Dagur - 17.10.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 17.10.1964, Blaðsíða 2
GEæsiSeg framkvæmd Olympíieikanna í Tokyo Olympíuleikarnir hinir 18. í röð inni standa nú sem hæst í Tokýó í Japan. Er þetta í fyrsta skipti sem þeir eru haldnir í Asíu. Ráð gert var að halda þá í Japan 1940 en heimsstyrjöldin síðari kom í veg fyrir það. Leikarnir í Tokýó voru settir 10 þ.m. með 'hátíðlegri viðhöfn. Viðstaddir voru um 75 þúsund áhorfendur, auk nær 8 þúsund keppenda frá 94 þjóðum. Eftir að Hirohito keisari Japan hafði lýst leikana setta, birtist 19 ára Japanskur piltur Yoshnorri Sakari að nafni á leikvanginum með Olympíu- kyndilinn, sem kveikti Olympíu eldinn og mun loga við leik- vanginn þá 15 daga sem leikarn ir standa. Yoshnorri Sakari fæddist í Hirosima tveim klukkustundum eftir að kjarn- orkusprengju var varpað á borg ina í ágúst 1945. . Keppnin á þessum Ól-leikjum hefir verið blandin gleði og von brigðum eins og jafnan vill verða í keppnum, ekki síst stór leikjum sem þessum. Alls er keppt í 20 íþróttagreinum, en eflaust mun frjálsíþróttakeppn- in vekja mesta athygli. Stórþjóð irnar, Bandaríkin og Rússland munu eflaust skara fram úr með heildarárangur, sem von er ,en smáþjóðirnar geta þó látið til sín taka í vissum greinum, svo sem komið hefir fram. T.d. sigraði Finni í spjótkasti karla, öllum á óvart, en við mikla hrifningu og aðdáun landa sinna en Norðmaður, heimsmethafinn í greininni og talinn líklegur til sigurs, varð að láta sér nægja 13. sætið. Þetta dæmi sýnir að í engri keppni eru úrslit fyrir- fram ráðin. Eins og gefur að skilja hefir það kostað Japani stórátak að undirbúa og sjá um þessa Olym píuleika, og hafa þeir ekkert til sparað í sambandi við undirbún inginn þeirra svo þeir gætu farið fram með sem mestum glæsibrag. Og þeir hafa sannað að þeim hefir tekizt það, að minnsta kosti það sem af er. Enda eru Japanir kunnir fyrir dugnað og hagsýni. Kostnaður hefir orðið gífurlegur í sam- bandi við þau mannvirki sem orðið hefir að byggja og aðrar framkvæmdir. Sagt er að kostn aðurinn við undirbúning leik- anna hafi farið upp í sem svarar 120 milljörðum íslenzkra króna. Að sjálfsögðu munu margar af þeim framkvæmdum, hafa var- anlegt gildi fyrir Tokýóborg og allt landið um langa framtíð. Mikið kapp hefir verið lagt á að koma samgöngukerfi borgar innar í sem bezt horf, svo um ferð gengi sem greiðast og á- rekstraminnst. T.d. er komið fyrir 25 km. langri bifreiðabrú yfir þvera borgina og með því móti styttist tíminn úr 1 kist. í 15 mínútur að komast frá fiug velli í miðborgina. Sjálft Olym píuþorpið sem kostaði upp kom ið um 150 milljónir króna, verð ur eftir leikina, tekið í notkun fyrir þá íbúa borgarinnar sem búa í heilsuspillandi húsnæði, og með því móti stuðlað að fegr un borgarinnar og aukinni hreysti íbúanna. Samheldni og metnaður íbúa landsins hefir komið hér að góðu gagni. í sambandi við íþróttakeppn- ina hefir verið komið fyrir raf eindaútbúnaði við töflu þá sem úrslit verða birt á, þannig að með aðstoð hans er hægt að fá upplýsingar um gang keppninn ar mun fyrr en þekkst hefir áð ur. Japanir leggja mikla áherzlu á að veita bæði keppendum og Eftirfarandi grein birtist í síðasta íþróttablaði og er eftir Benedikt Jakobsson hinn kunna íþróttakennara. Ætti íþróttafólk að kynna sér vel þær ráðleggingar sem fram koma í greininni. „Upphitun fyrir erfiði er nauð- synleg. Með því að undirbúa líkamann með upphitun, fyrir byggjum við meiðsli og aukum afreksgetuna til muna. Fyrir alla ákafa áreynslu er brýn nauðsyn að hita líkamann upp með léttstígandi erfiði, er að lokum nálgast getuhámark. Síðan á erfiðið að falla á ný, og rétt áður en keppni hefst er slakað á og að lokum aðeins hvílt. Sú hvíld má þó ekki vera nema örstutt, því annars missir upphitunin nokkuð af gildi sínu. Upphitunin verður að miðast við þá íþrótt, sem á eftir fylgir. Upphitunin eykur afreksget- una. Líkamshitinn hækkar. Æðakerfi vöðvanna fyllist af blóði, en blóðfylltur vöðvi svar- ar betur ertingu og boðun taug- anna en blóðsnauður og kaldur vöðvi. Vöðvarnir verða mýkri og þá um leið teygjanlegri. Hætta á meiðslum verður minni. t. d. tognunum. í stuttum hlaupum eykur fullkomin upphitun afreksget- una um 4—6%. Miðað við ef viðkomandi hitar ekki upp, slepir upph. Þeir sem koma óstundvíslega til leiks og sleppa upphitun, ná því ekki fullum árangri. Venjuleg upphitun tekur 15- 30 mín. og samanstendur af góngu, hlaupi, leikfimi og þeim æfingum, sem keppt er í. Kúlu- varparinn kastar nokkur köst. Spretthlauparinn reynir við- bragðið. Grindahlauparinn hleypur yfir nokkrar grindur. Leikfimismaðurinn tekur nokkr ar sveiflur í áhöldum. Körfu- knattleiksmaðurinn reynir skot fimi sína o.s.frv. gestum sem bezta fyrirgreiðslu á allan hátt og gera þeim dvöl ina sem eftirminnilegasta. Og þeir gera sér vonir um að í gegnum þessar Olympíuleika, komist þeir í betra samband við hinar ýmsu þjóðir en verið hef ir. Það er von þeirra að leikarn ir verði þeim til sóma og að menn gleymi því að þeir séu sigruð árásarþjóð frá síðari heimsstyrjöldinni. Fulltrúar hinna 94 ólíku ríkja í Olympíuleikjunum nú, eiga eins og áður að gegna því hlut verki, jafnhliða íþróttakeppnun- um að stuðla að eflingu friðar oð bættrar sambúðar, þjóða og ein staklinga á milli. Það er hin göfuga hugsjón Olympíuleik- anna. Frá því að undirbúningi er að fúllu lokið og þar til keppni hefst, mega ekki líða meira en í hæsta lagi 8-10 mín. Annars kemur upphitunin ekki að til ætluðum notum. Sé kalt í veðri má þessi hvíld ekki vera telj- andi. Upphitun fyrir daglegar æf- ingar er og má vera skemmri en Jyrir keppni, eða 5—10 mín. Þetta gildir þó aðeins ef heitt ér í veðri. Sá kalt, er nauðsyn- legt að klæða sig svo vel að líkaminn nái að svitna rækilega. Það verður þó að hafa hug- fast, að sé upphitunin stutt, verða fyrstu sprettirnir að vera rólegir —■ hálf férð. IFyrir alla íþróttakeppni er upphitun sjálfsögð — hver ssm íþróttin kann að vera. Hér á landi þurfa að verða gagngerar breytingar í þessu efni. Margir eru enn þeirrar skoðunar, að þeir þurfi ekki að hita sig upp. Sú skoðun stafar af fáfræði og leti. Hvort tveggja þarf að uþpræta. Það borgar sig að hita vel fyrir mót.“ Ufveroirnir á (Framhald af blaðsíðu 8). Hvernig er afkoman á sauð- fjárræktarbúunum ykkar? Líklega er hvergi eða óvíða unnt að framleiða ódýrara dilka kjöt en á Hólsfjöllum, því féð er mjög fóðurlétt. Ásetningur- inn er miðaður við þrjá bagga á kind, en þar af má þriðjungur vera kjarnfóður. En sjaldan, a. m. k. síðustu vetur, er svo mikið gefið, enda eiga flestir bændur drjúgar heyfyrningar. Á síð- asta vetri var yfirleitt mjög lítið gefið af heyjum en að sjálfsögðu kjarnfóður með beitinni. Um af komuna má segja, að hún hefur löngum verið sæmileg og að hún ætti nú að vera betri en áður. Ber tvennt til. í fyrsta lagi er verðlagsgrundvöllurinn sauðfjárræktinni hagstæðari en hann hefur verið síðustu árin, og svo hitt, að féð er mjög vænt á þessu hausti, auk þess sem veðráttan var hagstæð í fyrra vetur og að vel heyjaðist í sum ar. Viltu nefna dæmi um væn- leika dilkanna í haust? Um það hef ég ekki nákvæm ar tölur ennþá. En meðalvigt dilka mun liggja nálægt 18 kg. Og þó er verulegum hluti slát urfjárins- tvílembingar. Það eru margar tvílembur, sem skila 40 kg af kjöti dilkanna og jafn vel meira. Afréttarlöndin á Hólsfjöllum, svíkja ekki. En þau geta orðið erfið ef bæj- um fækkar enn í sveitinni. Hve margt fé hafa þeir fjár flestu á Fjöllum? Sannilega á sjöunda hundrað á fjalli. En kýr eru fáar, enda ekki mjólkurmarkaður. Þótt Vaxandi þörf fyrir frystikistur Síaukin notkun frystra matvæla eykur nauðsyn góðrar frysti- geymslu og handhægs frystirs. Levin frystikistan er mjög handhæg í meðferð sem frystir þegar frysta þarf t.d. kjöt, fisk eða grænmeti. Levin frystikistan geymir frosinn mat mjög vel, hin ágæta einangrun kystunnar og hið örugga frystikerfi hennar trygg ir geymsluþol og hagkvæman rekstur. heyskapur geti sjaldan hafist fyrr en 20. júlí, sprettur tölu- vert vel, og í sumar var góð nýt ing og hey yfirleitt mikil. Rækt unarframkvæmdir þyrftu að vera miklu meiri, en hvort tveggja er, að við þurfum að fá stórvirk tæki lánuð úr öðr- um byggðarlögum, og svo ótt- ast margir flóttann. Víst er þó, að þjóðfélagið getur ekki við það unað, að Hólsfjöll verði auð og yfirgefin, vegna þeirra þjón ustu á hinni fjölförnu leið, sem þar fer fram. Og sannast sagna er það líka, að efnahagur bænda á Hólsfjöllum mun ekkp lakari en í lágsveitum, svo það er ekki þess vegna, sem byggðinni er hætt. Og allir, sem þar hafa dvalið um lengri eða skemmri tíma taka tryggð við þessa sér- kennilegu sveit, sem er fámenn en víðáttumikil. Nokkuð sögulegt í göngunum í haust? Nei, það gekk allt vel, þótt nokkur snjór væri í fyrstu leit um. Hér áður gistu gangnamenn í gamla eyðibýlinu Hvammsstöð um í Búrfellsheiði. Nú er því hætt og eru göngurnar nú einn 17-18 klukkustunda áfangi. Nú er snjólaust eða því sem næst, aðeins grátt í rót. Er enn staðið yfir fénu á vetr um? Á því er orðin sú breyting, að fénu er ekki haldið eins fast til beitar og áður og yfirstöðu menn eru sennilega bráðum úr sögunni. Hinsvegar taka bænd ur hesta á hús strax á haustin og nota þá við smalamennsku og eftirlit í stað yfirstöðumanna sem fylgdu fénu. Bændur þurfa að eiga duglega ferðahesta og eiga þá. En stóð er úr sögunni. Og hvað tekur þú nú fyrir, er þú hættir búskapnum? Eg hef tekið að mér póstferðir milli Möðrudals og Reynihlíðar sem er um 80 km leið. Póst- ferðir eru vikulega, annaðhvort á jeppa eða hestum, eftir þvf hvernig snjóalög verða. Dagur þakkar viðtalið, sem ber því vitni hversu miklir möguleikar felast í hinum víð feðmu afréttarlöndum austur þar — en einnig þeirri hættu, sem hinni fámennu byggð er nú búin vegna fólksfækkunar. Þjóð félagið má ekki tapa þeim út- vörðum sínum sem Hólsfjalla- bændur vissulega eru. — E. D. T vímenningskeppiii Bridgefél. Akureyrar EFTIR tvær umferðir eru efstu pörin þessi: 1. Sigurbjörn Bjarnason og Sveinbj. Jónsson með 403 stig 2. Ármann Helgason og Hall dór Helgason með 396 stig. 3. Alfreð Pálsson og Guð- mundur Þorsteinss. með 391 stig 4. Jóhann Helgason og Karl Sigfússon með 380 stig. 5. Hinrik Hinriksson og Hörð ur Steinbergsson með 376 stig. Síöasta umferðin verður spil uð n.k. þriðjudag. Upphilun - Æfingar - Keppni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.