Dagur - 08.05.1968, Blaðsíða 4

Dagur - 08.05.1968, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. IÐNAÐARVÖRUMARKAÐ- URINN INNANLANDS f SAMBANDI við hina svonefndu iðnkynningu hefur Dagur verið að kynna sér hinar ýmsu tölur varðandi iðnaðarframleiðslu hér á landi og innflutning iðnaðarvara undanfarið. Nefna má það til dæmis, að á tímabilinu 1963—1967, að báðum ár- um meðtöldum, voru að því er virð- ist, flutt til landsins 110 fiskiskip og var samanlagður rúmlestafjöldi Jjeirra um 26500. Þetta eru yfirleitt stór fiskiskip, en þó ekki stærri en svo, að hægt væri að smíða þau. — Innanlands voru á sama tíma smíð- aðir nálægt 50 fiskibátar um 2000 rúmlestir að stærð samanlagt. Auk þess hefur svo mikið af öðrum skip- um verið tekið í notkun á þessu tímabili eða um 25 talsins og mikill meirihluti þeirra smíðaður erlendis. Varðandi árið 1965 hefur blaðið m. a. undir liöndum eftirfarandi upplýsingar, sem fengnar eru hjá opinberum aðilum, sumpart áætl- aðar: Það ár kom á markaðinn 2140 tonn af hreinlætisvörum. Það er: þvottadufti, þvottaefnum, handsáp- um, blautsápum, sápuspónum, skó- áburði, h r e i ng e rn i ngasíi j) u m, bóni o. s. frv., þar af 640 tonn innflutt. Ýmsar tegundir fatnaðar á mark- aðinum var sem hér segir: Alfatnaðir karlmanna 36000, þar ar 10000 innfluttir. Karlm.frakkar 14000, þar af 8000 framl. innanlands. Kvenkápur 36000, þar af 25000 inn- fluttar. Vinnuföt 125 þús. sett, að mestu innflutt. Skyrtur ýmiskonar 75000, þar af 42 þús. innfluttar. — 75000, þar af 42000 innfluttar. Kven- kjólar 19000, þar af 15000 innfluttir. Innflutningur prjónafatnaðar var mjög mikill. Skófatnaður á markaðinum inn- anlands var þetta sama ár sem hér segir: Karlmannaskór 89000 j)ör, þar af 70000 innflutt. Kvenskór 93000, þar af 80000 innflutt. Skófatnaður bama og unglinga 159000 og þar af 140 þús. innflutt. Á markaðinum voru líka þetta ár húsgögn fyrir 163 millj. kr., þar af innflutt fyrir 26 millj. kr., og gólf- teppi og veggtepjú fyrir 107 millj. kr., þar af innflutt fyrir 38 millj. kr. Þetta em nokkur sýnishom af því hvað útlend og innlend iðnaðarfyrir- tæki framleiða fyrir íslenzkan mark- að. Fiskiskijraframleiðslan tekur hér, eins og fyrr var sagt, yfir fimm ára tímabil, en önnur framleiðsla til árs- ins 1965 og er trúlegt að hlutfallið milli imilendrar og erlendrar fram- leiðslu hafi breytzt síðan. W ÁRSKÓGSSTRÖND við Eyja- fjörð mun fyrrum víða hafa ver ið skógi vaxin. Til þess bendir nafn sveitarinnar o. fl. örnefni, t. d. Árskógar og Skógarhólar. Snjóþungt er á Árskógsströnd og hefur snjórinn bælt skóginn ó snjóavetrum, en á hinn bóg- inn verið til hlífðar Varla hefur skógurinn verið stórvaxinn, en þó til mikilla nytja. í jarðabók Árna Magnússon- ar og Páls Vídalíns árið 1712 er rifhrís til eldiviðarstyrks með taði undan kvikfé talinn fram á Hámundarstöðum, Hellu, Krossum, Grund og Kálfskinni. I Litla-Árskógi er rifhrís til eldiviðar, i Stærra-Árskógi rif- hrís og lyng til eldiviðar bjarg- legt. Á Birnunesi rifhrís til eldi viðar bjarglegt og á Selá rifhrís til eldiviðar nægilegt. Á Selár- bakka er til-fengið rifhrís (e. t. v. frá Selá)? Brattavellir hafa rifhrís til eldiviðarstyrks brúk- legt í Litla-Árskógslandi. Kleif tilfengið rifhrís, (e. t. v. í Litla- Árskógslandi)? Á Kúgili í Þor- valdsdal er víðrrif til eldiviðar og heystyrks bjarglegt. Víðirif einnig nefnt í Kálfskinni. í Haga er fjalldrapi talinn lítils— háttar til léttis við hey. Á Hill- um er engra hríshlunninda get- ið. Eru þá allir bæir sveitarinn- ar í byggð 1712 taldir. Þetta sýnir að birkikjarr hef- ur verið allvíða á Árskógs- strönd í byrjun 18. aldar. Mest í Litla-Árskógi, Stæi’ra-Ár- skógi, ásnum við Selá og í Birnunesborgum. Innan við Hill urnar, sem ganga í bergstöllum niður í sjó, tekur við Galma- strönd eða Möðruvallasókn. Þar SÍÐASTA vetrardag frumsýndi Leikfélag Húsavíkur sjónleik- inn Hjónaspil eftir Thornton Wilder. Með stærstu hlutverkin fara Haraldur Gíslason og Sigriður Jakobsdóttir. Leikstjórar eru tveir, Páll Þór Kristinsson og hefur skóglendið eyðzt fyrr. í jarðabókinni er aðeins getið þar um rifhrís á Syðri-Bakka og þó talið lítið. í Arnarnesi er getið um ömefnið forna Skógarbrekk ur en skógurinn er horfinn og eins í Fagraskógi næsta bæ innan við Hillur. Einnig er lítið um fjalldrapa í Möðruvalla- sókn, enda víða mýrlent. Leng- ur hefur skógarkjarr haldist í Svarfaðardal, næstu sveit utan við Árskógsströnd. Á Hálsi, næsta bæ við Stóru-Hámundar staði, telur jarðabókin rifhrís til eldiviðar með taði bjarglegt, og svipað að Hrísum og Hamri. Böggversstaðir fá sömu rifhrís- einkunn og Háls, eða ívið betur. En út við Ólafsfjarðarmúla og ofan við Dalvík er skógurinn þá meiri. Á Upsum er skógur til eldiviðar bjarglegur, en til kol- gjörðar að mestu eyddur. Á Karlsá: Skógur til kolgjörðar og eldiviðar bjarglegur, og á Sauðanesi: Skógur til kolgjörð- ar bjarglegur, en til eldiviðar nægur fyrir heimilið. Þetta var næsta nágrenni Árskógsstrand- ar, sem nú er löngu skóglaus. En kolagrafir finnast hér og hvar, t. d. í Hámundarstaða- hálsi, og nýlega fannst kolagröf með viðarkolaleifum, alveg heim við tún á Stóru-Hámund- arstöðum á Miðgerðisholti. — Jóhanna Friðriksdóttir ljósmóð ir, sagðist muna eftir smáum birki- og reynihríslum á Grund í Þorvaldsdal á unglingsárum sínum fyrir rúmri hálfri öld. Og viti menn. Þegar beit létti af landinu vegna pesta og fjár- skipta, 1949—1950, fundust litl- ar hríslur, birki og reynir á hóla Ingimundur Jónsson, formaður leikfélagsins. Leikhúsgestir skemmtu sér með ágætum og fögnuð leik- endum og leikstjórum ákaft í leikslok. Þormóður Jónsson. hrygg við Stekkjarlækinn á Grund, sem verið hefur nokkra áratugi í eyði. Það eru síðustu skógarleifar á Árskógsströnd. Um haustið 1950 fékk skóg- ræktardeildin á Árskógsströnd Ármann Dalmannsson á Akur- eyri til að leita skógarleifa og fór hann ásamt flokki úr byggð arlaginu fram í Þorvaldsdal. Fundust þá litlar (20—30 cm. háar) birkihríslur á allstóru svæði á Grund og á sama svæði og einnig á Kleif litlar reyni- hríslur. Áður höfðu nokkrar litlar reynihríslur fundist þétt saman í laut í Kötluhálsi, skammt frá Kötluhól, í neðan- verðri norðurhlíð Kötlufjalls, og girtu menn frá Hátúni og Kálfskinni lautina. í jarðabókinni 1712 er rifhrís talið einna mest í Litla-Árskógi og lengst mun kjarr hafa hald- izt þar. í ferðabók Eggerts Ólafs Sonar og Bjama Pálssonar 1752 —1757, segir svo um skóga í vestari hluta Norðurlands, að þá skorti sárlega: „Lítilsháttar birkiskógur er þó í Fellssókn í Skagafirði og á Árskógsströnd við Eyjafjörð, og er hann nýtt- ur til kolagerðar“. — Vitað er að skógur til kolagjörðar var hagnýttur í Árskógunum báð- um langt fram efth' 18. öld. Svo koma móðuharðindin 1783— 1785 og erfitt árferði um alda- mótin 1800. Hefur þá af illri nauðsjm verið gengið óvenju hart að landinu, svo skógur og kjarr eyddist mjög víða um landið, og uppblástur færðist í aukana. Mun sögu Árskóganna þá að mestu lokið, en fjalldrapa móar og lyngmóar skipa sess þeirra. Víðlendastir eru Litla- Árskógsmóar, stórþýft flatlendi fyrir neðan Litla-Árskóg, suður að Þorvaldsdalsá, út undir Hellu og Krossa og niður að sjó. Nú vex smávaxinn fjalldrapi, bláberjalyng og krækilyng á þúfunum, en gras víða í skorn- ingum. Sér þó víða í smáflög í þúfunum. Er þarna allgott beiti land, en jarðvegur magur og leirkenndur. Sandur með skelj- um er a. m. k. sumsstaðar undir og mun þarna forn sjávarbotn. Þá hafa Birnunesborgir og Fag- urhöfðf verið eyjar. Ekki var birkið horfið með öllu af Litla- Árskógsmóum um aldamótin 1800, þótt það dygði ekki leng- ur til kolagjörðar. Tvær aldr- aðar konur, Rósa Jónsdóttir frá Brattahlíð og María Franklín, sögðu frá því svo ég heyrði, um 1920, að þær myndu eftir kjarri á Móunum í ungdæmi sínu. Hefðu nokkrar kindur stundum leynzt þar lengi á haustin, og skriðið skorningana undir hrísl unum. Þetta mun hafa verið fyrir tæpri öld. María mundi líka eftir því þegar stórgerður „hrís“ óx al- veg niður á sjávarbakka í Naustavík og skammt utan við Liltla-Árskógssand. Allt fram að fyrra stríði 1914—1918 munu Söndungar hafa rifið hrís til eldiviðar stöku sinnum á Litla- Árskógsmóum. Mest mun það hafa verið fjalldrapi, en vel gætu fáeinar litlar birkihríslur hafa slæðzt með. Soffía Jó- hannsdóttir frá Hellu mundi eft ir grófum hrís á Móunum skömmu fyrir aldamótin 1900, t. d. sunnan við Hádegisliólinn á landareign Hellu, en þá voru sumar þúfur farnar að blása upp. Á einni þeirra fann hún einkennilegar plötur, setti eina í vasa sinn, fór að tína ber og hirti ekki frekar um þetta. Heimafólk áleit plötuna forna mynt, en aldrei fann Soffía þúf- una aftur. Laust eftir aldamótin fann Gunnlaugur Þorvaldsson frá Hellu hríslu, sem var stærri en hann sjálfur (þá smalastrák- ur) fyrir neðan Stórhól í landar eign Krossa. Hefur það kannski verið síðasta birkihríslan á þeim slóðum. Hörðu árin á síðasta hluta 19. aldar hafa sennilega gengið af síðasta kjarrinu á Móunum dauðu. En á Grund í snjóþung- um Þorvaldsdalnum hafa fáein- ar hríslur þraukað allt fram á þennan dag. — Árskógsströnd liggur opin fyrir norðlægum hafvindum. Er þar bæði snjó- þyngra og kaldara en innar með firðinum, fyrir innan Hillur. Kyistlcndi er mjög útbreitt, þ. e. fjalldrapi og lyng, sem hefur tekið við af gömlu skóglendi. Á landnámsöld hefur að öllum likindum skógur og kjarr víða þakið ása, holt og neðanverðar hlíðar, t. d. Hámundarstaðaháls, Fagurhöfða, Móana, Birnunes- borgir og Ásana suður af þeim, holtin og hæðirnar víð Stærra- Árskóg og Kálfskinn og stall- ana' í 'Hillunum (við hliðina á Fagraskógi). Blautar mýrar hafa verið skóglausar þá eins og nú, sprekin í sverðinum í mýrunum eru frá eldri tíma. Mýrablettir, snjóþungar lægðir, gil og urðir hafa sumsstaðar klöfið skóglendið í misstóra lundi og ofantil hafa hlíðarnar verið skóglausar, en þó miklu jafnbetur grónar en nú. f jarðabókinni er oft talað um rifhrís, en hvað er átt við með því orði? í Grasnytjum, hinni frægu bók Björns Halldórsson- ar í Sauðlauksdal, er rifhrís skil greint, sem smávaxið birki og aðgreint frá fjalldrapa. í jarða- bókihni ér líka sérstaklega greint frá nytjum af fjalldrapa (t. d. í Haga) og hann bersýni- lega talinn annað en rifhrís. Verður þá Ijóst, að birkikjarr hefur vaxið þar sem rifhrís er nefnt. Hinar smáu birkihi'íslur voru rifnar upp til eldsneytis og kjarrið þannig smásaman eyði- lagt með öllu. En lengi geta smá hríslur leynst og komið í Ijós ef land er friðað. Skógviðarbróðir, þ. e. bastarður birkis og fjall- drapa, vex enn á stöku stað þar sem skógur er löngu eyddur, t. d. í utanverðri Hámundar- staðahlíð, nálægt Garnagili. Nú er byrjað að rækta nýjan Árskóg í landareign Litla-Ár- skógs, rétt utan við Þorvalds- dalsá, neðan við brúna. Gengst ungmennafélag sveitarinnax' fyr ir því verki. Hi'íslur hafa verið gróðursettar við Árskógsskóla og nokkra bæi á Ströndinni og birkil’undur alinn upp af fræi á Stóru-Hámundai'stöðum. Birki fræ fýkur frá görðum og getur borizt víða um nágrennið. Má búast við að firma hi'íslur, vaxn ar upp af slíku garða- eða trjá- reitafræi í framtíðinni. Smávaxið bii'kikjai'r helzt enn við í Ólafsfjarðarmúla, yzt við Svarfaðardal. (stærra er kjarrið í Kóngstaðahálsi frammi í Skíðadal). Handan fjarðarins blasir við snjóþung Látraströnd in. Þar eru lágvaxnar kjarrleif- ar í hlíðum, allt frá Svínárnesi og út fyrir Látra. Munar minnstu að þessar kjarrleifar séu samhangandi við skóglend- ið í mynni Fnjóskadals. Víða er þetta aðeins hnéhátt, niður- nítt beitarkjai-r og sligað af snjó þyngslum. En kjarrið er í greini legum vexti síðan bæirnir á Látraströnd fóru í eyði og vetr--» ai'beit létti af landinu. Ingólfur Davíðsson. Hóras Vandergelder (Haraldur Gíslason) og frú Dollí Leví (Sig- ríður Jakobsdóttir). (Ljósmynd: Pétur Jónasson). „Hjónaspil” sýnt á Húsavík 5 orvalÉdéffir Fædd 5. ágúst 1918 - Dáin 30. apríl 1968 KVEÐJA Húsmæðraskólans að Laugurn Við gengum til hvílu við glaðværa kveðju þína og grunlausar biðum við dags og að sól færi að skína, sá dagur nam staðar, í dyrum morgunsins beið. og drúpti þar höfði, og sólin fölnaði um leið. Og námsmeyja hópurinn undrun og ótta sleginn beið álengdar þögull og horfði niður á veginn; í gær stóðst þú hugprúðan vörð um hinn veikasta reyr, ein vomótt gekk hjá, og síðan — ekkert meir. Þinn hlátur var sjálfsagður hlutur í dagsins önnum, þitt hlýja bros eins og geislinn er rós og hvönnum, með listfengri hendi þú lagðir hvem þráð í skil og liljublóm draumanna vermdust af hjarta þíns yl. Hvern annríkisdag, þegar klukkan í skólanum kallar fer klökkvi um hugann, við söknum og munum þig allar og vefum í dúka og lín okkar Ijúfustu þökk úr litríkum minningum okkar um strenginn sem hrökk. P. H. J. Ax 'J frá námsmeyjum - Laugaskóla var slitið um síðustu helgi (Framhald af blaðsíðu 8). Fæðiskostnaður pilta varð kr, 82.50 á dag og stúlkna kr 72.20. Guðmundur Gunnarsson var í ársleyfi en í hans stað kenndi Birgir Jónasson stúdent frá Akureyri. Páll H. Jónsson lét af störfum hjá SÍS, flutti aftur í Reykjadalinn og hafði nokkra stundakennslu við skólann., Nú er unnið að því að full- gera hluta af heimavistarhúsi, sem undanfarið hefur verið í byggingu. Ei' ætlunin að í sumr ar verði unnt að nota nemenda herbergin til gistingar. í þess- ari byggingu er ein kennai'a- íbúð. Þar verður einnig rúm fyrir póstafgreiðslu og lítil kennslustofa fyrir eðlisfræði. Þar verður og sett niður dísil- rafstöð fyrir skólann. En gamla vatnsaflsstöð skólans við Reykjadalsá 'hefur verið lögð niðui'. Veginum til Húsavíkur hefur vei'ið haldið opnum, en það er gei'legt vegna hinna nýju, upp- hlöðnu vegarkafla. Hey í-eynast vel en veturinn er mjög gjafa- frekur og kjai'nfóðurkaupin gífui'leg. En þau leiða til þess, að víða hafa eyðzt þeir fjár- FYLGJAST MEÐ VÖRUVERÐI í SÍÐASTLIÐNUM mánuði kaus Fulltrúaráð Vei-kalýðsfé- laganna á Akui'eyri nefnd til að fylgjast með verðlagi á Akur- eyri, og vera verðlagsstjóra til aðstoðar í þeim efnum. Nefndin hefur þegar haldið einn fund með verðlagsstjóra, og standa vonir til að starf þetta megi bera jákvæðan árangur. Nefndina skipa þau Guðrún Jónsdóttir, Helgamagrastræti 4, Ása Eúíksdóttir, Helgamagi-a- sti'æti 6 og Baldur Svanlaugs- son, Bjarkarstíg 3. Vai'amaður þeirra er Jón Ingimarsson. Frá Fulltrúaráðinu. munir, sem þurfa til áburðar- kaupa nú í vor. Byggingar vex'ða ekki miklar hjá bændum á þessu ári eða aði'ar fram- kvæmdir. Og ekki lítur út fyi'ir miklar vegafi'amkvæmdir þótt bætt sé álögum á bílaeigendur. í vetur hafa fimm manns lát- ist í hreppnum, nú síðast Ólafía Þorvaldsdóttir vefnaðai'kenn- ari frá Akureyri, sem kennt hefur við Húsmæðraskólann síðustu þrjú ár. Inflúensan er farin að stinga sér niður hér í sveit og má bú- ast við erfiðleikum af hennar völdum á mesta annatíma bænd anna, sem nú fer í hönd. G. G. Frá Vestfirðingafélag- inu á Akureyri STJÓRN félagsins vill hér með koma á framfæri þakklæti til allra þeira stai-fshópa og ein- staklinga, sem létu fé af hendi rakna til sjóslysasöfnunarinnar. Alls söfnuðust kr. 45.700.00 hjá eftirtöldum starfshópum og einstaklingum: Hjá starfsfólki Utgerðai'félags Akureyi'inga h.f. kr. 8.050.00, hjá stai'fsfólki Slippstöðvarinn- ar h.f. kr. 6.000.00, hjá stax-fs- fólki KEA á Oddeyi-ai'tanga kr. 3.600.00, hjá starfsfólki Baugs h.f. o. fl. ki\ 3.800.00, hjá starfs- fólki Ullarþvottastöðvar SÍS kr. 1.600.00, hjá stai-fsfólki Ullar- verksm. Gefjunnar kr. 1.200.00, hjá stai'fsfólki Skógerðar Iðunn ar kr. 3.550.00, hjá starfsfólki Skinnaverksm. Iðunnar kr. 1.850.00, hjá starfsfólki Fata- vei'ksm. Heklu kr. 6.750.00, hjá starfsfólki Skattstofunnar o. fl. kr. 1.3000.00, hjá Bæjarfógeta- embætti og Útvegsbanka kr. 2.100.00, hjá starfsfólki Súkku- laðivei'ksm. Lindu h.f. kr. 2.000.00, hjá Auðai'systrum kr. 1.700.00, hjá stai'fsfólki B-deild- ar FSA kr. 900.00, hjá ýmsum einstaklingum kr. 1.300.00. LEIKFELAGAKUREYRAR: ÓVÆNT HEIMSÓKN Leikstjóri: Gís LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýndi leikritið „Óvænt heim- sókn“ eftir J. B. Priestley .s.l fimmtudagskvöld 2. maí. Leik- stjóri var hinn landskunni leik- húsmaður Gísli Halldórsson. — Leikhúsið var þéttsetið og sýn- ingunni ágætlega tekið. Priestley, sem nú er kominn á áttunda tug ára sinna, er einn af kunnustu rithöfundum Breta og síður en svo óþekktur hérlendis, því að ýmis leikrit hans hafa verið sýnd hér á sviði og leikin í útvarp. Hann hefur jafnvel verið á sviðinu í Samkomuhúsinu áður. „Óvænt heimsókn" er eitt af „tímaleik- ritum“ hans, sem hann samdi á beztu árum ævi sinnar á fjórða tug aldarinnar. Hið bezta þeirra mun vera „Tíminn og við“, sem leikið var í Reykjavx’k fyrir nokkrum árum. Priestley hafði orðið fyrir áhrifum frá stærð- fræðingnum Dume, sem ritaði bækur um eðli tímans. Eitt af gi'undvallaratriðum í kenning- um hans var, að tíminn liði ekki, hann stæði kyrr, heldur værum það við, sem hi-eyfð- umst gegnum hann. Hann hélt því fram, að unnt væi'i „að stökkya milli stöðva" í tíman- um — og það er bragð Priest- ley’s í leikritum hans. Þótt óvænt heimsókn sé eitt af tímaleikritum Priestley’s og okkur sé í leikslok gefið í skyn, að „stokkið hafi verið milli stöðva", skiptir tíminn í í'aun- inni ekki miklu máli í efni leik- í'itsins. Það fjallar ekki um tímann. Hin óvæntu leikslok skipta þess vegna minna máli. Þau eru jafnvel vafasamur gróði. Draga þau ekki beinlínis úr spennu áhorfandans, þegar hann rís úr sæti, að sýningu lokinni? Leikritið fjallar um sekt mannsins. Það er ein óslit- in predikun frá upphafi til enda. Gagnrýnandi af árgerð 1968 mundi vafalaust telja px-ed ikunina bei'a listina ofurliði, enda ber hún mjög keim af hugmyndum svonfendra alda- mótamanna. Hún er snjöll og snotur, lætur vel í eyra. Allir geta fallizt á hana, en hún er dálítið óljós, hana skoi-tir ákveð ið markmið og gengur ekki lengra en svo, að hún vekur ekki óþægileg viðbrögð. Það er eins og áhorfandanum sé strok- ið í framan með rökum og svöl- um þvottapoka. Ungan leiki'ita- höfund 1968 dreymh' um, að i Halldórsson verk hans orki eins og hnefa- högg í andlit samtíðarinnar. Vaknaðu, maður, það er glas. Þeir eru komnir í fæðingarleik með bombuna. Akureyi'skir leikhúsgestir skilja, hvað hér er átt við, ef þeir bera sáman „Óvænta heimsókn“ og „Bied- ei-mann og bi'ennuvargana“. — Þessi leikhúsvei'k skilur annað og meira en hálfur annar ára- tugur. Heil heimstyrjöld og kjarnorkusprengjan er á milli þeirra. Þótt eitthvað kunni að vera til í þessu, eru Akureyringar vax-la svo nýtízkulegir, að þeir kunni ekki að meta Priestley, enda hefur hann mai'ga kosti. Hann kann sitt fag. „Óvænt heimsókn“ er það, sem Enskur- inn kallar „a well-made play“. Bygging leikritsins er snjöll og manngei'ðir þess sannar og sjálf um sér samkvæmar í öllum þeirra margslungnu viðbrögð- um. Priestley er alltaf beztur, þegar hann er raunsæastur, þegar hann hefur fast land undir fótum. Það er þegai'. hann heimtar að neyta vængjanna, að honum daprast stundum flugið. Leikritið gerist á einu kvöldi í stofu hjá auðugum og þekkt- um kaupsýslumanni í Yorks- hire. Fjölskyldan er að fagna indælum atburði. Dóttirin og ungur kaupsýslumaður af sama sauðahúsi hafa dregið upp hringana. Húsið er þrungið af sigurgleði. Þá er það, að þeim berst fréttin um, að ung og óþekkt stúlka hefur fargað sér. Framvinda leiksins fjallar svo um, hver beri ábyrgð á, að þetta líf hefur slokknað. Júlíus Oddsson leikur Birling kaupsýslumann hressilega og af góðri nákyæmni. Sigurveig Kristjánsdóttir leikur konu hans með miklum ágætum. Þetta hlutverk er áreiðanlega. það langbezta, sem Sigurveig hefur sýnt hér á leiksviði. Henni fataðist aldrei tökin á þessari konu, sem er lifandi tákn smáborgarans, fjötruð í hroka sínum og þröngsýni, stai'blind á öll sjónai-mið, nema þetta örlitla skráargat á harð- læstx-i hurð eigingirninnar. Leik arinn gæti fallið í þá freistni að gera þessa manneskju að illmenni eða hreinum bjána. Sigurvgig gerði hana mannlega. Það var góður leikur. Dóttur- ina og unnusta hennar leika þau Guðlaug Hermannsdóttir og Sæmundur Guðvinsson og bæði prýðilega. Soninn í fjöl- skyldunni leikur Ólafur Axels- son. Þetta er eitt af ei-fiðari hlutverkum leiksins, en Ólafur skilaði því með ágætum. Það er gaman að sjá, hvað Ólafur hefur vaxið sem leikai'i á fáum árum. Frammistaða hans í vet- ur skipar honum í fremstu röð Akureyi-skra leikai'a. Laufey Einarsdóttir leikur þjónustu- stúlku, smáhlutverk. Loks er að nefna sjöunda nafnið á hlut- verkaskránni, Goale lögreglu- fulltrúa, sem Guðmundur Gunn arsson leikur. Þetta er mesta og á ýmsa lund vandasamasta hlut vex'kið, burðarás sýningarinnar. Guðmundur, sem hefur svo margt vel gert á þessum sömu fjölum, kiknaði ekki undir þess um vanda. Hann var traustur og sýndi ákveðinn myndugleik samfai'a þeirri hófsemd, sem hlutverkið krefst. Þá eru hlutvei'kin talin, en þó ótalinn sá aðili, sem hér karm þó að eiga mestan hlut. Það er leikstjórinn, Gísli Halldórsson. Sviðsetning hans virðist með ágætum. Ákveðni og festa, ná- kvæmni og vandvii'kni ein- kenna hana, enda mun fremxn' reyna á þessa eiginleika í „Óvæntri heimsókn“ en hug- kvæmni og hraða. Leikhúsgest- ir hér mundu áreiðanlega fagna því mjög, ef Gísli Halldórsson sæi sér fært að sinna frekara stax'fi með L. A. Það er vafalaust í'étt stefna hjá L. A. að fá leikstjóra að sunnan sem oftast. Það gefur okkur ekki aðeins góðar sýn- ingar, heldur hefur það mikl- um mun víðtækari áhrif. Starf þessara leikstjóra er ekki sízt það að kenna leikurum okkar þá tækni, sem þeim er knýj- andi nauðsyn á að öðlast. Á þennan hátt getum við ef til vill smánx saman eignast dálít- inn hóp ungra, áhugasamra og samstæðra leikhúsmanna. Þeir mundu svo mynda þann kjarna leikfélagsins, sem standa hlýtur undir starfi þess á komandi ár- um. Þetta er meii-a menningar- atriði fyrir bæinn en margur gerir sér Ijóst. Leikr'itið „Gísl“ olli hér tals- verðum deilum, sem skipti mönnum í flokka, með og móti. Því sundurlyndi mun vart til að dreifa um „Óvænta heim- sókn“. Hún er leiksýning fyrir alla. Vonandi láta þessir „allir“ sig ekki vanta í leikhúsið á, (Fnamhald á blaðsíðu 7). j *•

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.