Alþýðublaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 11
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7. maí 1967 11: VELFERÐ ALDRAÐRA Frh. úr opnu. heim. Hefi ég erlendis talað við þá, er fengu mat sendan heim og luku þeir mikiu lofsorði á hve hentugt þetta fyrirkomulag væri og maturinn góður og eru nú mikl ar nýjungar í geymslu tilbúins mat ar t.d. í Svíþjóð. Hinir öldruðu mennsku og matartilbúningi þann ig að heilsufarslega sé fullnægj- andi, heldur sætta sig oft við einföldustu máltíðir. Stórt eldhús ibúið fuilkomnustu tækjum, gott Siráefni í matinn, rétt samsetn- ing hans, heimsendur til hinna öldruðu mundi hér á landi, sem annarsstaðar létta mjög hinum öldruðu að dveljast í heimahúsum. Líka mætti e.t.v. semja við elli- Iheimili eð'a hæli um matartilþún- ing t.d. held ég að DAS gæti sinnt að miklu leyti þessu hlutverki í Reykjavík. Margt fleira í sambandi við heimilishjálpina kemur að miklu gagni, t.d. fótsnyrting. Ótrúlega margir aldraðir þurfa á fótsnyrt- ingu að haiua, einkanlega konur. í>að hefur vakið athygli erlendis, ihvað fótsnyrting hefur aukið bæði líkamlega og andlega vellíðan áldraðra ótrúlega mikið. Hársnyrt- ing hefur líka mikla þýðingu fyrir aldraða, bæði karla og konur. Stoftianir a.m.k. í Reykjavík og söfnuðir hafa veitt slíka þjónustu, sem þessa, en í of smáum stíl. Þessi 2 atriði virðast okkur ekki í okkar daglega lífi í starfi og önn, veigamikil en fyrir hina öldruðu líta þessi mál, sem fjölmörg önn- ur, allt öðru vísi út, það hefur reynslan sýnt. Ég mun nú drepa á nokkur atriði til viðbótar, þau virðast ekki öil stórvægileg en öll saman hafa þó gert sitt til að fólk haldi áfram að dveljast í h.eimahúsum, þó aldrað sé og uni hag sínum vel þó vinnudegi sé lokið, tekjur fari lækkandi og heilsan ekki upp á það bezta. Erlendis er það algengt, að ýms félög og þá oft kirkjusöfnuðir, skipuleggi heimsóknir til aldr- aðra í sókninni, heimsóknir er verða oft báðum aðilum til ham- ingjuauka og vináttu. Heimsækj- andinn er ólaunaður, en kemur og les fyrir hinn aldraða, rabbar við hann og fer e.t.v. í smá sendiferð- ir fyrir hann. En þessi starfsemi verður að vera skipulögð og ekki má valda hinum aldraða vonbrigð- um, með því að kasta til hennar höndunum. Ýmiskonar aðstoð, hjálpsemi og fyrirgreiðsla léttir hinum aldraða lífið og einmana- kenndin, sem oft fylgir háum aldri verður ekki eins ríkjandi. Skemmtiferðir við vægu verði eru ánægjulegar fyrir þann er ekkert ferðast annars, þó þær væru ekki nema einn dag þá nýt- ur hinn aldraði endurminninganna oft betur og lengur en hinir yngri. Útbreidd er sú skoðun að hinn aldraði, sem hættur er daglegum störfum, þurfi ekki á sumarleyfi eða sumarskemmtiferðum að halda, en ég held að nágranna- þjóðir okkar eigi og reki sumar- gistihús fyrir aldraða, suður við Miðjarðarhaf. Hinir öldruðu geta greitt fyrir sig eins og aðrir og ekki síður. Enda ekki um lúxusferðir að ræða, heldur hressingar- og hvíldarferð- ir. Sérstakar leikhússýningar og kvikmyndahúsaferðir eru skipu- lagðar af velfarnaðarnefndum aldraðra, við vægu verði og fríar ferðir með strætisvögnum a.m.k. ^ dkvecjium tíma dags, þegar minnst er af öðrum - farþegum. Hinir öldruðu nota þá ferðirnar til að sjá sig um í borgunum og fylgjast með lífi þeirra. Tómstundaheimili eru opin og oft mikil þátttaka í allskonar tóm- stundaiðju og föndri og ekki skal gleyma iþrótia< 'og leikfimiæf- ingum fyrir aldraða. Ég varð nokk uð undrandi en jafnframt glaður er ég kom í leikfimisal, þar sem nokkrir tugir aldraðra voru við léttar leikfimiæfingar og enginn yngti en 65 ára. Eitt af vandamálum aldraðra er að fá vinnu við sitt hæfi. Rann- sóknir er gerðar hafa verið erlend is sýna, að ef aldraðir eru við sæmilega heilsu óska margir þess að fá að halda áfram starfi en e. t.f.v. ekki fullan vinnudag og helzt létt störf. Hér á landi er næg at- vinna handa öllum er geta og vilja vinna og er æskilegt bæði vegna hinna öldruðu og svo þjóðhags- lega, að vinnugeta aldraðra, þó takmörkuð sé, verði hagnýtt, en þeir þurfa að hafa tækifæri til að velja vinnu hver við sitt hæfi en verður eigi ætíð gripin, þar sem slík vinnumiðlun er ekki til hér- iendis. Ég tel mjög aðkallandi að einhver aðili taki að sér að skipu leggja vinnumiðlun fyrir aldraða og hefur lengi verið nauðsynlegt. Ég hefi rakið ýmislegt er gæti orðið til þess að hinir öldruðu þurfi síður á hælisvist að halda og gætu dvalizt í heimahúsum. Það er miklu betra fyrir andlega heilsu hinna öldruðu að dveljast í heimahúsum og miklu ódýrara fyr ir þjóðfélagið. Nokkru má því kosta til að ná þessu takmarki og oft þarf ekki annað til en að ein- hver ,taki að sér að skipuleggja þetta starf og koma þar margir aðilar til greina en eðlilegast er að sveitarfélög hafi forgöngu um þessi mál, hvert í sínu umdæmi. Upplýsingastarfsemi fyrir hina öldruðu er nauðsynleg, t.d. er það svo í Kaupmannahöfn, að nokkru fyrir lífeyrisaldur fær hlutaðeig- andi senda bæklinga, þar sem við horfin eru rædd. Hinir færustu læknar skrifa greinar, hver á sínu sviði, um breytingar þær á heilsu- fari er fylgja háum aldri og vara við vissum hættum. Sálfræðingar og félagsráðgjafar ræða út frá sínum sjónarmiðum. Allt er gert til að gera hinum aldraða grein fyrir hvar hann stendur og hvern- ig hann geti helzt notið lífeyris- aldursins sem hamingjusamur með limur þjóðfélagsins, þó aldurinn sé að færast yfir hann. Með réttri afstöðu til tilverunnar, bíði hans mörg hamingjurík og góð ár. Sett hafa verið á pappír 6 grund vallaratriði, sem talin eru nauð- synleg til þess að lífeyrisaldurinn verði hamngjusamur og eðlilegur. 1. Góð heilsa. 2. Nægilega góður fjárhagur, þ.e. að tekjur nægi fyrir meiru en brýnustu lífsnauðsynjum. 3. Góð íbúð. 4. Nægilegt og gott samband við annað fólk. 5. Eitt eða fleiri áhugamál, sem virkilega grípa hinn aldraða. 6. Uppbyggileg og jákvæð lífsvið- horf. Ég hefi í stórum dráttum rakið viðhorf til þeirra aldraðra er dval- izt geta í heimahúsum, og skal næst víkja að stofnunum fyrir aldraða og þá fyrst að elliheim- ilum. Elliheimili ættu ekki að vera stórar stofnanir, heldur frekar stór heimili. Þar eiga ekki aðrir að dvelja en þeir, sem geta verið á ferli, geta klætt sig sjálfir og matazt og eru andlega heilbrigðir. Elliheimili á ekki að vera sjúkra hús eða bera keim af því og á ekki að taka á móti fleiri en um 40 heimilismönnum og ættu allir að hafa sér herbergi en hjón þó tvö samliggjandi herbergi. Það er andleg misþyrming á manni, að vera neyddur til að dveljast í her- bergi með öðrum e.t.v. í mörg ár, án þess að nokkuð sé þeim sam- eiginlegt annað en hár aldur. Að- gangur að eldhúsi t.d. til að hita sér kaffisopa, er til mikilla bóta. Hver hefur sinn smá skáp. Hús- næði elliheimila má ekki vera of þröngt og mjög æskilegt er að tómstundaherbergi séu til stað- ar þar, sem dvalargestir geta unn- ið part úr degi, bæði til að stytta sér stundir og til að vinna sér inn aukaskilding. Líka geta dvalar- gestir hjálpað til við rekstur elli- heimilisins. Samkvæmissalur er nauðsynlegur þar sem dvalargest- ir geta haldð upp á tyllidaga, en annars notaðir fyrir almennar samkomur, guðsþjónustur, sjón- varp, útvarp og bókaútlán. Gott er að hafa eitt eða tvö sjúkrarúm, vegna þeirra er veikir verða í stuttan tíma, því þá þarf ekki að flytja sjúklinginn burtu, en ef um lengri veikindi er að ræða, er bezt fyrir heimilið og hinn sjúka að fara á sjúkrahús eða hjúkrunarheimlii. Bygging fullkominna sjúkra- húsa er mjög dýr en búast má við að með þeirri aldursbreytingu þjóðarinnar, sem í vændum er, taki hinir öldruðu fleiri og flelri sjúkrarúm á fullkomnu sjúkrahús- unum. Nauðsynlegt er að gera sér ljósa grein fyrir þessu atriði og að þeir er með þessi mál fara, finni leiðir til úrbóta. Á Norður- löndum er mikið um það rætt og skrifað og stefnan er sú að koma hinum öldruðu svo fljótt á fæt- ur, sem mögulegt er og reyna að endurhæfa svo, að hlutaðeigandi geti klætt sig sjálfur, snyrt, borð- að án hjálpar og gengið um. Enn- fremur er mikið lagt upp úr alls konar föndri, sem þáttum í endur- hæfingunni. Ef sjúkrahús nær á- rangri er um þrennt að velja fyr- ir hinn aldraða eftir að hann er útskrifaður af sjúkrahúsinu. a) að flytja heim til sín. b) að fara á elliheimili. c) au. rara á hjúkrunarheimili. Hver leiðin verður, fer auð- vitað eftir heilsufari og féfagsleg- um aðstæðum. Það þykir ekki góð stefna að hafa undir sama þaki elliheimili, þar sem dvalar- gestir eru frískir og hjúkrunar- heimili, þar sem sjúklingar dvelj ast, þó menn neyðist e.t.v. til þess, til að bjarga vandræðum. Elliheimili líkist þá meira og meira sjúkrahúsi og er það talið hafa skaðleg áhrif á andlega^ heilsu dválargesta elliheimilisins og talið ómannúðlegt að láta heil- brigða aldraða umgangast stöðugt sjúka aldraða, eða láta sjúka aldr- aða hafa útsýni yfir kirkjugarð. Loks vil ég minnast á þá aldr- aða, sem eru elliærir. Oft valda þeir miklum erfiðleikum, bæði þeir er dveljast í heimahúsum og eins á elliheimilum og valda oft truflunum. Nauðsynlegt er að finna þessu fólki samastað — ekki á geðveikrahælum — helzt á sér- stakri stofnun eða deild fyrir fólfc þetta eingöngu. j Lokaorð Allt þetta mál — velferðarmál aldraðra — er stórt og yfirgrips- mikið og verkefni fyrir fjölda sér- fróðra manna. Ég hefi viljað, í stórum dráttum, drepa á alla helztu þætti þess, án þess að ræða nokkurn þeirra ítarlega. Uni hvern þátt þess mætti tala miklu lengra mál, en þessar hugleiðingar hefi ég sett saman til að vekja athygli á verkefninu og sýna fram á að við höfufh skyldur við hina öldruðu og erum enda sjálf á sömu leið. Það ætti að vera keppikefli þess velferðarþjóðfélages er við búum í, að gpra það er í þess valdi stendur, til að skapa ham- ingjuríkari efri ár fyrir þegna sína. IRLANDSKYNNING Ferðaskrifstofan Lönd & Leið- ir gengst fyrir írlandskynningu bæði í Reykjavík og víðar nú í vikunni. í því tilefni hafa írskir þjóðlagasöngvarar The Dragoons komið hingað og munu skemmta og kynna írsk þjóðlög, einnig verða kvikmyndasýningar og írska kaffið verður borið fram á þeim stöðum, er kynningin fer fram, en í því er kaffi, írskt viskí, þeyttur rjómi o. fl. írlandskynningin verður á Ak- ureyri í dag, á Norðfirði föstu- dag, í Keflavík á sunnudag og í Reykjavík, á Hótel Sögu, — á sunnudagskvöld. Nú í sumar munu um 600 manns fara á vegum ferðaskrif- stofunnar L&L til írlands í 4 leiguferðum með Rolls Royce flugvélum Loftleiða. í fyrstu ferð- ina fer Karlakór Keflavíkur, sem mun taka þátt í alþjóða kóramótf í Cork, í næstu ferð nemendur Flensborgar.sVólans í Haíþart firði, í þriðju ferðina, skátar o. fl. og í fjórðu ferðina bændur. írsku þjóðlagasöngvararnir, sem skemmta á írlandskynning- unni, hafa skemmt' víða í heima- landi sínu og einnig í Englandi, en Island er fyrsta landið, sem þau heimsækja utan þess. Aglýsingasími Alþýðubiaðsins er 14906

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.