Dagur - 03.05.1945, Blaðsíða 5

Dagur - 03.05.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 3. maí 1945 ÖÁGUR 5 Bernharð Stefánsson, alþingismaður: Einræðistónninn í stj órnarblöðunum Síðan núverandi stjórn var sett á laggirnar hefir rógi og níði um Framsóknarflokkinn ekki lint í sumunr stuðningsblöðum hennar, einkum út af því, að hann tekur ekki þátt í sltjórnar- samvinnunni. Þó margra grasa hafa kemrt í íslenzkum blöðum á undanförn- um árum, þá er þó sú tóntegund, sem sum stjórnarblöðin tala nú í, alveg ný liér á landi — og hvað sein öðru líður ekki lýðræðisleg, heldur minnir hún töluveilt á Hitler og fylgifiska hans á með- an þeir voru og hétu. Það er talað í þeim tón eins og það sé eitthvert ódæði eða jafn- vel landráð, að styðja ekki ríkis- stjórnina, alveg eins og gert vár í Þýzkalandi. Síðan við íslending- ar fengum innlenda stjórn hafa þó jafnan verið hér stjórnarand- stæðingar og svo mun sennilega verða á meðan skoðanafrelsi og málfrelsi ríkir í landinu, því að mennirnir eru nú einu sinni þannig gerðir, að sínum augurn lítur hver á silfrið. Stjórnarand- staða hefir þótt sjálfsagður hlut- ur, bæði hér á landi og í öðrurn lýðfrjálsum löndum, nema þá ef þjóðin á í ófriði eða annað neyð- arásltand ríkir, en hvorugu er til að dreifa hér. Það er aðeins í ein- ræðisríkjunum, sem gagnrýni á ríkisstjórnina leyfist ekki og Morgunblaðið sjálft og Þjóðvilj- inn virðast vilja innleiða það fyr- irkomulag hér. Að sjálfsögðu koma þær stund- ir í lífi þjóðanna, að nauðsyn krefur, að allir standi saman og við Islendingar höfum sýnt, að við getum það. Við lýðveldis- stofnunina sltóð þáverandi rík- isstjórn, Alþingi og mest öll þjóðin einlniga saman, þó nokk- ur misltrestur yrði svo á við for- setakosninguna. Þeir tímar geta og áreiðanlega enn komið, að þjóðarnauðsyn krefjist þjóðar- einingar, einkum ef við yrðum fyrir ásælni eða yfirgangi frá hendi annarra þjóða. Og ef ein- hverjir skerast Jrá úr leik, verða það áreiðanlega aðrir en Fram- sóknarmenn. En það, að þjóðin sltandi sam- einuð á slíkum úrslitastundum og um slík málefrii, er auðvitað allt annað og algerlega óskilt því, að allir séu stuðningsmenn og jábræður .lélegrar ríkisstjórn- ar, eins og t. d. þeirrar, sem nú situr, og að enginn megi finna að gjörðum hennar. Þjóðin göt- ur og vel staðið sameinuð um einstök mál, þó skoðanir séu skiptar um ríkisstjórnina. Ekki hafði fyrrverandi ríkisstjórn mikið þingfylgi, síður en svo, og þó stóð þjóðin sameinuð um lýðveldisstofnunina. Aðal uppistaðan í rógburði stjórnarblaðanna um Framsókn- arflokkinn er sú, að hann hafi ,,skoriz)t úr leik“ á síðastliðnu hausti um þátttöku í ríkisstjórn og tilheyrandi málefnasamninga. Þetta eru nú fyrst og fremslt hrein ósannindi, eins og bæði eg og aðrir hafa sýnt fram á áður. F ramsóknavf lokkurinn skgrst ekki úr leik, heldur var hann bæði þá og áður fús til samstarfs : við aðra flokka, en hann gat ekki komizt að neinu samkomu- lagi við þá um sltöðvun dýrtíðar- innar, senr hann taldi grundvöll og skilyrði fyrir heilbrigðu stjórnarstarfi og þess vegna varð hann ekki þátttakandi í ríkis- stjórn. Það er líka áreiðanlegt, að Sósíalistaflokkurinn vildi .alls ekki hafa Franrsóknarflokkinn með og gerði sitt til að spilla samkomulagi við lrann. Skal eg ekki fjölyrða frekar unr'þetta, því að það lrefir áður verið rak- ið. Én á hitt vil eg benda, að það er áreiðanlega vafasamur gróði að því, að allir flokkar og öll málgögn þeirra styðji ríkissltjórn- ina. Ráðlrerrar eru misjafnir og hafa sína galla rétt eins og aðrir menn og hver stjórn.þarf að eiga nokkra gagnrýni yfir höfði sér. Hún fer þá varlegar í sakirnar. Það hefir reynslan sýnt, bæði hér á landi og annars staðar. Franr- sóknarflokkurinn gerir þjóðinni nrikið gagn nreð gagnrýni sinni og stjórnarandstöðu, því að. þó stjórnliðið lálti dólgslega, þá lrefir það þó lrita í holdinu af Franrsóknarflokknum og víst er um það, að þrátt fyrir nrinni hluta aðstöðu, gat hann afstýrlt ýnrsum afglöpum á síðasta Jringi. Eg er nú orðinn það ganrall, að eg man vel þegar stjórnin fluttist inn í landið fyrir rúnr- um 40 árunr. Eg var þá farinn að lesa blöðin og hefi gerit það síðan. Man eg, að tveim fyrstu ráðherrunum, Hannesi Haf-' stein og Birni Jónsson, voru ekki vandaðar kveðjurnar af andstæð- ingum þeirra. Þeir voru skanrnr- aðir fyrir aLllt, sem þeir gerðu, af lrinni mestu ósanngirni og oft með óskaplegu orðbragði, svo að slíkt sést ekki nú í blöðum. — Margir muna sjálfsagtt enn tón- inn _ í blöðum „Sjálfstæðis- flokksins" á árunum 1927—’32 og 1934—‘39. Þá var nú ekki ver- ið að skera utan af því við ríkis- stjórnina t. d. út af þingrofinu 1931. Allir kannast og við skrif konrmúnista á nreðan þeir voru í stjórnarandstöðu. Öllum þess- unr ádeilum á fyrri ríkissltjórnir hafa fylgismenn þeirra að vísu svarað fullum hálsi, en þó aldrei með öðru eins einrœðis offorsi eins og stjórnarblöðin svara nú allri gagnrýni á ríkisstjórnina. Og ekki nóg með það. Sum þeirra réðust á Búnaðarþingið fyrir það eitt, að það tók ekki undir þann lofgerðarsöng um stjórnina, sem sum stéttafélög voru fengin til að kyrja í vetur. Minnir það ekki dálítið á Hitíer og Göbbels? Eitt sltjómarblaðið hefir ný- lega kallað okkur Framsóknar- menn nazista. Hvers vegna? Það veit þó vel, að allir Framsókn- menn hafa alltaf haft andúð á nazistum en samúð með Banda- mönnum, eins og á meðan gengi Þjóðverja var sem mest árið 1940, en þá sýndu kommúnistar Bandamönnum fullan fjandskap og margir leiðandi „Sjálfstæðis- menn“ skriðu fyrir Þjóðverjum j og óskuðu þeim sigurs, enda sumir yfinlýstir nazisltar, þó hinir hafi sjálfsagt verið fleiri í þeim flokki, sem voru andstæðingar nazista. Blöð okkar Framsóknar- manna hafa og alltaf verið óhrædd við að láta andúð sína á nazismanum í ljós, svo um þekk- ingarleysi er ekki að ræða hjá áð- ur nefndu blaði. En ástæðan til Jress, að blaðið segir þessa fjar- stæðu er auðsæ: Kommúnisltar eru nú óvinir nazista; í þeirra augum er það því nazismi að vera á móti stjórn, sem kornrn- únistar eiga sæti í. Þetta er alveg af sama toga spunnið eins og þegar „Sjálfsitæðismenn" hér á árunum kölluðu okkur komm- únista og töluðu um „rauðu flokkana" að dæmi Hitlers. Það er ekki lýðræðissjónarmið, sem kernur fram í slíkunr úmmælum. Hvað á Jressi tónn í blöðum „sjálfstæðismanna" og kommún- ista að þýða og hvað boðar hann? Hann þýðir einræðishneigð þess- ara manna og boðar einræði, ef þjóðin er ekki vel á verði. Það vita allir, að kommúnistar vilja ná einræði í landinu og þeir hafa sjálfir játað það. Fyrirmynd þeirra er Rússland. Þar kváðu að vísu fara fram kosningar, en Jró er kommúnistaflokkurinn Jrar einráður, því aðrir flokkar eru bannaðir. Ef til vill ætla komm- únistar .ekki að koma liér á ein- veldi eins manns, enda er það ekki í Rússlandi, a. m. k. ekki að forminu til, en einræði flokksins er tvímælalaust framtíðarhug- sjón þeirra. En hvað vakir fyrir sjálfstæðis- mönnum? Þeir kalla sig lýðræðis- menn og eru það margir, þó hver dragi reyndar dám af sínurn sessunaut. Um þessi mál talar Jón Pálnrason frá Akri af einna inestri hreinskilni úr þeim flokki. Hann hefir lengi haldið því frafir, að stefnur í þjóðmál- um séu aðeins tvær: eignarréttar- stefna og sósíalismi, og því eigi stjórnmálaflokkarnir aðeins að vera 2 og fylgja hvor sinni stefnu; milliflokkar eigi ekki rétt á sér og þess vegna eigi Framsóknar- flokkurinn að hverfa úr sögunni og sjálfstæðismenn og komnrún- istar að eigast einir við. Þessi skoðun Jóns er auðvitað alröng. Stefnur í þjóðmálum eru fleiri en tvær og því er eðlilegt, að til séu fleiri flokkar. Væri gert ráð fyrir, að enginn ágreiningur væri unr annað en það, lrvort við- urkenna ætti eignarrétt einstak- lingsins eða taka upp sameignar- þjóðfélag, þá nrætti að vísu færa þetta til sanns vegar, en nú er á- greiningur um margt fleira í [rjóðfélögunum, og þess vegna eru fleiri flokkar meðal allra lýð- frjálsra þjóða. Flokkaskipting var og til, bæði lrér og í öðrum þjóð- félögunr, dður en nokkur sósíal- ismi gerði þar vart við sig og um lrvað var þá deilt, ef stefnurnar eru aðeins þær, sem Jón segir? Jón játar það og í grein í Mbl., frá 11. apríl, að hvora þessa stefmi fyrir sig megj „útfæra á nokkuð mismunandi vegu“. ]á, eg býst við, að Jrað sé rétt, og nreira að segja, að Jressir vegir, sem Jón kallar, séu oft svo nris- nrunandi, að fyllilega sé réttmætt að kalla þá nrismunandi þjóð- málastefnur og Jrví sé eðlilegt, að í frjálsu Jrjóðfélagi skiptist nrenn í flokka eftir fleiru, heldur en af- stöðu Jreirra til eignarréttar og sósíalisnra. Vill Jón t. d. lralda því f'ranr, að aðalstjórnmála- flokkar Bandaríkjanna greini ekkert á unr stefnur og að a. nr. k. annar Jreirra eigi engan rétt á sér af Jrví að Jreir viðurkenna báðir eignarréttinn? Eg er hræddur um að Bandaríkjamenn verði ekki Jóni sammála um þetta. — Franrsóknarflokkurinn og „Sjálf- stæðisfl." vilja einnig báðir vernda eignarréttinn (eða hafa viljað Jrað til Jressa,), en þá greinir Jrað mikið á í ýmsum öðrunr nrálum, að yfirleitt er ekki hægt að tala unr sameiginlega stefnu þeirra. En nreðal annarra orða: hvaða nreginstefnu fylgir Jón Pálmason nú? Eg veit að hann telur sig fylgja eignarréttarstefn- unni, senr lrann nefnir svo, en Irann styður Jró stjórn, sem er sós- íalistastjórn að 2/3 hlutum. Er ekki Jressi afstaða Irans og flokks hans nokkuð ólrrein, ef stefnurn- ar eru aðeins tvær og jafnhreinár hvor af annarri og Jón vill vera láta? , Annars var Jrað ekki ætlun nrín, að fara að ræða Jressa skoð- un Jóns Pálmasonar, Jró ástæða gæti reyndar verið til þess. Eg nefni hana aðeins sökunr þess, að hún skýrir hvað raunverulega liggur á bak við lrinar taumlausu árásir stjórnarliðsins á Franr- sóknarflokkinn og vanstillingu þess út af því, að lrann leyfir sér að vera í stjórnarandstöðu. Eg efast ekki unr, að margir flokks- bræður Jóns eru Ironum sam- mála um, að hér eigi aðeins að vera tveir flokkar: „Sjálfstæðis- flokkurinn" og kommúnista- flokkurinn. Kommúnistar ganga svo það lengra, að þeir vilja hafa hér aðeins einn flokk, nefnilega sinn eigin. Þegar þetta er athug- að, verður skiljanlegt það ofur- kapp, sem blöð aðalstjórnarflokk anna leggja á að rógbera Fram- sóknarflokkinn. Honum vilja þeir útrýma hvaðsemþaðkostar. Næst kæmi svo röðin að Alþýðu- flokknum og síðan hæfist glíman á milli komnrúnista og sjálfstæð- isnranna, og vonast Jrar auðvitað hvor fyrir sig eftir sigri. Það er þetta, senr tengir þessa tvo flokka sanran síðan 1942. En hver yrði afleiðingin, ef þessar ráðagerðir tækjust og hér yrðu aðeins 2 flokkar: kommún- istar og sjálfstæðismenn, eða þó þeir kölluðu sig þá Eignarréttar- stefnuflokk? Afleiðingin yrði óhjákvænri- lega einrœði. Það gerir J. P. sér kannske ekki ljóst, en kommún- istar vita hvað þeir syngja og hvers vegna þeir vilja Framsókn- arflokkinn fyrst feigan. Ráða svo síðar niðurlögum hinna. Reynslan sýnir að vísu, að mjög margir flokkar í einu þjóð- félagi geta riðið lýðræðinu að fullu (Þýzkaland), og að það get- ur haldizt, þó að flokkarnir séu aðeins tveir, ef á nrilli þeirra er ekki það regindjúp, að þjóðfélag- ið geti gengið sinn gang hvor þeirra senr er við völd (Banda- ríkin og Bretland á 19. öld). En ef aðeins eru tveir flokkar og ágreiningur þeirra er um þjóðskipulagið sjdlft: eignarrétt eða sósíalisnra, þá hlýtur það ó- hjákvœmilega að leiða til ein- ræðis. Segjunr að þessi tyeggja flokka skipting væri konrin á og svo færu fram kosningar. Annar hvor flokkurinn hlyti auðvitað að ná völdunum. Eru nokkrar líkur til að hann sleppti þeinr við lrinn aftur? Eg lreld ekki. Kommúnistar nrundu stórefl- ast, því fjöldi manna úr öðrum flokkunr nrundi af tvennu illu frekar styðja þá, heldur en lrarð- svíraðan íhaldsflokk, en þannig yrði andstöðuflokkur komnrún- ista vegna hinnar hörðu baráttu við þá. Það eru því mestar líkur til, að kommúnistar næðu völd- unuirr, og þeir mundu áreiðan- lega ekki sleppa þeim aftur. Þeir færu að byggja upp sitt sósíalist- iska þjóðfélag og ættu það ekki undir úrslitunr kosninga, lrvort þeir fengju að halda því áfranr eða ekki. Til lrvers væri líka að vinna að því í 4 ár og láta svo rífa allt niður, senr gert hefði verið næstu 4 ár, byrja svo aftur á nýj- an leik og þannig koll af kolli. — Slíkt þjóðfélag mundi ekki standast, og því væri eðlilegt, að kommúnistar slepptu ekki völd- um, ef þeir næðu þeim á annað borð. Þeir myndu áreiðanlega líka innleiða flokkseinræði að rússneskri fyrirmynd. Nú verður kannske svarað, að kommúnistar geti náð vöídum, þó borgaralegir flokkar séu fleiri en einn. Slíkt er að vísu hugsan- legt, en til þess eru þó næsta litl- tr líkur. Ef til er umbótaflokkur það öflugur, að yfirgangi frá hendi auðvaldsins sé haldið í skefjum, hefir kommúnisminn lítinn jarðveg og auk Jiess er manneðlið þannig, að minni lík- ur eru til að menn þyrpist í einn flokk, ef um fleiri leiðir er að velja. Reynslan sýnir líka, að meðal þjóða, þar sem miðflokkar eru öflugir, festir kommúnism- inn ekki rætur. Næðu ,,Sjálfstæðismenn“ völd- um og kommúnistar væru einu andstæðingar þeirra, yrði sjálf- sagt svipað upp á teningnum. Þeir mundu ekki sleppa völdun- um við kommúnista óneyddir. Þeir kalla sig lýðræðismenn og hefðu líklega lýðræðisform á meðan þeir væru vissir um meiri hluta, en heldur ekki lengur. — Þegar um þjóðskipulagið sjálft væri að tefla og „helgi eignarrétt- arins“, mundi áreiðanlega ekki verða átt undir kösningum, ef auðmenn Reykjavíkur væru mestu ráðandi. Þetta held eg að allir viti, þó sumir viðurkenni það ekki. Einræðistónn stjórnarblað- anna kemur af því, að verulegur hluti stjórnarliðsins er einræðis- sinnaður. Þjóðin verður því að vera vel á verði, ef hún vill við- Framhald á 6. síðu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.