Alþýðublaðið - 20.09.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.09.1968, Blaðsíða 7
" 1 M * I ! t íti: ■ÍSH ■ ■ ■ ,, á Dvalar heimili aldraðra Borgfirð inga í Borgamesi 3ja september hófst bygging I. áfanga Dvalarhéimilis aldraðs fólks í Borgarfirði. Heimilíð er staðsett í Borgarnesi. Að þessari byggingu standa allir hreppar Mýrasýslu og væntanlega Þeir hrepp- ar í Borgarfjarðareýslu, sem innan Skarðsheiðar eru, Mýra- og Borgarfjarðareýsla og Samband borgfirskra kvenna. En kvenna- sambandið hefir iim nokkur ár haft forustu um fjársöfnun tlil heimilisSns og er fyrsti hvatamaður að því, að dvalarlieimili fyrir aldrað fólk verði reist í Borgarnesi. Þegar þessum áfanga er lok ið, sem nú er byrjað á, verður hægt að taka á móti 20 vist mönnum til dvalar, en þegar öll bygg.ngin er komin í gagn ið, þ.e. uppbyggt samikvæmt fyrirliggjandi tlllögum, mun verða hægt að taka á móti 40—50 vistmönnum. Auk lánsfjár, hafa sveitarfé lögin heitið fjárstuðn'ngi, sem er ákveðin upphæð á hvern íbúa sveitarfélaganna í 10 ár, þá hafa sýslufélögin lagt fram fé og Borgarneshreppur lagt fram verulegar upphæðir um- fram árlega tillagið, einnig hefir hreppurinn látið í té end urgjaldslaust stóra lóð undir heimilið. ♦ Á oddvitafundi í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, sem hald- inn var í ógúst sl. og þar sem einnig voru mættir fulltrúar frá sambandi Borgfirzkra kvenna, var kosin byggingar nefnd og skipa hana: Ásgeir Pétursson sýslumaður Borigarnesi form. Aðalheiður Jónsdóttir frú Bjargi. Halldór E. Sigurðsson alþingism. Borg arnesi, Byggingarnefndin réði Þórð Pálmason fyrrverandi Kaupfé lagsstjóra fyrir íramkvæmda- stjóra við bygginguna. Mál þetta hefir vakið athygli margra Borgfirð_nga, í hérað inu og utan þess og hafa nokkr ir einstaklingar og félagasam tök 'þegar veitt framkvæmd- inni stuðning en aðrir heitið fjárstuðningi síðar. Smíði heimilis ns annast Bygginga- arfélagið h.f. Borgarnesi og er Guðmundur I. Waage yfirsmið ur. Völsungar sigruðu ÍBÍ 3 gegn í gær fóru fram tveir leikir í fjögurra liffa keppni 3. deild ar um tvö sæti í 2. deild næsta ár. Völsungar, Húsavík sigruffu ísfirffinga meff 4 mörkum gegn 1. í liiéi var staffan 3:9. Á Hafn arfjarffarvelli gerffu Þróttur, Neskaupstaff og Snæfellingar jafntefli 3 mörk gegn 3. í hléi var staffan 2:1 Snæfellingum í hag. LESENDUR SAMMÁLA VERÐLAUNANEFNDINNI Fréttatilkynning frá útgef- anda „Hátíðarljóða 1968“. Talning atkvæffaseffla í sam keppni sem fram fór á vegum útgefanda Hátíffarljóffa 1968, Sverris Kristinssonar hefur fai'iff fram. Atkvæffasefflunum í samkeppninni var safnaff í pósthólf, en fulltrúi borgai'fó- geta tók atkvæffasefflana þar og hafffi umsjón meff atkvæffa- talningu. Skilyrði til verðlaunaveit- ingar voru þau að 50 kaup- enda bókarinnar væru þeirr ar skoðunar að eitthvert kvæði væri vert 10 þús. kr. verðlauna. Sala bókarinnar varð minni en útlit var fyrir miðað við sölu 2—3 fyrstu dag ana. Af bókinni seldust um 600 eintök. 120 atkvæðaseðlar bárust. 83 kjósendur töldu eitthvert kvæði verðlauna vert. Skipt- ust atkvæði þessara kjósenda á 17 höfunda. 32 kjósendur töldu ekkert kvæffanna verð- launa vert, en 5 atkvæðaseðlar .voru auðir og ógildir. Greiddi því innan við 14% ltaupenda atkvæði með verðlaunaveit- ingu. 50% þurfti til þess að veita verðlaun. Samkvæmt framansögðu gefa úrslit atkvæðagreiðslunn ar ekki tilefni til verðlauna- veitingar. Hin fyrirhuguðu verðlaun, kr. 10 þús., voru látin renna í hinn nýstofnaða sjóð til styrktar heyrnardaufum börn um. Hvað segja Jbe/r um Víetnam? Fáir atburðir hafa verið jafn almennt gagnrýndir á síffustu árum né jafn mikiff um þá rætt og þátttaka Bandaríkjamanna í styrjöldinni í Vietnam. En hvaff segja forystumenn þeirra um styrjöldina? Og hver er framtíffarstefna þeirra í þessu alvarlega máli? Hér á síffunni sjáum viff þaff svart á hvítu; núverandi forseti Bandaríkjanna, Lyndon B. Johnson, og foreetaÆfnin þrjú, Richard Nixon, Hubert Humphrey og George WaHace láta í ljós álit sitt á stuttan og gagnorffan hátt. Ummælin eru tilvitnanir I ræffur þeirra Johnsons og Humphreys frá því í síffustu viku og svör þeirra Nixons og Wallace frá sama tíma. JOHNSON: „Við látum ekkj af sprengju- árásum, fyrr en við erum þess fullvissir, að það muni ekki verða til þess, að fleiri Bandaríkj amenn láti lífið. . . Við biðjum þess, að sá dag. ur renni upp, er menn okkar geta snúið heim. Enginn get- ur sagt fyrir um, tovenær það verður. . . ” NIXON : >,Ég fuilvissa ykkur um það, að aðalverkefni næstu ríkisstjórnar í utanríkismál- um verður að binda sóma- samlegan enda á styrjöldina í Vietnam”. HUMPHREY: „Ég mundi halda, hvort sem það verður nú fyrir samningaumleitanir eða ekki, að við getum byrjað að flytja bandaríska herliðið frá Vietnam snemma á árinu 1969 eða jafnvel síðari hluta árs 1968.” WÁLLACE: „Við ættum að segja við þessar þjóðir (bandamenn USA): Annað hvort réttið þið okkur hjálparhönd ({ VL etnam) eða við hættum ekki aðeins allri aðstoð við erlend ríki, heldur tökum það einn- ig saman, sem þið skuldið okkur, alveg frá fyrri heims- styrjöld til þessa dags.” 20- sept. .1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.