Dagur - 07.03.1953, Blaðsíða 2

Dagur - 07.03.1953, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardaginn 7. marz 1953 Urðamenn og Árnfríður Anna Sigurhjartardóttir Urðir í Svarfaðardal voru lengi fyr á tímum nafnkennt höfuðból. Þar bjó Þorsteinn lögmaður Eyj- ólfsson, þar bjuggu é stundum umboðsmenn Hólastólsjarða, enda umboðið kennt við staðinn og nefnt Urðaumboð.. A 18. öld bjó á Urðum Lárus sýslumaður Scheving, og frá Urð- um var Jón Jónss. seinna sýslum. Isfirðinga. Var og nefndur Urða- Jón á skólaárum sínum (d. 1826). Og þó að virðing og vegur Urða sigi allmjög til horns síðar, þá var það þó samt svo, að á Urðum bjuggu lengst af bændur í heldri röð, um atgerfi, rausn og fjárhag. Árið 1861 kom að Urðum mað- ur sá, er Jóhannes hét, hann var Halldórsson frá Grýtubakka í HÖfðahverfi. Kona hans vár Anna Guðlaugsdóttir hreppstjóra og bónda í Svínárnesi á Látraströnd, Sveinssonar. Systir Onnu var Þór- ey Guðlaugsdóttir á Munka-Þverá og móðir Stefáns Jónssonar hins kunna manns, er lengi bjó á Munka-Þverá Eg hefi einhvers staðar séð frá því skýrt, að Jó- hannes Halldórsson væri Þingey- ingur í föður- og móðurætt, en svo var ekki. Halldór bóndi á Grýtubakka var bóndasonur af Ufsaströnd, sonur Páls á Karlsá Siguðssonar, og rekja fræðimenn þá ætt til Nikulásar prests á Ufs- um, Þormóðssonar, en Nikulás prestur var síðar príor á Möðru- völlum og kemur við gerninga og dóma frá þeim tímum. Það er vafalaust, að þau Jó- •hannes Halldórsson og Anna Guð- laugsdóttir áttu til góðra ætta að rekja. Hins vegar falla ekki vitnis- burðir eða sagnir á þá leið, að með yfirburðum væri búskapur þeirra á Urðum fram yfir það, sem gerðist og gekk á betri heim- ilum í Svarfaðardal í þá daga. Jóhannes Halldórsson andaðist um 1873 eða líklegast það ár. Anna Guðlaugsdóttir, ekkja hans, hélt við búi á jörðinni fyrstu fáein árin eftir andlát manns síns. Eftir það er fleirbýli á Urðum um nokk- ur ár, og höfðu þeir Urðabændur á tímabili heldur stutta setu á hin- um fornfræga stað. Skömmu eftir 1880 fór að búa á Urðum Sigurhjörtur Johannes- son. Hann var eitt af börnum þeirra Jóhannesar Halldórssonar og Önnu Guðlaugsdóttur. Litlu fyrr en hér var komið, hafði Sig- Urhjörtur kvænzt og gehgið að eiga Soffíu Jónsdóttur frá Litlulaugum í Þingeyjarsýslu. Soffía var í föð- urætt af sama bergi brotin og þeir bræður Þorbergssynir, Jón H., bóndi á Laxamýri, Hallgrímur fjárræktarfræðingur og Jónas út- varpsstjóri (stundum nefnd Hraun- kotsætt). Soffía Jónsdóttir átti og kyn að rekja til Halldórs Brynj- ölfssonar Hólabiskups. Hafa að vísu ýmsir kasta, óvirðingarorð- um að Halldóri Brynjólfssyni, en til eru fyrir því gild söguleg rök, að hann nennti bæði að hugsa og starfa hinn stutta tíma, er hann naut lífs og heilsu í biskupssæti á Hó’um. Þeir Víðivalla- éða Miklabæjarbræður, Jón, Pétur og Brynjólfur, synir Péturs prófasts og Þóru Brynjólfsdóttur, áttu Hall- dór Brynjólfsson að langafa, og verður ekki séð að þeim yrði það ætterni að farartálma, og þrátt fyrir það, þótt illa tækist til með þýðinguna á „Ponta“ gamla. Sá er þetta ritar, man lítið og óljóst eftir Soffíu Jónsdóttur. En fyrir því hefi eg fulla vissu, að hún þótti hér í Svarfaðai'dal. um fríðleika og kvenlegan þokka í fremstu röð og eftirsóttur kven- kostur. í minningargrein sem skrifuð var hér í Svarfaðardal um Sigfús Sigurhjartarson alþm. í Reykjavík er persóna og manngildi Sigur- hjartar Jóhannessonar tekið til greina lítilsháttar. Sigurhjörtur mun hafa byrjað búskapinn með heldur litlum efnum. Var þá og illæri í landi eitt hið mesta er frásagnir greina. Sigurhjörtur var óupplýstur alþýðumaður og enginn var kostur þess að hann bjargaðist við bók- menntir eða arðgæf störf þeirrar tegundar. Hann var ekki hagleiks- maður á smíði, eða kunnáttumað- ur um handiðnir fram yfir það sem algengt var á þeim árum. En heilbrigt mannvit, gjörhygli og geðstyrkur, bjó hann þeirri far- heill hverju sinni, er dugði til hlítar í áfangastað og verður þó ekki sagt að ætíð léki honum vor í faðmi. Sigurhjörtur Jóhannesson varð sjálfseignarbóndi á ábýli sínu, og það var hann, er hóf reisn Urða á ný, er lengi hafði niðri legið. Á hans búskaparárum verða Urðir aftur að nafnkenndum stað og mannmörgu myndarheimili. Þang- að fara að leita til áningar og nátt- staðar vandlátir ferðamenn úr fjar- lægum landshlutum, og oft og ein- att hinir sömu menn aftur og aft- ur, sem bendir til þess, að eigi hafi þeim þótt neyðarkostur að hvíla í skjóli og umráðum Urða- bóndans. Þess er full nauðsyn, enda rétt- lætfsmál, að orðfæra athafnir manna, þær er til sæmda horfa, og eins fyrir það, þó, sveitabóndi eða óbreyttur. alþýðúmaður hafi staðið að starfi. Arnfriður Anna Sigurhjartardóttir. Hún var fædd á Urðufn í sept- ember 1884 og dóttir Sigurhjartar Jóhannesarsonar og fyrri konu hans, Soffíu Jónsdóttur. Er þeirra getið hér að framan. Arnfríður Anna ólst upp fyrstil batnsárin með foreldrurn sínum, en eftir fré- fall móður sinnar var hún með föður sinum og stjúpmóður, Frið- riku Sigurðardóttur frá Draflastöð- um, Friðrika reyndist í hvívetna hin merkasta kona, og mun særðri barnslund hafa orðið umönnun hennar mikilvæg úrbót. Arnfríður átti 4 alsystur og 2 hálfsystkyni, er upp komust. Á uppvaxtarárum sínum og raunar langt á aldur fram var hún í föður- garði og víðast í Svarfaðardal nefnd „Fríða á Urðum“. Fríðu- nafnið varð flestum geðfellt og í einkennilega mikill samhljóðan við útlit, vallarsýn og framkomu æsku- reifa unglingsins, gjafvaxta kon- unnar og síðar húsfreyjunnar á Hofi. Sýnt þótti snemma, að Fríða á Urðum mundi verða falleg stúlka, og þá er hún varð full- mótuð og þroskuð, kona, urðu lík- urnar að veruleika og staðreynd, er ekki hvikuðu um fet. Á yngri árum gekk Arnfríður Anna í kvennaskóla á Akureyri, og eftir það hafði hún klæðasaum til ígripa um nokkurn tíma. Að öðru leyti vann hún heima á Urð- um á búi föður síns að mestu leyti. Liðtæk í bezta lagi að hverju starfi sem hún gekk, og hvers manns hugljúfi, svo að orð fór af. En bjó þó yfir þeirri framkvæmd, úrræð- um og skörungslund, sem hverj- um einstaklingi þyrfti tiltæk að vera á baráttuvettvangi mannlífs- ins. Þannig liðu árin og áratugir. Arnfríður Anna var ógift og þótti með ólíkindum um svo geðþekka og glæsilega konu. í nóvember 1924 giftist Arn- fríður Anna og gekk að eiga Jón Gíslason á Hofi, og hefi ég fyrir satt, að hún væri þá vel fertug að aldri. Og nú hvarf hún á brott al- farin úr föðurhúsum. Með þeim Jóni og Arnfríði var miseldri allmikið (16 ár). Hefir slíkt á stundum valdið örðugleik- um í sambúð hjóna, jafnvel hjú- skaparslitum. Hér vandaðist ekki málið af þeim orsökum. Geðhöfn beggja, drengskapur og lífsblær kom til mótvægis aldursmun og afleiðingum hans. Var og Arnfríð- ur Anna, þegar hér var komið, unglegri að ásýnd en árum og sást eigi á, að fölskva slæi á þokka hennar og þrek. Varð því sambúð þeirra Jóns og Arnfríðar alla stund hin ágætasta, svo að ástúð og sam- þykki varð hvorugu laust í hendi og entist til hlítar á meðan bæði lifðu. Þess skal einnig geta, að tengdir og sifjar þar á Hofi tókust hið bezta með gagnkvæmum skiln- ingi, er samofið varð heimilislífi og störfum þess. Það má ef til vill segja, að Arn- fríður Anna væri ráðin og reynd, þegar hún lyfti fæti sínum og steig í eiginkonu- og húsfreyjusessinn á Hofi. Það varð heldur ekki séð, að breyttist skapgerð hennar, vinnubrögð og háttsemi, þó að hún tæki við forráðum á sjálfs sín búi. Hún hélt hinu sama fram og áð- ur, létt í máli, glaðvær og öðlingur í skapi, samúðarsöm og góðviljuð, Gestrisin og góð viðtakna hverjum, sem að garði bar, og fór um það lítt að mannvirðingum. Af öllu þessu varð hún svo vinsæl, að eg man eklci til þess að hafa nokkurn tíma heyrt kastað að henn ámælis- orðum, Arnfríður Anna var engin hispurskona, en þó smekkvís og alláhrifanæm. Var og eitthvað í fari konunnar, er minnti á nótt- leysu, sólfar og ljúfan vorþey. Og þegar eg rek þráð minninganna um Arnfríði Onnu, kemur mér í hug, að þá er hún hvarf af þessum heimi, hafi hún borizt inn á æsku- lönd þeirrar tiiveru, er eg fyrir mitt leyti get þó hvorki skynjað eða skilið. Börn þeirra Jóns Gíslasonar og Arnfríðar voru 2 drengir, Gísli og Sigurhjörtur. Sá síðarnefndi and- aðist ungt barn, en Gísli leggur stund á norræn fræði við háskól- ann í Reykjavík. Þar að auki gengu þau í foreldrastað 2 fóstur- sonum, Pálma Péturssyni, kennará í Reykjavík og Agnari Auðunn Þorsteinssyni, er enn dvelur með fóstra sínum á Hofi. Snemma á síðastliðnu vori veikt- ist Arnfríður Anna og var litlu síðar flutt á Landakotsspítalann í Reykjavík. Eftir nokkra dvöl þar var hún flutt á sjúkrahús í Kaup- mannahöfn. Þaðan kom hún aft- ur, og hafði engan bata fengið. Var hún þá aftur lögð á Landakots- spítalann og lá hún þar, oft þung- lega haldin, það sem eftir var sum- ars og fram á haust. Var hún enn send með samþykki hennar til Hafnar, og þar andaðist hún 12. nóvember siðastliðinn, 68 áta að aldri. Mér er sagt af þeim, er vel mega vita, að sjúkdóm sinn og þrengingar bæri Arnfríður Anna með hugprýði og hetjulund. Hún hafði fyrr og síðar leitazt við, að greiða þann höfuðstól er henni var í öndverðu í hendur fenginn. Hún hafði varið mála sínum vel með hreinskilni rf)g refjalaust. Hún hafði ætíð verið vinnuglöö, bar gott hjarta og bjó Efnileg listakona Tónleikar Elísabetar Haraldsdóttur í Nýja-Bíó Frk. Elísabet Haraldsdóttir prófessors Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn heimsótti Akureyri í annað sinn nú í vikunni og hélt hér ágæta píanó tónleika í Nýja- Bíó sl. þriðju- dagskvöld áveg- um Tónlistarfél. Akureyrar Síð- an hún var hér fyrr, hefur hún numið mikið, í Kaupmannahöfn og París, hefur „debuterað" á opinberum hljóm- leikum í Danmörk og hlotið upp- örvunarorð frá gagnrýnendum þar. Ekki munu íslenzkir áheyr- endur vilja draga úr því. Þessi glæsilega unga stúlka vann hug og hjörtu Akureyringa á hljóm- leikunum hér með smekkvísum og ágætum píanóleik og virðu- legri og fágaðri framkomu. Efnisskráin var e. t v. dálítið þunglamaleg fyrir smekk þessa bæjar, a. m k. fyrri hlutinn. En það kom strax í ljós í Beethoven- sónötunni (óp. 110) að ungfrúin er furðu þroskaðu listamaður. En það háði henni allan tímann, að hljóðfærið er svo lélegt orðið, að það er ósamboðið listamönnum til hljómleikahalds. Áheyrendur fengu að sjá það og heyra í þetta sinn t. d., að ein nóta konsert- hljóðfærisins svaraði alls ekki! Er þetta óviðunandi ástand með öllu. Sónötu Mozarts lék hún létt og leikandi og af skemmtilegum galsa, en þó náði leikur hennar hæst á þessum hljómleikum í verkum frönsku meistaranna De- bussy og Ravel Leikur hennar var þar blæbrigðaríkur og eink- ar skemmtilegur og hreif áheyr- endur Hið sama má raunar segja um Chopin-verkin, sem voru síð- ast á efnisskránni, það var glæsi- bragur á þeim leik. Að lokum lék ungfrúin tvö aukalög. Áheyrend- ur — og þeir voru ánægjulega margir — klöppuðu henni ákaft lof í lófa og margir blómvendii' bárust. Góðar óskir fylgja þessari mjög efnilegu listakonu er hún hverfur héðan. — A. Athugasemd f síðasta Degi, 4. þ. m., var ágætur og all-ítarlegur leikdóm- ur um leikför Þjóðleikhússins hingað til Akureyrar, með sýn- ingar sjónleiksins Rekkjan. Eitt atriði í grein þessari er ekki rétt og vildi eg mega gera við það dá- litla athugasemd. Þar sem skýrt er frá leikstjórn IndriðaWaage, er sagt að hann hafi haft á hendi að svo haglega að göfgið óx hverj- um manni í nærveru hennar. Hún kunni að lifa og hafði lifað vel, og hana brast ekki þor til að líða og deyja. Runólfur í Dal. leikstjóm í hinni för Þjóðleik- hússins hingað (með Brúðuheim- ilið á sl ári). Það sanna er, að Haraldur Björnsson undirbjó sýningu leiksins í Rvík, þar til norska leikkonan, Tore Segelcke kom til landsins og tók þá við leikstjórn Brúðuheimilisins, og lék jafnframt aðalhlutverkið, Noru, svo sem kunnugt er. — Indriði Waage lék hins vegar dr. Rank. — H. Vald. 65 ára í dag: Frk. Krisfbjörg Jónafansdóftir kennari Hún er fædd að Birningsstöð- um, en hefur alið mestan aldur sinn á Akureyri. Hún lauk gagn- fræðaprófi 1908 og kennaraprófi 1910 og gerðist þá kennari. Hún stundaði framhaldsnám í Skot- landi um skeið og sótti jafnan hin norrænu kennaramót, til þess að fylgjast sem bezt með framförúm og nýjungum í skólamálum. Hún er því mjög vel menntur kenn- ari, enda reyndist hún prýðisvel í því starfi, gekk að því með trú og dyggð og fórnfúsu hugarfari. Frk. Kristbjöfg stárfaði um áratugi af miklum dugnaði á Ak- ureyri. Hún var lengi ein af for- ystukonum Hlífar og form. Samb. norðl. kvenna var hún um skeið. Hún vann einnig mjög ötullega að stofnun Kristneshælis, og var þá sæmd riddarakrossi Fálkaorð- unnar. Frk. Kristbjörg vaf í meir en hálfan þriðja áratug kennari við Barnaskóla Akureyrar. Hún á því hér fjölda nemenda og munu margir þeirra, ásamt gömlum starfsfélögum við skólann hugsa hlýtt til hennar í dag, og biðja henni blessunar. Frk. Kristbjörg dvelst nú á elliheimilinu í Skjaldarvík. Leikfélag Húsavíkur sýnir Skugga-Svein Leikfélag Húsavíkur hafði frumsýningu á Skugga-Sveini Matthíasar Jochumssonar nú í vikúnni og þótti sýningin í alla staði vel takast. Júlíus Havsteen sýslumaður er leikstjóri. Aðal- leikendur eru: Helgi Bjarnason, leikur Skugga-Svein, Ketil leik- ur Kristjári Ólafsson, sýslu- manninn Birgir Steingrímsson, Harald léikur Ari Kristinsson, Jón leikur Haraldur Gíslason, stúdentana þeir Eysteinn Sigur- jónsson og Bjarni Sigurjónsson, Sigúrð í Dal leikur Mikael Sig- urðsson, ÖgmUnd leikur Einar M. Jóhannesson, Guddu leikur frú Oddfríður Skúladóttir,. Gvend smala Ingimar Jónsson og Ástu leikur frú Birna Björnsdóttir og vakti leikui' hennar sérstaka at- hygli. Var leikendum og leik- stjóra ágætlega fagnað á fr'um'- sýningunni af fullu húsi áhorf- enda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.