Dagur - 04.09.1957, Blaðsíða 2

Dagur - 04.09.1957, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 4. september 1957 - ð m DAGINN OG YEGÍNN FRETTIR I STUTTU MALI Litið í Poliíikens Useblad. Vikan 18.-24 íuiúst Honum íerst! Jónas Rafnar, fyrrum alþingis- maður, gerir sér það til dundurs að skrifa skæting um Fram- sóknarmenn í blaðið íslending. — Bera þessi skrif engan „stofu- blómasvip" höfundarins, en eru rætin og ósmekkleg. Hann hneykslast mjög á samvinnu vinstri flokkanna í núverandi ríkisstjórn og auðvitað alveg sérstaklega þátttöku Alþýðu- bandalagsins í henni. Jónas veit það undur vel, að kommúnistar eru hvorki betri menn eða verri nú en áður. Ætti honum og öðr- um Sjálfstæðismönnum að vera þau mál íull Ijós. Þeir hafa líka samstarfsreynslu fyr'ri ára íram yfir aðra flokka, því ao Olafur Thors setti tvo kommúnista hið næsta sér í ráðuneyti það, cr kennt er við nýsköpúnarstjórnina frægu. Jónasi Rafnar ætti heldur ekki að vera með öllu ókunnugt um það, hversu flokksbræður hans gengu eftir kommúnistum með grasið í skónum eftir síðustu kosningar og báðu þá að mynda n.eð sér nýja ríkisstjórn. Að minnsta kosti notfærði hann sér þann tíma furðu vel á meðan Sjálfstæðisflokkurinn var von- biðill kommúnista. Hann samdi þá við kommúnista, með aostoð fiokksbræðra sinna á Akureyri, um bitling handa sjálfum sér gegn öðrum bitlingi handa þeim. Hann fékk sæti í stjórn Laxár- virkjunar ,en kommúnistar vinnu miðlunarembættið. Situr illa á honum andlit umvandarans á meðan hann sjálfur nærist á bitlingi frá kömmúnistum. í berjanió með griðungum. Kaupstaðarfólk er oft furðu skeytingarlítið um eignaréttinn, þegar komið er út fyrir bæinn og gildir þetta sérstaklega um bless- uð- berin, sem allir vilja tína og stundum gleymist að fá leyfi fyr- ir hjá landeigendum. Berjaþjófnaðurinn er bæjar- íólki til skammar. En stundum hefnist því fyrir. Einu sinni voru konur tvær á ferð og létu þær aka með sig í bifreið, þangað til þeim sýndist berjaland gott þar nærri í girðingu einni. Létu þær þá bifreiðastjórann fara og báðu hann að koma aftur á tilsettum tíma að sækja sig. Segir ekki meira af honum. En konurnar fóru að klifra yfir girðinguna, sem var allerfið yfirferðar og hin traustlegasta. En girðingar standa ckki fyrir kaupstaðarfólki, þegar berin eru annars vegar. Jafnvel pilsklæddar konur verða ótrú- lega úrræðagóðar og hugprúðar þegar svo stendur á. Samt fór það svo, að girðingin varð þeim ofjarl. Enda kom það ari, en frúnni varð mannhjálp. brátt í ljós að hún var ætluð, hvorki meira eða minna en tveim fullorðnum þarfanautum, en það vissu konumar auðvitað ekkert um. En sem þær eru að klofast yfir gaddavírimi heyrðist ógurlegt öskúr. Gestkoman hafði vakið forvitni þeirra, er fyrir voru, og komu nú bæði nautin bölvandi ög froðufellandi og fóru mikinn. Kónurnar tóku óspart undir í skrækari og hræðslufyllri tón, og varð af þessu hinn ferlegasti samsöngur og tölúvert óvenjuleg tónlist. Onnur konan slapp ómeidd af girðingunni og varð frelsiriú fcgirt. Lakar tókst tii fyrir hinni. Gaddavírinn, sem átti að.yarna griöungunum óveikomið ráp um sveitina, tók pils og ann- an fatnað frúarinnar föstum tök- um og skeytti hvorki um skömm eða heiöur. Er skémmst frá að segja, að svo lánlega vildi til, að í þessum svifum var komið með belju að girðingunni á öðrum stað og sneru nautin þangað, sýnu glað- Heybrunar. Tveir heybrunar hafa orðið í Eyjafirði nú fyrir skömmu og nokkurt tjón orðið. Um sjálfs- íkveikjur var að ræða á báðum stöðum. Það þykir með nokkrum ólík- indum, að sjálfsíkveikja verði í heyi eftir slíkt óvenjulcgt þurrka sumar og nú var. En heybrunar og aðrir brunar eru nú oftast nær einhvers konar handvömm. Hey- brunar nú, munu sennilega af þeirri orsök öðrum fremur, að taðan hraktist ekkert í sumar og er því mcgnari og hættara við að hitni í henni, jafnvel þótt hún finnist mjög vel þurr í flekk og sæti. Af þeirri ástæðu er vert að minna á, að nú og næstu vikur eru hættulegar livað heybruna snertir, og þurfa bændur að vera vel á verði gagnvart þessum voða. Heyliitamælirinn er hand- hægastur til að fylgjast með hit- anum í heyinu og er hann of óvíða til. Danska sundkonan Greta And- ersen, sem varð Ólympíumeistari í 100 m. frjálsri aðferð í London 1948, vann kappsundið yfir Erm- arsund á þessu sumri. Er það í fyrsta sinn, að kappsund þetta er unnið af konu. Var hún 15 klst. og 53 mín. á leiðinni. Sundskilyrði voru mjög slæm, kuldi, sjógangur mikill og straumur. Lagði 21 keppandi af stað, fólk frá ýmsum þjóðum, 15 þeirra gáfust upp á leiðinni; einn þeirra, Englendingurinn Wray, náði landi 2V2 tíma á eftir Gretu, en þá var þeim 4, sem eftir voru, skipað að hæta og þeir teknir upp í báta, því að baráttan var orðin vonlaus. Blaðið notar stóra fyi-irsögn á forsíðu og er auo- sýnilega hreykið af afreki Gretu Andersen. heimsótt Hróarskeldu vegna dómkirkjunnar miklu og fögru, en nú búast Danir við ferðafólki þangað í öðru tilefni, því að gerð hefur verið þar í borg kappakst- ursbraut ein mikil fyrir bíla. — Bílakappakstur er furðuvinsa-1 íþrótt víða erlendis, þrátt fyrir hættuna, sem af hraðanum leiðir. Er þessi braut í Hróarskeldu hringbraut og í kring sæti fyrir fjölda áhorfenda. Þegar brautin var opnuð um daginn, komust bílarnir upp undir 200 km. hraða á klst. Urðu nokkur slys á bílum en ekki mönnum. Einnig er ó forsíðu frásögn af einum hryllilegasta glæp í Dan- mörku á síðustu árum, er full- orðinn sonur drap foreldra sína til þess að ná í peninga til þess að skemmta sér fyrir. Náðist hann í Svíþjóð eftir mikinn elt- ingaleik, játaði á sig glæpinn, og yerður nú scttur í geðrannsókn, enda hlýtur hann að vera geð- veikur. Dr. Stefán Einarsson, prófessor við John Hopkins-háskóla í Baltimore, Maryland, USA, var hér á ferð um síðustu helgi. Ný- kominn úr ferðalagi um Austur-' land. En þar -hefur hann notað sumarleyfi sitt til að rannsaka og safna örneínum á Austfjörðum, allt frá Lónsheiði til Borgar- Dr. Stcfán Einarsson. fjarðar. Því verki er lokið að mestu. Það, sem eftir er, er á svæðum, sem aðrir menn tóku að sér örnefnasöfnun á. En hann fékk menn sér til aðstoðar, svo scm sera Ingvar á Desjarmýri og Stefán í Stakkahlíð. Auk - örneínasöfr.unarinnar sjálfrar var skrásettur fáanlegur fróðleikur um þau, sögu þeirra og sagnir, sem cnn eru í munn- mælum og kennir þar max-gra grasa. Blaðið náði sem snöggvast tali af prófessornum og vekur þessi aústfirzki fræðimaður ti-aust og virðingu við fyi'stu kynni. Var fcrðalagið críitt? Já, erfitt, en skemmtilegt, seg • ir hann. En eg hafði góðan fylgd- armann í Álftafirði og Hálsþing- há, þar sem var Eii'íkur Sigui'ðs- son kennai’i á Akui'eyri. Ömefnin niunu vcra fróðleg til rannsóknar? Já, þau eiga flest einhverja sögu, þótt hún sé víða alveg gleymd; sumar eru harla merki- legar. Þannig eru til dæmis þrír staoir kenndir við Paradís. Einn þeiri-a er fallegur gi'asbotn og á þá nafnið ekki illa við, en annai staðui-inn er hin versta forar- ' mýi-i og mun hafa vei'ið það lengi. Sléttibakki er þúfnakargi kallaður á einum stað og á öðr- um stað heitir Eyvindarstaðafjöll. En þar er stórgert þýfi. Er því líkast að sums staðar hafi verið gamansamir menn, sem gripið hafa til öfugmælanna. Verður árangur örncfnasöfn- unarinnar gefinn út? Nei, niðurstöðurnar vei'ða vai'ðveittar í söfnum, fróðleiks- fúsum níönnum til leiðbeiningar Iívernig var svo að fcrðast á Ausíurlandi? Yfirleitt mjög gott og gestrisni (Fi-amhald á 7. síðu.) Ingrid Bei-gman var í skyndi- heimsókn í Höfn ásamt dóttur sinni, Jcnny Ann, sem er 18 ára og hefur ekkert liaft af móður sinni að segja síðan hún skildi við föður hennar og giftist Rosse- lini. Jenny Ann flaug svo áfram tii Svíþjóðar á fund föður síns, en seinna fer hún vestur um lxaf skóla. Stóð móðir hennar á flugvellinum og horfði á cftir Stokkhólmsvélinni með tárin í augunum. Herratízkan er að verða eins og hún var fyrir 50 árum! Sýnd hafa verið í Höfn módelföt fyrir næsta vetui', og þau eru svo að segja nákvæmlega eins og fötin voru 1907, einhnepptir jakkar, allstuttir, hnepptir hátt upp, buxuinar þröngar, með engum uppbrotum. Jæja, þá veit maður, hvei'nig maður á að klæða sig í vetur. Á enginn föt frá 1907 til þess að selja mér? (Lítið númer.) Löng grein er í blaðinu um Earl Wai-ren, foi'seta hæstaréttar í Bandai'íkjunum, en hann nýtur nú einna mests álits allra Banda- í'íkjamanna hjá fi-jálslyndum Ev- rópumönnum. Eai'l Warren er rúmlega scx- tugur, af norskum og sænskum ættum. Það er honum xnest að þakka, að sá straumur þröngsýni og ofsahræðslu við kommúnisma, sem McCartry fleytti sér með til valda, hefur nú verið stöðvaður. Síðustu árin hefur hæstiréttur hvað eftir annað bjai'gað sóma Bandaríkjanna, að því er okkur Ev 1'ópumönnuin finnst, og það er foi'seta í'éltarins áreiðanlega að þakka. Eai'l Warren hefur einu sinni heimfært upp á sjálfan sig þessi orð Abrahams Lincoln: „Eg fer hægt, en eg hef aldiei gengið aft- ur á bak.“ Þannig virðist þi'óunin vera nú í Bandai'íkjunum í ýms- um þeim málurn, sem okkur héi’ austan hafs hefur ekki líkað meðferðin á undanfarna áratugi, svo sem ky’jxþáttarnálunum, en nú stefnir allt í rétta átt, þó að hægt fari, og hinum yfirlætislausa noi'sk-sænska Bandaríkjamanni hefur meira að segja tekizt að flýta sér hægt, eins og latneskt spakmæli kemst að orði, og kom - ast þó furðu langt á fáum árum. Samkvæmt lögum, samþykkt- um 1949 og 1951, hafa nú verið teknir 2050 hektarar lands fi'á 45 stórbýlum í Danmörku. Verður land þetta ýmist fengið nálægum smábændum eða tekið til ný- býlastofnunar. í Danmörku er hver blettur lands nytjaður og rnjög þröngt um bændur, enda eru þeir ekki eins hrifnir af neinu hér á landi, er þeir heim- sækja ísland, eins og víðáttunni Ferðamenn hafa hingað til Undanfarin ár hefur Dönum mjög blöskrað hávaðinn af um- ferðinni, en hann hefur marg- faldazt síðan skellinöðrurnar komu til sögunnar. Hljóðdeyfar eru á flestum nöðrum upphaf- lega, en ýmsir unglingar hafa eyðilagt þá viljandi tjl þess að sem hæst heyrðist. Nú er í ráði að setja hávaðan- um sti'öng takmöi'k, fyrii'skipa hljóðdeyfa í allar skellinöði'ur cg bíla, og á að koma fyrir hávaða- mælurn á ýmsa lögreglubíla, en þeir ciga svo að aka um landið og mæla hávaðann í farai'tækj- unum og áminna eða sekta þau, sem of hávaðasöm reynast. Danska stjórnin hefur skipað nefnd sex ráðherra til þess að gera tillögur um sparnað á hern- aðarútgjöldum. (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.