Dagur - 01.02.1945, Blaðsíða 9

Dagur - 01.02.1945, Blaðsíða 9
Fimmtudaginn 1. febrúar 1945 0AGUR 9 Frá bókamarkaðiiium Davíð Stefánsson þakkar bæjarstjórn og íbúum Akureyrar Soffanías Thorkelsson: Ferða- liugleiðingar I. og II. bindi. — Wiinnipeg 1944. Höfundur þessarar bókar, Soffanías Thorkelsson verk- smiðjueigandi í Winnipeg, mun flestum íslendingum að nokkru kunnur, a. m. k. af góðri af- spurn. Hann er einn hinna npörgu landa okkar, sem ungir hafa _ farið í víking frá ættjörð sinni, ílenzt í fjarlægri heims- álfu, brotið sér þar hraut til frama óg fjár, gerzt góðir og jafnvel framúrskarandi horgarar síns nýja fósturlands, en þó ávallt verið bundnir óslítandi böndum ástar'og sonartryggðar við föðurlandið forna. Þangað hefir hugurinn stefnt, og þar héfir hjarta þeirra átt heima öðrum stöðum fremur. Síðan Soffanías fluttist húferl- um vestur um haf, hefir hann oftar en einu sinni lagt leiðir sín- ar út hingað. Síðast dvaldist hann hér á landi frá því síðari Irluta vetrar 1940 og til vors 1941. Nú sendir lrann Ireim ferðaminningar sínar úr þeirri för, geysimikið rit í tveim þykk- um bindum, eða liátt á 6. hundr- að hls. alls. Að ytra útliti er bók- in forkunnarvel úr garði gerð, hundin í prýðisfallegt band og skreytt miklum fjölda mynda og uppdrátta áf stöðurn og lands- lagi, mönnum og mannvirkjum héðan að heiman. Víða er hér við komið ,enda gerði höfundur víðreist um landið, meðan hann dvaldist hér heima, m. a. segir þar margt frá Svarfdælingum fyrr og nú (en þaðan mun höf. ættaður og upprunninri), Akur- eyringum, Eyfirðingum og öðr- um Norðlendingum. Auk hinn- ar venjulegu ferðasögu er hér rætt um atvinnuhætti, fjármál, viðskiptamál, trúarlíf, skóla, sið- menningu, byggingar, listmenn- ingu og skemmtanalíf íslend- inga auk fjölmargs annars, sem alltof langt væri hér upp að telja. Höf. lætur sér fát( óvið- komandi, segir f jörlega og hressi- lega frá og er hvergi smeykur í máli um skoðanir sínar á mönn- um og málefnum. Má viða kenna það á frásögn hans, að „glöggt er gestsaugað“, þótt ýmsar villur og ónákvæmni slæð- ist því miður helzt til oft inn í frásögnina. En það er þó mest um vert, að grunntónninn er alls staðar djúp og sterk samúðar- kennd, ást og velvild í garð lands og þjóðar. Þessi stóra og fallega hók er hin skemmtilegasta af- lestrar og víðast stórfróðleg, auk þess sem hún flytur hressandi og athyglisverð bersöglismál, sem okkur heimalningum er hollt og nauðsynlegt að lesa og taka til rækilegrar athugunar. Brynleifur Tobiasson: Horft um öxl og fram á leið. 1 kveri þessu birtast þrjú út- varpserindi, er höf. flutti í Rík- istitvarpið í ágústmánuði 1944, og fjórða erindið, sem útvarps- l’áð synjaði um flutning á. Bóka- forlagið Fagurskinna í Rvík gef- ur hókina út. Í erindum þessum fjallar höf. um ýmis vandamál samtíðar og framtíðar, svo sem stjórnhtetti og þjóðskipulag, hindindi og uppeldismál — alls staðar með hliðsjón af sögu og erfðum þjóðarinnar, enda er í fyrri erindunum dregin upp í örstuttu máli furðulega glögg og auðskilin lveildarmynd af stjórn- skipulagi hins forna íslenzka rík- is og konungsstjórnar-tímahils- ins. Útvarpshlustendum er kunnugt um, að erindi þessi voru prýðilega sarnin og flutt og hin skörulegustu í hvítvetna, svo sem höf. er von og vísa. Enginn dómur skal hér hins vegar á það lagður, hvort frávísun síðasta er- indisins hefir verið á fullum rök- um reist eða eigi. Allhart er þar deilt á flokksræðið í landinu og vísast, að einhverjir hefðu orðið þar til andsvaia, svo að vakizt hefðu upp deilpr nokkrar af þeim sökum. Látum svo vera. Kurteislegar rökræður um þjóðfélagsmál ættu ekki að vera hættulegar í landi, þar sem talið er, að fúllt skoðana- og málfrelsi sé enn í heiðri haft. Þögnin, lognið og mókið er ekki æfinlega hollast né lífvænlegast. Og mjög orkar það tvímælis, hversu langt forráðamenn ríkisstofnana eiga að teygja vald sitt og aðstöðu í átt til einokunar — hvort heldur er á hinu andlega eða hinu. efn- islega sviði. Frank A. Swoffer: Lærðu að fljúga. Helgi Valtýsson þýddi. — Útg.: Arni Bjarnarson, Akureyri. Agnar Kofoed Hansen, flug- máiaráðunautur ríkisiris, ritar nokkur formálsorð fyrir bók þessari og mælir þar með höf- undinum, riti hans og hinni ís- lenzku útgáfu, enda mun vel til hennar vandað hæði af þýðanda og útgefanda. Vafalaust nær kver þetta einnig mikilli út- breiðslu og vinsældum hév á landi, svo mjög sem hugur margra íslendinga — einkum þó ungra manna — hneigist nú að fluglistinni og æfintýrum háloft- anna. Mun ekki á íslenzku völ annarrar né hetri hóklegrar fræðslu um þessi efni en þarna er veitt í ljósu og auðskildu máli. Fjöldi uppdrátta og mynda fylgir efninu til skýring- ar. Liggur jafnvel við horð, að við, landkrabbarnir, þykjum fleygir og færir eftir lestur kvers- ins, en vísast er þó, að við reynd- umst full-horubrattir — ,,lend- um í ofrisi, spinnum og hröp- um“ — ef við tækjum við stjórn loftfarartækis án frekari verk- legrar æfingar og kunnáttu en bóklestursins eins, þótt ekki muni slíkt dæmalaust, að því er flugmálaráðunauturinn uþplýs- ir — ekki til eftirbreytni heldur viðvörunar að vísu; — en þó verður dæmi það, er hann nefn- ir, að teljast algild sönnun fyrir notagildi flugkennslubóka slíkra sem þessarar. J. Fr. Ibúðarhúsið Saurbæ brennur til grunna Laust eftir hádegi í gær kvikn- aði í íbúðarhúsinu í Saurbæ í Eyjafirði. Brann hýsið allt, að kjallarahæð, sem er steinsteypt, á skömmum tíma. Engu mun hafa verið hjargað af innan- stokksmunum af efri hæð, en mestu af neðri hæðinni. Talið er að kviknað hafi í út frá reykháf. Bóndi í Saurbæ er Daníel Svein- björnsson. Blaðið hafði ekki nánari fregnir af athurði þessum er það fór í pressuna, en tjón hóndans og annarra heimilis- manna mun mjög mikið. » „Brúðuheimilinui4 vel tekið í Reykjavík Uppselt á allar sýningarnar. Leikritinu sennilega útvarpað n. k. laugardagskvöld. pRUMSÝNING á Brúðuheim- dinu fór fram í Reykjavík s. I. manudagskvöld. Tókst sýning- in ágætlega og var leikurunum vel fagnað. Meðal annars bárust öllum gestunum héðan að norð- an blómvendir. Forseti íslands var viðstaddur þessa sýningu, Að sýningunni lokinni ávarp- aði Brynjólfur Jóhannesson, form. Leikfélags Reykjavíkur, gestina, þakkaði heimsóknina og ýrriaði Leikfélagi Akureyrar allra heilla. Guðmundur Gunn- arsson, form. Leikfél. Akureyrar þakkaði af hálfu félagsins. Uppselt er l'yrir nokkru á allar sýningar leiksins og hefir þó ver- ið aukið við einni sýningu, kl. 3 e. h. n. k. laugardagskvöld. í gær birti Alþýðublaðið fyrsta leikdóminn um sýninguna. Höfundur- inn, I. K., segir þar m. a., að sýning Akureyringa á Brúðuheimilinu sé við- burður, sem lengi verður getið í leik- listarlífi höfuðstaðarins, og sé sýning- in til sóma öllum, er að henni standa. Eftir að hafa farið mjög lofsamlegum orðum um leik frú Oldu Möller og leikstjórn frú Grieg, segir blaðið m. a. þetta um leikarana að norðan: Stefán Jónsson er sterkur og aug- sýnilega mótaður leikari; hlutverk hans er stórt og krefst allsnarpra til- þrifa á köflum.... geðhrif leikarans eru glögg og röddin viðfelldin og þróttmikil. — Július Odsson. Leikur hans er tær og innilegur og skilur eftir áhrif og lifandi persónu í huga áhorfandans. Hólmgeir Pálmason er formfastur í hlutverki síiju og rösklegur, en helzt til of bundinn hinu kalda gerfi per- sónunnar. Hólmgpir nýtur sín þó vel i hrjúfri framkomu Krogstads og leik- ur af miklum skörungsskap. Frú Jónína Þorsteinsdóttir leikur mjög snoturlega. Röddin er hljóm- sterk og skýr og skilningur hennar á hlutverki hinnar lífsþreyttu konu er óyggjandi. Anna Snorradóttir leikur þarna lít • ið hlutverk, en framkoma hennar er einlæg og gefur til kynna, að hún mundi fær um að leika stærra hlut- verk. Um aðra dóma hafði blaðið ekki frétt er það fór í pressuna. Er vissu- lega gleðilegt að leikararnir héðan skuli geta sér svo gott orð i förinni. Kvennadeild Slysavarnafélagsins þakkar þeim, sem lánuðu deildinni ókeypis húsnæði á fjársöfnunardegi hennar sl. sunnudag og studdu mál- efnið á annan hátt. Sérstakar þakkir færir deildin hjónum þeim, sem sendu henni 1000 kr. gjöf, en létu ekki nafns getið. Áheit til Björgunarskútu Norður- lands. Frá Ingvaldi kr. 10.00. — Kærar þakkir. Jóhannes Jónasson. Bæjarstjórn Akureyrar hefir horizt hréf frá Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi, þar sem hann þakkar hæjarstjórn og Akureyr- ingum rausn og vinsemd á fimmtugsafmæli hans. Brél ið er svohljóðandi: Akureyri, 24. jan. 1945 Háttvirt bæjarstjórn Akureyrar! Eg leyfi mér að flytja yður Eins og kunnugt er fjallar þingið nú um ný skattafrum- vörp stjórnarinnar. Er þar helzti skatturinn svonefndur veltu- skattur, sem er 1— lj/2% af yeltu sinásölu- og heildsölufyrirtækja, iðnaðarstofnana, verkstæða og livers konar annara fyrirtækja, sem selja vörur og Jrjónustu með álagningu. Ætlast er til, að skatt- urinn renni allur í ríkissjóð, en bæjar- og sveitarfélög hljóti eng- an skerf af honum. Skattaálaga þessi rýrir þó augsýnilega tekju- öflunarmöguleka sveitarfélag- anna. í tilefni þessa gerði bæjar- stjórn Akureyar svofellda sam- þykkt á fundi sínurn í fyrradag: „Bæjarstjórn Akureyar sam- þykkir að fela þingmanrri bæjar- ins að koma á framfæri og fylgja fast frain eftirfarandi ályktun: Vegna þess að sýnt er, að frum- varp það um veltuskatt, sem nú liggur fyrir Alþingi, hlýtur stór- kostlega að skerða tekjuöflunar- möguleika hæjar- og sveitarfél- aga, telur bæjarstjórn Akureyrar sig tilneydda að krefjast, ef skatt- urinn verður að lögum, að þá verði jafnframt ákveðið að helm'- ingur skattupphæðarinnar renni í hlutaðeigandi sveitasjóð, þó ekki meira en 25% af heildarút- F I SKFARS fæst daglega Reykhúsið Norðurgötu 2. Sími 297. inmleéustu þakkir mínar fyrir hinn góða hug yðar í minn garð og höfðinglega gjöf. Tel eg það mikinn vegsauka að verða að- njótandi slíkrar rausnar og ekki síður þeirra vinsamlegu um- mæla, sem gjöfinni fygldu. Arna eg yður, og öllum íbú- um Akureyrar, heilla. og bless- unar. Með virðingu og þakklæti. Davíð Stefánsson. svörum viðkomandi bæjar eða sveitarfélags“. — Dánardæéur. Sl. þriðjudag lézt Halldóra Jónsdóttir, fyrrum hús- freyja á Tjörnum, að heimili sínu Lögbergsgötu 3, hér i bænum. Hún var 79 ára að aldri. Nýkomið! Sandcrepe í 7 litum Undirfatasatin í 5 litum Hvítir vasaklútar fyrir dömur og herra r Asbyrgi Skipagötu 2. Væntanlegt með fyrstu ferð: Frönsk og svissnesk Kjólaefni, mikið úrval Leggingar, Takkar og Stímur í m. litum Enn fremur: V ek j araklukkur Myndarammar r Asbyrgi Skiþagötu 2. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að faðir og tengdafaðir okkar, Páll Jónsson frá Staðarhóli, lézt að Borðeyri sunnudaginn 28. f. món. Líkið verður flutt hingað til greftrunar. — Jarðarförin auglýst síðar. Börn og tengdabörn hins lótna. Móðir mín, Halldóra Jónsdóttir, andaðist að heimili sínu, Lögbergsgötu 3. Akureyri, þriðiu- daginn 30. janúar s.l. — Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir mina hönd og annarra vandamanna, Þorvaldur Jónsson. Veltuskatturinn nýji rýrir tekjuöflunar- möguleika bæjarfélaganna Bæjarstjórn Akureyrar felur þingmanni kjördæmisins að bera fram tillögu um að hálfur skatturinn renni í sveita- og bæjarsjóði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.