Dagur - 04.09.1957, Blaðsíða 5

Dagur - 04.09.1957, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 4. ^eþtember 1957 D A G HJ R 5 Þegar útgáfa þess'a rits var fast-1 mælum bundin voruni við sem að því stöndum þegar ráðnir í einum hlut: við skyldum freista þess að ná fundi Halldórs Kiljans Laxness og hefja ritið á viðtali við hann ef kost- ur gaefist. Skáldið tók þessari mála- leitan af einstakri vinsemd, og einn sólskininn maídag ókum við sem leið liggiir upp í Mosfellssveit á vit skáldsins að Gljúírastéini. En sem við fórum þarná í kolgráum ryk- mekki þjóðvegarins vék sér að okk ur ein óþyrmileg spurning og varð ekki vísað á bug: Var þetta ekki furðuleg bíræfni, nánast ósvífni, að ætla sér að fara að angra nóbel- skáldið með fáráðu spúrningafjasi? Myndi okkur ekki vefjást tunga um tönn að afsaka slíkt framferði? — Ætli endalykt þessa ferðalags yrði ekki bezt lýst með orðum annars skálds: Og J>að voru hljóðir og hógværir menn, sem héldu til Reykjavíkur? Síðan var komið í lilað að Gljú frasteini og ekkert tóm lengur til hugrenninga sem Jtessara. — Svo að þið ætlið að fara að gefa út tímarit, segir f.axness og hefur leitt okkur til sætis í vinnu- stofu sinni. Hvers konar rit á [>að að verða? Tímarit um bókmenntir og menningarmál, jahá. Stundum koma nienn til mín út af svoná ritum; Jrví miður get ég alltof lítið gert fyrir þá. Eg vil umfram allt taka fram strax, að ég sit hér ekki í fullu pakklnisi af spakmælum til að miðla eftir þörfum. Ég segi oft við blaðamenn: Talið við mig um einfalda hluti, spyrjið hváða teg- und af bleki ég nota, eða hvaða númer af skyrtum. Það ]>ýðir ekki að spvrja mig um hinztu rök hlut- anna eins og ég væri einhver Sókrates. Hvað' get ég gert fyrir ykkur? Við víkjum að J>ví sem er okkur efst í huga, hinu nýja verki skálds- ins: Er Brekkukotsannáll sjálfsætt verk? Eða er ]>að uppliaf að sagna- bálki eins og sumir menn vilja vera láta? “ — Því er íljótsvarað, að Brekku- kotsánnáll cr alveg lokað verk og gcfur ekki tilefni til framhalds. Sagan bítur í sporð sér. Álfgrímur er umgerð um siiguna, eða öllu heldur sá spegill sem tekur við mynd umhverfisins. Hann er upp- liafið að Garðari Hólm, sem er sjálf söguhetjan. Þegar Garðar Hólm deyr er engu ]>ar við að bæta, sög- unni er einfaldlega lokið. — Það er oft talað um fyrirmynd- ir höfunda að ákveðnum pérsón- um í verkum þeirra. Hvað vilduð ]>ér segja um þetta? — Það Veit eg ekki. Og þó. Eg er til dæmis alls ekki frá því að Garðár fíólm sé að einhverju leyti ér sjálf- um — eins og Bjartur og Ólafur Kárason og allt þetta fólk eru ]>ættir af sjálfum mér þótt eg hafi áð vísú hfáð allt öðrú lífi en það. J aliri persónusköpun er vita- skufd rOTTt' ST fyrfrmyndum, þær eru bara lagaðar til og oftastnær gerðar óþekkjanlegar. Það eru venjulega tóm aukaatriða sem minna lesarann á ákveðnar persónur. Og svo sþinn- ast í kringum þetta undarlegár sög- ur. Eg átti til dæmis að hafá haft karl austur á Jökuldalsheiði, Bjarna nokkrum í Veturhúsum, sem fyrir- mynd að Bjarti í Sumarhúsum. Sánnleikurinn er sá að eg kom í Veturhús einu sinni á ferðalagi, stóð við í klukkutíma — og hitti ekki einu sinni bónda, því að hann var ekki heima. Löngu síðar fór ég að Heimsókrr að Gljúfrasteini: ___^ ___ _______ ______ Við sköptin lisfaverka er tíminn frumskilyrði ____ ___ _______ ______ - segir Halldór Kiljan Laxness heyra utan að mér að hann væri hinn upprunalegi Bjartur; menn stóðu á þessu fastar en fótunum, og tjáði ekki móti að mæla. Svona kenningar eru alltaf reistar á þeim aukaatriðum sem skipta minnstu máli. Það' er engin persónusköpun að mála upp persónur sem maður kann að hafa ]>ekkt í veruleikan- um, og á ekkert skylt við listræn vinnubrögð. — Hvað um þá skáldbræður Ólaf Kárason Ljósvíking og Magnús Hjaltason? — I>að er rétt að saga Ólafs er samin eftir dagbókum Magnúsar, og sums staðar stiiðzt mjög nákvæm- legá' við þær. K.n engu að síður er saga Ólafs <>II iinnur en sa'ga Magn- úsár; mennirnir eru ekki líkir nenia að ytra sviþmóti, saga þeirra ekki nemá á yfirborðinu. Til dæmis er reynt að gefa í skyn að Ólafur sé gott skáld, jafnvel mikið skáld — en Magnús var óumdéilanlega leir- skáld. Hann orti tæpast visuorð sem hafandi sé yfir. Og þetta eitt segir ]>ó engan veginn allan muninn á þcim Magnúsi og Ólafi. Svipað dæmi má taka úr Brekku- kotsannál. Það iná leiða að því rök að gamall bær í Reykjavík sem hét Melkot sé fyrirmynd að Brekkukoti. Melkot stóð þarna við endann á Tjarnarbrekkunni, og eg þekkti þar vel til. Ef ég ætlaði hinsvegar að skrifa um bæinn í Melkoti mundi sú saga verða mjög ólík Brekku- kotsannál, já í rauninni gersamlega önnur. — Menn hafa viljað lialda því fram að með sögupersónum yðar allt frá Sölku Völku til þeirra svarabræðra i Gerplu og Garðars Hólm séuð þér að túlka ákveðinn þátt — eða þætti — i íslenzkri þjóðársál. Fallizt þér á það? — Jón Hreggviðsson og Bjartur liafa sjálfsagt einhver íslenzk þjóð- areinkenni til að bera. Ólafur Kára- son er sérgtiik tegund af veraldar- afglápa sem fæst við bókaramennt — ég veit ekki hvort það er svo ein- stakt íslerizkt fyrirbrigði. Svoná mætti teljá áfram. En menn virðast bará alls staðar kannast við þessar persónur; ekkert síður þegar búið er að þýða sögúrnar í framandí tungur en hér heinta á Islandi. Hafi þær einhvér þjóðleg einkenni eru þau ekki siður sam]>jóðleg. Einú sinni heimsötti mig Ameríkumaður frá New York. Þetta var mikils hátt- ar maður, því að hann hét tveimur nöfnum og gandstrik á milli, og slíkt er liágöfugt í Ameríku. Hann sagði mér að í New York einni samán lifði að rinnnstá kosti ein milljón Bjarta. Þetta er í sjálfu sér ekkert ótrúlegt. í erlendum stór- borgum ér sjálfsagt margt af fá- tæku fólki sem lifir við sömu þriingu siðálögriiálin og sömu kröppu kjörin og íslenzki einyrk- inn. — Þér nefnduð þýðingar. Er ekki erfitt að finna niénn, sem geta þýtt úr íslenzku svo vel sé? — Jú, það er mjög erfitt. I>etta eru oft orðnar allt aðrar bækur, þegar búið er að þýða, mcnn mis- skilja híutina eða fletja þá út. Og það sem er sæmilega gott á íslenzku, verður oft versta flatneskja í þýð- ingu; það svíður manni einna sár- ast. Svo eru þeir sárafáir, sem þýtt geta úr íslenzku. Nú er Gerpla t. d. að koma út hjá Methuens forlagi í London. Hún er þýdd á ensku úr sænsku — í allri London fannst enginn maður, sem þýtt gæti úr ís- lenzku. Ýmsar þýðingar eru líka gerðar í blóra við hofundinn. ’ Ég hef til dæmis frétt á skotspónum um tyrk- neska þýðingu á Sölku Völku og franska á Silfurtúnglinu og þýzka á Ungfrúnni góðu, sérii aldrei hefur verið sainið um. Þetta er vitaskuld ekkert annað én þjótnaður og hægt að láta dæma sér skaðabætur fyrir. En það er leiðigjarn starfi að eltast við þjófa út um heim, og rnaður nennir ekki að fást við það. Verst er, að slíkar þýðingar eru lirak- smánarlega gerðar oftast nær; mað- ur, sem er illa kominn að verki, viririur þ'að sjaldan vel. í hinu nýja tímariti DAG- SKRÁ, sem ungir Fram- sóknarmenn gefa út, er við tal það er hér birtist. Rit- stjórar Dagskrár cru Ólaf- ur Jónsson og Sveinn Skorri Höskuldsson. Þegar hér er komið sögu liefur hústreyja borið okkur kaffi og bakn- ingar, og undir borðum tökum við upp léttara lijal, spyrjum skáldið, hvort ungir höfundar sendi honum ekki ritverk sin tii umsagnar og leiti ráða hjá lionum. — Ojú, ég fæ seud handrit úr ýmsum hornum héiiris; sumir vilja fá umsögn þekkts höfundar til að eiga liægara með að koma verkurii sínum á framfæri, aðrir vilja bein- línis lá aðstoð við að semja bækur. Annars er það sjaldgæft að mériri, sem hala skrifað heila bók, vilji beinlínis leita ráða hjá öðrum; þeir liafa gert eins og þeir gátu og eru helzt að sælast eftir meðmælum. Ég liéf líka þá trú, að maður, sem fer eftir öllu, sem fundið er að honum, og snýr verki sínu við fyrir orð ein- hverra manna úti í bæ, sé bölvaður | aumingi. Það eru oft undarlegar ritsmíðar sein fólk langar til að konta á fram- færi, — utanlands engu síður en hér á landi. Ég héf stundum komizt í handritahlaða. sem sendir liafa ver- ið til keppni hjá einhverju forlagi eða tímariti, óg þar liafa verið furðulegir hlutir í bland, margt fyr- ir neðan allar hellur — sumt algerð geðbilun. Margir, sent eru lakar skrifandi eii t. ,d. vanaiegur hrepp- stjóri, lialda að þeir séu ritliöfund- ar. — En á livaða nútimahöfundum liafið þér mést dálæti? — í seinni tíð lcs ég heldur lítið. Þegar ég var yngri, las cg mikið, bæðMÖassískár, bókmeniitir og yngri verk, en nú orðið firin ég sárafátt sem kemur mér nýstárlega fyrir sjónir. Þegar ég er í París, kaupi ég vanalega 20—30 nýúkomuar bækur og glugga í þetta, þegar heim er komið, en endist sjaldán til að Ijúka neinu. Maður er kannske orðinn svona þéttheimskur af elli og blas- éringu. í ÞýzkáÍandi eru fáir eftir, síðan Brécht og Tliomas Marin leið, nema kannske Max Frisch — sem reyndar er Svisslendingur; ég hef stundum verið að leita að enskum höfundum nútímans, en mér finnst þeir standi ofmikið í skugga stórrar fortíðar; frá Ameríku kemur ekkert manni á óvart um þessar mundir. Nikos Kazantzakis? Nei, h'arin er of hér- aðsbundinn fyrir mig, þótt viðhorf okkar séu að ýmsu leyti svipuð. Aftur á móti er alltaf eitthvað að gerast í París. Þar er andlegt líf, þrátt fvrir allt og allt, fólkið er vak- andi og gáfað, frönsk bókmennta- hefð er sterk, þótt hún sé lokuð í sjálfri sér og minni okkur útlénd- inga oft á eyjaskeggjamenningu. Ég var í I’arís nú á dögunum og sá þá leikrit Samuels Becketts. Hann er reyndar íri, þö hann skrifi frönsku. Ég hef fylgzt nteð honum frá byrj- un, og nú keypti ég nýjasta verk hans, Fin de Partie. Hann kemur á óvart. Mér finnst heldur gaman að En attendant Godot, það er gáfu- legt og skemmtilegt á sinn hátt, bráðfyndið með köflum. Beckett er fullur af gamlatestamentislegri svartsýni eða réttara sagt svarta- gallsrausi, sem minnir á Prédikar- ann eða Jobsbók eða liarmagrát Jeremíasar. Viðhorf hans er sér- kennandi fyrir kaþólskan mann, er liefur misst trúna; hann er fullur :af gremju og leiðindum yfir þessari Imissu. Guð er svín, segir hann. jÞetta gæti guðlcysingi, trúleysingi eða mótmælandi aldrei sagt. Þá má nefna ungu stúlkuna, setn lenti í bílslysinu um daginn — Frangoise Sagan. Hún er, ágætisstúlka, Bon- jour Tristesse alveg einstakt verk. Svona höfundur gæti hvergi komið fram neiria í París; hún hefur sprottið herklædd úr franskri liefð, cins og Pallas Aþériá úr höfði Seils. Bonjorir Tristesse var vfst þýdd á íslenzku og kölluð Sumarást — tit- illinn einn gefur auga leið livernig ]>ýtt er. Það er eins og maðtirinn liafi skipt á glóandi gulldúkati og þvældum einnar krónuseðli. Með þessu lagi er hægt að drepa allar bókmenntir. • *£■ — Leyfist að spyrja, hvort þér séuð nokkuð farinn að sinna nýju verki? — Néi, ég hreyfi ekki blek. Síðan ég lauk við Brekkukotsannál hef ég verið í útlöndum mest'an part. Auk þess hef ég aldrei löngun til að byrja strax aítur að verki loknu; maririi finnst maðrir hafi skrifað sig til skrattans og vill ekki koma ná- lægt bleki — dettur jafnvel í liug að fara á síkl. Annars er ég oft að velta því fyrir mér, livar það fólk leynist, sem nennir að lesa þessar skáldsögur, sem maðrir cr að skrifa. Skáldsögur eru ágætar, ef maður fær kvef eða lendir í ferðaliigum eða annarri ógæfu, hvað þá ef maður fær lang- varandi bronkítis og þarf að fara á hæli. En ég veit svei mér ekki, hvar skáldsagrialésendur leynast annars staðar. — Yður virðist ]>á kannske eins og sumum öðrum, að skáldsagan sé deyjandi listform? — Skáldsöguformið er orðið út- jaskað; það er búið að skrifa þau feikn af góð'um skáldsögum í heim- inum. Allt öðru máli gegnir með leikrit. Vitrir merin hafa sagt, að leikrit skiptist í örfáar kategóríur og hægt sé að semja þau eftir for- múlu. — En hvað segið þér um verald- legan frama eins og að hljóta Nó- belsverðlaun? — Um þau er ekkert sérstakt að segja; þetta er eins og hvað annað, sem að höndum ber á lífsleiðirini, maður verður að taka því. Ef mað- ur lætur aklrei litla framann blinda sig, þarf maður ekki að óttast stóra framann. Við sköpun listaverka er tíminn frumskilyrði; það tjóar ekki að sinna list í tómstundum sínum. List krefur ótakmarkaðs tíma — auk alls annars. Sumir höfundar vilja vera að hlaupa við fé, sjóða graut, prédika yfir söfnuði og því um líkt, og lialda að þetta sé þýðingarmeira en að skapa lfstaverk, það geti þeir alltaf gert í tómstundum á kvöldin. Slíkt er misskllningrir. Maður verður að helga sig list- inni með öllu, eða láta hana af- skiptalausa, annars gctur farið illa fyrir manni. Það er orðið áliðið dags, og við kveðjum skáldið í Gljúfrasteini á þröskuldi og þökkurn ágætar mót- tökur. Síðan hverfum við í ryk- mökkinn á nýjan leik og höldum heimleiðis úr Mosfellssveit með kvöldsól i augum. — Ó. J. - Kormngasögur (Framhald af 1. síðu.) fróði og Ari eru taldir vera fyrstir til að skrifa yfirlitsrit um Noregs- konunga. Seinna á öld’inni hefst svo ritun sérsagna og þá fyrst Olafs saga helga. Flest þessi upphafsrit munu nú vera glötúð, en sagna'rit- arar, sem á eftir komu, munu hafa notað eldri ritin sér til stuðnirigs, svo að sumt mun enn geymt, annað alveg taþað og nókkuð varðveitt í nýjum búnirigi. Helztu konuriga- sagnaritarar þessa tímabils voru, að talið érr'Sæfhundur fróði Sigfússon, Ari fróði Þorgilssori, Eiríkur Odds- sori, Styrmir prestur Kárasori, Karl ábóti, Oddur Snorrason murikur, Gunnlaugur Leifsson, Snorri Sturlu- son, ÓlafttrÞórðarson hvítaskáld og Sturla Þórðarson. Margir aðrir hafa gleyriizt, eða þeir ekki hirt urri að láta nafns síns getið. ■ Bækur íslendingasagnaútgáfunri- ar hatfa selzt mjog mikið, og sýnir það áhuga almennings á förnbók- mentiturn okkar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.