Dagur - 28.11.1962, Blaðsíða 4

Dagur - 28.11.1962, Blaðsíða 4
4 ■ ................................................................................................ ................. .i , . ; n Daguk Má ekki segja bændum satt RITSTJÓRI Alþýðumannsins á Akureyri segir, að „einn fjölfróðasti núlifandi manna um íslenzkan landbúnað“ hafi komizt svo að orði við sig, að „að við blasti nú augljós úrkynjun bændastéttar- innnar, enda væru bændur nú þegar teknir mjög að breytast úr vel menntaðri stétt í lítt menntaða styrkbeiðenda stétt, þröngsýna og fáfróða.“ Þetta og fleira hefur ritstjórinn eftir hinum „fjölfróða“, segist að vísu ekki vera því öllu sammála, en hefur þó sýni- lega talið rétt að koma skoðun fjölfræð- ingsins á framfæri. AÐALEFNI þessarar greinar í Alþýðu- manninum er þó það, að Framsóknar- flokkurinn sé að „drepa landbúnaðinn“ með því að ala á „trúleysi og vonleysi“ í sveitunum. Þetta hefur hann gert með því að segja bændum að það sé „erfitt að búa“, að það sé „lítið upp úr því að hafa“ og „dýrt að stofnsetja bú.“ Kenning ritstjórans er m. ö o. sú, að ekkert af þessu megi segja bændum. En það hafi Framsóknarflokkurinn gert, og því sé voðinn vís. Muni því rætast „vá- spá hins fjölfróða manns um íslenzkan landbúnað, að hann líði brátt undir lok.“ RÉTT ER ÞAÐ, að af hálfu Framsóknar- manna hefur oft verið lýst hinu mikla og löngum erfiða starfi, sem bændastétt- in innir af hendi á þjóðarbúinu. Verðlags- mál þeirra hafa einnig verið skýrð og sú hætta, sem á því er, að hlutur bænda verði fyrir borð borinn. Gerð hefur ver- ið grein fyrir hinnin miklu hækkun, sem orðið hefur á stofnkostnaði búanna, vél- um, byggingarkostnaði o. fl. Vegna þeirra, sem ekki eru bændur og ekki eiga heima í sveitum, eru umræður nauðsyn- legar og einnig vegna þröngsýnnna stjórnmálamanna. BÆNDUR vita þetta mætavel sjálfir, án þess að þeim sé sagt það. Þeir vita hvað þeir og þeirra fólk þarf á sig að leggja og gera sér áreiðanlega grein fyrir því, a. m k. á meðan „úrkynjun" sú, sem fjöl- fræðingurinn hans Braga talar um, er ekki lengra á veg komin. Bændur taka sjálfir lán og vita, að vextimir í Búnað- arbankanum hafa hækkað um rúmlega þriðjung eftir „viðreisn.“ Þeir vita hvað byggingarefnið og vélamar kosta nú og hvað þetta kostaði fyrir „viðreisn.“ Það er mikill misskilningur hjá ritstj. Alþýðumannsins, Braga Sgurjónssyni, ef hann gerir sér í hugarlund, að Framsókn arflokkurinn hafi af bölvun sinni sagt bændum fré leyndarmáli, sein þeir hefðu aldrei fengið að vita að öðrum kosti, því að þetta leyndarmál er ekki til. BLADAMENN geta, hver eftir sínu upp- lagi, gert það upp við sig, hvort þeir telji heppilegra að segja satt eða ósatt um þessi mál. En á meðan bændastéttin er ekki orðin „úrkynjaðri" en nú er raun á, finnur hún áreiðanlega sjálf hvað að henni snýr. Hin „úrkynjaða stétt“ hefur nú öll sameinast til vamar hinum hrotta- legu aðgerðum „viðreisnarinnar“ svo að þar standa stjómarsinnar og stjómarand- stæðingar hlið við hlið. Það er svar bænd anna sjálfra við orðagjálfri þeirra manna, sem taka annan kost en þann, að segja satt og gæla við þá hugmynd, að íslenzk- ur landbúnaður líði innan skamms und- ir lok. □ V_______________________________________> - Frá þingi ASÍ (Framhalr af blaðsíðu. 1). fulltrúanna 33 frá Landssam- bandi íslenzkra verzlunar- manna skyldu rædd í kjörbréfa- nefnd. Onnur kjörbréf höfðu þá öll verið samþykkt. Innganga LÍV var aðalhita- mál þingsins. Félagsdómur hafði fellt þann úrskurð, að Al- þýðusambandinu væri skylt að veita LÍV upptöku. Þessu neit- aði forseti ASÍ og fylgjendur hans og vildu ekki hlýta dóms- niðurstöðunni. Niðurstaða þessa máls varð sú, að Landssambandi ísl. verzl unarmanna var veitt viðtaka í ASÍ, fulltrúar þess boðnir vel- komnir á þingið, þar sem þeir höfðu bæði málfrelsi og tillögu- rétt, en voru ekki atkvæðisbær- ir á þessu þingi. Með upptöku LÍV er langri deilu lokið. Með henni er einnig fallizt á að hlýta dómi, þótt vera kunni vafasamur. Segja má, að þarna hafi unnizt lýðræðislegur sigur. Út af þessu varð mikil ólga í Reykjavík, og fylgst var með störfum þingsins um allt land af miklum áhuga. Mikill úlfa- þytur var af því gjörður, að þing ASÍ tók svo seint fyrir kjörbréf fulltrúa LÍV. En mörg um yfirsást það í hitanum, að þing ASÍ gat það ekki fyrr en hið nýja samband var orðinn að ili að heildarsamtökunum. Framsóknarmenn á þingi ASÍ komu í veg fyrir það, að gengið væri á móti úrskurði Félags- dóms. Þeir komu líka í veg fyr ir, að ofstækismönnum í stjórn arflokkunum tækist að kljúfa ASÍ og gera þau samtök mátt- laus. Yfirlýsingar stjórnarsinna um að allt, sem þetta þing ASÍ gerði, væri markleysa ein, svo og alveg óvenjuleg stóryrði og svívirðingar um Framsókn, bera því vitni hve stjórnarflokk ana svíður undan þeirri stað- reynd, að þeir væru í minni hluta á þinginu — og að þeim heppnaðist ekki að eyðileggja samtökin að þessu sinni. Miðstjórn ASÍ var öll endur- kosin. íslenzkar Ijósmæður KOMIN ER ÚT hjá Kvöldvöku útgáfunni á Akureyri bókin fs- lenzkar ljósmæður, sem séra Sveinn Víkingur hefur búið undir prentun, og ritað 3 af 26 þáttum bókarinnar. Þessarar bókar verður væntanlega getið í næsta blaði. - RÍKISLÁNTAKAN 240 MILLJÓNIR (Framhald af bls. 8.) Og víðar en á Reykjanesi þarf stórátök í vegamálum. Hér norð an fjalla kunna menn illa því einræði, sem „stór-reykvískir“ ráðherrar vilja taka sér í þessu máli. Það mun ekki boða gott ef þeir fá meirihluta sinn til að koma í veg fyrir, að fulltrúar landshlutanna eigi þátt í ráð- stöfun þeirra fjármuna, sem -hér er um að ræða. □ - Stjórnmálanámskeið (Framhald af bls. 1). ið gætu mönnum sýn yfir vett- vang þjóðmálanna, geta vissu- lega orðið þeim er þau sækja að nokkru liði, ef vel og drengilega er á málum haldið. En aukin þekking á sviði stjórnmálanna er forsenda þess, að kosninga- rétturinn verði eftirleiðis sem hingað til, hornsteinn lýðræðis- ins í landinu. □ GLERAUGU fundin. — Vitjist á afgr. Dags. Hollenzku BARNASKÓRNIR með innlegginu komnir aftur í úrvali. Einnig hollenzkir KULDASKÓR barna og JÓLASKÓR á telpur og drengi. LEÐURVÖRUR H.F. Strandgötu 5, sími 2794 KERTI: SNJÓKERTI HRAUNKERTI ÆVINTÝRAKERTI AÐVENTUKERTI ásamt fjölmörgum fleiri tegundum. —o— Ilmvötn í úrvali. Gjafasett fyrir herra. —o— Japönsku tesettin komin aftur — nýir litir. —o— Tökum upp næstu daga mikið af jólavörum. BLÓMABÚÐ lipjiii Nylonkjólar á 1—2 ára. HVÍTAR drengjaskyrtur m. slaufu og hnöppum á 3—4 ára. TÆKIFÆRISVERÐ. ANNA & FREYJA HEIMILISTÆKI: HRÆRIVÉLAR: IDEAL MIXER MASTER ÍVIIXER PHILIPS Væntanlegar: KITCHENAID HAMILTON BEACH RYKSUGUR: HOLLAND ELECTRO 3 teg. PHILIPS 2 teg. STROKJÁRN: A. E. G. ELEKTRA PFIILIPS RAKVÉLAR: PHILIPS, 2 teg. HÁRÞURRKUR: A. E. G., 3 teg. Hitapúðar, 2 teg. Háfjallasólir, PHILIPS Gigtarlampar PIIILIPS Brauðristar, 4 teg. Hraðsuðukatlar „Swan Brand“ Rafmagnsofnar Rafhellur Rafkönnur Eldavélar, þvotta- vélar og kæliskpar væntanlegt. VÉLA- 0G BÚSÁHALDADEILD Til sölu nýleg FERÐARITVÉL (Optíma) Uppl. í Þingvallastr. Til sölu: STÓRT SKRIFBOR nieð geymsluskápum, £ SINGER-SAUMAVÉ með mótor. — Til sý eftir kl. 6 í Hafnarstr; 20 (Hulda Guðmunds SÓLGARÐUR Dansleikur laugardagi 1. des. n. k. kl. 21. Hljómsveit Pálina Stt ánssonar. Kvenfélagið Hjálpii SPILAKVÖLD Síðara spilakvöldið í F vansíi verður íimmtuc inn 29. nóv. og hi stundvíslega kl. 9 e Aðeins fyrir sveitafól Dans á eftir. Ársól og Árroðinn. SPILAKLÚBBUR LÉTTIS Síðasta spilakvöldið f’ jól verður í Alþýðul inu föstudaginn 30. þ. kl. 8.30 e. h. Veitt verða kvöldverðl: og heildarverðlaun. Mætið stundvíslega Skemmtinefndin. SÍLD er sólskin vetrari REYKT SÍLD KRYDDSÍLD SALTSÍLD SÍLD, MARINERt SÍLD í VÍNSÓSU SÍLD f TÓMATSÓ! SÍLD í LAUKSÓS SÍLD í ÁVAXTASÓ Sími 2900 HÚSMÆÐRASK< heldur aðalfund sur Húsmæðraskólanum kvörðun tekin u:n fi BIFVÉL1 Bifvélavirkja og vantar okk MÖL 0'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.