Alþýðublaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 7
B ÓEIRÐUNUM í RÍKI DE GAULLES ER NÚ LOKIÐ AÐ SINNI, EN... Maíbyltingrin er hún kölluö í Frakklandi. Ungrlingauppreisnin væri kannsk’i meira réttnefni. Því aö leiti maöur að einhverjuml vísbendingum varðandi þá óvenjulegu atburði, sem gerzt hafa í Frakklandi síðan 3. maí, þá sézt, að það eru kynslóðaskipti, sem ráða. Það hefur nefnilega komlö í ljós, að upprcisn háskólastú- denta og menntaskólanema gegn háskólum og fræðslukerfi hefur ósjálfrátt öðlazt stuðning unglinga úr öllum þjóðfélagsstéttum. Verulega hluta skýringarinnar á liinum óvenjulegu verkföllum er líka að finna meðal h'inna yngri vcrkamanua. Og við götu virkin í Latínuhverfinu var ekki bara að finna stúdenta, heldur unglinga af öllum stéttum Parísarborgar. Það, sem stúdentar og mennta skólanemar gera uppreisn gegn, eöa ,,draga í efa“, eins og það iieitir í Frakklandi, er sjálft, franska þjóðfélagskerfið. Til þess að skilja þessa uppreisn, verða menn að gera sér ljóst, að franskt þjóðfélag hefur borið mjög keim af ,,æðsíu-manna- stjórn". De Gaulle og stjórn hans eru öfgafull útgáfa af hinni gömlu, frönsku erfðavenju. En það er hægt að finna þessa af stöðu í öllu hinu franska samfé lagi: kaþólsku kirkjunni, kommú nistaflokknum, háskólanum, at vinnulífinu og jafnvel í lieimilis lífinu. Saga Frakklands hefur verið eilífur jafnvægisleikur milli, eða freisting til öfganna tveggja: hinnar ströngu reglu, sem svo auðveldlega leiðir til einræðis, og hinnar frjálsu þróunar, sem svo auðveldlega loiðir til glund roða. Stjórn De Gaulle hefur ver ið tímabil strangrar reglu. Hún hefur skapað mörg pólitísk vanda mál og mörg mannleg vandamál líka. Veigamesta vandamálið er það, að það er erfitt fyrir iðnað arþjóðfélag í svo örum vexti, sem Frakkland er, að starfa innan svo þröngs og óþjáls forms. Gaullistar hafa, vegna sjálfrar persónu de Gaulles, í vaxandi mæli losað sig við öll eðlileg millistig lýðræðisins, og þar með bundið endi á umræður milli þeirra, sem stjórna, og þeirra, sem stjórnað er. Þetta hefur ver ið upplýst einveldi, og nú er það sem sagt sprungið. Þegar svo námsmenn gerðu uppreisn gegn hinum stirðnuðu 'formum innan fræðslumálanna og tóku í sínar hendur skóla og háskóla til að brjóta kerfið nið ur, þá skildu milljónir unglinga ósjálfrátt hvað um var að ræða. Þegar svo orðið „bylting" var notað um það, sem var að ger ast, þá komst fyrir alvöru hreyf ing á öll frönsk ungmenni. Það, sem athyglisverðast hef ur verið í öllu þessu, hefur verið að virða fyrir sér hvernig allt hefur hristst á grunni sínum. Auðvitað de Gaulle og stjórn hans, Þar var að sjá merki trufl unar alls staðar. En þeir voru ekki einir á báti. Hitt stórveldið í frönsku samféiagi, komroúnista flokkurinn og verkalýðssamband hans CGT, var með öðru móti og öðrum orðum alveg jafn trufl að og reyndi æðislega að ná tök um á hlut, sem engin tök fuiid ust á. Menn upplifðu það nú að sjá stjórnmálaflokk, sem í heil- an mannsaldur hefur kallað sig byltingarflokk, taugaóstyrkan og oft bálreiðan, ásaka unglingana um ábyrgðarleysi og ævintýra- mennsku, er þeir höfðu kallað fram byltingarástand. Með öll- um kraftj skipulags síns beindi kommúnistaflokkurinn svo verk föllunum inn á algjört launa- svið, í örugga fjariægð frá ungl ingunum, sem einnig innan sam taka launþega ógnuðu með því að ráðast fram undir slagorðum, eins og „Leyfið oss að efast. Veit ið okkur þátttöku, sjálfstjórn, verkalýðslýðræði." Hinir vinstri flokkarnir í stjórnarandstöðunni, eins og Vinstrisambandið með sína sósía lista og radíkal-sósíalista og grúi velþenkjandi smáhópa, voru bara hreint ekki með. Þessi óstöðv- andi bylgja náði jafnvel inn í kaþólsku kirkjuna. Þannig stigu tveir unglingar í stólinn í lítilH sveitakirkju og héldu fram, að nú yrðu menn að fara að taka orð Krists alvarlega. Sennilega hef- ur ekki sézt meira undrandi söfn uður þar síðan sóknin tók kristni. En allt á nú sennilega eftir að verða rólegt aftur á yfirborðinu, því að þrátt fyrir sín hörðu orð fyrir hvítasunnu virðist de Gaulle hafa ákveðið að fara varlega a. m. k. til að byrja með. En unglingarnir vii'ðast ekkert bangnir við hörð orð forsetans og hlæja liáðslega að hinum skelfdu foreldrum sínum, sem fóru strax í biðröð að ná í benz ín, þegar það fékkst aftur og óku beint út úr borginni. Og verka mennirnir fá'st enn ekki til að hefja störf, þótt verulegar kjara bætur hafi fengizt. Og nú eiga að fara fram kosn ingar 23. júní. De Gaulle hefur möguleika á að fá meirihluta að nýju, en það er engan veginn víst. And-kommúnisminn er nú básúnaður um hátalara um allt land. Og það getur skelft fólk íil að skipa sér um de Gaulle. En þessi nýja áróðurslína er al gjört aukaatriði. Hafi nokkur bjargað de Gaulle í glundroða siðasta mánaðar, þá ei'u það ein mitt kommúnistar. Þessi áróður getur leiit af sér meiri erfiðleika en de Gaulle hefur gert sér grein fyrir. Hann leiðir til óhugnan- legs klofnings í landinu og hefur í för með sér nýtt móðursýkis kast á tírnum, þegar enn ríkrr spenna. Verstir af öllum eru þó ef til vill „aksjónshópar" gaul- lista, sem nú koma alls staðar fram á sjónarsviðiö og lenda í átökum við aðra hópa. En það er annað, sem er veiga meira. Fyrst og fremst hver verð ur þróunin í frönsku þjóðfélagi framvegis. Alljr tala um umbæt ur, upprcisn unglinganna hefur a. m. k. leitt til þess. Allir skilja, að umbætur í frönsku þjóðfélagi eru nauðsynlegar í átt til meiri sveigjanleika, meira raunveru- legs lýðræðis jafnt í stjórnmál- um, á vinnustöðum sem í al- mennu lífi landsins. Slagorð stú- . dcntanna eru nú á hvers manns vörum, alls staðar heyrist krafan um stjórn vcrkamanna á Verk- smiðjum og lýðræði á vinnu- stað, um sjálfstjórn og sjálfstæði skóla og háskóla. Og hvað skeður svo, ef de Gaulle skyldi halda meirihlut- anum? Jafnvcl hann talar um umbætur, og sjálfsagt meinar hann það, því de Gáulle er gáf- i de Gaulle. aður. En hitt er annað mál, hvort hann GETUR komið fram með umbætur. Allar tilfinningar hans stríða geng slagorðum stú dentanna. Hann er 77 ára gamall og steyptur í hinu gamla franska móti og hefur algjörlega „hierar kískar“ hugmyndir um manninn og þjóðfélagið. Það er á þessu sviði, sem mað ur finnur til óróa varðandi fram vinduna í Frakklandi. Umbætur verða að koma. Og vegna þess hve maður hefur litla trú á, að de Gaulle geti komið á umbót um, óttast maður ný átök. í byrj un átakanna að þessu sinni virt ist vandamálið standa þannig: de Gaulle verður að segja af sér eða koma á einræði. De Gaulle tókst að koma sér úr vandanum. En vandamálið kernur aftur, því það er tuttugasta öldin með sinni iðnmeriningu, sem nú er að brjóíast fram í Frakklandi. De Gaulle lokar fyrir þessa þró un. Og í þeim átökum, sem und þetta orðið mörgum Frökkum ljóst, og því hefur de Gaulle anfarið hafa átt sér stað, hefur ekkj sömu tök og hann haíði fyr ir 3. maí s. 1. Aðalrök de Gaulles í kosninga baráttunni verða sem sagí and kommúnismi, því það eru ósköp fáir Frakkar, og þar á. meðal ungl ingarnir, sem vilja stjórn undir forustu franska kommúnista- flokksins. Annað mál er sósíalist isk lýðræðisstjórn, þar sem kommúnistar léku "aðra fiðlu. En franskí kommúnistaflokkurinn er eitthvað það íhaldssamasta, sem til er, nema ef til vill al- banski koihmúnistaflokkurinn. Ef sá flokkur og þeir menn, sem honum stjórna, skyldi fá lykilað stöðu í landinu, má reikna mcð frekari átökum. Því að flokkur inn og þeir loka einnig fyrir inn reið tutugustu aldarinnar í Framhald á 14. siðu. Verkfallsmenn í Renault-bílasmiðjunum, meðan ólgan rels sem hæst í Frakklandi á dögunum. 12. júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 8M mfi?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.