Dagur - 17.10.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 17.10.1964, Blaðsíða 1
Dagur XLVIÍ árg. — Akureyri, laugardaginn 17. október 1964 — 77. tbl. Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði Tíu arnarhjón með tólf unga SAMKVÆMT fréttatilkynn- ingu Fuglaverndarfélags íslands fór fram talning arna í sumar á Vestui-landi. Agnar Ingólfsson dýrafræðingur sá um talning- una. Niðurstaðan var svipuð | BREZKA IHALDIÐ | I TAPAÐI I É Samkvæmt fregnum kl. 3 É \ síðdegis í gær, virtist sigur [ I Verkamannaflokksins tryggð i I ur í brezku kosningunum — É | naumlega þó. Eftir var að = I telja í 10 kjördæmum, en É É þingflokkarnir höfðu fengið: 1 \ Verkamannaflokkurinn 315 = É þingmenn, Ihaldsflokkurinn i i 300 þingmenn og Frjálslyndi É É flokkurinn 5 þingmenn. i Er því líklegt að það verði i É Harold Wilson en ekki = i Alec Douglas Home, sem i É sest í forsætisráðherrastólinn = þeirri, sem gerð var fyrir nokkr um árum. Bendir hún til þess, að arnarstofninn sé enn í veru- legri hættu en ekki vonlaust, að honum megi bjarga. Talið er, að nú séu til á varp stöðvunum við Breiðafjörð og á Vestfjörðum a. m. k. 40 full- orðnir ernir, og mun þar um að ræða 19 hjón og tvo staka fugla þar að auki. Um viðkomu arnanna í sumar segir í nefndri tilkynningu, að aðeins 10 af þessum 19 arnar- hjónum hafi orpið í sumar og komið upp 12 ungum. Sagt er, að ókynþroska fuglar kunni að vera á flækingi víða um land, auk þeirra, sem taldir eru hér að framan. Enn verður að vinna eftir megni að því, að varðveita arn arstofninn. En talningin í sum ar og settar skorður við notkun eiturs við útrýmingu refa gefa vonir um, að verndun stofnsins muni takast. En til þess þarf almennan vilja. Bílstjóri á Akureyri lærbrotneSi í FYRRADAG varð slys við aðalspennustöðina á Akureyri. Verið var að vinna við að flytja vélahluti, sem geymdir voru í stöðvarbyggingunni, niður á Oddeyri. Páll Jónsson bílstjóri Túngötu 6 Akureyri var með bíl sinn við stöðvarhúsið og beið eftir að aka inn. Stór og þung Jólablað Dags ÞEIR, sem ætla að senda Jóla- blaði Dags góðar frásagnir eða annað efni til birtingar, vinsam- lega hafi samband við ritstjór- ann áður en langt líður. □ Féiagsheimili í byggingu í Varmahlíð í Skagafirði. (Ljósmynd: E. D.) :ru skatla-kreppuián í undirbúningi? Frestun á greiðslum en ekki lækkun rennihurð er fyrir stöðvarbygg ingunni og var verið að renna henni upp þegar Páll gekk inn í dyragættina. í sömu svifum mun vírinn sem dró hurðina upp, hafa slitnað eða festingar á henni bilað þannig að hún datt niður. Páll gat með naum undum forðar sér undan, en hurðin slóst í hann með þeim afleiðingum að hann lærbrotn- aði illa. Var mikið lón að hér skyldi ekki verða enn stærra slys. Páll var strax fluttur á sjúkra hús og samkvæmt upplýsingum yfirlæknis er líðan hans sæmi- leg eftir atvikum. FYRIR nokkrum vikum lét rík- isstjórnin að vilja borgaranna í því, að skipa nefnd manna til að rannsaka á hvern hátt væri unnt að létta skatta- og útsvars- byrðar almennings í landinu. Nefnd þessi hefur nú lokið störfum og niðurstaða hennar er sú, að skattabyrðamar séu mörgum ofviða og leggur til að þessum aðilum verði gefinn kostur á kreppulánum til tveggja ára, með fullum banka- vöxtum. Nefndin viðurkennir að sjálf- sögðu vandann, sem skapazt hef ur með hinum gífurlegu skatta- álögum, en tillaga hennar leysir engan vanda, heldur frestar honum um tveggja ára skeið. Skattgreiðendur verða svo að greiða sína skatta að fullu, auk vaxtanna, þegar gjaldfresturinn rennur út. Þess hafði verið vænzt af ýmsum, að skattarnir sjálfir væru lækkaðir í stað þess að stofna til eins konar kreppu- Samþykkt Framsóknarmanna um raforkumál Kjördæmisþingið á Laugum samþykkti eftirfarandi ályktun: KJORDÆMISÞINGIÐ lítur svo á, að hraða beri fullnað- arrannsóknum á virkjunar- möguleikum fallvatna Norð- austurlands, þar sem höfð sé í huga rafmagnsþörf til al- menningsnota á Norður- og Austurlandi og þörf nýs orku freks iðnaðar, sem kynni að rísa á þessu landssvæði. Leggur þingið áherzlu á, nú sem áður, að virkjunarmögu leikar Jökulsár á Fjöllum til stóriðju verði fullkannaðir á samt hafnarskilyrðum í Kelduliverfi. Þá telur þingið athyglis- verða þá niðurstöðu rann- sókna á vatnasvæði Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, sem bendir til, að þar sé hægt að framleiða ódýra orku, sem fullnægia myndi almennri orkuþörf Norður- og Austur- lands um langt árabil. Þó bendir þingið á, að ávallt er nauðsynlegt að hafa í huga, að sem minnst land- spjöll leiði af virkjunarfram- kvæmdum. Kjördæmisþingið átelur harðlega þó starfsaðferð, sem ríkisstjórnin hefur beitt við undirbúning stórvirkjunar og stóriðju hér á landi, þar sem allur undirbúningur þeirra mála hefur verið lagð- ur í hendur pólitískra full- trúa stjórnarinnar, að því leyti, sem hann hefur ekki verið framkvæmdur af starfs mönnum ríkisþjónustunnar. Eins og nú er komið telur þingið sanngjamt og eðlilegt að Alþingi kjósi sérstaka nefnd er kynni sér þær rann- sóknir og aðrar upplýsingar, sem nú liggja fyrir í málinu, og geri opinberlega tlilögur um meðferð þess framvegis, jafnframt því, að almenningi verði birt skýrsla um stað- reyndir í málinu. lána, eins og tillagan gerir ráð fyrir. En ríkissjóður greiddi svo mismuninn af tekjuafgangi sín- um. Tillögur þær, sem hér um ræðir, bera með sér þá viður- kenningu hins opinbera, að skattheimtan á íslandi sé á þann veg orðin, að stofna þurfi til sérstakra lánveitinga upp í skatta. Greinilegri viðurkenn- ingu á hinni svokölluðu skatt- píningu, er tæpast hægt að fara fram á. Og þessi viðurkenning kemur fram aðeins fáum vikum eftir að stjórnarblöðin gáfu fyr- irheit um svo miklar skatta- lækkanir, að menn gætu dvalið erlendis í sumarleyfinu fyrir það fé, sem ríkisstjórnin létti af þeim í lækkandi sköttum. Það er dálítið óþægilegt fyrir það ágæta .fólk, sem styður ríkis- stjórnina og væntir þess að blöð hennar gefi réttar upplýsingar um þýðingarmikil mál, eins og skattamálin, að lesa fyrst áber- andi yfirlýsingar um skattalækk anir, en fá síðan að þreifa á skattahækkunum, sem margir ráða naumast eða alls ekki við. Enn er landað síld á Vopnafirði ^>^$><$><$>««><$><$h$kSk$>^k$k5>«k$^kÍ><$^>^k$kJ><^<$><$k^$kS>^k$k$k$k$k$k:$k$k$><$k$k$>^k$^^ Vopnafirði 16 október. Hingað komu í dag þrír bátar með meira en eitt þús. mál síldar hver. Síldarþrærnar munu full- ar orðnar og jafnvel löndunar- bið suður á fjörðunum. Veður er hins vegar mjög gott og koma því skipin hingað fremur en bíða löndunar. Veðrið er hið fegursta. Reit ings þorskafli er hérna, en fáir stunda þá sjómensku. Eftir er að slátra í fimm daga ennþá. Fyrir fáum dögum var meðalvænleiki dilka á sláturhús inu nær einu kílói meiri en í Unnið að sjálfvirkum síma á Raufarhöfn Raufarhöfn 16. október. Síðustu mánuði hefur verið flutt hingað ýmiss konar efni til hins sjálf- virka, fyrirhugaða síma. Og hingað eru komnir tveir Svíar og tveir íslendingar til að setja sjálfvirka símann upp. Er búizt við að það taki 5—6 mánaða tíma að koma honum fyrir. Þá verður bæði innanbæjarsíminn sjálfvirkur og einnig sjálfvirk- ur sími við aðrar símstöðvar, sem undii-búnar eru á sama hátt. H. H. fyrra, og er meðalþungi nú yfir 15 kíló. Hér slátraðí Þorsteinn Sigurðsson í Víðidal og synir hans 150 dilkum og eru það vænstu dilkarnir, sem hingað hafa komið í haust. Meðaltalið var 18,84 kg. Það var fallegur hópur. — K. W NIKITA KRUST- JOFF FALLINN ÞAU tíðindi gerðust í fyrra- kvöld í Moskvu, samkvæmt Tass-frétt, að Nikita Krust- jeff hefði beðizt lausnar sem aðalritari kommúnistaflokks- ins og forsætisráðherra Sovét ríkjanna, eftir 10 ára setu í valdastóli. Við liinum opinberu störf- um hans hefðu tekið tveir menn. Miðstjórnin hefði kos- ið Leoníd Bresnéf aðalritara en Æðstaráðið falið Alexei Kosygin embætti forsætis- ráðherra. Um nánari tildrög vita menn lítið en hugleiða margt. En opinberlega segir, að Krustjeff hafi borið við háum aldri og vanheilsu, er hann baðst lausnar. Það tvennt hefur þó verið staðfest að myndir af Krust- jeff á opinberum stöðum hafi verið teknar niður og tengda- syni hans vísað frá ritstjóm Izvestia. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.