Dagur - 30.01.1954, Blaðsíða 6

Dagur - 30.01.1954, Blaðsíða 6
D A G U R Laugardaginn 30. janúar 1954 KULDAÚLPUR JAKKAR og STAKIÍAR á börn og fullorna. — Fjölbreytt úrval. V ef mðarvönideild. PRJONAFATNAÐUR PEYSUR ullar og bómullar, á börn og fullorðna. Smábarnafatnaður miklu úrvali. Vefnaðaruórudeild NÝR LAUKUR Nýjar Rauðrófur utl. Iíjötbúðir og útibúin Miðstöðvavörur Eftir komu „Dcttifoss“ höfum við allar tcg. af miðstöðvarvörum 14”—4” og vatnsrör 14”—114” Miðstöðvadeild KEA. Skákþing Norðlendinga hefst á Akureyri mánudaginn 15 febrúar. Teflt er í öllum flokkum. — Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram við stjórn fél- agsins fyrir 10. febr. — Skákfélagið mun greiða fyrir utanbæjarmönnum er sitja vilja þingið. STJÓRNIN Málningavörur allskonar nýkomnar svo sem: Olíumálning innanhúss Olíumálning utanhúss Olíumálning á skip Plastmálning Grunnmálning Lökk alls konar Fernis Þurkefni Terpentína Grænolía Byggingavörudeild KEA. r - Uívarpsumræðurnar um bæjarmál í fyrrakvöld (Framhald af 1. síðu). Framsóknarmenn veittu Lax- árvirkjuninni margháttaða fyrir- greiðslu. Þessi stœrsta fram- kvœmd á kjörtímabilinu veitir nú ómetanleg fyrirheit um aukinn iðnað og bætta afkomu fyrir bæj- arbúa og héraðsbúa. Þá rakti ræðumaður afskipti Framsóknarmanna af málefnum Utgerðarfélags Akureyringa allt frá því að þeir beittu sér fyrir því að það rekstursform, sem nú gildir, var upp tekið og bæjarút- gerðarkröfum sósíalísku hersing- arinnar hafnað. Hann minnti á, að það segði nokkuð um afstöðu samvinnumanna hér til togaraút- gerðar, að Kaupfélag Eyfirðinga væri, í gegnum Útgerðarfélag sitt, lang stærsti hluthafinn í tog- araútgerðinni, fyrir utan bæjar- sjóð, og hefði verið frá upphafi. Ræddi síðan um kaup Harðbaks og Sléttbaks og sýndi fram á, að meira en vafasamt væri að þessi skip hefðu komið hingað ef ekki hefði notið forgöngu fulltrúa Framsóknarflokksins. Þá ræddi hann um flugvallar- málið, sem jafnan hefur notið óskoraðs stuðnings fulltrúa Framsóknarfl., og byggingasjóð bæjarins, sem var stofnaður að tillögu Jakobs Frímannssonar. í umræðunum reyndu Sjálfstæðis- menn að eigna bæjarstjóranum heiðurinn af því, en það er nú i ■upplýst, að hugmyndin að þessari þarfastofnun var komin frá Jak- ob Frímannssyni, enda flutti hann tillöguna um sjóðstofnunina fyrst í bæjarráði. Þá ræddi Jakob Frímannsson um Krossanesverksmiðjuna og rekstur hennar, um úrbætur í skólamálum bæjarins og ýmis fleiri framkvæmdamál. Framtíðarverkefnin. Framtíðarverkefni næstu bæj- arstjórnar taldi hann tvö helzt: byggingu hraðfrystihúss, ef rannsókn sýndi að fært væri fyr- ir Útgerðarfélagið að ráðast í slíkt fyrirtæki með fulltingi bæj- arins, og dráttarbraut fyrir tog- arana, og byggingu hafnarinnar á Oddeyri. Dráttarbrautarmálið væri eitt hið mest aðkallandi framkvæmdamál bæjarins. Hagur heildarinnar. í lok ræðu sinnar sagði Jakob Frímannsson m. a. „Vinna mín 1 bæjarstjórn þessi þrjú kjörtímabil, sem eg hcfi starfað Jiar, hcfur aldrei miðast við flokksfylgi. Eg hefi aldrei vcrið mikill pólitíkus eða ofstækis fullur flokksmaður. Störfin hefi cg leyst af hcndi eftir því sem sam- vizka mín og sannfæring hafa sagt mcr að licilladrýgst væri fyrir þetta bæjarfélag. Hefur vafalaust ráðið mcstu sú lífsskoðun mín, að framar bcri að líta á framtíðarhag heild- arinnar cn augnablikshag cinstak- lings eða félags...." í lok ræðu sinnar drap Jakob Frímannsson á árásir Sjálfstæðis- manna á Kaupfélag Eyfirðinga og bcnti á nokkrar hclztu veilurnar í Jtcim málflutningi. í seinni umfcrð lirakti hann mcð sterkum rökum ýmsar ádeilur andstæðinganna á Framsóknarflokkinn hér og störf hans. Var allur málflutningur hans riikfastur og prúðmannlegur og veigamcsta framlagið í þessum um- ræðum í heild. Rætt um kjörorð íhaldsins. Þorsteinn M. Jónsson skólastj. flutti mjög rökfasta og góða ræðu. Hann hóf mál sitt á því að ræða um kjörorð íhaldsins í Jiessum kosningum, en Jiaö er: Burt með KEA! Sýndi Þorsteinn fram á, hváð slíkt kjörorð mundi gilda fyrir af- komu bæjarfél., ef fram næði að ganga. Flann leiddi rök að þvf, m. a. með sögulegum dæmum úr öðr- um landshlutum, að vöxtur bæjar- ins hér væri að mestu leyti sprott- inn af hinum miklu framkvæmdum samvinnufélaganna. Ef samvinnu- stefnan hefði ekki náð hér fótfestu og aðstöðu til að dafna, mundi allt liér með smærra sniði en í dag. Þá rakti liann störf bæjarstjórnar og vcrkefni framtíðarinnar, t. d. í menningarmálum í helztu atriðum, og ræddi síðan Jtá blekkingu, að þeir flokkar, sem vilja koma öllum atvinnurckstri undir ríki og annað opinbcrt vald, væru vinstri flokkir. Loks ræddi hann um þróunina í búsetu landsmanna og hættuna, sem stafar af fólksflútningum til Faxaflóa. Til Jtess að standa gegn henmi væri bezc treýstandi 'átökum isarrrvirinufélágsskaþarins'‘ í ' fr'ain-. kvæmdamálum og ábyrgri og um- bótasinnaðri stefnu Frafnsóknar- manna yfirleitt. Var ræðan öll hin skörulegasta. Máttur samtakanna. í ræðu sinni ræddi Guðmundur Guðlaugsson aðallega unt Krossa- nesverksmiðjuna og sýndi fram á, að ef tillögur Framsóknarmanna um samvinnu bæjar og útgerðar- manna um rekstur hcnnar liefðu náð fram að ganga 1946, mundi verksmiðjan nú skuldlaus eign, og útvegsmenn hafa haft ntikinn hag af. Annars staðar í blaðinu í dag eru aðalatriði ræðu hans um Jjctta efni birt. Blckkingar um skattamál. Haukur Snorrason ræddi aðallega blekkingar íhaldsmanna um skatta- mál kaupfélaga, er rakin hafa ver- ið hér í blaðinu að undanförnit, og er Jtví ekki Jtörf að endurtaka Jtað hér. Þá benti hann á hvert stór- virki samvinnufélagsskapurinn hefði unnið fyrir bæjarfélagið með því að starfa að alhliða framförum í sveitunum. Viðskiptin við sveit- irnar eru ein af meginstoðum verzl- unar og atvinnulífs í bænum. í ræðu allra Frámsóknarmanna var grunntónriirin, áð'sótt yrði fram á næsta kjiirtímabili til aukinnar atvinnu, efnahagslcgs sjálfstæðis borgaranna-og félagslégrá fram'fara ‘í ériir váxandi mæli. Akureyringar hættu við að senda keppendur á skíðaheimsmótið r Aðeins Isfirðingar senda keppendur, 7 talsins Á síðasta skíðaþingi 1953. var stjórn S. K. í. falið að hefja und- irbúning að þátttöku Islands í heimsmeistaramóti á skíðuni, er fara á fram í Svíþjóð 13. febr. til 7. marz næstk. Stjórn S. K. f. var frá upphafi ljóst, að þar sem tekjur sam- bandsins byggjast einungis á lág- um félagsgjöldum meðlima þess, væri því algjörlega um megn að greiða kostnað af þátttöku í þessu mikilvæga móti. Sambandið gaf því öllum skíðaróðum og héraðs- samböndum innan þess vébanda kost á að senda keppendur, ef þau treystust til að bera kostnað af því, og tilnefndir keppendur hefðu tilskilda þjálfun fyrir slíka keppni. Þá sótti sambandið til í. S. í. um styrk úr utanfararsjóði til fjárhagslegs stuðnings við keppendur, en það er eini aðilinn, er S. K. f. getur sótt til um fjár- hagslegan stuðning. Er það mál í athugun hjá stjórn í. S. f. Aðeins fsfirðingar trcystust til þátttöku. ísafjörður, Akureyri og Siglu- fjörður óskuðu þegar eftir að koma til greina með að senda keppendur, og síðar kom sams konar beiðni frá Ásgeiri Eyjólfs- syni, Reykjavík. Sú varð svo ranin, að aðeins fsáfjörður gat sent keppendur til mótsins og samþykkti stjórn S. K. f. þátttöku eftirtalinna kvenna og karla í mótinu: Keppendur í svigi ,bruni og stórsvigi: Martha B. Guðmunds- dóttir, Jakobína Jakobsdóttir, Haukur Ó. Sigurðsson, Jón K. Sigurðsson, Steinþór Jakobsson. Keppandi í 15 km .og 330 km. göngu: Oddur Pétursson. Allir þessir keppendur hafa dvalið við æfingar í Svíþjóð und- anfarið. Svíar sjá um mótið. Aljnjóða skíðasambandið fól skíðasambandi Svíþjóðar að sjá um heimsmeistaramótið. Hefur verið lögð mikil vinna í undir- búning þess, enda munu allir færustu skíðamenn heimsins mæta þar til keppni. Virðist all- ur undirbúningur vera með ágætum undir öruggri stjórn Sigge Bergman. Mótið hefst í Falum, en ]jar fer fram keppni í norrænum keppnum, og stendur yfir frá 13.—21. febrúar. í Áre fer svo fram keppni í alpagreinum og stendur hún yfir frá 27. febr. til 7. marz. Taka þátt í Holmenkollenmótinu. Hátíðlegar setningarathafnir fara fram bæði í Falum og Áre og verða fánar keppandi landa bornir fyrir keppendum. En 25 þjóðir úr 3 heimsálfum hafa til- kynnt þátttöku. Allir ofangreindir íslendingar munu væntahíegá táka þátt í Holmenkollenmótinu í Noregi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.