Alþýðublaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 12
\ Auglýsing um umferð í Reykjavík Að fengum tillögum borgarstjórnar Reykjavíkur hefur verið ákveðið að setja eftirfarandi reglur um umferð samkvæmt heimild í 65. gr, umferðarlaga nr. 26 frá 2. maí 1958: 1. Einstefnuakstur: 1. Á Hverfisgötu til austurs frá Lækjargötu að Ingólfsstræti. 2. Á Brávallagötu frá austri til vesturs. 3. Á húsagötum við Miklubraut til austurs. 4. Á húsagötu við Laugarnesveg til norðausturs. 5. >4. húsagötu við Kleppsveg til austurs. .•« 2. Einstefnuakstur á Hverfisgöu austan Snorrabrautar er felldur niður og upp tekinn tvístefnuakstur. 3. Umferðarljós verða tekin í notkun á eftirtöldum gatnamótum: * s Miklubraut —• Kringlumýrarbraut. 2. Miklubraut — Háaleitisbraut. 3. Miklubraut — Grensásvegur. 4. Suðurlandsbraut — Álfheimar. 5. Suðurlandsbraut — Grensásvegur. 6. Suðurlandsbraut — Kringlumýrarbraut. 4. Vinstri beygja vex-ður bönnuð á eftirtöjdum stöðum: 1. Af Lækjargötu úr suðri inn í Austurstræti. 2. Af Laugarnesvegi til austurs inn á Laugaveg. 3. Af Vallarstræti til norðurs inn í Pósthússtræti. 4. Af Hringbraut úr vestri inn á Sóleyjargötu. 5. Af Laugavegi úr vestri inn á Höfðatún. 6. Af Snorrabraut úr norðri inn á Hverfisgötu. 7. Af Laugarnesvegi úr suðri til vesturs inn á Borgartun. V j: 8. Af Laugarnesvegi úr norðri til austurs inn á Borgartún. 9. Úr Skólabrú til norðurs inn' á Lækjargötu. 5. Hægri beygja verður afnumin á eftirtöldum stöðum: 1. Af Lækjargötu úr norðri inn í Austurstræti. 2. Af Lækjargötu úr norðri inn í Skólabrú. 3. Af Laugarnesvegi til vesturs inn á Laugaveg. 4. Af Laufásvegi til vesturs inn á Hringbraut. 6. Stöðumælar verða settir upp á eftirtöldum stöðum: 1. Amtmannsstíg að sunnanverður á milli Skólastr. og Lækjargötu. Gjald sé 1 kr. fyrir hverjar byrjaðar 30 mínútur. 2. Frakkastíg að austanverðu á milli Grettisgötu og Laugavegar. Gjald sé 1 kr. fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur. 3. Frakkastíg að austanverðu á milli Laugavegar og Hverfisgötu. Gjald sé 1 kr. fyrir hverjar byrjaðar 15. mínútur. 7. Laugavegi verður lokað austan Rauðarárstígs. Auglýsing þessi öðlast gildi 26. maí 1968 kl. 06.00, LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK, 24. maí 1968. SIGURJÓN SIGURÐSSON. i t : i Er ekki hægt að muna eftir hinu tvöfalda hlutverki dags- ins á morgun með því að kalla hann einfaldlega IIÁSETADAG. Sniðugir þessir sjóliðar að koma hingað á H-daginn. Þá verður lögreglan öll á kafi í umferðinni, svo að þe'ir fá frítt spil. . . Mér skilst að þessi H-breyting feli það í sér að fólk eigi að fara að lifa eftir orðum biblí- unnar, sem sé þeim að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri geri. LOFTÞETTAR UMni DIR .VINSÆLASTA PÍP.UTÓBAK í AMERÍKU. REVKTÓBAK. vor Hl - H dag egi lEAILstur ÉG, SKATTGREIÐANDINN ÉG HEF ferðazt með strætisvögnunum í 20 ár, svo til á hverjum degi. Ég fór með vagni niður í bæ í gær og ég held að lengri strætisvagnsferð hafi ég aldrei lent í. Samt var ekk- ert fleira fólk með honum en venjulega og samt voru engir umferðarhnútar á leiðinni og heldur engir fylliraftar sem þurfti að fleygja út og samt sprakk ekki á vagninum og samt voru engar Eskihliðarbeljur á veginum. Mig langaði til að öskra af óþolinmæði og mér fannst vagninn bara alls ekki komast úr sporunum, ef ég má nota slíkt oi'ðatiltæki um strætisvagn. Loks þegar hann komst niður á torg, sýndi klukkan að hann hafði ekki, frá klukkulegu sjónarmiði, verið neitt lengur en venjulega. Ég steig út úr vagninum og hóf píslargönguna. Auðvitað þurftu umferðarljósin við gangbrautirnar að lýsa hárauðu er ég kom að bi’autunum og ég þorði ekki yfir á' rauðu því 14 feitir lögregluþjónar stóðu og horfðu á mig, bíðandi eftir því að ég léíi nú undan fi’eistingunni og þi’ammaði yfir á rauðu. Ég lét það ekki eftir þeim. Tvö hundruð punda lóð héngu í löppunum á mér upp brekkuna og ég svitnaði og bað til gvuðs. Dampurinn stóð upp af mér þarna í brekkunni og ég fór úr frakkanum og slengdi yfir öxlina. Ég beygði fyrir lxornið og nú liallaði loks undan fæti. Hundrað punda lóðin léttust um 12 og hálft kíló hvort og svalur andblærinn af norðri kældi heitan ski’okkinn aðeins. Ég kom að dyrunum og hóf gönguna upp stigana. Eitt, tvö, þrjú, fjögur . 36—37—40 — 43—46 (það borgar sig ekki að taka mörg þrep í hverju skrefi) 47—48—49—50. Gul- málaðir gangar, dyr, númer á dyrum. Samkvæmt lista á veggn- um átti ég að fara í herbergi númer tuttugu og sjö. í her- bergi tuttugu og. sjö sátu tveir menn sitt hvoru megin við stórt borð. — Ég er kominn til að gá! — sagði ég. — Já, það ernefnilega það. Hvað er nafnið? — Geirlaugur Grefils. — — — Heima? — Urðargreni 31. — — Það eru 200, 165, 70 og 35, sanxtals 470 þúsund krón- ur; næsti! Ég mundi næst eftir mér að einhver var að fálma með blautan klút framan í mér. Rödd sagði: — Hér í nafnskír- teininu hans stendur að hann eigi heima í Urðargreni 31. — Hvað er eiginlga að sjúkrabílnum, af hverju kemur hann ekki? — — Ui-ðargreni 31? — hváði boltinn, sem lesið hafði Upp fyrir mig skattinn. — Þá er þetta vitlaus maður. Heyrðu kuim- ingi, heyrðu kunningi, látum okkur sjá .... ah, vaknaðu lagsi, þetta er stórkostleg úxkoma hjá þér, þú hefur engar tekjur haft. Þetta verður’-samtals 6.350 hjá þér. Sko, kirkjugarðs- gjald 250, trygginaagj'ald 4.300, sjúkrasamlagsgjald 1800. Hva, þú ert baggi á þjóðfélaginu. — Þeir reistu mig við í þessu og eftir þessa ræðu, þótt hún hljómaði úr fjarlægð; gat ég staðið.sjálfur á fótunumhxg einn viðstaddra afþakkaöi sjúkrabílinn. Því næst hoppaði ég upp af gleði og bauð viðstöddum sígarettur. Hafi lóð komið við sögu varðandi göngu mína eftir þetta, þá hafa þau togað í mig ofanfrá. — HÁKARL.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.