Dagur - 01.03.1945, Blaðsíða 5

Dagur - 01.03.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 1. marz 1945 S DAGUR Björn Haraldsson: Samgönguinál Norður-Þingeyjarsýslu Það er löngn viðurkennd stað- reynd, að möguleikar til greiðra viðskipta út á við sé eitfaf aðal- skilyrðum fyrir góðri afkomu hvers héraðs og byggðarlags. Þó mikið hafi áunnist hér á iandi í þessum efnum á síðustu áratug- um, þá er enn svo ástatt á ýms- um stöðum landsins að samgöng- ur, sími og póstmál hafa ekki tekið þeim umbótum sem æski- legt væri. Afskekkt byggðarlög, eins og Norður-Þingeyjarsýsla, eru enn í nálega sömu einarigr- un mestan hluta ársins og þau voru fyrir tveim til þrem tugum ára. Skipakomur á hafnirnar eru strjálar og harla óvissar, og fulla níu mánuði ársins eru bifreiða- samgöngur milli Norður-Þing- eyjarsýslu og annarra héraða fullkomlega útilokaðar. Síma- samband við aðra landshluta verður æ torveldara með hverjtt ári sem líður vegna forgangsað- stöðu og hinna óvinsælu hrað- samtala opinberra fyrirtækja, samhliða því, að tekniskir mögu- leikar á sfmasambandi milli Norður-Þingeyjarsýslu og ann- arr héraða hafa ekkert aukizt frá því er síminn var þar fyrst lagð- ur. Það leiðir af líktim, að póst- samböndin dragi dám af sam- göngunum. í Norður-Þingeyjar- sýslu má það teljast allgott, ef Reykjavíkurpóstur er yngri en mánaðargamall er hann kemur Úr erlendum blöðum. (Framhald af 3. síðu). Bandaríkin, Bretland, Rússland, Kína og Frakkland eigi jafnan eitt hvert, en sex önnur ríki hljóti sæti í ráðinu til tveggja ára í senn og kjósi allsherjar þingið í ráðið að því leyti. ALÞJÓÐADÓMSTÓLL og eru allar þjólSir stofnunarinnar aðilar að þeim sáttmála, sem um hann verður gerður. STJÓRNARDEILD, þar sern sérfræðingar í ýmsum greinum eru fastir starfsmenn en fram- kvæmdastjóri hefir yfirumsjón með almennum rekstri stofnun- arinnar. FJÁRHAGS- OG FJÁR- MÁLARÁÐ. í því eiga sæti full- trúar 18 þjóða og kýs allsherjar- þingið þá í ráðið til þriggja ára í senn. HERNAÐARNEFND. - í lienni eiga jafnan sæti formenn lierforingjaráða stórveldanna fimm, sem fast sæti liafa í Ör- yggisráðinu, en gert er ráð fyrir, að aðrar þjóðir geti fengið sæti í nefnd þessari ef ástæða þykir ■til. Er þá lýst þeim aðaldeildum, sem ætlast er til að ntyndi Al- þjóðabandalagið. Hvaðaríki geta orðið meðlimir? Allar friðelskandi þjóðir geta orðið meðlimir. Ríki, sem ekki verða þátttakendur við stofnun bandalagsins, geta fengið inn- göngu ef allsherjar-þingið sam- þykkir, enda mæli Öryggisráðið með inntökubeiðninni. (Framhald). til viðtakenda, en stundum verður hann allt að því tveggja mánaða gamall. Yfir sumarmán- uðina þrjá er þetta að vísu skárra, en þó engan veginn svo gott sem verið gæti. Og yfirleitt eru póstsamböndin í sýslunni nú engu betri en þau voru fyrir 20 —30 árum. Þegar hins vegar er litið á þær miklu framfarir, sem orðið hafa í þessu héraði á síðustu 20 árum, í húsagerð, ræktun _og fleiru, samhliða stórfelldri framleiðslu- aukningu, þrátt fyrir sífellt minnkandi vinnuafl, verður það æ Ijósara með hverju ári sem líð- ur, hvílíkur hemill kyrrstaðan í samgongumálunum — hin álda- gamla einangrun — er á afkomu þessa héraðs. Sem betur fer hafa samgöngur gjörbreytzt til batn- aðar í flestum sýslum landsins á síðari áratugum, því augljósara er það, hversu Norður-Þingeyj- ai’sýsla hefir verið sett hjá í þeim efnunt. Þess er að vænta, þegar friður kemst á í Eviópu, að strandferð- ir stærri og minni skipa verði skipulagðar á ný, og það betur en var fyrir stríð. Einnig að bein- ir vöruflutningar frá útlöndum hef jist. Umskipun á vörunum í Reykjavík hefir nú á stríðs- árunum valdið fjarlægum héruð- um gífuflegum aukakostnaði, sem mun þó ekki ætíð hafa verið óhjákvæmilegur. Þótt ýmsir líti hýru auga til flugvélanna í sambandi ýið sam- göngumálin, þá er barnalegt að. álíta, að þær útrými þörfinni á því að bæta vegakerfi landsins. í því sambandi má benda á það, að hernaðarþjóðirnar, sem ráða yfir flugtækninni, nota hana að- allega þar, sem öðrum sam- göngutækjum verður ekki við konxið. Loftflutningar geta ekki keppt við faiartæki á landi og sjó hvað kostnað snei tir og sízt í strjálbýlinu. Byggðir Norðui'-Þingeyjar- sýslu eru nú tengdar við aðal- vegakerfi landsins með ruddum vegi yfir Reykjaheiði, sexn lagð- ur var um 1930 og hulinn er lijarni fulla níu mánuði ársins. Aðeins yfir hástunarið er ein- angrunin rofin. Tveir austustu hreppar sýslunnar hafa þó verið að fullu einangraðir frá aðal- akvegunum þar til fyrir tveimur árum að vegur var ruddur yfir Axarfj.heiði, en sá vegur er einn- ig aðeins færyfir hásuxnarið. Veg- irnir um byggðirnar eiga að vísu langt í land með að verða færir mestan hluta ársins, en sá er þó munurinn, að á ári hverju er nokkuð unnið að því tak- ntarki með því að gera upp- byggða vegi í stað ruddi'a vega, sem oftast eru ófærir yfir vetur- inn. Stærri ár eru brúaðar nema Svalbarðsá í Þistilfirði, sem er þó mikill farartálmi. Þá á þarf nauðsynlega að brúa hið fyrsta. Einnig verður að endurbyggja nokkrar hálffallnar smábrýr á Kópaskersvegi. Sambandið við aðalvegakerfi landsins hefiy hins vegar staðið í stað á annan tug ára. Á þeim tíma hefir því takmarki verið langt til náð, að gera þjóðvegina frá Reykjavík alla leið norður til Húsavíkur yfir fjöll og heiðar akfæran allt árið. 'En þegar til Húsavíkur er kornið stingur al- veg í stúf. Lengra austur er ekki akfært nerna yfir hásumarið. Þó liggur opið fyrir, að gera vetrar- veg þaðan austur í Norður-.Þing- éyjarsýslu eftir sæmilega snjó- léttri leið. Sú leið er „kring Tjörnes" með sjó fram. F.innig þarf að tengja hina tvo austustu hreppa við vegakerfið með nýj- um vegi frá Raufarhöfn suður yfir Hálsa í Þistilfjörð. Jafnhliða því, sem byggðavegirnir í sýsl- unni eru endurbættir, verður þegar í stað að hefja byggingu þessara tveggja tengi-vega, sem báðir eru auk þess byggðavegir, er mundu koma nokkrum jörð- um í vegasamband, sem til þessa lxafa alveg verið einangraðai', og liggur við auðn af þeim sökum. Þar sem vegur frá Htxsavík „kring Tjörnes" mundi gei'a hinn rudda veg um Reykjaheiði FOKDREIFAR. (Framháld af 4. síðu). Aftur á móti herma lausafréttir að sunnan, að flokksbræður hans á Al- þingi séu mun vígfúsari en hann, og geti vel komið til mála, að þeir vilji berjast. Hafa þeir þá sjálfsagt munað félaga Stalin að sama skapi betur en „Verkam.“, og ekki viljað gera hann algeran ómerking og óábyrgan fyrir samþykktum þeim, sem gerðar voru í hlaðvarpanum hjá honum sjálfum nú á dögunum! Verður nú fróðlegt að fylgjast með því hvor „línan“ verður ofan á í málgögnum flokksins næstu dagana — hlutleysis- og friðarstefna Jakobs eða hernaðarstefna þingfull- trúanna. TUTENN HAFA ANNARS brotið unr það heilann, hvern veg hernaðar- aðgerðum okkar Islendinga muni verða hagað, ef svo skyldi fara, að Alþingi sinnti hinu vinsamlega tilboði, sem getið er um í hinni erlendu fregn. Kemur mönnum saman um, að líkleg- ast sé, þar sem við erum enn allflestir viðvaningar í hernaðarlistinni, að kennslumálaráðuneytinu verði falið að annast herútboðið, þjálfunina og stjórn hersins í hvívetna, enda bezt til þess fallið sökum æfingar og reynslu í skyldum efnum. Muni þá rauðliðar sendiir til austurvígstöðvanna, kven- herinn undir stjórn Elísabetar, en karlleggurinn lúti engum nema Stalin einum, enda hafi þeir kolamola úr Nóvuslagnum fræga að vopni. Al- þýðuflokksmenn verði sendir til Sví- þjóðar undir forustu Stefáns Jóhanns og þess vænzt, að þeir eigi aldrei aft- urkvæmt frá þeim vígstöðvum. For- sætisráðherra haldi sjálfstæðishern- um beina leið til Þýzkalands, og megi hver einstakur liðsmaður ráða því, þegar þangað er komið, hvoru megin eldlínunnar hann kjósi heldur að berjast, og „drepur þar þá hver ann- an“. — Er sízt að efa það, hvar „mennirnir með hreinu hugsanirnar", sem Mogginn talaði svo fjálglega um hér á árum áður, muni skipa sér í sveit, hvar hinir, þeir, sem kámugir eru innvortist;, kunna nú að lenda. — Að lokum er talið, að herstjórnin hafi fullan hug á að senda okkur Fram- sóknarm. til Fianden, en sá staður hef- ir komið nokkuð við hernaðarsögu síðustu daga, og mun vera í nánd við Niðurlönd. Munu skrifarar og staðar- ráðsmenn ríkisstjómarinnar telja, að „öxin og jörðjn" geymi okkur bezt! óþaifan, kynni að vakna sú spurning, hvort ekki-væri heppi- legra að endurbyggja þann veg heldur en byggja nýjan. Ef gera skal vetrarfæran veg yfir Reykja- lieiði þyifti að byggja hann að nýju, þannig að lítill sem eng- inn léttir yrði að núverandi vegi þar. Ætti svo slíkur vegur að verða jafn öruggur og Tjörnes- vegurinn mundi hann verða mun dýrari. Svo lítill lengdar- munur er á þesstim tveim leið- um, að ekki skiptir máli. Það getur þvi ekkert álitamál verið að Tjörnesvegurinn er rétta að- ferðin til þess að tengja byggðir Norður-Þingeyjarsýslu við vega- kerfi landsins. Samgöngumál Norður-Þing- eýjarsýslu eru í mikilli vari- rækslu. Samgöngubótum á sjó og aukningu símakerfisins verður ekki við komið að ráði fyrr en að stríði loknu. Aftur á móti er þegar tímabært, og þó fyrr hefði verið, að korna sýslunni í varan- legt sambancL við aðalvegakerfi landsins. Til þess þarf að vísu nokkurt fé, en Jjó ekki mikið, þegar um það er að ræða að frelsa frá lítt Jrolandi einangrun eina af farsælustu og landkostamestu byggðum þessa lands. Endurprentun með viðauka (Framhald af 4. síðu). um að tekjur bæjarins muni minnka ef KEA færi enn út kví- arnar, eru álíka barnalegar, því að raunin er sú, að á því fleiri hendur sem skattskyldar tekjur fyrirtækjanna dreifast í því lægri útsvarsstiga komast þær. Blaðið hefir löngum haldið því fratn, að kaupménnirnir væru líklegastir til að bera auknar skattabyrðar þótt það jafnframt ræði um „þrautpíningu" og ,,skattabrjálæði“. Það er hins vegar augljóst, að verðlagseftir- litið á að girða fyrir það, að smá- söluverzlun beri mikla skatta og sízt meiri en nú er til ætlast. ★ Árás blaðsins á KEA er að þessu sinni, sem jafnan fyrr, ekk- ert nema vindhögg. Væri nær að Jtað beindi geiri sínum að þeirri stefnu, að ríkið hljóti bróður- partinn af Jteim sköttum, sem stór fyrirtæki greiða til hins op- inbera. Þar liggur meinsemdin grafin. Allt skraf um skattfrelsi kaupfélaganna er hégómi, svo sem dæmin sanna. ★ Um viðauka blaðsins við Jtessa kenningu, þar sem það segir að KEA hafi byggt hótelið fyrir „rekstursafgang" sinn, er annars það að segja, að furðu- legt er, að svo heimskuleg stað- hæfing skuli birtast í blaði, sem hefir lögfræðing á ritstjórnar- skrifstofu sinni. Því að hún lýsir fádæma vanþekkingu á skipu- lági kaupfélaganna, gildandi skattalögum og almennum verzl- unarrekstri. Allur almenningur veit hins vegar, að'kaupfélögin varðveita milljónir af sparifé landsmanna. Þessir sjóðir myndast með því, að verzla við félögin og geyma arðinn hjá þeim, t. d. stofnsjóð- úrinn, eða með beinum pen- ingainnborgunum, t. d. innláns- deildir. Það er ekkert leyndar- inál, að KEA varðveitir milljón- ir af sparifé félagsmanna sinna á þennan hátt og greiðir af því vexti. Þegar þetta fé verður meira en svo, að félögin geti ávaxtað það allt í almennum verzlunarrekstri sinum, verður að finna aðrar leiðir til þess, t. d. með nýjum framkvæmdum, sem vænlegar þykja. Þetta fé er vita- skuld ekki eign eða „rekstursaf- gangur“ félaganna, heldur félags- mannanna, enda greiða þeir skatta af því. Það hefir verið stefna samvinnufélaganna um heim allan, að hvetja félagsmenn sína ti! Jiess að láta félögin ávaxta sparifé sitt. Á þennan hátt gefst félögunum tækifæri til þess að færa út kvíarnar og beina samvinnuskipulaginu að sem flestum starfsgreinum þjóðfélag- anna, án þess að þurfá til þess aðstoð lánsstofnana. Það er Jretta sem hefir skeð hér, og er fullyrð- ing blaðsins eins furðulega ósvíf- in og hún er heimskuleg. ★ Blaðið telur ennfremur, að gistihúsið sé svo fínt, að enginn bóndi fái að koma þar inn. Þetta hefir það heilindi ti! að segja, eftir að annar ritst j. Jiess heyrði framkvæmdastj. KEA lýsa því yf- ir, þegar gistihúsið var opnað, að það væri fyrst og fremst byggt fyrir félagsmenn KEA í sveit og við sjó. Það er því svo að sjá, að hin almenna skoðun Mbl.manna um, að bændur séu „með mosa í skeggingu og fiður í fötunum" hafi gjörsamlega yfirskyggt sam- vizkuv ritstj. Samvinnumenn telja ekki, að lífsþægindi og sið- mennileg aðbúð eigi að veitast kaupstaðabúum einum. Það er hins vegar skoðun Mbl.manna. Gistihúsið er ekkert „lúksus- hótel“, heldur vistlegur sama- staður, sem hæfir alþýðu manna í sveit og við sjó. Þeir tímar eru liðnir, að kaupmenn og brask- aralýður einir búi í siðmennileg- um húsakynnum. Samvinnu- menn stefna að því, að þau þæg- indi nái til allra. Bygging gisti- hússins er einn liður þeirrar starfsemi. GOTT TÚN, ca. 6 dagsláttur, til sölu. Tilboð óskast, án skuldbindingar um sölu. Upplýsingar gefur Sig. Halldórsson, Aðalstræti 46, eftir kl. 7 e. h. Húseignin Aðalstræti 46, ásamt kar- töfflugarði, er til sölu. Semja ber við - JÓN E. SIGURÐSSON, til viðtals í Akra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.