Alþýðublaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 7
Þettö gengur allt saman Milli klukkan sjö os' átta á H-dagsmorgun hittu fréttamenn einn hinna eldri bifreiðastjóra á BSR, Svein Ásmundsson á R-2384 er hann var að æfa sig í hægri akstrinum. Sagðist liann hafa gert eina vitleysu þá þegar. Hafi hann ekki athug- að, að ökumaður, sem kom frá hægri ætti réttinn, er hann var staddur á Skúlagötu. Sveinn kvaðst engu kvíða samt í hægri umferðinni. „Þetta tekur sinn tíma og ég held, að þetta gangi allt saman, ef maður bara gefur sér tíma til að hugsa sig nógu vel um” sagði Sveinn. Sveinn hafði merki á hægri crmi til að minna sig á hægri umferðina. >f Unnið var að breytingum á skylt um fram á síðustu stundu. Þetta var algeng sjón í v’instri umferð. Látum hana vera sjald gæfa í hægri umferðlinni. H dagur gekk að mestu slysa- laust fyrir sig úti á landsbyggð- inni. í Hafnarfirði ók einn öku- maður á yfir 100 km. hraða og var hann færður til yfirheyrslu á lögreglustöðina í Reykjavik, eftir að bifreiðin hafði verið te.k- in af honum. Þá voru 3 aðrir öku- menn í Hafnarfirði áminntir, en þeir óku yfir hámarkshraða. í Eyjafirði var einn ökumaður . tekinn fyrir of hraðan akstur og var bifreiðin tekin af honum til bráðabirgða. í Stafholtstungum varð eitt smáóhapp. Tvær bifreiðar höfðu stöðvað á vegi og voru bifreiða- stjórarnir að tala saman. Kom þá þriðja bifreiðin og ók á aðra þá' kyrrstæðu. í Grundarfirði var ein bifreið tekin kl. rumlega þrjú. Var henni ekið á 70 km. hraða. Einn ökumaður á Egilsstöðum vildi halda sig áfram á vinstri kanti, og varð lögreglan að hafa afskipti af honum. Var þetta ung- ur ökumaður. Tveir ökumenn í Keflavík voru teknir fyrir of hraðann akstur. Fyrsta slysið í H-umf erðinni Klukkan 12.25 á H-dag voru tveir fréttamenn Alþýðublaðsins staddir á lögreglustöðinni, þegar tilkynnt var um umferðarslys á Sundlaugavegi. Var það fyrsta umferðarslysið sem var, í hægrl handar akstri hér á landi. Fylgdust þeir með Iögreglunni á slys| staðinn. Á slysstaðnum. Drengurinn liggur í götunni til hl iðár við jeppann, en hjólið framan við hann. Er H- nefndarmanna á eftir. Mjakaðist umferðin hægt og næstum hátíð- lega austur Skúlagötu. Á öllum helztu umferðargötunv og gatnamótum gat að líta lög- regluþjóna. Alls voru um 200 lög- regluþjónar" við umferðarstjórn og gæzlu á H daginn. Á öllu landinu voru starfandi 430 lög- regluþjónar við umferðarbreyt- inguna. Þegar klukkan sex virtist um- ferðin aukast gífurlega, þó að enn ríkti umferðarbann fyrir alla ökumenn nema þá, sem höfðu sérstakt leyfi lögreglu- stjóra til að vera á ferðinni. Mun • • • láta nærri, að meirihluti leigubif- reiðarstjóra í borginni hafi hafið akstur strax og umferðarbreyt- ingin hafði gengið í gildi. Þó var fjöldi ökutækja á götunum aðeins svipur hjá sjón fyrstu klukku- stundina miðað við þann gífur- lega fjölda ökutækja sem þyrpt- ist inn í umferðina klukkan sjö, er hinn almenni borgari mátti hefja akstur í hægri urnfcrð. Fjölmargir unglingar voru á ferli á reiðhjólum í miðborginni til þess að fylgjast með breyting- unni. Til að nefna urðu frétta- menn blaðsins varir við allstóran hóp unglinga sem kom hjólandi sunnan úr Kópavogi í tilefni dags ins. Á milli klukkan sex og sjö gat að líta marga gangandi veg- farendur sem fylgdust með gangi umferðarinnar og brosandi um- ferðarstjórn löggæzlumanna á gatnamótum borgarinnar. 11 ára gamall drengur á . reiðhjóll stefndi í vesturátt eftir Sundlaugavegi á hægri vegarhelmingi. Beygði hann skyndilega og fyrirvaralauist til hægri og virðist hafa ætlað að fara út af veginum í átt að tjaldstæðunum við Sund- laugaveginn, eða að nýju sund- laugunum, en til þess þarf að fara þvert yfir hina akreinina. Skipti engum togum, að sem hann var kominn yfir á akrein umferðárinnar í austurátt, lenti hann fyrir jeppabifreið er ók þar á liægri ferð. Kastaðist drengurinn upp á vélarhús jeppans og síðan í götuna. Drengurinn virtist ekki mikið meiddur, en þó var augljóst að hann hafði slasazt eitthvað á fæti og kvartaði hann um meiðsli í honuna. Drengurinn var fluttur . í skyndi á Hvítabandið til ránn- sóknar. Reiðhjólið nær gereyðilagð- ist og vélarhús jeppans dæld- aðist. Hemlar bifreiðarinnar virtust við eftirgrennslan vera í ágælu ásigkomulagi. Drengurinn, sem fyrir slys- inu varð, heitir Björn Gunn- laugsson, fæddur 14. 9. 1956. iiimiMiMiiiiiiiiimiiiiiMiiiiuiiiiiiiMiiiiiiiiimil Vegagerðarmenn hófu í gær almennt að setja upp H-merki mefffrain þjóff- vegum landsins, en á nokkrum stöffum var þetta þó gert nóttina fyrir H- dag. H-merki þessi verffa alls um 1300 talsins, og eru sett viff vegamót, áningastaffi, og sumsstaff- ar viff hættulega staffi á þjóffvegum. Merkin eru sexhyrnd, og með endur- skinsræmum, svo þau eiga aff sjást vel jafnt aff degi sem nóttu. Tilgangurimi meff uppsetningu mcrkj- anna er auffvitaff aff minna vegfarendur á hægri um- ferff, og eiga þau aff slanda þar til í desember 1969. Slysalaus H-dagur úti á larídi 28. maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.