Dagur - 01.03.1945, Blaðsíða 9

Dagur - 01.03.1945, Blaðsíða 9
Fimmtudaginn 1. marz 1945 0AGUR 9 AF SJÓNARHÓU NORÐLENDINGS Fordæmi Breta. Brezkar útvarps- og blaða- fregnir greina frá frumvarpi, sem nú er til umræðu í brezka þinginu og mun verða að lögum á næstunni. Frumvarp þetta heit- ir: Tlie Distribution of Industry Bill, eða frumvarp um dreifingu iðnaðarins. Það er byggt á rann- sóknum stjórnskipaðrar nefndar um nauðsynlega dreifingu iðn- aðarins frá þéttbýlinu umhverfis London til þeirra staða, sem var- hluta hafa farið af iðnaðarþróun síðustu áratuga. Niðurstöður nefndar þessarar voru í stuttu máli þær, að þjóðarnauðsyn væri, að dreifa framleiðslufyrir- tækjum um landið á skipulegri hátt en verið hefði til þessa. Eng- in nauðsyn væri á því, að Lon- don hlyti bróðurpartinn af ný- sköpun eftirstríðsáranna; miklu fremur væri ástæða til að ýmsir landshlutar hlytu þar sinn rétt- mæta skerf, jafnvel kæmi mjög til álita hvort ekki ætti að flytja ýmsar stjórnarskrifstofur frá London í þeim tilgangi, að tengja nánari bönd milli ríkisins og hinna breiðu byggða landsins og stuðla að jafnrétti í lífsmögu- leikum þegnanna. Eg veitti því athygli, að Dagur skýrði frá niðurstöðum nefndar þessarar í þættinum „Úr erlend- um blöðum“, þegar þær voru birtar á ofanverðu sl. ári. Ekki hefi eg séð þeirra getið í neinu öðru íslenzku ltlaði. Eg vildi með þessum pistli taka upp þráðinn, þar sem hann féll niður jrá. • Frumvarp það, sem nú er að verða að lögum í Bretlandi, er þáttur nýsköpunarundirbúnings brezku ríkisstjórnarinnar. Þar er svo ráð fyrir gert, að hver sá at- vinnurekandi, sem vill reisa verksmiðju verður að sækja um leyfi til þess til brezka verzlun- armálaráðuneytisins. Tilgangur jiessarar takmörkunar er ekki sá, að sporna gegn nýsköpun í brezkum iðnaði, heldur að veita ríkinu aðstöðu til þess að hafa eftirlit með nauðsynlegri dreif- ingu iðnaðarfyrirtækjanna um héruð landsins. Verzlunarráðu- neytinu er ætlað, að beita áhrif- um sínum til jress að sannfæra brezka iðnrekendur um, að það sé engan veginn heppilegt fyrir þá né framtíð iðnaðarins að ein- beina öllum nýsköpunarfyrir- ætlunum að nokkrum þéttbýl- um borgum landsins, og benda jreim á héruð, sem hafa ákjósan- legt tækifæri til þess að taka við nýjum iðngreinum og jrurfa þeirra með. Stjórninni heimilast einnig í sérstökum tilfellum, að stöðva byggingu verksmiðja í ýmsum þéttbýlum héruðum, þar sem álitið er að þeirra sé ekki joörf, og stuðla að byggingu slíkra fyrirtækja annars staðar með styrkveitingu. Nokkur hér- uð Bretlands, sem fyrir stríðið voru nefnd „atvinnuleysishér- uð“, hljóta nú nafnið „framfara- liéruð". Að jieim á „nýsköpun- in“ að beinast fyrst og fremst. Brezka ríkið virðist ætla að I hverfa frá skipulagsleysi „hinnar , frjálsu, óháðu samkeppni“ í þessum efnum, að agasömu skipulagi með það fyrir augum, að jafna aðstöðuna til þess að lifa í landinu. • Nýsköpun heima og erlendis. Það er fyllilega |)ess vert, að gefa því gaum með hverjum hætti nágrannaþjóðir okkar und- irbúa sína ,,nýsköpun“. Undar- lega hljótt er um j^au mál í stjórnarblöðunum, sem annars láta sér svo tíðrætt um „nýsköp- unarmár. Það sýnist Jaó skipta miklu máli og geta varpað nokkru nokkru ljósi á mögu- leika okkar til atvinnulegrar ný- sköpunar við núverandi kring- umstæður, hver undirbúningur er hafður um hönd í þesstim löndum. Það er t. d. eftirtektar- vert, að í sambandi við jrær miklu umræður um útflutnings- verzlun Bretlands, sem nú standa yfir í brezkum blöðum, gætir mikils kvíða í sambandi við þá aukningu framleiðslu- kostnaðar, sem þar hefir orðið á stríðsárunum. Sumir brezkir út- flytjendur telja aðstöðu Bret- lands til mikillar útflutnings- verzlunar hafa versnað til muna, frá því sem var fyrir stríð, af þessum orsökum. F.r f því sam- bandi rétt að minna á, að dvrtíð- in hér a landi er margföld við verðhækkun joá, sem Jrar hefir orðið. Bretar hafa að miklu leyti haldið verðlagi í skefjum. Sem dæmi um jiennan kvíða vil eg nefna grein í Times, 7. febrúar sl. Þar er sagt, að amerískir út- flytjendur séu þeirrar skoðunar, að hinn hái framleiðslukostnað- ur brezkra kola muni standa í v'egi fyrir því, að Bretar geti keppt við Ameríkumenn um sölu ýmissa iðnaðarvara,á heims- markaðinum, en kolin eru svo sem allir vita, undirstaða brezks iðnaðar. Hvergi verður þess vart, að Bretar telji „nýja tækni“ alls- herjar lausn á þessu vandamáli þótt vitanlegt sé, að þeir muni færa sér hana í nyt af fremsta megni. • Þótt undarlegt megi virðast, stendur mikill styr um j:>að hér á landi hvern þátt framleiðslu- kostnaðurinn eigi í framtíð út- flutningsverzlunarinnar. Fram- sóknarmenn hafa bent á, að litl- ar líkur verði að teljast til þess, að nauðsynlegri útflutnings- verzlun verði haldið uppi ef framleiðslukostnaður þeirra vara, sem selja á á frjálsum mark- aði, sé stórum mun hærri hér en hjá þeirn þjóðum, sem líklegast- ar eru til þess að keppa við okk- ur á markaðslöndunum. Þetta er sama sjónarmið og telur, að hækkaður framleiðslukostnaður brezkra kola muni torvelda út- flutningsverzlun Bretlands eftír stríðið. Framsóknarmenn telja því, að lækkun dýrtíðarinnar sé algjört skilyrði jress, að arðbær atvinnurekstur og útfluningur geti átt sér stað í landinu. Brezk- ir útflytjendur ræða nú um það, á hvern hátt þeir geti mætt þessu vandamáli í sínu landi, þ. e. lækka framleiðslukostnaðinn. Er dýrtíðin í þeirra landi þó smá- munir einir hjá því, sem hér rík- ir. Stjórnarliðar hér líta aftur á móti þannig á málið, að notkun „nýrrar tækni“ geti vegið á móti þeirri aukningu framleiðslu- kostnaðar, sem hér hefir orðið síðan í stríðsbyrjun. Útflutnings- verzlun þjóðarinnar sé því engin hætta búin af völdum dýrtíðar- innar. Þetta sjónarmið ræður því, að þær tillögur til lækkun- ar á dýrtíðinni með sanngjarnri þátttöku allra stétta, sem Fram- sóknarflokkurinn hefir beitt sér fyrir hafa engan byr fengið með- al þess meirihluta, sem styður stjórnina. Menn virðast trúa á „nýja tækni“, sem allsherjar lausnarorð. Þessi hugsunarhátt- ur stjórnarliðsins er vægast sagt nokkuð þokukenndur, nema það sé trú þeirra, að íslendingar fái einkarétt á nýrri framleiðslu- tækni; aðrar þjóðir standi í stað í þeim efnum en okkur fleygi fram. Er naumast hægt að ræða slíka firru í alvöru. Þótt um þetta standi styr tals- verður í blöðum landsins, er hljótt um hinn þátt „nýsköpun- arinnar“, sem hér er til umræðu: Dreifingu iðnaðarins og jöfnun aðstöðunnar til þess að lifa í landinu. Þau mál ræða stjórnar- blöðin ekki, en þrátt fyrir það er stefnan skýr, svo að ekki er um að villast. í Bretlandi er nú ráð- gert að beina straumi fjármagns og atvinnutækja frá þéttbýlinu og til dreifbýlisins. Hér liggur straumurinn öfugt. Straumur fjármagns, valds og fólks liggur úr dreifbýlinu til þéttbýlisins, þ. e. Reykjavíkur. Þessi straumur er beinlínis þyngdur og með op- inberri íhlutun eða meðafskipta leysi ríkisinsafmikilvægum þjóð- málum, svo sem t. d. siglingamál- um. Þar er þéttbýlisstefnan látin sigla sinn sjó, án opinberrar íhlutunar, sem þó hefði verið sjálfsögð og nauðsynleg fyrir löngu. Þannig mætti lengi telja og eru lesendum dæmin kunn- ug. Það verður því tæplega talin nokkur tilviljun, að jressi þáttur nauðsynlegrar nýsköpunar féll alveg niður af grammófónplöt- unhi nafntoguðu. Ríkisstjórnin hefir engan skilning á nauðsyn Jiess, að stöðva straum fólks, f jár- magns og valds úr dreifbýlinu til þéttbýlisins. Þvert á móti miðast allar aðgerðir hennar við áfram- hald þess straumþunga í sízt minni mæli en nú er. Því að í hvert sinn sem bryddir á um- ræðum um einstök atriði ný- sköpunarinnar marglofuðu", er þar allt á sömu bókinR lært. þítð er því augljóst, að enda þótt rík- isstjórninni tækist að byggja ein- hverja atvinnulega nýsköpun á því feni fjármálaöngþveitis og dýrtíðar, sem stendur undir til- veru hennar — en til þess eru litl- ar líkur — væri engin von um, að sú nýsköpun breytti nokkru um kyrrstöðuna úti á landsbyggð- inni. Því fremur er líklegt að sú verði raunin, að með núverandi stefnu í skattamálum er fyrir það girt, að bæir eða héruð geti á egi- in spýtur hafizt þar handa að nokkru ráði. Samtök kaupstað- anna og sýslufélaganna kunna að geta áorkað nokkru um breyt- ingu í því efni, þótt það verði engan veginn auðsótt. En um allsherjar stefnubreytingu verð- ur tæpast að ræða fyrri en hér- uðin hafa gert sér ljósa grein fyr- ir því hvað hér er í húfi og hafa hagað fulltrúavali sínu til lög- gjafarþings þjóðarinnar í sam- ræmi við það. Þá er einnig sköp- uð aðstaða til þess að hefja und- irbúning að varanlegri breyt- ingu á stjórnskipun ríkisins í þá átt, að héruð og fjórðungar hafi miklu meiri íhlutun um sín sér- mál, bæði í atvinnulegum og fjárhagslegum efnum, en nú er. Norðlendingur. Nýr þáttur í heild- salahneykslinu Frestur sá, sem Viðskiptaráðið gaf ýmsum fyrirtækjum í Reykjavík til þess að skila inn- kaupareikningum og sanna þar með sakleysi sitt gagnvart verð- lagsákvæðum, var liðinn 20. fe- brúar sl. í sambandi við Jretta birti Tíminn þá fregn sl. föstudag, að mörg fyrirtæki hefðu enn þver- skallast að verða við jjessari kröfu ráðsins og mundu þau svipt innflutningsleyfum í fram- tíðinni. Ennfremur, að margar nýjar kærur séu nú í undirbún- ingi hjá verðlagseftirlitinu. Ennfremur skýrði Tíminn svo frá, að við rannsókn sakadómara á málum þeirra verzlana, sem þegar hafa verið kærð, hafi komið í ljós, að nokkur þeirra hafi ritað amerískum fyrirtækj- um bréf, þar sem þess er óskað, að hin amerísku fyrirtæki falsi innkaupsreikninga, þannig, að gefa út hærri faktúrur en nem- ur kostnaðarverði vörunnar én leggja mismuninn inn á sérstak- an reikning. Ef brögð hafa verið að þessu, er hér um þrefalt brot að ræða: Verðlagsbrot, skattsvik og ólöglegan fjárflutning úr landi. Vekja þessar upplýsingar Tímans mikla athygli, ekki sízt vegna þess, að ekkert stjórnar- blað hafði sagt frá þessu er síðast fréttist. Þykir það ekki spá góðu um nauðsynlegar aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til þess að komast til botns í þessu um- fangsmikla svindilmáli. Gamlir stofnar falla DAVÍÐ SIGURÐSSON trésmíðameistari Hann andaðist 22. febr. sl. að heimili sínu hér í bæ.t Davíð Sigurðsson fæddist 7. júlí 1862 að Kristnesi í Evjafirði. Foreldrar lians voru Sigurður bóndi Sigurðsson og kona hans Sigríður Ilallgrímsdóttir bónda á Garðsá, Gottskálkssonar. Á ár- unurn 1882—’85 lærði Davíð húsasmíði hjá inóðurbróður sín- um, Árna Hallgrímssyni bónda á Garðsá í Eyjafirði, hinum mesta atorkumanni, en hann hafði lært handverkið hjá Ólafi Briem timburmeistara á Grund, föður Valdimars Briems vígslu- biskups og þeirra systkina. Davíð stundaði trésmíðar á Akureyri frá 1885, meðan starfs- orka hans leyfði. Stóð hann fyrir ýmsum húsabyggingum hér í bæ og í grendinni og leysti öll þau störf af hendi með samvizku- semi, dugnaði og prýði. Hann var einn af stofnendum Iðnaðar- mannafélags Akureyrar og i stjórn þess um árabil. Bæjarfull- trúi var hann um hríð og í nið- urjöfnunarnefnd og skattanefnd nokkur ár. Sóknarnefndarmaður var hann yfir 40 ár og lengi for- maður hennar. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Norður- og Austuramtsins. Árið 1933 var hann kjörinn heiðursfélagi Iðn- aðarmannafélags Akureyrar. Árið 1901 kvæntist hann Þór- dísi Stefánsdóttur prests á Hjaltastað, Péturssonar, hinni ágætustu konu. Lifir hún mann sinn. Einkabarn þeirra er frú Sig- ríður, kona Zóphoníasar Árna- sonar, yfirtollvarðar á Akureyri. Davíð Sigurðsson var óvenju- legur vaskleikamaður og hraust- menni, ætíð glaður og reifur, en þó alvörumaður og vinsæll með afbrigðum. Á yngri árum var hann einn af fremstu glímu- mönnum. Hann tók mikinn þátt í leikstarfi hér á Akureyri fyrir og eftir síðustu aldamót og gat sér góðan orðstír fyrir. Söngmað- ur var hann góður. Guðlaugur Guðmundsson bæjarfógeti lét eitt sinn svo um mælt um vottorð frá Davíð: „Vottorð þessa manns mun enginn bera brigður á“. Þetta var réttmæli. Davíð naut fulls trausts allra, er hann þekktu. Síðustu árin, er Davíð lifði, var hann þrotinn að starfskröft- um, einkum vegna sjónleysis. Þegar svo var komið, var dauð- inn honum ávinningur. Með andláti hans er einn hinna gömlu, góðu og traustu stofna höfuðstaðar Norðurlands fallinn. Akureyringar, einkum eldri kynslóðin, geyma minn- ingu hans í heiðri. I. E.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.