Dagur - 24.12.1949, Blaðsíða 23

Dagur - 24.12.1949, Blaðsíða 23
IÓLABLAÐ DAGS 23 3að, að ég kynni að villast a£ réttri eið, el ég liéldi áfram, gerði það að verkmn, að ég tók skyndilega þá 'ikvörðun að snúa við. Eg trevsti aví, að ég niuhdi geta náð Drykkj- uhólunum, og úr því var liægt að fylgja ánni til byggða, e£ annar veg- vísir væri huiinn sakir dimmviðris. Þ.egar ég sneri við, gætti ég þess ekki að bincla við migskíðin. Neðst í Skarðsbrekkunni rasaði ég og missti £rá mér annað skíðið. Hyarf það eins og örskot út í hríðina.og myrkrið, og datt mér ekki í hug þá, að ég mundi sjá það aftur. Samt fór ég á eftir því niður brekkurnar og var þá svo heppinn að finna það í alldjúpri laut suður af Þumlungs- brekku. Má segja, að heppnin væri þó með mér, þrátt fyrir allt. Ég fór nú út á hólinn, sem varð- an stóð á og fyrr er nefndur, og hugsaði ráð mitt. Óttinn, sem hafði gripið mig, er hríðin skall á, var nú að mestu horfinn, og ákvörðunin að halda aftur ofan í Stíflu, var einnig rokinn út í veður og vind. En nú datt mér nýtt í hug. Var ekki réttara að setjast að hérna, þar sem ég þekkti mig, heldur en að ráfa eitthvað og eiga kannske á hættu að villast af réttri leið? Ég settist því þarna að, reif viirð- una og hlóð mér skjólveggi með gafl við höfðalag. Milli þessara veggja sýndist mér ráðlegt að liggja um nóttina, þar sem ekki virtist við- lit að ganga um gólf vegna veður- ofsa. Seinna um kvöldið minnkaði heldur snjókoman, en sarna veður- hæðin hélzt mestan hluta nætur. Eftir að hafa búið um mig eftir föngum, lagðist ég niður í hina ómjúku og köldu hvílu. Reyndi ég að vefja um mig svo sejn hægt var þeim fötum, er ég hafði meðferðis. Alla þessa nótt skalf ég eins og hrísla í vindi, enda var ég illa fyrir kallaður, rakur í fætur og sveittur af að kala liinar erfiðu brekkur. Er þetta sú lengsta nótt, sem ég hef lif- að, og óska ekki að lifa aðra eins. En sálarró mín var í bezta lagi, og leið mér að því leyti vel. Var ég alltaf öðru livoru að raula lagið, sem getið er hér að frantan, og ég heyrði á dansleiknum í Sténa-Holti. í dögun fór að birta til, og er orð- ið var bjart af degi, var komið sæmilegt lerðaveðáir. Fór ég nú að búast af stað, en þá voru hendu.r mínar syo doliiar af kulda, cinkum sú vinstri, að ógerningur reyndist að koma fötunum ofan í pokann, enda orðin meira og minna frosin. Varð ég því að skilja þau eftir þarna, og velti ég grjóti ofan á, svo að ekkert skyldi fj.ú.ka, þar til það næðist. Bar nú ekkert til tíðinda þar sem eftir var leiðarinnar, og kom ég nið- ur að Klaufabrekkum í Syarfaðar- dal um morgunverðartíma. Á Klaufabrekkum bjuggu þá hjónin Sólveig Sigtryggsdóttir og Árni Árnason, er síðar fluttust að Brekkukoti í sömu sveit og búa þar enn (1949). Ekki er líklegt, að ég gleymr þeim viðtökum, sem ég fékk þá á því mæta heimili, — eins og reyndar bæði fyrr og síðar. — F.r mér það sérstaklega minnisríkt, hve Sólveig brá fljótt við, er hún frétti, hyar ég hafði gist um nóttina. Dreif lnin mig strax ofan í .réim og ldúði að mér. eftir beztu gelu. Nokkuð kól mig á vinstri hendi, en að öðru leyti var ég orðinn al- hress um kvöldið, og fór ég ]rá rit í Hreiðarsstaðakot, þar sem ég hafði nokkra viðdvöl, áður en ég hélt heim. Þess skal að lokiun getið, að Björn Arngrímsson, verzlunarmað- ur á Dalvík, sem þá var vinnumað- ur á Klaufabrekkum, bauðst tjl þess að sækja farangur minn vestur á vörðuhólinn. Var það upphafið á kunninngsskap okkar, sem æ síðan hefur haldizt með ágætuin. • Gjöf, sem gleðnr litlu systur Drengir, sem eiga litla systur, vita að það kærkomnasta, sem hægt er að gefa henni, er bréiða. Næst á eftir brúðunni kemur brúðuréunið, vegna þess að litlu „mömmu" þykir svo óumræðilega gaman að geta háttað börnin sín á kvöldin, biiið um þær og vaggað þeim í svefn. Ef þig langar til að gleÖja litlu systur þína, og það langar til eflaust til, þá geturðu reynt að smíða litl.a ruggu handa brúðunni hennar, Mundu að athuga vel stærð brúð- unnar, áður en þú byrjar á verkinu, og ruggan þarf vitanlega að vera nokkuð lengri en bréiðan. Á gafl- ana er máluð lítil rós með vatnslit- um, qg lakkað ylir. Einnig má líma fallegar glansmyndir á gaflana og lakka yfir með glæru lakki. Þú getur verið viss um, að litla systir verður stórhrifin, þegar þú færir henni gjöfina. Eiginkonan var að hæla manni sínum fyrir það, í eyru vinkonu sinnar, að hann væri hættur að reykja. „Til þess þarf mcira en lítinn vilja- kraft,“ sagði vinkonan. „Vissu]ega,“ svaraði eigmkonan. „En þann viljakraft hef eg einmitt.“ ★

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.