Dagur - 05.04.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 05.04.1934, Blaðsíða 2
102 DAGUR 36. tbl. Kosningalögin. Eftir BernharÖ Stefánsson, alþingismann. Á víðavangi. I. Margir tala um »kjördæma- breytinguna« og eiga með því við stjórnarskrárbreytinguna og hin nýju kosningalög. En það er al- gert rangnefni að kalla þetta »kjördæmabreytingu«, því hið nýja skipulag gerir enga breyt- ingu á kjördæmaskipun landsins, nema ef telja skyldi það, að þing- mönnum Reykjavíkur er fjölgað úr 4 upp í 6. Þvert á móti er hin gamla kjördæmaskipun beinlínis tryggð með stjórnarskrárbreyt- ingu þeirri, sem afgreidd var til fullnustu á aukaþinginu í vetur. Hingað til hefir mátt breyta, jafnvel gerbreyta, kjördæmaskip- un landsins með einföldum lögum, en hér eftir er það ekki hægt, nema með stjórnarskrárbreyt- ingu með þar til heyrandi auka- kosningum, því kjördæmaskipun, eins og hún nú er, var tekin upp í sjálfa stjórnarskrána. Með ein- földum lögum er þó leyft að skipta tvímenningskjördæmi í tvennt, en það er lika eina breyt- ingin, sem heimilað er að gera á kjördæmunum án stjórnarskrár- breytingar. í stjórnarskrárbreytingunni fólst einkum þetta þrennt: 1. Rýmkun kosningaréttar: kosningaréttur og kjörgengi mið- að við 21 árs aldur í stað 25 (og 35 til landkjörs) áður. 2. Breyting á skipun Alþingis, þannig, að meirihluti þess hefir nú meiri tryggingu fyrir að geta ráðið úrslitum mála, þar sem öll efri deild verður kosin með hlut- fallskosningu í sameinuðu þingi og fjárlög afgreidd þar. 3. Afnám landkjörsins, en í stað þess koma allt að 11 þing- sæti til jöfnunar milli þingflokka, svo að hver þeirra hafi þingmenn í sem fyllstu samræmi við at- kvæðatölu sína við almennar kosningar. Flestir eða allir munu nú sam- mála um, að telja tvö fyrri atrið- in til mikilla bóta. Sérstaklega mega Framsóknarmenn fagna þeirri breytingu, sem gerð er á skipun þingsins, því hún á alveg að koma í veg fyrir það, að minni hluti þings geti beitt slíku harð- ræði, sem andstæðingar þeirra beittu á þingunum 1932 og 1933, þegar þeir, þó þeir væru í mikl- um minni hluta í þinginu, ætluðu að nota neitunarvald sitt í Efri deild til þess að fella fjárlögin og aðra nauðsynlega löggjöf og gerðu Framsóknarflokknum með því ómögulegt að sitja við völd, sem honum bar þó bæði réttur og skylda til sem meirihlutaflokki í þinginu. Um 3. atriðið, uppbótarþing- sætin, hafa verið mjög skiftar skoðanir, svo sem kunnugt er, og hafa ýmsir Framsóknarmenn lit- ið svo á, að með þeirri breytingu væri vald sveitanna skert og hallað á Framsóknarflokkinn, al- veg sérstaklega. Um þetta atriði skal ekki fjöl- yrt hér, enda er grein þessi ekki skrifuötilað rifja þær deilur upp. En á það skal þo bent, að Fram- sóknarflokkurinn fékk ekkert meirihlutavald í þinginu við kosn- ingarnar 1931, þó hann fengi meiri hluta þingmanna; að hann þá hefði þurft að ía 27 kjördæma- kosna þingmenn til að fá slíkt vald, en eftir hinu nýja skipu- lagi þarf flokkur ekki að fá nema 26 þingmenn til að hafa meiri hluta með fullu valdi í þinginu. Ennfremur skal á það bent, að 25 þingmenn verða áfram bein- línis kosnir af sveitakjördæmum og er það meiri hluti þingsins, auk þess hafa sveitamenn auð- vitað sín áhrif á skipun uppbót- arþingsætanna. úrslitavaldið um löggjöf og landsstjórn er þvi enn i höndum sveitanna, eða getur að minnsta kosti verið þar, ef þær kunna með að fara. Sá er þetta ritar getur bví ekki á neinn hátt tekið undír þær radd- ir, sem heyrzt hafa frá sumum Framsóknarmönnum, um ósigur í »kjördæmamálinu«. Þvert á móti telur hann það mikla gæfu fyrir sveitirnar, að málið leystist, á meðan Framsóknarflolckurinn hafði aðstööu til að ráða mjög mikla um afgreiðslu þess i ein- stökum atriðum. Vegna þeirrar aðstöðu héldu héruðin rétti sínum til eigin fulltrúavals á Alþingi og sveitirnar möguleikum til að verða áfram mestu ráðandi. Hefði hinsvegar verið beðið eftir því, að andstæðingar Framsóknar- flokksins fengju aðstöðu til að ráða málinu til lykta einir, (og að því hlaut að reka fyrr eða síð- ar), þá er hætt við, að hlutur sveitanna hefði orðið sínu verri. Eg tel því hiklaust, að Ásgeir Ás- geirsson forsætisráðherra eigi skilið þakkið alþjóðar og Fram- sóknarmanna alveg sérstaklega, fyrir forystu sína í þessu máli. Skal nú, að þessum inngangs- orðum loknum, vikið að nokkr- um einstökum atriðum hinna nýju kosningalaga. Ekki til að ræða um kosti þeirra og galla að neinu ráði, það er ekki tímabært enn, heldur einkum með það fyrir aug- um, að kynna þau lesendum, því ennþá munu þau vera mörgum lítt kunn. En kosningarnar nálg- ast nú óðum og er því áríðandi fyrir kjósendur, að átta sig sem bezt á nýmælum laganna. (Frh.). Spanslcflugan verður leikin í þing- húsi Hrafnagilshrepps næstk. laugar- dagskvöld að tilhlutan Ungmennafé- lags Saurbæjarhrepps. Leikurinn hefst kl. 8%. Skip. »Drottningin« kom hingað í gær að sunnan og Dettifoss væntanleg- ur í dag sömu leið. Vilhjálmur Þór kaupfélagsstjóri er nýfarinn til útlanda. Án þess að spyrja um vilja íhaldsins. Á síðasta flokksþingi Fram- sóknarmanna mættu fulltrúar flokksfélaganna hvaðanæfa af landinu. Þessir fulltrúar eru kjörnir til þess að starfa og gera ályktanir í umboði félaganna. Þar á meðal kjósa þeir miðstjórn flokksins. Miðstjórn velur sér síð- an formann, ritara og gjaldkera. Á fundi miðstjórnarinnar, sem haldinn var um það leyti, er flokksþinginu var slitið, fór þessi kosning fram og hefir þess áður verið getið hér í blaðinu, hvernig sú kosning féll. Sigurður Krist- insson, sem verið hefir formaður miðstjórnarinnar baðst undan endurkosningu. Var það tekið tii greina. Ein rödd beindi því til fundar miðstjórnarinnar, hvort taka skyldi tillit til vilja i- haldsins um það að kjósa ekki Jónas Jónsson sem formann, af því að hann væri mest grýla í augum þess. Kosningin í for- mannssætið sýndi vel afstöðuna til þessa máls. Jónas Jónsson var kosinn nálega í einu hljóði. Þar með hefir Framsóknarflokkurinn í landinu sýnt það, að hann er staðráðinn í því, að haga sér eftir eigin vilja nú og framvegis og án þess að spyrja um vilja íhaldsins. íhaldsblöðin hafa sí og æ klif- að á því, að J. J. væri svo að segja gjörrúinn öllu fylgi innan Framsóknarflokksins og þótzt vera hróðug yfir. Hvað segja þau nú, þegar hann er nær einróma kosinn formaður flokksins? Landhelgisgæzlan fór 216 þúsund kr. fram úr á- ætlun á árinu 1933. Þó var hún sú aumasta sem verið hefir í mörg ár, aðeins einu varðskipi haldið úti. út af þessu spurði Dagur í síðustu viku: Hvað hefir verið gert við alla þessa peninga? Það eru fleiri en Dagur, sem svona spyrja. Þannig spyr hver maður, sem einhverja ábyrgðar- tilfinningu hefir um meðferð á opinberu fé. En »íslendingur« er út kom á laugardaginn fyrir páska kallar það »óskammfeilni«, að vei-a að spyrja um meðferð á 216 þús. kr. umframeyðslu Magn- úsar Guðmundssonar. Ekki þarf langt að leita eftir skýringu þess, að blaðið hagar þannig orðum sínum: Magnús Guðmundsson er ráðherra »Sjálfstæðisflokksins«. Þess vegna á enginn að leyfa sér að spyrja um þetta. Þess vegna er það að dómi fsl. »óskamm- feilni« að skýra frá þessum sann- indum um 216 þús. kr. umfram- eyðsluna í sambandi við hina skaðlega lélegu landhelgisgæzlu, sem er að leggja í auðn smábáta- útveginn á stórum svæðum. fsl. treystir sér heldur ekki til að mótmæla því, að landhelgis- gæzlan hafi verið bágborin undir stjórn M. G. En blaðið telur hann þó alsaklausan í þessu efni, því allt sé þetta auma ástand Jónasi Jónssyni að kenna! Hann hafi eytt of miklu fé til landhelgis- gæzlunnar, meðan hann var ráð- herra. Þess vegna sé nú Land- helgissjóðurinn félítill. En það skal ísl. vita, að sá sjóður er fé- lítill, af því að M. G. hefir svik- izt um að láta taka og sekta veiði- þjófana, sem vaðið hafa í land- helginni í hans stjórnartíð. Það sögulegasta. »fslendingur« skýrir frá því, að þing- og héraðsmálafundur Norð- ur-ísfirðinga hafi verið haldinn að ögri dagana 18.—22. f. m., að hann hafi verið sóttur af 25 kjörnum fulltrúum úr öllum hreppum sýslunnar og á fundin- um hafi verið mættur þingmað- ur kjördæmisins, Vilmundur Jónsson, landlæknir. Allt mun þetta rétt vera. En svo bætir blaðið því við, að það söguleg- asla, sem á fundinum hafi gerzt, hafi ver;ð vantrauststillaga á þingmanninn, samþykkt með 16 gegn 7 atkvæðum. Það getur nú verið álitamál, hvað sögulegast hafi gerzt á þess- um fundi. Margir munu líta svo á, að það sögulegasta hafi verið, að Vilmundur Jónsson bar þar fram ýmsar tillögur í anda jafn- aðarmanna og fékk þær sam- þykktar. Að þeim samþykktum loknum lýsti fundurinn sig »ein- dregið fylgjandi stefnu Sjálf- stæðisflokksins í stjórnmálum«! mmmmmmnmm Gardínutau fjölbreytt úrval. í metratali. |Stores £ Dyratjaldaefni mTair j§ g Kaupfélag Eyfirðinga. S m* Vefnaðarvörudeildin. ÍHMHMIMHIMMIMláÍ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.