Dagur - 03.06.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 03.06.1967, Blaðsíða 7
7 Nii kýs ég Framsóknarflokkmn (Framhald af blatSsíðu 8.) sem gælir við útlendinga eins og.fram kemur í undirlægju- hætti hennar á erlendum vett vangi, svo serh atkvæðagreiðsl ur fulltrúa íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum bera vott um. Þámá nefna sjónvarpsmál ið fræga og auknar hernaðar- aðgerðir Bandaríkjamanna í landinu. Er ekki annað sýnna en að það sé óskadraumur rík isstjórnar Bjarna Benedikts- sonar að gera ísland að einu af Bandaríkjum Norður-Amer- íku. Ætti þetta að vera íslend ingum nægilegt viðvörunar- efni í þessum kosningum, til þess að kjósendur geti gert sér sem bezta grein fyrir stefnu stjórnarinnar í utanrík ismálum. Þá þarf enginn að efast um afstöðu ríkisstjórnar íslands til hervarnarsamnings ins, sem þjóðinni ber að taka afstöðu til á næsta kjörtíma- bili. Hin almennu landsbyggð- armál myndu einnig verða hornreka vegna Stór-Reykja- víkursjónarmið stjórnarinnar, ef stjórnin en ekki þjóðin geng ur með sigur af hólmi. Má þar nefna atvinnuuppbyggingu, skólamál, sem mjög hafa ver- ið afrækt í sveitum landsins undanfarið og vegamál, sem nú á að leysa með hraðbraut- arsjónarmið Reykjavíkur fyr- ir augum. Nýr fulikominn veg ur fi'á Reykjavík til Norður- og Austurlands, sem -er lífs- skilyrði atvinnuveganna í þessum landshlutum myndi vart sjá dagsins ljós undir handleiðslu núverandi stjórn- ar. Hömlulaus aukning dýrtíð- arinnar og ofríkisstefna stjórn arinnar í peningamálum ætti - SKÁTADAGUR (Framhald af blaðsíðu 1) eyri. Skátadeginum lýkur síðan með því, að kveikt verður á blysum og skotið upp flug- eldum. Er það von skátanna, að þessi fjölbreytta útiskemmtun hafi upp á eitthvað að -bjóða fyrir allá fjölskylduna og að Ákur- eyingar og nærsveitamenn fjöl- menni á Gleráreyrar á sunnu- daginn. Skátafélögin, Akureyri. að minna kjósendur á, hvers bændur og verkamenn megi vænta, haldi stjórnin velli. Framkvæmdir kísiliðj umáls- ins eru glöggt dæmi um fram- kvæmd áhugamála ríkisstjórn arinnar fyrir hin útvöldu fjár- aflasjónarmið, sem á að halda uppi í formi stórra almenn- ráðherra hefur upplýst, að á ingshlutafélaga. En fjármála- slíku sé mikil þörf í þjóðfélag- inu. til þess, að því er virðist, að tcrvelda aðstöðu hinna dreifðu byggða til þátttöku í atvinnuuppbyggingunni. í þessu sem öðru ætlar stjórnin að stjórna með tilskipunum eins og hún hefur gert í formi allskonar bráðabirgðalaga sem hún hefur gefið út um hin furðulegustu efni. Og ekki má gleyma kosningapésanum til hinna ungu kjósenda, sem nú hefur verið sendur út ekki einu sinni heldur tvisvar til þeirra, sem nú eiga að kjósa í fyrsta sinn. Áróðursvél stjórn arinnar er nú í fullum gangi. Nú er um það kosið hvort ís- lendingar skuli eiga ísland ófram eða hvort þeir eiga að afsala landsréttindum sínum í hendur útlendinga fyrir er- lend dollara. Ég er einn af þeim sem studdi núverandi ríkisstjórn til valda, því miður. Eftir því hef ég séð meira en flestu öðru. Ég óttast afleiðingarnar, ef ríkisstjórnin sigrar, ekki sízt fyrir unga fólkið, sem á að erfa landið, og öll hin miklu ónotuðu gæði þess. Það er því skylda mín sem annarra, sem vilja leitast við að meta málin frá sjónarhóli íslendingsins, að kjósa eftir málefnum. Það, sem mestu máli skiptir, er að fella ríkisstjórnina, og því mun ég kjósa Framsóknar- flokkinn að þessu sinni af því að ég treysti honum til þeirr- ar þjóðmálaforystu, sem þjóð- inni er nú hvað mikilvægust. Það verða allir að gera sér ljóst, sem í dreifbýlinu búa, að það mun ekki verða tekið mjúku.m tökum á bændum og verkamönnum með aðgerðum þeim, er nu bíða úrlausnar í efnahagsmálum eftir kosning- ar, ef viðreisnarflokkárnir undir ‘ forsæti Bjarna Bene- diktssonar halda völdum. Hermóður Guðmundsson, Árnesi. Maðurinn minn, sonur minn, faðir okkar, bróðir, tengdafaðir og afi, ANTON SIGURÐUR MAGNÚSSON, Hafnarstræti 53, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 3. júní kl. 1.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Jóhanna Sigurjónsdóttir. Eiginmaður minn, MAGNÚS ALBERTSSON, húsgagnasmíðameistari, Grundargötu 3, Akureyri, andaðist 31. maí í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðarförin er ákveðin mánudaginn 5. júní kl. 1.30 frá Akureyrarkirkju. — Þeim sem vildu heiðra minningu hins látna er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd barna og tengdabama. Sveinbjörg K. Pálsdóttir frá Vatnsenda. dregst mjög saman JÓHANN HAFSTEIN lýsir þróun iðnaðarins fagurlega og segir aðra hafa uppi bar lóm. Því miður tala stað- reyndir öðru máli. Iðnverka fólki á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað um tvo fimmtu. f .einni iðngrein að- eins, fataiðnaðinum, er búið að Icka 14 fyrirtækjum. Er- lend fyrirtæki hafa nú tekið að sér verkefni þessara fyrir tækja — en milljónatuga fjár festing í iðnfyrirtækjum stendur nú óarðbær. — Tillögur um 17. júní ÞJ ÓÐHÁTÍÐ ARNEFND Akur- eyrarbæjar hefur nýlega tekið til starfa og munu hátíðahöldin fara fram með svipuðu sniði og und- anfarin ár. Nefndin myndi þó feginshugar taka til greina nýjar hugmyndir um breytt fyrirkomu- lag ef bærust frá blöðum eða einstaklingum. Að þessu sinni skipa nefndina þessir menn: Jón Ingimarsson, og er hann formaður nefndarinn- ar, Hermann Sigtryggsson, Krist- ján Armannsson, Siguróli Sig- urðsson, Gísli Lórenzson og Þór- oddur Jóhannsson. E r z l A að endurtaka i viðreisnina44 f rá 1960 STEFÁN V ALGEIRSSON = spurði stjórnarflokkana að = því í útvarpsumræðunum á 1 þriðjudaginn hvað fælist í i ! þeirri yfirlýsingu þeirra, að \ ; halda áfram viðreisninni, ef j | þeir fengju ráðið eftir kosn- \ : ingar. = Ætlar stjómin að fella \ I gengið eins og þá varð? j ; Hækka verð erlends gjald- j i eyris um 135% eða kannski ; ; 160% eins og gert var 1960 j ; og 1961? Á að hækka vext- j j ina og á enn að auka fryst- ; ; ingu sparif jár? Á að hætta j j að greiða vísitöluuppbót á; j kaup o. s. frv.? ! En þetta voru ráðin, sem ; j bjarga áttu þjóðinni í efna- ! hagsmálum! Þetta voru við- ! reisnarráðin! □ iiiiiiiiniumii - Nýtt símstöðvarhús (Framhald af blaðsíðu 1). innar íbúð fyrir símstöðvar- stjórann. - {• Nokkuð er búið að setja nið- ur af kartöflum, og er það ekki seinna en verið hefur síðustu árin. Nýja skipið Vörður, sem héð- an er gert út er nú komið á síld, en ekki hefur frétzt um, að það hafi fengið síld enn sem komið er. S. G. ST. GEORGS-GILDIÐ. Fundurinn. er i Skáta- heimili Dalvíkur mánu daginn 5. júní kl. 9 e. h. — Stjórnin. GJAFIR OG ÁHEIT. í Freyju- söfnunina kr. 535 frá Hrein- dísi Hreinsdóttur, Líneyju Ámadóttur, Steinunni Áx- fjörð og Hildi Gísladóttur. — Frá E. G. Ó. kr. 500,00 til kristniboðs í Konsó og kr. 500,00 til Vestmannsvatns. — Til fólksins sem missti allt í eldsvoðanum: kr. 300,00 frá N. N., kr. 400,00 frá Þ. J. og kr. 100,00 frá G. og S. — Til Sigurlaugar Vigfúsdóttur, er gekkst undir uppskurð í Ameríku, kr. 500,00, frá móð- ur. — Beztu þakkir. -— Birgir Snæbjörnsson. MINNINGARSPJÖLD Hjarta- og æðasjúkdómsvamarfélags- ins fást í öllum bókabúðum bæjarins. MINNIN G ARSP JÖLDIN fyrir' kristniboðið í Konsó fást hjá frú Sigríði Zakaríasdóttur, Gránufélagsgötu 6. — Sími 11233. í „Ferðum“ segir frá Ólafsfjarðar- múla FERÐIR, blað Ferðafélags Ak- ureyrar, maí-hefti 26. árgangs er komið út. Þar í er að finna greinargóða og mikla lýsingu á Ólafsfjarðarmúla. Skiptist frá- sögnin í tvennt: Veginn, þar sem sagt er frá tildrögum til vegarlagningarinnar, fram- kvæmd hennar og kostnaðar, og Leiðarlýsingu. Greinina skrif ar Þórir Jónsson á Ólafsfirði. Fjöldi-' myndá' fylgir,' :og hafa þeir Karl Hjaltason, Sigurbjöm Bjarnason og Sverrir Pálsson tekið þær. Þá eru í blaðinu ferðaáætlan ir Ferðafélags Akureyrar og Ferðafélags Svarfdæla sumarið 1967. Ferðafélag Akureyrar hef ur á dagskrá sinni 21 ferð í vor og sumar. Sú fyrsta átti að vera 30. apríl sl., en sú síðasta ef ráð gerð 8. október. Er það ferð í Villingadal. Um næstu helgi er ætlunin að fara í tveggja daga ferð í Náttfaravík. Þátttakend- ur í ferðum leggi sér til tjöld og séu að öllu leyti vel búnir, en Ferðafélagið mun leggja til hit- unartæki og ráðgert er að hafa sameiginlegt matarfélag, þegar því verður við komið. Níu ferðir eru á ferðaáætluh Ferðafélags Svarfdsela. Sú fyrsta var 24. maí sl. í Skíða- hótelið í Hlíðarfjalli, en næsta ferð verður 25. júní í Hörgár-- dal og Öxnadal. Síðasta -ferðin verður 3. september, gönguferð á Rimar. Ennfremur em ráð- gerðar kvöldferðir eftir ástæð- um, sem ekki. hafa verið -aug- lýstar enn. Formaður F. A. er Tryggvi Þorsteinsson, en 'formaður Ferðafélags Svarfdæla ér Pálmi Jóhannsson. Q VIÐ bjóðum yður að sjá hina lifandi og hrífandi nýju lit- kvikmynd GUÐ GETUR EKKI FARIÐ MEÐ LYGI. Sjáið sögu Biblíunnar frá 1. Mósebók til Opinberunarbók- arinnar. Sjáið skýrar sannan- ir um uppfyllingu biblíuspá- dóma! Sjáið hvernig Biblían getur hjálpað yður í dag! Sunnudaginn 4. júní kl. 15.00 áð „Bjargi“ Hvannavöllum 10 Akureyri. — Allt áhugasamt fólk velkomið. Ókeypis. — Vottar Jehóva. GJAFIR til Styrktarfélags van- gefinna: Frá J. J., Akureyri kr. 3000,00, frá Bj. G. kr. 1000,00 (móttekið J. Ó. S.), frá Zontaklúbbnum, Akureyri kr. 50.000,00 (óafhent), frá Oddfellowstúkunni „Sjöfn“ kr. 50.000,00 (óafhent), frá Kvenfélaginu „Baldursbrá“, Glerárhverfi um kr. 15.000,00 (óafhent). — Söfnun í Húsavíkurkaupstað um kr. 20.000,00 (óafhent). — Beztu þakkir. — Félagsstjómin. SAUÐGRÓÐUR Hólum í Hjaltadal, 2. júní. Jörð er nú orðin of þurr, en hina síð- ustu hlýindadaga hefur gróðri fleygt fram og verður sæmileg- ur sauðgróður kominn eftir fáa daga ef ekki bregður til kald- ari veðráttu. — Sauðburðurinn hefur gengið vel en ekki mátti tæpara standa með fóður og er vinna við sauðburðinn óvenju- mikil. Hér í kjördæminu eru haldn- ir sameiginlegir framboðsfund- ir stjórnmálaflokkanna. í gær var einn á Hofsósi, er var vel sóttur og stóð fram yfir mið- nætti og í dag er framboðsfund- ur á Siglufirði. Bændur keppast við að bera tilbúna, áburðinn á. túnin og í þurrustu garðana er verið að setja niður kartöflur. H. J. VOTTAR JEHOVA fjölraenna á Akureyri MÓT VOTTA JEHÓVA, sem í þetta sinn er hér á Akureyri og hófst í gærkvöld kl. 19.45. Marg ir mótsgestir hafa þegar komið til bæjarins, og þegar á fimmtu dagskvöld voru um 120 komnir, ' aðallega frá Reykjavík og Kefla vík. Margir gestir hafa fengið gistingu í heimavist mennta- skólans, og um 30 á einka- heimilum. Á mótinu verður fræðandi og fjölbreytt dagskrá, sem byrjaði föstudagskvöld með „Guðsveld- islegum skóla“ og „þjónustu- , sámkomu". Hinn Guðveldislegx skóli er ræðuskóli sem vottar Jehóva hafa í öllum söfnuðum sínum, þannig að allir geta feng ið góða þjálfun fyrir boðunar- starfið, sem vottar Jehóva álíta sé kristin skylda. f ræðuskól- anum á mótinu verður það ■ mikil þátttaka frá Akureyrar- söfnuði votta Jehóva. Á laugardaginn heldur mótið .áfram, en hámark mótsins verð ur á sunnudaginn 4. júní þegar hin nýja kvikmynd verður sýnd, sem er nefnd „Guð getur ekki farið með lygi“. Vottar Jehóva vilja þá sérstaklega “bjóða Akureyringum að koma, og verður myndin sýnd kl. 15.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.