Alþýðublaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 6
HÁKON BJARNASON skógræktarstjóri Á BLAÐAMANNAFUNDI: Veturinn var hag- stæður skóginum Á fundi með fréttamönnum í fyrradag sagði Hákon Bjarnason skógræktarstjóri ríkisins, að þó að síðasti vetur hafi verið harður og menn styndu undan hon- um, hafi hann á hinn bóginn verið hagstæður skóg- ræktinni í landinu. í vor hafi trjáplöntur komið vel undan vetrinum. Gróðursetning hafi gengið vel, þó að vorkuldar og frost í jörðu hafi nokkuð tafið fyrir. Nú spryngju allar trjátegundir út á sama tíma. Á fundinum kom fram, að í ár verður leitazt við að setja plöntur í sem fæst skóglendi, en hins vegar verða stærri svæði tekin fyrir á hverjum stað en gert hefur verið á undan förnum árum. Um 27 skógræktarfélög, fyrir utan Skógrækt ríkisins, taka þátt í gróðursetningu á hverju vori. Sú nýbreytni hefur verið upp tekin, að fé- lögin vinna nú á færri en stærri svæðum en áður. þannig fara um % þeirra plantna, sem félögin gróður- setja, á um tuttugu staði. Á þennan .hátt nýta félögin betur það fé, sem þau hafa til um- ráða. Gróðursetningu verður víð- ast hvar lokið um Jónsmessu, svo framarlega sem tíðarfar spillist ekki. í vor verða gróðursettar alls 750 þúsund trjápiöntur, 288 þúsund af Skógrækt ríkisins en 462 þúsund af skógræktar- félögunum. Af sparnaðar- ástæðum verður síðsumars- gróðursetning með minna móti á þessu sumri, en það hefur það í för með sér, að álag skóg ræktarinnar og félaganna verður þeim mun meira á næsta vori. Þaer tegundir, sem aðallega er plantað, eru þessar: Sitka- greni, rauðgreni, bergfura, Stafafura, lerki og birki. Lerki er einvörðungu plantað á norð an og austanverðu landinu, en það þolir illa hina votviðra- sömu tíð sunnanlands. Sitka- greni er plantað sunnanlands og vestan, en hinum tegund- unum alls staðar. Nokkur skortur er í ár á birkiplöntum og er búizt við, að svo verð; einnig að ári, en úr því ætti framboð á birki- plöntum að vera komið í eðli- legt horf aftur. Þá skýrði Hákon Bjarnason frá því á fundinum að Þor- steinn Erlendsson frá Árbakka í Landssveit hafi arfleitt Skóg- ræktarfélag Rangæinga að stórum hluta eigna sinna eða 263 þúsundum króna til starf- semj félagsins. Yrði því fé nú varið til gróðursetningar að Hamragörðum, en þá jörð keypti Skógræktarfélag Rang- æinga fyrir sex árum síðan. Þá hefur vestur - íslenzk kona, Helga Paul, sem búsett er í Palms í Kaliforníu, gefið 100 þúsund krónur til skóg- ræktar á íslandi. Frú Helga er systir Sigurðar heitins Jóns- sonar fyrr forstjóra Tóbaks- einkasölu ríkisins, og er gjöf-< in til minningar um hann og foreldra þeirra systkina. Frú Helga óskaði þess að gjöfinni yrði varið til skógræktar á einum stað og ekki fjarri Geysi í Haukadal.Þess skal getið, að á sínum tíma gaf Sig- urður héitinn Jónasson ís- lenzka ríkinu Geysi og einnig Bessastaði. Nú er búið að mæla út hlíð austur í Haukadal, þar sem þessi gróðursetning verður gerð og er gróðursetning þegar hafin þar. Starfsemi er nú hafin á til- raunastöðinni á Mógilsá á þessu vori. Þá er þess að geta, að flug- félagseigandinn Braathen í Noregi hefur sent skógrækt ríkisins 10.000 krónur norskar, en hann hefur gefið slíkar gjafir til íslenzkrar skóg- ræktar um árabil. Þessu fé er einnig varið til gróðursetn- ingar trjáplantna austur í Haukadal. Hákon Bjarnason kvað ríkis framlag til allra skógræktar- starfsemi í landinu á síðasta ári hafa numið alls 11 milljón- Færeyjar í syom n w r III1) ÍÐf ® 1 iifil I firr \ ,Flug til Færeyja tekur aðeins tvær stundir. Færeyjaför er því ódýrasta utanlandsferðin, sem Islendingum stendur til boða. Það er samróma ólit þeirra, sem gist hafa Færeyjar, að.nóttúrufegurð sé þar mikil og þar búi óvenju gestrisið og skemmtilegt fólk. Fokker Friendship skrúfuþoto Flugfélagsins flýgur tvisvar I viku I fró Reykjavík til Fær- | eyja, Leitið ekki langf yfir skammt — fljúgið til Færeyja í sumarfriinu. FLUCFÉLAC íSLAJVDS MCEL.AMDA.IFl $ 12. júní 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ um króna. Tekjur af vindlinga sölu hafi numið 3 milljónum króna, en hluti þess fjár rynni til Landgræðslusjóðs. Af skógræktarfélögunum í landinu er Skógræktarfélag Reykjavíkur langstærst. Alls eru félagsmennn í ölium skóg ræktarfélögunum í landinu á milli 7 og 8 þúsund. Mynd er sýnir skógræktarstarf. Norðmenn reyna að nýta síldina betur Sölusamband síldarframleiðenda í Noregi hefur í vetur haft for- göngu um aðgerðir varðandi betri nýtingu Íslandssíldar og v’irðist svo sem bær aðgerðir ætli að bera árangur, að því er blaðið Fisk- aren seg'ir. Var málið ítarlega rætt á ráðstefnu, sem haldin var í Þrandhcimi í vetur, aðallega með einn'ig um borð á noröursvæðnu, og Aöalvandamáuö er aö sjáií- 1 sögðu flutningur hráefnisins til hafnar án skerðingar á gæð um. Tala menn aðallega um að -wi niiiu iiíaiij «,wZ.xvUiega „tank snurpubáta”, þar sem aflinn er kældur með kældum sjó. Þá hafa framleiðendur á Vest- landinu, í Þrændalögum og Mæir gert samninga herpinóta báta írá Norður - Noregi um frumvinnslu um borð. Þegar er vitað, að 5-6 slór skip fara á miðin, taka við tilliti til verkunar í landi og vænta menn sér mikils af þessu. síld frá veiðiskipunum og salta um borð, og er jafnvel hugsan- legt, að þau verði fleiri. Kemui einnig fram í blaðinu, að menn gera sér vonir um, að fieiri bátar stundi reknetaveiðar í ár en áður. En aðalnýjungin í no'rsku síldveiðinni í ár verður, eins og fram heíur komið áður, tilraun með söltun í kassa, eða „container.salting”, eins og Norðmenn kalla það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.