Alþýðublaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 5
7. maí 1967 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 TŒmmm EIMMOP- Ritstjóri: Benedikt Gröndal. — Ritstjóri Sunnudagsblaðs: Kristján Bersi Ólafsson. — Símar: 14900—14903. — Auglýsingasími 14906. Aðsetur: Alþýðu'núsið við Hverfisgötu, ReyXjavifc. — Prentemiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. —' Áskriftargjald: kr. 105,00. — í lausa- sölu: kr. 7,00 eintakið. — Útgefaudl: AlJöýðuflokkurinn. m NEYÐARLEG ORLOG Islenzkir kommúnistar héldu nýlega fund í Austurbæjarbíói til heiðurs Ein ari Olgeirssyni, þar eð hann lætur nú af þingmennsku. eftir þriggja áratuga setu á Alþingi. Kommúnistar á íslandi og alþjóðakommúnisminn get-a þakkað Ein ari Olgeirssyni að verulegu leyti fyrir þau áhrif, sem þeir hafa náð á íslandi Hins vegar hefur 'íslenzk alþýða lítið að þakka honum fyrir. Hann hefur verið hávær þingmaður, en ekki tillögugóður. Einar Olgeirsson var einn af frum- kvöðlum að stofnun Kommúnistaflokks íslands. Hann hóf stjórnmálaferil sinn með því að kljúfa Alþýðuflokkinn, sundra verkalýðshreyfingunni. 1937 tókst honum að leiða sundrungina inn í sali Alþingis. Hann predikaði, að leið jafnaðarmanna til sósíalisma, leið lýð- ræðis og þingræðis væri röng. Byltingin og alræði öreiganna, að sovézkri fyrir mynd, væri rétta leiðin. Nú munu þeir fáir sem gera sér ekki ljóst, að hvert ein asta orð, sem Einar Olgeirsson sagði á þessum árum um þessi efni, var rangt og ekki aðeiris það, heldur skaðlegt. 1938 lagði hann sig allan fram um að kljúfa Alþýðuflokkinn öðru sinni, nú tii þess að sameina þá alþýðu, sem hann hafði byrjað að sundra átta árurn áður. Hann sagði, að kommúnistar og jafnað arnienn gætu vel verið saman í eimim flokki. Héðinn Valdimarsson og fleiri góðir menn trúðu honum. En ekki liðu nema tvö ár, þangað til Héðinn sá, að hann hefði ekki átt að trúa Einari. Það sr ekki hægt .að vera í flokki með komm únistum. Þess vegna fór Héðinn úr Sós íalistaflokknum. Þegar Sósíalistaflokk irinn hafði opinberað svo þjónustu sína i?ið alheimskommúnismann, að erfitt var að fá menn til þess að trúa því, að Bósíalistaflokkurinn væri, þrátt fyrir nafnið, nokkuð annað en venjulegur kommúnistaflokkur, þá tók Einar enn að freista ýmissa Alþýðuflokksmanna til samstarfs undir nýju nafni, Alþýðu bandalagsnafninu. Enn fengust nokkrir til þess að trúa honum, og þá fyrst og fremst Hannibal Valdimarsson. En hann hefur nú komizt að sömu niðurstöðu og Héðinn Valdimarsson. Hann telur ekki hægt að starfa með Einari Olgeirssyni og mönnum með sömu skoðanir og hann. Þess vegna eru Hannibal og fylg ismenn hans nú að kljúfa Alþýðubanda lagið. Arftaki Einars og aðalræðumaður þakkarfundarins hefur það að ræðu- efni, hvort Alþýðubandalagið sé að klofna. Eftir að Einar Olgeirsson hefur sagzt hafa barizt fyrir sameiningu ís- lenzkrar afþýðu í áratugi, er aðalum- ræðuefni kveðjufundarins sundrung flokks hans. Þetta eru neyðarleg örlög, en þó ekki öðru vísi en til var stofnað. HAFNARFJÖRÐUR Flokksstjóra vantar við unglinga- og skrúð- garðavinnu bæjarins í sumar. Skriflegar um- sókriir sendist á Vinnumiðlunarskrifstofuna í Hafnarfirði fyrir 19. maí — Upplýsingar gef ur bæjarverkfræðingur. Vinnumiðlunarskrifstofan í Hafnarfirði. SUMARRÝMINGARSALA í VINNUFATAKJALLARANUM hefst mánudaginn 8. maí. — Selt verður með al annars: Gallabuxur telpna á kr. 90.00 8 gerðir af innlendum og erlend um gallabuxum barna og unglinga seljast allar á kr. 125.00 Drengjaskyrtur á kr. 75.00 Vinnubuxur karla frá kr. 150.00 Köflóttar vinnuskyrtur karla á kr. 10.00 Terylenebuxur drengja frá kr. 220.00 Terylenebuxur karla á kr. 540.00 Barnaúlpur og jakkar á kr. 250.00 Karknannaúlpur og jakkar kr. 695.00 Vinnusloppar karla á kr. 375.00 Notið tækifærið og útbúið börnin í sveitina. VINNUFATAKJALLARINN Barónsstíg 12. ÚtgerSarBraenn — skipstjórar Hollenzkir kókosdreglar og rayonteppi fyrirliggjandi í úrvali. Tökum mál. GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN GrandagarÓi — Sími 14010 Kjallaragreinin er að þessu sinni ræða, sem Kristján Bersi Ólafsson flutti á mót- mælafundi SUJ gegn valda ráni gríska hersins, en sá fundur var haldinn á upp stigningardag. * eins og látið hefur verið í veðri vaka. Tilraunin til að hvítþvo konung í þessu sambandi hefur mörgum þótt tortryggileg, og það ekki aðeins erlendis, heldur líka í Grikklándi sjálfu, en jafn- vel þó að það kunni að vera rétt — að hann hafi reynt að tregðast við á síðustu stundu, þá er þó byltingin afleiðing af stefnu hans og stjórnmálavafstri; það eru fylgismenn konungs i baráttunni gegn þingræði og lýðræðislegum stjórnarháttum, sem gera bylt- inguna, og því verður engan veg- inn komizt hjá ábyrgð Konstan- tíns konungs á atburðum síðustu tveggja vikna í Grikklandi. Ég ætla liér ekki að fara að rekja stjórnmálasögu Grikklands hin síðari ár, ég ætla ekki einu sinni að rekja sögu byltingarinn- ar sjálfrar. Það nægir að ég bendi á að seint í þessum mán- uði áttu að fara fram almennar þingkosningar í Grikklandi. Allar líkur bentu til þess, að í þeim kosningum hefði miðflokkasam- band Papandreous fyrrverandi forsætisráeiierra unnið frækileg- an sigur og konungi reynzt erf- itt á eftir að koma í veg fyrir að sigurvegarinn tæki að sér stjórn Íandsins. Valdataka hers- ins er gerð tii að koma í veg fvrir þetta, gerð til að hindra að nokkúð vprði úr kosningun- um. 'iil þess voru e,kki lengur önnur ráð tiltæk. Allt síðan Konstnntín lconungur vék meiri- hlutastjörn Papandreous frá völdum í hitteðfyrra, hafa minni hlutastjórnir íhaldsmanna, sem konungur lamdi saman og lagði blessun sína yfir, verið liarla lítils megnandí og staðið á hálf-- gerðum brauðfótum; þcssar stjórnir nutu ekki trausts gríska þingsins og er þær féllu ein af annarri varð stöðugt erfiðara að standa gegn kröfunni um nýjar kosningar. Kjördagur var ákveð- inn maí, en af þessum kosn- iiig...<< verður nú ekkert. Byltingin er þannig beinlínis gerð til þess að koma í veg fyrir að landinu verði stjórnað í sam- ræmi við viðurkenndar lýðræðis- reglur, og þar er að sjálfsögðu ein meginástæða þess hve víða og almenna fordæmingu hún hef- ur hlotið um heim allan. Þótt lýðræði í þeirri mynd scm við þekkjum það, sé oft’ ófullkomið og stundum meira í orði en á borði, þá þekkjum við þó ekki annað stjórnarform skárra. Þetta hafa sumir órðað svo að allar stjórnir séu slæmar og öll stjórn- arform gölluð, en lýðræðið þó ekki út' af eins slæmt og ein- ræði cða fámennisveldi. Því má heldur ekki gleyma að lýðræðið er annað og meira en stjórnar- form éitt; það er í sjálfu sér hugsjón, markmið. Menn ltunna að búa við ófullkomið lýðræði í sumum löndum, en lýðræðið sjálft felur í sér möguleika til endurbóta, möguleika á að full- komna sjálft' sig. Sjálfsagt get- ur aldrei orðið um fullkomið, ó- takmarkað lýðræði að ræða, en það er mark sem hægt er að keppa að og nálgast, ef aldrei er misst sjónar á því. Ekkert slíkt er til i einræði. Grísku byltingunni er þó varla beint gegn lýðræðinu eingöngu sjálfs þess vegna; hún er naum- ast sprottin af því að herfor- ingjar, sem hrifsuðu til sín völd- in, telji að lýðræðisskipulagið sé í sjálfu sér rangt og því verði að kæfa það í fæðingunni,. Varla mun þeim ganga til svo fílósóf- ískar ástæður. Miklu fremur eru það afleiðingar þess að lýð- ræði festist í sessi í landinu, sem liægri öflin óttast, , afleið- ingar þess að samsteypa mið- flokka og vinstri sinnaðra' flokka færi þar með völd, eins og eðli- legast væri, ef allt vævi með felldu. Grikkland er nefnilega vanþróað land um margt, hyldýp- Framhald á 10. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.