Dagur - 28.11.1962, Blaðsíða 1

Dagur - 28.11.1962, Blaðsíða 1
r > Máloagn Framsóknarmanna Ritstjóri: Eruncur Davíðsson Skrifstoi a í Hai-narstræti 90 Sí.mi 1166. Setnincu oc: prentun ANNAST PRKNTVERK ODDS Björnssonar h.f., Akureyri s__________________________- D AGU R XLV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 28. nóvember 1962 — 60. tbl. Auclýsincastjóri Jón Sam* ÚF.LSSON , ÁRCANCURINN KOSTAR kr. 120.00. Gjalddagi F.R I, JÚLÍ Blaðid KEMIJR út Á MICVIKUDÖC: U.M OG Á LAl'CAJUJÖCUM, fkgak ástæða þykir til Sfjórnmálanámskeið Fram sóknarmanna á Akureyri Þörf á félagslegri fræðslu meðal ungmenna i Faxi, báturinn sem Trausti Adamsson og Gunnlaugur Traustason byggðu og áður var um getið. Frá 28 þingi Alþýðusambands Islands KJORDÆMISSAMBANDIÐ í Norðurlandskjördæmi eystra og Framsóknarfélögin á Akur- eyri efndu til stjórnmálanám- skeiðs á Akureyri og hófst það s. 1. sunnudag í Gildarskála KEA. Stjórnandi námskeiðsins er Magnús Gíslason bóndi á Frostastöðum. Lórus og Ljósmyndirnar tók E. D. Baldur Halldórsson stjórnar- maður kjördæmissambandsins setti fyrsta fund námskeiðsins, Magnús Gíslason ávarpaði nem- endur og Bernharð Stefánsson fyrrverandi alþingismaður flutti mjög fróðlega ræðu um stofnun og sögu Framsóknarflokksins. Á eftir voru fyrirspurnir og al- mennar umræður. Fundarstjóri var Björn Guðmundsson. Þáttakendur námsskeiðsins eru á fjórða tug og flestir ungir. Leiðbeinandinn mun einkum þjálfa þáttakendur í almennum fundarstörfum, auk þess sem stjórnmálasagan eða nokkrir þættir hennar verða kynntir. Stjórnskipun landsins og stjórn- málasagan ekki síður ætti að vera námsefni skólanna, en af ótta við hlutdræga fræðslu hef- ur ekki af því orðið, svo sem nauðsyn ber þó til. En nokkur almenn fræðsla í þessum efnum er þó nauðsynleg, ekki síður en fræðsla í félags- og fundarstörf- um. Stjórnmálanámskeið, sem auk (Framhald á bls. 4) Magnús Gíslason ávarpar nem- endur. ALÞÝÐUSAMBANDSÞING, hið 28., hófst í Reykjavík 19. nóvember. Hannibal Valdimars- son forseti Alþýðusambandsins, setti þingið, en ávörp fluttu Grínisey 27. nóv. Hér var rok og haugabrim á sunnudaginn og þar til síðdegis í gær. Veður- hæðin var 10—12 vindstig og stóð af vestri. Kristján Karlsson fyrir hönd Stéttarsambands bænda, Krist- ján Thorlacius forseti BSRB, Þorkell Sigurðsson fulltrúi FFSÍ og Guðbjartur Einarsson Trillubáturinn Ninna sökk í höfninni og mun ónýtur, því rekið hefur úr honum brak, enda mikil ókyrrð innan hafn- arinnar og mátti segja, að þar væri allt á tjá og tundri. 200—300 síldartunnur fóru í sjóinn, en ekki er það fullrann- sakað ennþá. Tunnurnar voru á planinu upp af hafnargarðin- um.. Sennilega nemur tjónið hér af völdum þessa veðui-s um hálfri milljón króna eða meira. Síld og bátur var vátryggt. fulltrúi Iðnnemasambandsins. Kjörbréfanefnd lagði til, að tek in yrðu gild kjörbréf á fjórða hundrað fulltrúa en ágreining- ur varð um 16 eða 17 kjörbréf. Björn Jónsson alþingismaður frá Akureyri var kosinn forseti þingsins með 183 atkv. Eggert Þorsteinsson hlaut 141 atkvæði. Er talið að í þeirri kosningu hafi komið nokkuð glögg mynd af styrkleika stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga. Þingið samþykkti á öðrum degi með 165 atkv. gegn 150 að kjörbréf (Framhald á bls. 4) f ‘ NÆSTI BÆNDAKLÚBBS- FUNDUR verður mánudaginn 3. des. n. k. á venjulegum stað og tíma. Um- ræðuefni: FÓÐRUN BÚPEN- INGS. Þetta verður síðasti fund ur fyrir jól. Þeir hlusta á umræður og búa sig jafnframt undir að taka sjálfir til máls. 171 r • 3* • r r rarviorið i Drimsey Bátur sökk í höfninni. Síld tók út af planinu, Bernharð Stefánsson, fyrrver- andi alþingismaður flytur ræðu sína í upphafi stjórnmálanám- skeiðsins. Kemur fyrsta holdanautið norður í vor? ÁRIÐ 1933 voru nokkrir nautgripir af Galloway-kyni fluttir til landsins frá Skotlandi og einangraðir í Þerney. Þeim var öllum lógað vegna sjúkdóms, sem í þeim var, nema einum nautkálfi. Út af þessum bola eru komin þau holdanaut, sem til eru hér á landi og nú eru í Gunn- arsholti, Geldingalæk og á Laugardælum. En þessi hópur er allstór og um hann hefir verið tíðfætt í fréttum blaða og útvarps. Holdanautakjöt er eftirsóttur matur betri veitingahúsa höfuðborgarinnar og í háu Hið erlenda kyn hefur verið sérræktað, og það hefur sýnt þá eiginleika, sem mörg- um sýnist að vel muni henta íslenzkum staðháttum til framleiðslu á góðu nauta- kjöti, er muni verða mjög oftirsótt vara þegar neytendur hafa fengið af því næga reynzlu. Innflutningur holdanauta eða sæðis úr holdanautum hefur verið mjög á dagskrá meðal bænda og bændasamtaka landsins, svo sem Búnaðarfélagsins. Þessi innflutn- ingur hefur ekki verið leyfður af ótta við að inn flytjist sjúkdómar um leið. Nú hefur það hinsvegar gerst, og bún- aðarsamböndin í Árnes- og Rangárvalla- sýslu hafa fengið leyfi til þess hjá Bún- aðarfélagi íslands, að sæddar verði kýr á þessum svæðum í einn mánuð frá Laug- ardælum, þar sem hin skozkættuðu holda- naut eru frjógjafar. Búist er við að um 200 kálfar fæðist af þessari tilraun. Nautkálfarnir verða aldir, sem holda- naut, en kvígurnar e. t. v. sæddar með sæði úr holdanautum og þannig áfram koll af kolli. Hálfblendingarnir eru í fyrsta ættlið um 25% Galloway, en þurfa að vera um 40% eða meira til þess að eiginleikar þessa holdakyns njóti sín sæmilega vel. Holdanautin syðra eru nú orðin talin að fimm áttundu hlutum Gallowaystofn. Deilt hefur verið um það, hvort íslenzkum bændum væri til þess treystandi að halda stofnunum hreinum. Fyrir þrem árum sóttu Eyfirðingar um að fá eitt holdanaut til notkunar í hérað- inu en var synjað af Mæðiveikivöi’nunum. En samband nautgriparæktarfélaga í Eyja firði (SNE) hefur fullan hug á að hefja þessa tilraun hér. Munu samtök þessi eiga bola einn af margnefndu holdakyni suður í Gunnarsholti, og er von til þess að hann fáist fluttur norður í vor og gætu þá sæð- ingar hafist hér, eins og sunnan fjalla, og þar með tilraun nýrrar framleiðslugrein- ar hjá eyfirzkum bændum. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.