Dagur - 03.05.1945, Blaðsíða 6

Dagur - 03.05.1945, Blaðsíða 6
6 Fimmtudaginn 3. maí 1945 inni. Hún virtist vera búin að kveðja drengina báða, að minnsta kosti var hvorugur með henni. Red var að ljúka við morgunverðinn þegar hann heyrði hana koma niður stigann. „Eg skal aka þér á stöðina," sagði hann. „Þess þarf ekki,“ sagði hún. „Marta er búin að panta leigubíl. Hann verður hér eftir augnablik." „Það var auðvitað óþarfi, þú máttir vita, að eg mundi gjarnan vilja aka þér á stöðina.“ „Þú mátt borga leigubílinn, ef það gerir þér eitthvað rórra.“ Hún setti töskurnar á gólfið og byrjaði að toga hanzkann af hægri hendi sinni. „Eg var rétt að segja búin að gleyma því,“ sagði hún um leið. Hún smokraði giftingahringnum fram af fingrinum. „Gjörðu svo vel,“ sagði, hún um leið og hún lagði hringinn á borð- ið hjá honum. „En þetta er þinn hringur, góða niín, og eg kæri mig ekki um hann.“ „Eg vil hann ekki heldur,“ svaraði hún. Leigubíll ók upp að húsinu. Bílstjórinn kom í.anddyrið. Ginny fékk honum töskurnar. „Bíddu augnablik, Ginny,“ sagði Red. „Hvað hefurðu sagt börn- unum?“ „Eg sagði þeim, að eg ætlaði til Duluth, til þess að heimsækja afa þeirra og ömmu." „En hvað hefurðu sagt þeim um okkur?“ „Ekkert." * „En hver á þá að segja þeim frá því?“ „Þú, auðvitað.“ „Heyrðu nú, Ginny, — þú getur ekki skilið við þdtta svona, — gengið út úr húsinu án þess að láta börnin vita---“ En hún var farin. Hún hafði snúið baki við honum meðan hann var að tala og var á leið út úr húsinu. Hún sneri sér við í dyrunum og horfði á hann. Hún brosti. „Vertu sælil,“ sagði hún, „og vona að þið verðið hamingjusöm." Hún gekk niður tröppurnar og að bílnum, sem beið últi fyrir. Red stóð enn í sömu sporunum og horfði á eftir henni. Hann hélt á hringnum í hendinni. Kveðja hennar klingdi fyrir eyrum hans: Eg vona, að þið verðið hamingju- söm. Bifreið ók heim að húsinu. Einhver opnaði hliðið og gekk upp tröppurnar, — inn í forstofuna. Eitt augnablik var öllum áhyggjum létt af honum: Það hlýtur að vera hún, hugsaði hann. Hún hefir komið afltur til þess að sækja drengina. Hún hefir séð, að það var ómögulegt, að skilja svona við þá. En það var ekki Ginny, sem birtist í dyrunum. Það var Cecilía. Hún var klædd í létt, blá gönguföt. Þau báru augnalit hennar. „Hún er farin, er það ekki?“ spurði hún. „Hún er farin og skildi drenginn eftir. Þú fullyrtir að þú mundir finna leið Itil þess að hún tæki börnin, Red.“ „Já, en hvað um það, hún tók ekki börnin. Hún er farin, Cecilía og kemur ekki aftur." „En Red--------“ Hún starði á hann, trúði honum auðsjáanlega ekki. En allt í einu varð svipur hennar harðneskjuílegur. „Henni skal samt ekki ttakast þetta,“ 'sagði hún. „Sérðu ekki hvað það er, sem hún ætlar sér? Hún ætlar að neyða þig til þess að hætta við mig.“ „Nei, það held ég ekki. Það er misskilningur hjá þér.“ „Hvaða aðra ástæðu hefir hún svo sem?“ „Hún hefir að minnsta kosti ttvær ástæður, og báðar gildar. Önn- ur er, að drengimir eigi frekar heima hjá mér, en henni.“ „Það er engin ástæða, og hvernig heldurðu að það Jíti út frá mínum bæjardyrum?“ „Heldurðu, að eg hafi ekki hugsað um það. Eg veit vel, að það gæti vel þýtt það, að þú hælttir við mig, snerir við mér baki.“ Framkoma Cecilíu breyttist skyndilega við þessi orð hans. Hún varð rólegri og varkárari. Svo það var þetta, sem Ginny ætlaði sér. Henni skyldi ekki verða kápan úr því klæðinu. Hún skyldi hvergi hopa, heldur vera kyrr og giftast Red, hvað sem á dyndi. Hún mundi geta komið drengjunurú frá sér síðar. Mikki færi í skóla og á sumarheimili, en móðir Reds mundi taka Tuma, fyrst nokkrar vikur, og síðan fyrir fullt og allt. Hún lagði handleggina um hálsinn á honum. „Nei, Red, það geri eg ekki,“ sagði hún. „Það geri eg aldrei. Og við skulum ekki hafa áhyggjur út af diengjunum. Það lagast allt saman með tíman- um. Þú skalt bíða og sjá hvað settur." Ginny hafði heyrt fólk tala um Reno allt sitt líf. Hún vissi, að þar voru hjónaskilnaðir framkvæmdir með meiri hraða en annars (Framhald). DA6UR Stór bók um líf og starf og samtíð listamannsins mikla Leonardo da Vinci eftir rússneska stórskáldið Dmitri Mereskowski, í þýðingu Björgúlfs læknis Ólafssonar er komin í bókaverzlanir Leonardo da Vinci var furðulegur maður. Hvar sem hann er nefndur í bókum, er eins og rnenn skorli orð til þess að lýsa atgerfi hans og yfirburðum. I ,,Encyclopcedia Britannica“ (1911) er sagt, að sagan nefni engan mann, sem sé hans jafningi á sviði visinda og lista og óhugsandi sé, að nokkur maður'hefði enzt til að.afkasta hundraðasta parti af öllu pví, sem liann fékkst við. Leonardo da Vinci var óviðjafnanlegur málari. En hann var lika uppfinningamaður á við Edison, eðlisfrœðingur, stœrðfrœðingur, stjörnufrœðingur og hervélafrœðingur. — Hann fékkst við rannsóknir i Ijósfrœði, liffærafra’ði og stjórnfræði, andlitsfall manna og fellingar i klœðxtm athugaði hann vandlega. Söngmaður var Leonardo góður og iék sjálfur á hljóðfieri. Enn fremur ritaði hann kynstrin öll af dagbókum, en — list hans befir gefið honum orðstír, sem aldrei deyr. Þessi bók um Leonardo da Vinci er saga um manninn, er fjölhœfastiír og afkasta- mestur er jalinn allra manna, er sögur fara af, og einn af mestu listamönnum veraldar. I bókinni eru um 30 myndir af listaverkum. H.F. LEIFTUR, Reykjavík. Tilkynning Allir þeir, sem skipta um íbúðir eða flytja í ný hús 14. maí næstkomandi, eru beðnir að tilkynna það á skrifstofu rafveitunnar eða hringja í síma 134, fyrir 14. maí n.k. svo hægt verði að lesa af rafmagnsmælum í tæka tíð. RAFVEITA AK.UREYRAR. Nýkomið: Spinat niðursoðið Súkkulaði síróp Kókómalt Hveitiklið í baukum Hafragrjón í pökkum Salatolía Maizena í pökkum Malted Milk Saltar hnetur, 55 aura pk. Þurrkaður laukur í glösum KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Nýlenduvörud. og útibú. '5í<HKHKHKHKHKHK><HKHKHKH><H><K<HKm<(<HKHKHKHKH><HKl<HÍ<H><HKl:<('. Eim'æðistónniinn í stjórnar- blöðunum. Framhald af 5. síðu halda lýðræðisskipulagi sínu. Ör- uggasta ráðið er að efla Fram- sóknarflokkinn sem mest. Jón Pálmason segir að vísu, að daguv lians muni nú að kveldi kominn og spáir flokknum skjótum dauða. En þeir lifa oft lengst, sem með orðum eru vegnir. Eg spái J. P. því, að hann eigi eftir að sjá, að sól Framsóknarflokks- ins er enn ekki komin í hádegis- ‘ stað. Hún mun hækka á lofti í 1 næstu kosningum og þó enn meir síðar. Islendingar munu og jafnan verða lýðræðismenn og fljótt reka einræðissinnaða stjórn og fylgifiska hennar af höndum ser. Bernh. Stefánsson. -NOTIÐ SJAFNAR-VÖRUR Árstíð alþýðusamtakanna. (Framháld af 4. síðu). Einkennilegt var, að enginn skyldi þó minnast á þá atvinnu- legu nýsköpun, sem sttórfelildust yrði fyrir Akureyri, ef fram næði að ganga. Steingr. Aðalsteinsson lalaði um tunnuverksmiðju, en gleymdi áburðarverksmiðjumál- inu. Hann fullyrti að Framsókn- arntenn væru f jandsamlegir ný- sköpun. Hinn 2. maí hófst aðalfundur KEA. Þar mun líka rætt um nýsköpun, ekki með glamri, heldur raunhæfum að- gerðum. Áburðarverksmiðju- mállið er þar á dagskrá. F.yfirzkir samvinnumenn ætla að taka ákvörðun um það, hvortt samtök þeirra eigi að leggja fram fé til þeirra framkvæmda. Það er þeirra skerfur til nýsköpunar- innar að sinni. Hvort mundi verkamönnum þykja þyngra á vogarskálinni, áburðarverk- smiðja hér fyrir forystu sam- vinnumanna eða plötusláttur Ölafs Thors?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.