Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 29

Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 29
 ! ANNA Á STÓRUBORG — jólabók íslenzkra kvenna !;. Viðhafnarútgáfan á hinni alkunnu sögu þjóðskáldsins Jóns Trausta um kvenhetjuna Önnu á Stóru- borg, sem setti ást sína ofar boði og banni valdamannanna. Áratugum saman hefir þessi bók verið lesin og dáð af íslenzkum konum, en hefur nú í fyrsta sinn hlotið þann búning, er hæfir henni. Sagan er prýdd mörgum heilsíðumyndumeftir Jóhann Briem listmálara. þar á meðal litmyndum, og bundin í forkunnarvandað skinnband. í! LYGN STREYMIR DON, eítir Mikael Sjólókoff I; Þetta fræga skáldverk hefir nú loks verið þýtt á íslenzku, og er það vissulega ekki vonum fyrr. Það lýsir á stórbrotinn og áhrifaríkan hátt lífi Donkósakkanna, þátttöku þeirra í heimsstyrjöldinni fyrri, !; bolsévíkabyltingunni rússnesku og borgarastyrjöldinni, sem af henni leiddi. Bókin er í tveim stórum bindum, prentuð með fallegu og skýru letri og bundin í vandað band. !| KONAN OG ÁSTIN — bók elskendanna i; Þetta er safn spakmæla um konuna og ástina allt frá fyrstu tíð. Loftur Guðmundsson, rithöfundur, liefir íslenzkað spakmælin. Þetta er falleg bók og eiguleg, sem ungir elskendur munu kunna að meta. — Frágangur allur er smekklegur og vandaður. i BÓKAÚTGÁFA GUÐJÓNS Ó. GUÐIÓNSSONAR Sextíu ára endurminning. (Framhald af bls. 16.) lag. Gengu 7 fundarmenn þegar í félagið. Þeir voru þessir: Þorbjörn Magnússon (hann andaðist næsta haust), Benedikt Einarsson, Davíð Ketilsson, Björn Jakobsson, Árni Björns- son og Þorvaldur og Jón Davíðssynir. Á fundi í ágúst var m. a. rætt um reglubundinn vinnu- tima á sveitaheimilum. Á þeim fundi var samþykkt tillaga um, að kvenfólk mætti ganga í félagið, en ekki mun það hafa notað sér þá heimild. Á fundi 11. sept. var m. a. rætt um tóbaksbindindi. Á fundi voru 9 menn, gengu 3 þeirra í algert tóbaksbindindi, en 6 í bindindi með nef- og munntóbak, og lofuðu 4 þeirra að kaupa ekkert tóbak. Á þeim sama fundi var tekin til umræðu eftirfárandi spurning: Hvernig eigum vér að lifa neyðarlitlu lifi nœstk. vetur? Utlitið var talið ískyggilegt, og orsakaðist það eink- um af slæmum skepnuhöldum næsta vor á undan. Til úr- bóta var stungið upp á breyttu mataræði, auknum viðskipt- um við sjávarbændur, betri hagnýtingu matvæla, svo sem fjallagrasa, ennfremur að stunda garðyrkju, en umfram allt meiri sparnaði. Benedikt Einarsson lagði sérstaka áherzlu á að efla af fremsta megni pöntunarfélagið (Kaupfélag Eyfirð- inga) og varna því, að kornbirgðir þrytu. Kosin var 5 manna nefnd til að skrifa kvenfélaginu um málið og leitast við að komast í samvinnu við það. Á næsta fundi í október skýrði svo nefndin frá störfum sínum og kvað kvenfélagið hafa tekið vel í mál þetta. Fundur í félaginu 30. des. tók til umræðu að hafa sam- eiginlegan fund fyrir bindindisfélagið og kvenfélagið. Yngri deild ræddi málið fyrst og vildi hafa þetta skemmtifund. Einn ræðumanna stakk upp á því, að kaffi væri þrisvar drukkið, og að með því væru 4 efilskífur, 2 pönnukökur og nokkrar lunnnur. Öðrum fannst minna nægja. Þegar málið kom til eldri deildar, þótti eigi við eiga að stofna til gleði- samkomu, sem hefði eyðslu í för með sér, þar sem félags- samtökin ættu að stefna í sparnaðarátt. Var síðan samþykkt að halda sameiginlegan fund, þar sem rædd yrðu mál, er bæði félögin varðaði, en síðan yrði einhver gleðskapur, svo sem söngur og dans. Þessi sameiginlegi fundur var síðan haldinn í Saurbæ 22. janúar 1888, og varð það úr, að hann varð aðallega skemmti- fundur að vilja hinna ungu, þar sem dansinn skipaði önd- vegið. Þó voru tvö mál tekin þar til umræðu: vörusýning og kvenréttindamálið. Voru skoðanir mjög skiptar um síðara málið. Hér þrjóta heimildir um framhaldandi fundahöld í Stíg- andafélaginu. En úr þessu átti félagsskapurinn skammt líf fyrir höndum. Örlög hans urðu þau, að hann lognaðist út af vorið 1888. Um tildrög þess er þeim, sem þetta ritar, ekki svo kunnugt, að hann geti frá þeim skýrt. En líklegt er, að einhver sundrungar- eða óánægjuandi hafi komið upp í fé- laginu, sem hafi orðið því að fjörtjóni. Nú eru nálega allir þeir, sem þátt tóku í þessum félags- skap, horfnir af sjónarsviði lífsins og komnir undir græna torfu. Eftir lifa aðeins örfáir unglingar, sem þá voru, en eru nú gamlir fauskar, sem brátt falla. JOLABLAÐ DAGS 27

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.