framleiðsluverð- ’uætið lækkaði um 2%. en á ár- inu 1965 hafði verðmæti útflutn- ’nigsframleiðslunnar aukizt um uærri því einn fjórða hluta. Þeg- ->r slík aðstöðubreyting4á sér stað biá þeim atvinnuvegi þjóðarinnar, cem undanfarin ár hefúr átt mest ■>n þátt í aukningu þijóðartekna. hlýtur það að hafa víðíæk óhrif á Framhald á 13. síðu. Svona hefur snjórinn hlaffizt aö húsum á Raufarhöfn. Gatiö á mynd- inni neffanverffri er grafiff til þes aff hægt væri aff láta olíu á geymi, sem er við bakhlið hússins, en skaflinn nær þar upp á móts viff efri hæffina. Flúðu húsið vegna kófs í strompinum Raufarhöfn, GÞÁ—Hdan. Ennþá hefur kyngt niður snjó á Raufarhöfn og var þó nóg af hon- um. fyrir. Má segja að allt sé á Gauks saga Trandilssonar fundin Mjög merk fornsaga íslenzk, sem talin hefur verið með öllu glötuð, hefur nú komið í leit- irnar vestur í Ameríku og verð ur hún væntanlega seld á upp- boði l London imwn slcanvms. Er hér urn að ræða Gauks sögu Trandilssonar, en hún fjallar um deilur manna í Þjórsárdal á söguöld, einkum viðskipli þeirra fóstbræðra Gauks á Stöng o'g Ásgríms Elliðagríms- sonar. Menn hafa lengi vitað að saga um þessa atburði var skrifuð á sínum tíma, því að í Möðruvallabók, sem hefur að geyma bæði Njáls sögu og Egils sögu, stendur skrifað aftan við Njálu: „Hér skaltu rita láta Gauks sögu Trandilssonar; herra Grímur á haria". Hérrá Grímur sá, seni hér um ræðir, var Þorsteinsson og bjó í Staf- hplti í Borgarfirði á fyrri hluta 14. aldar, en ekki mun það þó vera eintak hans af sög- unni, sem nú hefur fundizt, heldur er um að ræða afrit frá ofanverðri 14. öld, að því er talið er, en þess skal þó getið að fræðimönnum hefur enn ekki gefizt kostur á að á- kvarða aldur handritsins með fullri nákvæmni. Ekki er vitað, hvernig hand- ritið hefur borizt til Améríku, en líkur benda til að það hafi borizt þangað með íslenzkum landnámsmönnum snemma á 19. öld og hafi varðveitzt með einhverju móti hérlendis þang að til og sloppið við að lenda í klóm Árna Magnússonar og annarra bókasafnara á fyrri öldum. Búizt er við að bókin verði innan tíðar send til London, og verði þar seld á uppboði hjá Sothebyeís, sömu aðilum og seldu Skarðsbók á sínum tíma. kafi í snjó og muna menn ekki önnur eins snjóþyngsli þar um slóðir. Fólk hefur þurft að'moka snjó af húsþökum og cin fjölskylda varð að yfirgefa hús sitt, vegna þess hve snjóinn skóf ofan í skor- steininn svo ekki var hægt að kynda það. Framhald á bl. 14. Lokðði upp- boðsrétt inni , i 1 gærdag >var auglyst uppboð á hluta húseignarinnar Njálsgáta 49, sem er eigri þrotabús Kára Helgasonar. Er uppboðið skyldi hefjast kom til einhverra orða hnippinga milli lögfræðir.ganija og Framhald á bl. 14,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.