Dagur - 05.06.1957, Blaðsíða 2

Dagur - 05.06.1957, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 5. júní 1957 - Ræða Eysteins Jónssonar fjárm.ráoh. (Framhald af 1. síðu.) því, að einhverjir aðrir vaskir menn réðu, að sagt var upp samn- ingum sjómannafélaganna, og sína menn létu þeir vinna að því, að ekki vrði samið nema veruleg grunnkaupshækkun kæmi til, þótt þeir fengju því ekki ráðið. Um kosningarnar í Trésmiðafé- laginu lét Bjarni Ben. segja, að kjaramálin hefðu gleymzt undan- farið, vegna pólitískrar misnotkun- ar á félögunum, og gegn þessu yrði að berjast með því að kjósa Sjáif- stasðismenn. Þegar Bjarni Benediktsson segir frá því í blaði sínu 28. apríi, mjög fagnandi, að iðnrekendur hafi hækkað kaupið, þá gleymir liann ekki að minna mjög ítarlega á, að samkvæmt þessum nýja Iðjutaxta hafi karlmenn nú hærri laun en fastráðnir Dagsbrúnarmenn, tii þess að minna á að röðin væri kom- in að þeim. Þegar prentarar ákváðu að segja upp samningum, verzlunarmanna- félagið og verkfræðingarnir, var sagt frá þessu öllu undir sigorfyr- irsögnum í Morgunblaðinu og um prentarafélagið er það sérstakiega tekið fram í sjálfri fyrirsögninni með stóru letri, að þeir hafi virt vilja Alþýðusambandsins að vétt- ugi. En hver var þessi vilji Alþýðu- sambandsins? Vilji þess var sá, að menn skyldu ekki stofna til al- mennra kaupliækkana, heldur bíða og sjá hvað setur. ÓHUGNANLEG TVÖFELDNI. Að sjálfsögðir"þýðir þetta ekki, að engar lagfæringar á kjöruni, sem væru í algeru ósamræmi við annað, gætu komið til niála. En það cr„ einn liður í moldvörpustarfi Morg- unblaðsmanna í lauhámálum, að túlka slík'ar Iagfæringar sem tilefni að almennum kauphækkunum. Þeim er sem sé ljóst, að almenn kauphækkun leiðir í strandið. Einn liður í baráttu Sjálfstæðis- manna fyrir rdmennuni kauphækk- unum og nýrri verðbólguöldu er sá, að halda því á lofti, að fiski- menn hafi fengið kauphækkun nærri fyrstir manna á sl. vetri, og svo er ályktunin þessl: Þarna sjáið þið, fiskimenn fengu hækkun, og þá v^fðá- allir- 1 landinu að sjálf- sögðu að krefjast hækkunar. Fiskverðið var hækkað í vetur og auðvitað áttu hlutamenn að fá ])á um leið hækkun á fiskverðinu til sín. Allir vissu, að þetta var bara leiðrétting til fiskimanna eftir á, út af kauphækkunum, er urðu í fyrra. En þetta þykjast Sjálfstæðis- menn ekki sjá. Óheilindi þeirra sjást ef til vill ekki betur á neinu öðru en einmitt þessu, og svo það, hvert þeir eru að fara. Þessi sjálf- sagða leiðrétting á kjörum fiski- manna á að vera grundvöllur að nýjum kaupkrfifum allra annarra. Jafnframt eru svo þessir menn að tala um, að það þurli að gera betur við fiskimenn samanborið við aðra, en nú er gert. — Er hægt að hugsa sér meiri tvöfeldni og flærð en frani kemur í þessu? Þá hafa Sjálfstæðismenn tuggið þau ósannindi, og hefur það einnig átt að vera liður í þvf að koma af stað nýrri kauphækkunaröldu, að Sambandið hafi komið af stað nýrri kaapha-hkunarskridu með þvi að hækka kaup starfsmanna sinna á s. I. ári um 8%. Þó er það staðreynd, að hér var hreinlega um að ræða launabreytingu til samræmis við það, sem opinberir starfsmenn höfðu fengið, verzlun- armenn annars staðar og skrif- stofufólk. Hvaða málstað er verið að þjóna með því að falsa svo gersamlega staðreyndir, og með því að endurtaka slíkar blekking- ar án aíláts? HVER GETUR TREYST ÞEIM LENGUR? Allir vita til hvers þessir refir eru skornir allir saman. Forusta Sjálfstæðismanna hefur tekið á- kvörðun um að efna til upplausnar, ef slíkt kynni að geta rofið sam- tök alþýðustéttanna. Nú þessa dagana er flokkurinn að senda sérstaka menn út um land til þess að reyna að fá verka- lýðsfélögin úti á landi, til þess að segja upp samningum og krefjast hækkana. Ofan á allar þessar ráðstafanir til þess að grafa undan afkomu framleiðslunnar og verðgildi pen- inganna, sem gerðar eru fyrir allra augum og ómögulegt væri að leyna, þótt þeir vildu, bætist svo óskammítilnin nú undanfarið — að ætla sér að snúa öllum stað- reyndum við beint fyrir augun- um á mönnum og þykjast hvergi við.koma, en til þess gera þeir nú tilraunir, sem heyra má hér í um- ræðunum. Fyrir utan tvöfeldnina, sem þetta sýnir, þá gefur það tíl kynna að þeir eru orðnir hræddir, og mun það ekki ófyrirsynju, enda mætti það fyrr vera, ef þessi fram koma öll vekti ekki undrun og eyðilegði álir og traiist. Þótt leitað væri vandlega um alla Vestur-Evrópu, mundi þar eng- in stjórnmálaforusta finnast, önnur en forusta Sjálfstæðisflokks- ins á- íslandi, sem léti sér sæma annað eins, og menn hafa nú orðið áh'eyréndur og áhorfendur að síð- ustu mánuðina. Hver getur trúað eða treyst manuum^ sem reynast málefnalcga þannig, afhjúpa sig þannig og við- hafa slíkar . starfsaðferðir? FLOKKUR MILLILIÐA OG BRASK ARA FYRST OG FRF.MST Aratugum saman hafa Sjálfstæð- ismenn bent á þá staðreynd, á- samt öðrum, að almennar kaup- hækkanir komi engum að gagni, nema hagur framleiðslunnar leyfi slíkt. Þeir vita, að hagur framleiðsl- unnar- er nú þannig, að almennar kauphækkanir gætu ekki gert nokkutt gagn. Vertíðin sem nú er nýlókið, hefur verið hiti lé- legasta um langa hríð, og orðið stórkostlegt áfall meginþorra, frantleiðenda við'sjóirm/ ;-■ ■/' Aldrc.i hefur Sjálfstrtrðkflökk-: urinn sýnt það betur en nú, að hann er ckki í neinum skilningi floklnir framleiðenda á Island'i. Þvi síður allra stétla, — heldur flokkur milliliða og braskara fyrsia'ög fremst, eins og við and- stœðingar hans höfum haldið fram. Það eru þessir aðilar, sem gerá Jfójikinn út, og það eru þeir ieui hdfa fitað sig á verðbólg- unni á kostnað almennings og frarnleiðslunnar, sem hafa lifað á þvk'margir hverjir að hafa að- gang að bönkum landsins og geta fengið þar lán, sern þeir þurftu i 'raun og veru ekki að borga til baká,- nema að sáralitlu leyti, vegna túerðbólguþróunarinnar. — þespir. aðilar telja sig ekki geta þrifizl, nema eiga itök í lands- stjórninni og ráða rniklu i bönk unutn. Það eru þessi öfl, sem krefjast þess, að_ flokkurinn skirrist ekki við að grafa undan þjóðarbúskapn- um og framleiðslunni og verðgildi peninganna, til þess með því, að reyna að skapa ástand, sem kynni að geta suhdrað samtökum stjórn- arflokkanntf og orðið til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fengi ítök á ný. Það eru þessi öfl í Sjálfstæðis- flokknum, sem krefjast þess af svo kölluðunt leiðtogum ílokksins, að þeir geri sig ómerka að öllu því, sem þeir hafa^sagt síðustu 10—20 árin. En getur nokkur maður, sem horíir upp á þetta, haldið áfram að treysta þessu liði, aðrir en þá þeir, sem standa fyrir þessum ósköpum, en það vitum við, að er tiltölulega fámennur hópur, en óneitanlega sterkur að ljármagni og áróðurs- tækjum. S J Á LFSTÆÐIS FLO K K U RIN N ÓG STÓREIGNASKATTURINN. Eg hefi rætt nokkuð, upp á hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefir að bjóða um þcssar mundir framleið- éndum og ahnenningi í landinu, en það er fleira athyglisvert, sem nú kemur fram í fari Sjálfstæðis- flokksins. Þar á meðal er barátta hans gegn stóreignaskattinum. Sjálfstæðisflokkurinn vílar ekki íyrir sér að leggja á skatta og tolla, það þckkjum við. Hann hefir átt þátt í því, án þess að taka nærri sér, að lögfesta hundruðir millj- óna króna í sköttum og tollum í einum áfanga. En nú ætla forkólf- arnir alveg að rifna út af stóreigna- skattinum. Það er ekki hægt að á- ætla, hvað stóreignaskatturinn muni gefa í tekjur, en menn von- ast til að hann gefi 80 miljónir, sem ber að greiða á 10 árum, eða 8 milljónir á ári að viðbættum vöxt- um. Sjálfstæðismenn segja, að þessi skattaálagning muni draga saman atvinnurekstur í landinu, valda stórkostlegri röskun í þjóðarbú- skapnum og koma þungt niður á framleiðslunni. Því miður hefur ekki orðið sá gróði á framleiðslunni undanfariiY að þar sé að leita stóreignannæ Verðbólgugróðinn hefur runniðl aðra átt. Enginn á að borga stór? eignaskatt nema sá, sem á meira eh 1 milljón, og eignamatið er svp varlega sett, að allar eignir eril metnar undir gangverði og það verulega. Skip og önnur fram,- Ieiðslutæki verða sérstaklega var- lega metin. Þessi skattlagning þykir Sjálf- stœðismömnum hneyksli. Þeir hafa á hinn bóginn hœkkað út- svör í Reykjavík á undanförnum árum um tœþar 30 milljónir að meðaltali á ári. Það þykir ágœtt, enda er þar ekki fyrst og fremst um skatta á auðmenn að raða. Sannleikur- inn ér sá, að SjáIfstœðismönnurn ; blöskrar engin skattaálagning j " önnúrlrfA ’sú/Sekn jl/nnA'Aiðitf (l ' • þeirn rihiislv. ‘ 1 ■ /.' SJ Á LFSTÆÐISFLO K K URIN N AFHJÚPAR SIG. Þá ráðast þeir heiftarlega á Framsóknarflokkinn fyrir það, að skatturinn skuli lagður á allar eign- ir hvers einstaklings hjá honum sjálfum en ekki á félög hvert fyrir sig. Allir vita, að helztu eigna- menn landsins hafa dreift eignum sínum í mörg félög, til þess að Jétta á sér skattabyrðinni. Sjálf- stæðismenn heimta, að þessar björg- unarráðstafanir skuli halda gildi sinu einnig, þegar um stóreigna- skatt er að ræða. En Framsóknar- menn liafa bæði 1950 og nú haldið fast á því, að eðlilegt væri að allar eignir hvers um sig væru taldar hjá hoiium sjálfum, þegar stóreigna- skattur er ákveðinn. Það má mikið vera, ef nokhr- um dylst, hvert ver-ið er að fara, þegar athugaðar eru baráttuað- ferðir forkólfa Sjálfstœðismanna um þessar rnundir í kauþgjalds- máluni og verðlagsrnálum, gegn stóreignaskattinum og ofsa þeirra út af því, að þeir skuli ekki geta haldið áfram að liafa hreinan meirihluta i báðum aðalvið- skiplabönkum landsins. Er nokkur vandi að sjá, hvað á spýtunni hangir? Hefur nokkur komið rækilegar upp um sig en Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert nú síðustu 10 mánuðina? TILKYNNING NR. 17/1957. Innflutningsskrifstof'an hefir í dag ákveðið eftirfarandi hámarksverð á selda vinnu hjá rafvirkjum. I. Verkstceðisvinna og viðgerðir: Dagvinna Eftirvinna Næturvinna kr. 40.75 kr. 57.00 kr. 73.35 II. Vinna við raflagnir: Dagvinna Eftirvinna Næturvinna kr. 38.85 kr. 54.40 kr. 69.95 Söluskattur og útflutningssjóðsgjald er innifalið í verðinu, og skal vinna, sem undanþegin er gjöldum þessum, vera ódýrari sem þeim nemur. Reykjavík, 1. júní 1957. VERÐ LAG SSTJÓRINN. Rykfrðkkar, poplin með og án belti. Sumarjakkkar f jölbreytt úrval. Buxur - Sportskyrfur Nærtöt, stutt og síð vefnaðarvörIjdeild Laxveiðimenn! r ’ Til leigu er veiðiréttur fyrif'"Þórbrandsstáðalandi í Hofsá í Vopnafirði. Veiðisvæðið er ca. 7 krn. á lengd. Til greina getur komið leiga í lengri tíma t. d. mánuð ef um semst. Allar upplýsingar veittar í síma á staðn- um, eða í síma 2451, Akureyri. HELENÁ RUBENSTEEN SHAMPOO, PÚÐUR, KREM, margar tegundir. HANDÁBURÐUR og MAK-UP. Notið þessar snyrtivörur og þér sannfærist um gæðin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.