Dagur - 05.04.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 05.04.1934, Blaðsíða 3
36. tbl. DAGUR 103 Samvinnaii dafnar Nokkuð er síðan að Kaupfélag Reykjavíkur var stofnað í höfuð- staðnum. Var ekki vanþörf á slíkri starfsemi þar, enda sýnist félagið og starf þess ætla að dafna vel. Formaður félagsins er Eysteinn Jónsson, skattstjóri, en kaupfélagsstjórinn er Helgi Lái’>* usson frá Kirkjubæjarklaustri. í fyrravetur var byrjað á bygg- ingu sölubúðar félagsins, og var hún opnuð til afnota 1. júní s. 1., þangað til hafði félagið aðeins haft með höndum pöntunarstarf- semi. Frá því að sölubúðin tók til starfa og þar til um nýjár, jókst salan eðlilega mikið, félagsmönn- um fjölgaði, og viðskifti utanfé- lagsmanna færðust nokkuð í vöxt. Um vörusölu hagar félagið sér líkt og önnur kaupfélög, vöruverð þess er hið sama og almennt gangverð í bænum, en á síðastl. ári greiddi það félagsmönnum sínum 10% af viðskiftaveltu þeirra í tekjuafgang. Auk þess lagði það 3% af vörusölunni í sjóði. Raunverulega eru það því 13% af fé því, sem félagsmenn kaupa nauðsynja sínar fyrir, er kaupa nauðsynjar sínar fyrir, er þeir fá aftur í útborguðum tekju- afgangi og sem þeir leggja í sjóði félagsins, og nemur það því, að hver fjölskylda fær sem svarar eins mánaðar úttekt ókeypis með því að verzla við félagið. Brauðgerð og brauðsölubúð starfrækti félagið allt sl. ár. Hafa félagsmönnum verið seld brauðin með 15% undir venjulegu gang- Landsfundur bænda. (Frh.). Eftirfarandi tillögur voru sam- þykktar á fundinum um fram- leiðslu bændanna. 1. Loðdýrarækt. Fundurinn telur nauðsynlegt að koma á eftirliti með innflutningi á refum, þannig, að ekki séu flutt inn nema 1. flokks dýr, og að haldnar séu sýningar á innlend- um dýrum og verðlaun veitt þeim, sem skara fram úr. 2. Tilraunir með erlent sauðté. Fundurinn skorar á næsta Bún- aðarþing að taka til rækilegrar athugunar tilraunir þær, sem nú er verið að gera með erlend sauð- fjárkyn og beina þeim tilraunum inn á þær leiðir, er til mestra hagsbóta horfa. 3. Alifuglarækt. Fundurinn skorar á Búnaðar- félag íslands að hefja sem fyrst gagngerða leiðbeiningastarfsemi fyrir alifuglaræktina í landinu. 4. Skipulagsmál. Fundurinn telur nauðsynlegt að meiri verkaskifting sé innan þændastéttarinnar í framleiðslu, í höfuðstaðnuoi. verði í bænum, og hefir brauð- gerðin gengið mjög vel. Mjólkursölu til félagsmanna sinna hefir félagið einnig haft með höndum allt sl. ár. Verð mjólkurinnar var 36 aurar lítrinn eða 10% undir venjulegu gang- verði. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var seint í febrúar, var samkv. skýrslu formanns vara- sjóður þess orðinn hátt á 7. þús- und kr., en peningar yfirfærðir til næsta árs rúm 4 þús. kr. Stofnsjóður félagsins, er það not- ar sem veltufé, var á 14. þús. kr. Félagið hefir í hyggju að færa út starfsemi sína á þessu ári og hefja verzlun með skófatnað og vefnaðarvöru. Tala félagsmanna var nýlega um 150 og fer þeim stöðugt fjölgandi. Reykvíkingar hljóta að átta sig á því ekki síður en aðrir landsmenn, að þeim er hagur að því að verzla við kaupfélag og hafa samvinnu um verzlun. Þeim, sem eru sjóndaprir í þessu efni, kennir reynslan smátt og smátt. í stjórn félagsins eru Eysteinn Jónsson, skattstjóri, Hannes Jóns- son, dýralæknir, Árni Benedikts- son, bókari, Pálmi Hannesson, rektor og Theodor Líndal, lög- fræðingur. Allar horfur eru á, að Kaupfé- lag Reykjavikur eigi mikið og nýtilegt verkefni fyrir höndum að vinna í höfuðstað landsins. Sam- vinnuakurinn er þar enn óplægð- ur að mestu. Nú er sú plæging hafin. stjórn Búnaðarfélags fslands að leggja fyrir næsta Búnaðarþing tillögur um að safnað verði í eina heild lýsingum að staðháttum í hverju héraði landsins, er hafa mætti til stuðnings ákvörðunum til umbóta landbúnaðinum. 7. Garðrækt. Með því að bersýnilegt er, að garðrækt sveitanna og notkun þeirra á garðamat er ekki nema vísir, víðast hvar, á móti því, sem verið gæti og heppilegt væri, jafnt frá sjónarmiði afkomu sem hollnustu, þá skorar fundurinn á Búnaðarfélag íslands og Búnað- arsamböndin aö leggja enn aukna áherzlu : 1. Aukning kartöfluræktar, rófnaræktar og næpna. Að ganga fast fram í því að 2. Ræktun sumargrænmetis, káltegunda o. fl. garðávaxta sé tekinn upp sem fastur liður I framleiðslu hvers sveitaheimilis, eftir því, sem náttúru- (og mark- aðs) skilyrði eru til. Að beita sér fyrir að 3. Aukinn sé styrkur til aukn- ingar garðræktar, miðaður að nokkru við aukið flatarmál garða, en að nokkru við aukna uppskeru. 4. Alþýðu manna í kaupstöðum og sveitum sé gefinn kostur á að læra sem fyrst einföldustu að- ferðir til matreiðslu þeirra garð- ávaxta, sem menn hafa ekki van- izt fram að þessu, en telja verð- ur sjálfsagt að framleiða. 5. Koma alþýðu manna til sjáv- ar og sveita á það að nota alls- konar inlendan garðmat að sínu leyti ekki síður en aðrar vestræn- ar menningarþjóðir. HRAÐFRYSTISTÖÐ ^lngólfs G. S. Espholin. Það mun mörgum hafa þótt miklar og góðar fréttir, þegar það kvisaðist, að Ingólfur G. S. Esphólín hefði með nýrri aðferð í sérstakri hraðfrystivél, er hann hefir sjálfur upp fundið, komizt upp á, að frysta skyr, án þess að það missti nokkuð í gæðum, er það aftur þiðnaði. Ingólfur hefir nú sett á fót frystistöð í Reykjavík, þar sem hann hraðfrystir ýms íslenzk matvæli og sendir þau síðan á markað víðsvegar út um lönd. Eg undirritaður hefi nýlega getað sannfærzt um, að hér er ekki um neitt skrum að ræða. Eg hefi bæði séð og bragðað vörur þær, sem frá frystistöðinni koma — og eg hef fundið að þær eru alveg framúrskarandi góðar.* í fyrsta lagi er frágangurinn hinn allra þokkalegasti — allt er innvafið í hvítan pappír hvað fyrir sig, harðfrosnar skyrkökur, ísuhrogn, þorskur, heilagfiski o. s. frv. — allt girnilegt til átu, jafnvel án frekari matreiðslu, nema þeirrar, að þýðast upp við hægan hita nokkra stund. Gerlafræðingurinn Níels Dun- gal og efnafræðingurinn Trausti ólafsson, hafa báðir haft mat- væli Esphólíns, en einkanlega skyrið, til vandlegrar athugunar, og votta þeir báðir, að eftir að minnsta kosti sex vikna geymslu, liefir frystingin engan skaða gert, hvað bragð og efnasamsetning snertir. Það getur enginn að svo stöddu sagt fyrir, hve feykilega þýðingu þessi uppgötvun og þessi djarfa framtakssemi Esphólíns kann að hafa fyrir afurðasölu lands vors. En sennilegt má telja, að hér sé ekki einasta fundinn auðnuveg- ur fyrir Esphólin sjálfan, heldur fyrir landsmenn alla á komandi árum, en þó sérstaklega fyrir þá, sem framleiða íslenzk matvæli. Þökk sé honum fyrir og njóti hann heill handa. Akureyri 3. apríl 1934. Steingrímur Matthíasson. Nýlega eru tvær rafmagnsveit- ur fullgerðar í ólafsfirði, á Kleif- um (Gunnólfsá) og Þóroddsstöð- um. Báðar þessar stöðvar voru byggðar síðastliðið haust og áttu að fullgerast þá, en sökum þess ó- happs, að stærri rafvélin fór í sjóinn við uppskipun í ólafsfirði, varð að fá nýja vél og tók það langan tíma. Rafmagnsveita Gunnólfsár er 42 hestöfl að stærð og nota 6 hús rafmagn frá henni til ljósa, suðu og hitunar. Stöðin hefir kostað samtals 21 þús. kr. eða 500 kr. hvert hestafl, að öllu leyti full- * Mér er ljúft að geta um þetta borið sama vitni og Steingrímur læknir. S. Halldórs frá Höfnum, með tilliti til þess, að í sumum héruðum eða landshlutum er t. d. ódýrara að framleiða mjólk en kjöt o. s. frv. Skorar fundurinn á Búnaðarfé- lag íslands að hefja þegar rann- sókn í þessu efni í sambandi við markaðsskilyrði og veita bændum um þetta upplýsingar og leiðbein- ingar. 5. Sjálfsbjörg bænda. Þar sem sýnilegt er að þröng er fyrir dyrum hjá bændum með sölu á framleiðsluvörum þeirra, skorar fundurinn mjög eindregið á alla bændur landsins, að reyna að bæta afkomu sína með því að: 1. Minnka framleiðslukostnað með bættum búfjárstofni, ódýrari heyöflun og samvinnu. 2. Lifa sem mest á heimafeng- inni fæðu með því að auka garð- yrkju, hafa nóga mjólk, gera meira að heimilisfæðu það kjöt, sem verðlítið er til sölu, og spara kaup á erlendum matarföngum og munaðarvörum. 3. Efla heimilisiðnað á fatnaði og allskonar húsmunum. 4. Vanda sem mest alla fram- leiðslu, og á þann hátt vinna að því, að söluvara þeirra komist í sannvirði á markaðinum. 6. Byggðalýsing. Landsfundur bænda skorar á 8. Sútun skinna. Fundurinn skorar á búnaðar- samböndin að gangast fyrir því, að fá menn til þess að læra sút- un skinna til heimanotkunar. 9. Vátrygging kynbótagripa. Fundurinn skorar á ríkisstjóra og alþingi að stuðla að því, að sauðfjáreigendur geti fengið vá- tryggingar á verðháum einstak- íingum af erlendum sauðfjár- kynjum, sem keyptir eru til fram- leiðslubóta. Andi íhaldsins. Að hætti annara íhaldsblaða ver »Islendingur« hneyksli þau, sem gerzt hafa í bönkunum að undanförnu. Blaðinu finnst ekk- ert athugavert við það, þó gefnar séu út ávísanir á enga innieign. öllum öðrum en þjónum íhaldsins finnst hér um FALS að ræða. Það skiftir ekki máli þótt ávís- anirnar séu leystar inn síðar, því þær voru falskar, þegar þær voru gefnar út á það, sem ekki var þá til. Þetta skilja allir, nema rit- stjórar íhaldsblaðanna. Þeir nefna það »ósóma«, þegar að þessu er fundið. Andi íhaldsins birtist eins og svo oft áður í því að verja ósómann, í hvaða mynd sem hann kemur í ljós.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.