Alþýðublaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 2
Bitstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. - f lausasölu kr. 7,00 eintakið---Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. Ríkisstjórnin og verkfalliö Tíminn gerir mikið úr því, að nýafstaðið <verkfall hafi verið at laga gegn stefnu ríkisstjórnarinn- ar, Sú ályktun veldur naumast ágreiningi. Verkfallið kom til vegna þess, að launþegasamtökin viídu ekki una því, að horfið yrði fr£ vísitölubindingu kaupsins. Þetta er ástæðulaust að gera að æsingamáli og saka ráðherra og þingmenn stjórnarflokkanna um f jandskap við launþega. Slíkt sem þetta gerist iðulega í iýðræðis- löndum. Verkalýðshreyfingu er ekki hægt að binda á höndum og íótum nema með einræði. Þess eru og mörg dæmi, að Framsóknarflokkurinn hafi horf- ið að sv.'puðu ráði og ríkisstjórn in og þinglið hennar í haust. í þessum efnum er stjórnarflokk- "um jafnan meiri vandi á höndum en stjórnarandstöðu. Væri ástæða til fyrir ritstjóra Tímans að færa þetta í tal við jafnreynda stjórn málamenn og Eystein Jónsson og Hermann Jónasson. Alþýðublaðinu dettur ekki í hug að kappræða við Tímann, hvort ráðherrar Alþýðuflokksins séu velvilj aðir launþegasamtökunum eða andvígir þeim. Og það er ær- in ósvífni að telja ríkisstjórnina óalandi og óferjandi vegna verk- fallsins. Hjá þvílíkum atburðum verður ekki komizt í lýðræðis- landi. Tímanum ætti að vera það kunnugt af reynslu Framsóknar- flokksins, því að hann hefur stundum verið öðru vísi settur en hanga í pilsfaldi kommúnista og deila v:ð þá hlutskipti stjórn- arandstöðunnar. Alþýðublaðinu kemur ekki á ó- vart, að jafnaðarmenn í launþega samtökunum taki í kjaramálum afstöðu gegn ríkisstjórn, sem Al- þýðuflokkurinn á þátt í og styð- ur. Sama hefur eðlilega hent kommönista og Framsóknarmenn þó að beir hafi vanizt ríkum flokksasa. Stjórnarfar lýðueeðis- ins ætlar einmitt þegnunum slík an rétt. Sá er munurinn á því og einræðinu. Þessi fræði ætti Tíminn að kunna og sér í lagi ritstjóri hans, er samið hefur sögu Framsóknar flokksins og veit því skil á henni áður en Framsóknarmenn lentu í stjórnarandstöðunni með komm únistum. Hún ætti ekki að svipta Framsóknarmenn minninu. Verkalýðshreyfing og vinnulöggjbf Verkfallið hefur orðið tilefni nokkurra umræðna um vinnulög- gjöfina og hugsanlegar breyting- ar á hennij Auðvitað kemur slíkt til greina, en Alþýðublaðið ætl- ar farsælast, <að launþegasamtök- in hlutist til um að þoka skipu- lagsmálum sínum í það horf, að nýr háttur verði tekinn upp um kjarasamninga í framtíðinni. Þetta mun og ábyrgum og fram sýnum leiðtogum íslenzku verka lýðshreyfingarinnar ljóst. Þegar eru komnar til sögunnar ærnar breytingar á skipulagi launþega- samtakanna en þær eru þó að- eins byrjunin. Sú þróun er miklu álitlegri en hæpnar breytingar á vinnulöggjöfinni, þó að einnig komi til greina að gera hana öðru msi úr earði en nú er. A6 sprengja úr sér glyrnurnar 'l^erkföllin eru eins og kosn- ingar: að þeim loknum hafa all ir unnið sigur Þeir sem spá- mannlega eru vaxnir meðal deiluaðilja láta þess raunar •getið að það hafi enginn unnið sigur; allir hafa tapað, segja þeir. En þetta er auðvitað sama vizkan upp á nýtt - bara „með öfugum formerkjum“. Nýafstaðin verkföll verða sjálf sagt minnisstæð og lærdóms- rík hagspekingum, stjórnmála- frömuðum, broddum verkalýðs og vinnuveitenda, - þó kannski sé ekki allskostar að marka allt sem þeir góðu menn segja nú um lausn deilunnar og sigur sinn eða minnsta kosti ósigur alira annarra í henni. Þeim sem álengdar standa virðist deilan einkum lærdómsrík fyrir það hve ástæðulaust var að láta hana leiða til verkfalla teygja verkföllin á langinn í hálfan mánuð þó til þeirra kæmi. Hvað sem öðru líður ieiddi þessi deila áþreifanlega í ljós að þeir aðilar sem ætlað er að semja um kaup og kjör á vinnumark- aði eru alls ekki vaxnir sínu starfi. Það er engin ástæða til að dá þrek og þolgæði samninga manna þegar loks kom til samn inga; þeirra hlutverk er ekki að sprengja úr sér glyrnurn- ar á næturvökum meðan þeir eru áð koma einhverri mála- mynd á samkomulag sitt. Þeirra lilutskipti er að vinna sitt verk í tæka tíð, á skapiegum tíma, afstýra verkföllum fremur en ráða fram úr þeim. í þetta sinn kostaði það hálfsmánaðar vöku- stand að maetast miðra vega, Annað sem athygli vakti í d;ilunni var afskipíaleysi Al- þ.::gl-j. Öilum virtist bera sam- an um að það væri einungis til hins verra að taka málið upp á þingi og yrði ekki til annars en draga deiluna á langinn; þeir on vildu „leggja málið fyrir K«.vva” [ ú varpsumræðum voru augljóslega í áróðursvon um, von um einhvern pólitiskan Av nning. Eins og allir vissu °kki fyrirfram hvað þeir hefðu íil málanna að leggja, þessara eða annarra, eftir sínar hundr að þúsyr.d. átvarpsræður! En ó neitanlega er það hart aðgöngu að Alþingi sjálft skuli einungis vera til trafala í deilumálum sem þessum -þó annars sé varla að vænta meðan sú hugmynd gildir að ráðið verði fram úr ei'fiðustu efnahagsvandamálum með einföldu valdboði þings og stjómar í beinu ósamþykkj verkalýðs og launþegasamtaka. Þeim sem álengdar standa virðist þetta og virðist hitt. Þeir sem spámannlegar eru vaxnir segja. og segja það alveg satt, að í víðiækum verkföllum þar sem mest allt atvinnulíf lamast standi enginn álengdar. Verkf. eru ekki einasta styrjöld verlca lýðs og vinnuveitenda heldur styrjöld beggja þessara aðilja saman við almenning, einnig þá sem engan hlut eiga að deilunni sjálfri. Til að komast að þeirri víadómslegu niðurstöðu að slaka íivor um sig íil hálfs á kröfum slnu.m þurfa b'nir virðulega vökumenn yfir samningaborðinu að terrorísera náunga sinn með því að meina börnum hans um mjólk, reka sjúklinga heim af sjúkrahúsum, eða bara láta tunnuna hans fyllast af rusli svo að dauninn leggi um allt. Talað hefur verið um að óeðli- legt sé að fámennir félagsfund- ir á stórum félögum, eða stjórn þeirra ög trúnaðarmenn einvörð ungu, hafi vald til að boða verk fall. jafnvel með naumum meiri hluta. Það má vera satt - en að vísu felst það í lýðræði að ó- kleift er að skylda menn til að sækja fundi, greiða atkvæði þó um hin mikilsverðustu mál sé að ræða. Og til þess eru rétt kjörnir trúnaðarmenn að taka ákvarðanir; það hefur minnsta kosti stjórnmálamönnum hing- að til verið prýðilega ljóst. En einkennilegasta fréttin af að- draganda v>*kfallsins var þó af félagi sem efndi til allsherjar- Framhald á 14. síðu . -aáv' KjALlA iRi • m V'Wf #7“1 mmm m— ár \ 1 V,.-%*■»——-T', :. 2 24. marz 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ NÚ er tæp vika síðan verkfalli lauk. Meðan á verkfallinu slóð snjóaði mikið og götur borgarinnar urðu margar hverj ar illfærar. Menn reyndu þó að brjótast áfram á bílum sín um og brátt kom að því að slóð hafði myndast eftir hjól bifreiðanna, en á milli hjól- faranna voru háir snjóhryggir, hættulegir bifreiðum, og um daginn hvolfdi bifreið og má rekja orsakir veltunnar til snjóhryggjar, sem stóð upp úr miðri götunni. □ Dagar líða, en borgaryfir- völdin virðast ekki gefa mál- um þessum neinn gaum, og á hverjum degi skemma menn bíla sína, er snjóhryggirnir rekast í undirvagninn og gera jafnvel gat á hann. Þetta veld ur einnig árekstrum, því bíl- ar eiga vanda til að snúast á veginum er hjólið öðru megin lenda upp á slíkum hrygg. □ Að verkfalli loknu las ég í blöðunum að starfsmenn borg arinnar væru að hefjast handa af fullum krafti við að hreinsa , til á götum og gera þær sæmi- lega færar bílum. Skelfing þyk ir mér seint ganga verkið þeg ar jafnvel fjölförnustu götur. eru illfærar venjulegum fólks- bílum. □ Lætur maður sér gjarnan detta í hug að starfsmönnum borgarinnar sé dreift á göt- urnar með matskeiðar í hönd um, því merki þess að reynt haíi verið að kippa þessum málurtí í lag hef ég ekki komið augá á. Hvar eru öll hin stórvirku moksturstæki borgarinnar. Mal bikunarframkvæmdir liggja niðri á þessum órstíma svo, mannaflinn ætti að vera nóg- ur. Hvar eru vegheflarnir? □ Það er langt gengið þegarj borgaryfirvöldum tekst ekkl að halda daglegum samgöngu leiðum borgarbúa sæmilegá greiðfærum hafandi til þesg svo marga daga sem raun beí vitni. Af þessu leiðir að ekki þarf mikið að snjóa íil að hér skapist algjört neyðarástand; þegar svona er á spöðunum haldið . □ Vegheflana og ámoksturstæk- in á snjóhryggina! Þetta cr sanngjörn nauðsynjakrafa öku manna á borgarsvæðinu, ekki! sízt þeirra sem aka litlum bíl um. □ Vaknið af blundinum bæjar- menn og látið hendur standa fram úr ermunum! V.G.K. (

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.