Dagur - 28.10.1953, Blaðsíða 6

Dagur - 28.10.1953, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 28. okíóber 1953 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Iðnaður og aðstaða úti á landi ÞESS ERU NOKKUR dæmi nú á þessu ári, að iðnaðarmenn hér á Akureyri hafa tekið að sér verk- efni í öðrum landsfjórðungum og leyst af hendi, og eins hafa fyrirtæki í öðrum landshlutum fengið iðn- aðarfyrirtækjum hér verk að vinna, ýmist vegna þess, að orð fór af þeim fyrir vandaða vinnu og fyr- ir hófsamlegt verð, eða að tilboð þeirra reyndust, er á hólminn kom, hagkvæmust. Þetta er allt saman gleðilegur vottur um hæfni og þrótt iðnaðarins hér í bænum og vissulega hafa þessir landvinningar orð- ið til þess að draga nokkuð úr þeim áföllum, sem al- mennir erfiðleikar íslenzks iðnaðar hefðu annars búið iðnaðinum hér. Þetta minnir þá líka á stað- reynd, sem vert er að halda á lofti. Allur iðnaður þarf að þróast og vaxa um alllangan tíma til þess að ná nokkurri fullkomnun. Það er reynsla erlendis, þar sem iðnaður stendur á mjög gömlum merg, að það tekur langan tíma að ala upp góða iðnaðarmenn. I ýmsum greinum byggist hæfni og kunnátta í iðn- aði á langri þróunarsögu. Maður hefur tekið við af manni, kynslóð fram af kynslóð, meistarar hafa kennt sveinum fagið og það hefur verið fullkomnað með hverjum nýjum ættlið. Ýmsir smábæir í iðnað- arlöndum, t. d. á Bretlandi, þykja skara fram úr í iðngreinum vegna þess að iðnaðurinn þar á langa sögu og fagmennskan hefur þróast á Iöngum tíma. Það er ástæða til að ætla, að Akureyri sé að skapa sér nokkra sérstöðu hér á landi einmitt með kunn- áttu iðnaðarmanna sinna í ýmsum greinum. Iðnaður hér á sér þegar alllanga sögu og dýrmætt reynslu- tímabil er að baki. I sumum greinum var hér unnið brautryðjandastarf. Hér eru nú unnar iðnaðarvörur, sem ekki eiga sinn líka hér á landi. Til dæmis er ýmislegt af þeim vefnaði, sem Gefjun setur nú á markaðinn, fullkomnara og betra en áður hefur þekkzt á landi hér. Þar er ekki aðeins það að ræða, að hér er starfandi stærri hópur ágætra fagmanna í vefnaði og ullariðnaði almennt en annars staðar á landinu. Fyrir stórhug samvinnusamtakanna hefur tæknileg aðstaða til þessa iðnaðar verið gerð full- komnari hér en áður hefur þekkzt. Hin nýja Gefjun er stærsta og glæsilegasta iðnaðarfyrirtæki á land- inu og ýmsar þær framleiðsluvörur, sem hún sendir nú á markað, sýna, að stórt skref hefur verið stigið til fullkomnunar þessa iðnaðar og nýir möguleikar til atvinnuaukningar og efnahagslegrar upplyftingar eru fyrir hendi. Þessi sögulega þróun iðnaðar og fagþekkingar hér, ásamt iðnaðarframkvæmdum samvinnufélaganna, hafa skapað bænum aðstöðu til þess að verða í framtíðinni mikilvæg iðnaðarmið- stöð, ef aðrir og annarlegir hagsmunir fá því ekki ráðið, að iðnaðinum úti á landi verði hrundið til baka og máttarviðum kippt undan honum. Og því þurfa bæjarmenn hér sérstaklega að gefa gætur. ÞAÐ HEFUR komið í ljós á síðustu tímum,, að til eru fram á menn á þjóðarskútunni, sem ekki skilja þessa þróun né gildi þess, að iðnaður og at- vinnurekstur úti á landi sé efldur til muna. Það hef- ur t. d. heyrzt, að fráleitt sé að efla iðnað úti um byggðir landsins ef sá iðnaður þarf að verulegu leyti að byggja á markaðúium við Faxaflóa. Þeim er þyrnir í augum það fjármagn, sem hefur verið fest í verksmiðjum hér og telja að það hefði betur verið komið í vélar og hús í höfuðstaðnum. Þessum mönnum vex í augum flutningskostnaður og ýmis önnur aðstaða, sem erfiðari er úti á landi en í höfuðstaðnum. Sú að- staða, sem siglinga- og innflutn- ingsverzlunarfyrirkomulagið er bú- in að fá höfuðstaðnum, er með öðrum orðum notuð sem röksemd gegn iðnaðinum úti á landi. Það er þess vert að vekja athygli á þessu og gjalda varhug við því. Það er rétt, að núverandi skipan sam- göngumála er hinn mesti fjötur um fót innlendum iðnaði, en þessi skipan er stórgölluð og óréttlát. Lausnin á málunum er ekki sú, að leggja iðnaðinn hér og annars stað- ar úti á landi undir höfuðstaðinn, heldur að nema burtu verstu agnú- ana á verzlunar- og siglingafyrir- komulaginu og jafna þannig að- stöðuna. SAMVINNUFÉLAGSSKAPUR- INN hefur verið brautryðjandi í verksmiðjuiðnaði í stórum stíl úti á landi. Með þeirri starfsemi hef- ur verið 'lagður fram mikilvægur skerfur til þess að jafna aðstöðuna í landinu og skapa heilbrigðara efnahagslíf. Síðustu framkvæmdir samvinnufélaganna í iðnaðinum sýna ótvírætt, að þessi stefna er óbreytt. Samvinnufélögin leggja nú í dag líka fram stærsta skerfinn til þess að breyta einokunarfyrir- komulagi siglinganna í réttlátara horf. Allt þetta er mikill stuðning- ur við málstað fólksins úti á landi og þá ekki sízt við hagsmuni Akur- eyrar. Þegar þessa alls er minnst, er næsta furðulegt, hve andstæð- ingum samvinustefnunnar verður vel ágengt að villa fólki sýn á því, í hverju hagsmunir þess eru fólgn- ir. Það eru einmitt stórfram- kvæmdir samvinnufélaganna á sviði iðnaðar, sem nú eru helzta brjóstvörn fólksins gegn flótta fólæli og fjármagns til Faxa- flóahafnanna. Þessa brjóstvörn þarf að efla og styrkja. Allir þeir, sem við iðnað fást, þurfa að gera sér ljóst, hvaða öfl eru að verki í þjóðfélaginu og hvert takmark þeirra er. Þessi málefni verða ekki að- skilin frá átökunum á hinu póli- tíska sviði. Það er sjálfsblekking að ætla, að þau pólitísku öfl, sem leynt og ljóst stefna að því að flytja vald og fjármagn í hendur hagsmunasamtaka í höfuðstaðnum, muni nokkru sinni styðja þessa sjálfsbjargarviðleitni fólksins úti á landi. Það er heldur ekki um það að ræða í dag, að leysa vandamál- in með erlendum kredduvísindum eða fjarlægum draumórum um eitthvert fullkomið stjórnarkerfi. Það sem um er að ræða er fram- kvæmdastefnan í dag. Fyrir sundr- ungu á fólkið úti á landi of lítinn þátt í að móta hana. Því er hægt að breyta ef menn þekkja sinn vitj- unartíma. Og sennilega skortir landsmenn ekkert fremur nú en þá þekkingu. FOKDREIFAR Skrítin nafngift. í EINA TÍÐ talaði Alþýðubl. jafnan um útgerð Utgerðarfélags Akureyringa h.f., sem „bæjarút- gerð“, og var það skiljanlegt, því að ágætur hagur hlutafélagsins hér átti að varpa Ijóma á uppáhalds- rekstursform kratanna, sem stóð höllum fæti annars staðar á land- inu. En skörin er farin að færast upp í bekkinn þegar sjálft heild- salamálgagnið, Vísir, tekur þessa nafngift upp eftir Alþbl. og nefnir Útgerðarfélagið „bæjarútgerð“, í fréttaskeyti frá Ak. 19. þ.m. Það er réttmætt að andmæla þessari nafngift, því að það má einmitt telja sérstakt happ, að kreddu- menn sósíalismans fengu ekki gert togaraútgerðina hér að pólitísku bitbeini og bæjarútgerð. Það rekst- ursform, sem hér er viðhaft, hefur gefizt vel, en það er þannig vaxið, sem kunnugt er, að einstaklingar, ýmis fyrirtæki og samvinnufélög hafa lagt fram helming hlutafjár í Útgerðarfélaginu, en bærinn helm- inginn. Á þetta form var einmitt bent hér í blaðinu, alllöngu áður en Útgerðarfélagið var stofnað, er bæjarútgerðarkröfur kreddumann- anna voru háværastar. Það hefur gefið svo góða raun, að fullvíst má telja að mikill meirihluti borg- aranna vilji ekki breyta til og ekki framar ljá eyru skrafi sósíalista um bæjarrekstur. Sporin frá Siglufirði og Vestmannaeyjum hræða, og svo hafa menn fyrir augunum alla daga ársins hraðann og snilldina í daglegum framkvæmdum bæjar- félagsins sjálfs. „Mál einu fjandþjóðarinnar....“ SUMIR glákomblindu komm- únistarnir eru orðnir svo illa haldnir af rússneskum áróðri, að þeir mega ekki heyra enska tungu lengur án þess að úthverfast, eða jafnvel ekki engilsaxnesk lög, svo að þeir sjái ekki fjandann málað- ann á vegginn .Kominform-blaðið í Reykjavík birtir annað slagið þátt um útvarpið og á að heita út- varpsgagnrýni. Þáttur þessi er stundum ágætt sýnishorn af því, hvernig mælistika „flokksins“ er lögð á alla hluti. Aðeins eftir slíka mælingu geta kommúnistar ákveð- ið með sjálfum sér, hvort hlutirnir eru góðir eða vondir. Allir komm- únistar, semi koma fram í útvarpi, eru afbragð í þætti þessum, eins allt efni, sem frá þeim kemur, en hinir eru af öðru sauðahúsi og fá aðra meðferð. Ofstækið keyrir stundum alveg úr hófi. Sýnishorn: Islenzk danshljómsveit kom fram í útvarpi um fyrri helgi. Dægur- lagasöngvarar komu fram með hljómsveitinni og sungu dægurlög við enska texta. Fyrir þetta fengu þeir eftirfarandi eftirmæli í Þjóð- viljanum: „. . . . Mest voru þeir (þ. e. ,,slagararnir“) á máli einu fjandþjóðarinnar, sem við eigum, og stúlkurnar viku aldrei frá því heygarðshorni, piltarnir höfðu frekar til að bregða sér í Norður- landaslagara, sem eru þó sannar- lega miklu mannlegri í öllu sínu æði en engilsaxneski skepnuskap- urinn, sem er svo átakanlega við- bjóðslegur.... “ Hún er ekki þunnt smurð á, rauða leðjan á gleraugunum þessa prédikara nú fremur en endranær. Hentugt leikfang. Árni M. Rögnvaldsson, skóla- stj., skrifar blaðinu: „FYRIR STUTTU var mér lit- ið inn á húsgagnaverkstæðið Val- björk h.f. á Akureyri. Sá eg þar nokkrar svartmálaðar töflur og áttu þær að vera handa smábörn- um í heimahúsum. Eiga þær að vera til sýnis og sölu í verzlun Valbjarkar í Hafnarstræti 96. Eg vildi með örfáum línum vekja athygli foreldra á töflum þessum, því að þær eru í senn bæði leikfang og kennslutæki, hentugt og skemmtilegt. Eg þykist (Framhald af 6. síðu). | I ± & I & ± VALD. V. SNÆVARR: ■r S'.'- I Þegar þysinn liljóðnar. 1 Eg vil fylgja þér, hvert sem þú fer. — Lúk. 9, 57. — Möré höíum vér lesið skáldsöéuna „I FOT- t I f 1 ít- SPOR HANS“ eítir prestinn Ch. M. Sheldon. X © Sagt er, að kirkjusóknin hafi verið ærið dauí ® hjá honum, og að það hafi valdið honum sorgar. ® ‘ Þá tók hann það til bragðs að semja þessa 9 £ skáldsögu og lesa hana í stólræðu stað á helg- & ! um dögum. — Fólk tók að fjölsækja kirkju til % hans. Menn vildu ekki fyrir nokkurn mun missa £ T af sögunni. Fyrst hefur forvitnin sennilega 4- ® dregið fólk að kirkjunni, síðan sagan sjálf og seinast boðskapurinn sem hún flutti. — Megin- © efni sögunnar er, að sýna fram á hvernig færi, ^ I e/ menn almennt og af fullri alvöru tækju að jt- g, fyléja Kristi í einkalífi sínu og starfslíti. Því S 'v væri ekki að leyna, að árekstrarnir gætu orðið £ margir og harðir og byltingarnar róttækar, en g ^ hitt sýnir höf. líka svo skýrt sem verða má, að £ upp úr þeim skapaðist nýr og betri heimur og fegurra mannlíf. Spurningin, sem höf. lætur -> valda öllu umrótinu, er þessi: „Hvað rnyndi Kristur gjöra í mínum sporum?“ Niðurstaða ^ höf. er sú, að væri Kristur spurður ráða og að ® hans dæmi farið, myndi margt breytast og allt <3 til hins betra, — bæði í lífi einstaklinga og £ þjóða. Þetta er laukrétt. — Kristur hefur enn ^ lifað lífi sínu hér á jörðu fullkomlega eftir Guðs ý vilja. „Hann drýgði ekki synd og svik voru ekki “ fundin í hans munni.“ Hjá honum er því beztu fyrirmyndina að fá, enda segir postulinn Pét- ur: „Hann eftirlét yður fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor? Spyrjum vér Hann ráða í vandamálunum? Eg held, að svar, $ gefið sannleikanum samkvæmt, hljóti að verða j|, á þessa leið: „Ekki æfinlega. Ekki nógu oft.“ * Vér vitum þó vel, að „Kristur er einkavon ^ ? heimsins“, — og heiminn vildum vér hafa betri % en hann er. Oss setur hljóð. Hér er eitthvað ¥ að... . Vér eigum að játa trú vora í breytninni, ? en ekki aðeins með vörunum. Hafa daglega * Jesúm í verki með oss. Það er það, sem gleym- © ist, en má ekki gleymast. — Veturinn er að 4 % koma með næði til andlegra iðkana, Notum > ^ tækiíærin: Sækjum kirkjurnar. Rækjum helgar ~jf i tíðir. Gjörum orðin: „í FÓTSPOR HANS“ að | <- yfirskrift vetrarins. Segjum Kristi, að vér vilj- tj- ý um fylgja honum hvert sem hann fari. — a ¥ Treystum honum. Hann hjálpar. — Hans líkn- £ © arásján veri líf vort, ljós og ylur í vetur! — $ Sálmab. nr. 514. — J; t Nýjir eiginleikar „nýja meðalsins“ UNDRAMEÐÖLIN svonefndu, sem margir halda að séu óbrigðilega flestra meina bót, — og vissulega hafa reynzt framúrskarandi vel, — hafa samt ýmsa ókosti, sem smám saman eru að koma í ljós með notk- un þeirra. Er mjög um þessi atriði ritað nú í ýmis heimilistímarit erlend, svo og í læknarit nú í ýmis það mála sannast ,að varlegar er nú orðið farið með lyf þessi en var í upphafi, bæði af læknum og leik- mönnum. I nýlegum dönskum blöðum er t. d. greint frá-því, að háls-, nef- og eyrnalæknar í Kaupmanna- höfn hafi staðreynt, að nýja lyfið streptomycin, sem m. a. er notað til þess að lækna ígerð í eyrum, getur leitt til þess að sjúklingarnir missi heyrn að meira eða minna leyti, einkum ef sjúkdómurinn er kominn á allhátt stig. Þá segir og í sömu blöðum, að læknar, sem fást við athuganir á berklalækningamætti streptomycin í sambandi við berklalyfið PAS, hafi einnig komizt á snoðir um þá hættu, sem heyrn er búin af notkun lyfja þessara. Yfirleitt eru ýmiss konar auka-áhrif margra hinna nýju lyfja rannsóknarefni, sem læknar og vísindamenn veita vaxandi athygli, en lyfin eru svo ný mörg hver, að það er fyrst nú á síð- ustu tímum, sem þessi auka-áhrif þeirra eru að koma í ljós. RÚSSKINN. Rússkinnskór missa glansinn eftir dálitla notkun. Vilja koma á þá ljótir blettir, t. d. á tánum, er þeir taka að slitna. Þetta má laga talsvert með því að strjúka Ijótu blettina með klút, sem vættur er x ediki. Maður þarf að strjúka rösklega yfir blettina, en láta síðan þorna. Þegar þurrt er, á að bursta skóna vel með rússkinnsbursta og þá eiga þeir að líta mun betur út en fyrr, næstum eins og nýjir væru.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.